Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 26
26 STÚDENTABLAÐ ar mun áhugi vera fyrir hendi bæði hjá kennurum og nemendum um, að stefnt verði að hærri prófgráðu. Ein- stakar greinar, s. s. eldfjallafræði og landmótunarfræði, væri æskilegt að kenna hér til æðstu gráðu, enda sú stefna skilyrði til þess, að H.I. njóti alþjóða viðurkenningar sem mennta- og vísindastofnun. Eigi að miða við 3 til 4 ára nám í öllum greinum, mun hann fljótlega verða skoðaður sem framhaldsmenntaskóli. Endurskoðendur SFHÍ: Endurskoðendur SFHÍ fyrir kom- andi starfsár eru kosnir á skilafundi fráfarandi stjórnar. A skilafundinum 14. október voru þeir Haraldur Blön- dal stud. jur, og Sveinn Rúnar Hauks- son stud. med. einróma kosnir endur- skoðendur félagsins fyrir þetta starfs- ár. Hver verða svo helztu verkejni hins nýstojnaða jélags? Við munum fylgjast mjög vel með framvindu þeirra mála, sem ég hef getið hér að framan. Aðalverkefnið í liaust hefur verið að koma upp bóka- safni og lestraraðstöðu. Það mál er komið á góðan rekspöl, þótt margt sé þar ennþá óunnið. Margt annað mætti nefna, s. s. kynning rannsókn- arstofnana o. fl. Eitt atriði vil ég þó undirstrika sérstaklega, en það er að endurskoðaðar verði kröfurnar, sem gerðar eru í uppeldis- og kennslufræð- um til B.A. prófs. Eins og er teljum' við að þær séu óraunhæfar og útiloki nokkurn veginn alveg, að stúdent geti lokið prófi í raungrein á þremur árum með tilskildum kennsluréttindum. Vitleysan gengur svo langt, að þeir nemendur, sem lokið hafa stúdents- prófi frá Kennaraskóla íslands, ásamt tilskildu námi í kennslufræðum, fá það ekki viðurkennt hér. Þessu máli var hreyft af verkfræðideild á sínum tíma, en svæft að bragði. Ilér er ég hræddur um, að liggi ein af hinum heilögu kúm háskólans, sem ekki má vekja, þótt hún sofi á veginum. Að lokum vil ég hvetja alla stú- denta, sem eru við nám í náttúru- fræðum við H.Í., til, að fylgjast vel með framvindu mála og vinna að því allir sem einn, að vegur hennar verði sem mestur. Stúdentablað þakkar viðtalið og tekur undir livatningu Björns til allra stúdenta að fylgjast vel með málum sínum og láta sem mest til sín taka hagsmunamál sín og H.I. R. A. ATHUGASEMD Undirritaður er ekki höfundur þeirrar greinar, sem honum er merkt í 1. tbl. „Andrár“. Hér er um að ræða, að sögn ábyrgðarmanns blaðsins, villu í umbroti, og er höfundur grein- arinnar Jón Thoroddsen stud. ph.il. Ólajur Thóroddsen. 1111 ■ 1111111111111111111111 ■ 11 ■ i ■ i • i • 11 • 111111111111 ■ 111 ■ 1111 ■ ■ i ■ ■ 111 ■ 1111 ■ 11111 ■ ■ 1111111 >•■ i ■ > ■ •< * ■ 111 ■ ■ 111 ■ 1111111 ■ 111111111111111111111 ■ 1111 ■ 111111111111111111111111111 ■ m ■ 111111111111111111111111 ■ 11111111 ■ i ■ i ■ ■■■ ■ > ■■■ i ■ 11111 ■ 1111111 ■ 11 ■ 11111111111111 ■ 111 ij OLIVETTI BKRIFSTDFUVÉLAR Olivetti reiknivélar 8 gerðir — verð frá krónum 5960. Olivetti bókhaldsvélar 6 gerðir — verð frá kr. 39.420. G. HELGASGN & MELSTED { Rauðarárstíg 1 - Sími 11644. I FlllllllllllllllMIIIIMIIIMIIIIIIIIIIMIinmmimiMIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIilHMIMIIIIIIIMMIIIillilHIMIIHIIHIIIIIIIIIIMHIIIIIIIIIIIIIimillllHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIimillllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIII

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.