Stúdentablaðið - 17.04.1980, Síða 10
Stúdentablaðið
Það eru bæði gömul sannindi og ný aðbraggalýður þarf ekki á neinum
mannréttindum að halda.
Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi
Viðtal við Þorlák Kristinsson
farandverkamann
Stúdbl.: Hvenær hófst skipuleg barátta
farandverkafólks?
Hin skipulagða barátta okkar hefst um
mitt siBasta sumar úti I Eyjum. Þá höfðu
átt sér stað miklar og llflegar umræður
meðal farandverkafólksins þar, bæði sjó-
manna og landvérkafólks á öllum verbúö-
um og um borð i bátunum, um kjör okkar
og stöðu. Eftir að hafa ráðfært okkur við
forystumenn verkalýðsfélaganna á staðn-
um, ákváðum við að láta til skarar skriða.
I fyrstu lotu hugðumst við kynna kröfur
okkar og knýja á um að hin skipulagöa
verkalýðshreyfing tæki þær upp og fylgdi
þeim eftir. En eins og allir vita er hafa
fylgst meö máli þessu þá varð harkaleg
andstaða stöðvarvaldsins gegn okkur til
þess að málið komst I f jölmiðla og varð á
allra vörum og þannig fengum við þá
kynningu á málstað okkar er við þurftum.
En þess má nú geta að farandverkafólk
bæði hópar og einstaklingar hafa áður i
einstaka málum á einstaka stöðum háð
skipulagöa baráttu fyrir bættum kjörum,
t.d. í sildinni ’74 austur I Höfn, þar sem
farandverkarfólk náði fram umtalsverðri
launahækkun, nú hungurverkfalliö út I
Eyjum ’76, þar var barist gegn óhóflegum
fæöiskostnaði og um fleiri hluti hefur
maður frétt. En þaö er semsagt fyrst út I
Eyjum i sumar er við leggjum fram mál-
efni okkar á landsvisu.
Stúdbl.: Hvernig hefur barátta ykkar
verið skipulögð?
Eftir atburðina i Eyjum þá ákváðum
við að hætta skipulögðum aðgerðum og
fylgjast með framvindu mála, þar sem
verkalýðsforystan hafði tekið undir kröf-
ur okkar og lýst yfir stuðningi við baráttu
okkar. En við lýstum þvi jafnframt yfir að
við áskildum okkur fullan rétt til þess að
gripa til aðgerða hvar og hvenær sem okk
ur þætti ástæða til, og reyndist full þörf á
þvi er til kom.
Eftir þetta héldum viö I sitt hvora áttina
en aðrir voru um kjurt. Viö vorum þó
nokkur er héldum hópinn eftir að við kom-
um hingað suöur, og skipulögðum viö
Baráttuhóp Farandverkafólks á Faxa-
flóasvæðinu, ásamt hóp nýrra áhuga-
samra félaga hér á S.V. horninu
Viö unnum aðallega að því að vinna upp
frumdrög aö útfærslu á kröfum okkar, og
við að halda uppi þrýstingi á verkalýðs-
forystuna, en það háði okkur aö við höfð-
um ekkert fast húsnæði sem þýddi að
hreyfingin var til húsa i einni eöa tveimur
töskum er við bárum á öxlinni.
Samkvæmt loforöi, þá voru málefni
okkar á dagskrá 9. þings V.M.S.l. á Akur-
eyri sl haust. Við höfðum bundið tölu-
verðar vonir við það þing, en það kom á
daginn að fulltrúar Farandverkafólks
(við vorum tveir) ásamt hóp áhíigasamra
þingfulltrúa máttum hafa okkur öll við
að tryggja aö eitthvað marktækt kæmi frá
þinginu varöandi þessi mál. Útkoman
varð „almenn stuðningsyfirlýsing” við
kröfurnar ásamt loforði um aö sett yrði á
fót nefnd er skipuð yrði 3 ákveönum
fulltrúum, til þess að fylgja málinu eftir.
Reyndar sagöi við mig mætur blrókrati úr
verkalýðshreyfingunni nokkru seinna að
það væri lenska hjá hreyfingunni að svæfa
málin á þennan hátt. Við reyndum meö
dreifiritum og öðrum aðgerðum að ýta á
eftir forystunni um að efna gefin loforð og
beita sér fyrir tafarlausum aögerðum
varðandi færðiskostnað á verbúðum en
það hvorki rak né gekk.
Eftir ráðstefnuna I Eyjum „Verkafólk I
sjávarútvegi” þar sem málefni okkar
voru á dagskrá, berst okkur aukinn liðs-
auki. Við endurskipuleggjum þá hreyf-
ingu okkar, tökum upp fasta fundartima,
höldum félagatal og fundagerðir og skipu-
leggjum vinnuprógrömm fram I tlmann.
Þá beindist kraftur okkar aö þvi að
Kjaramálaráðstefna ASl tæki upp kröfur
okkar og það hafðist að lokum með skipu-
lögöum blaðaskrifum og öðrum aðgerö-
um. Eitt er mjög mikilvægt aö komi fram,
en það er hversu fljótt þessi hreyfing
farandverkafólks I fiskiðnaði breiðist út
til farandverkafólks I öörum starfsgrein-
um sem lika hefur sérstöðu. Farand
verkafólk I landbúnaði hefur hafið baráttu
við hlið okkar, en sá hópur býr sumsstað-
ar við kjör sem I eöli slnu hafa ekki breyst
frá landnámi er hér var þrælahald. En
eitthvaö vorum við að heyra um aö ASÍ
hafi óskað eftir viðræðum við aöila iand-
búnaöarins um samningsgerð handa
landbúnaðarverkafólki. Ollum ætti nú að
vera kunnugt um baráttu okkar fyrir
erlenda verkalýöinn er hér starfar.
Svo var það sl. sumár aö tvær Islenskar
farandverkakonur I Köben, þær Aagot
öskarsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen j
vöktu athygli á þeim vanda er Islenskt |
farandverkafólk sem vinnur I Skandi-
naviu býr við, en það er að mörgu leyti
hliðstætt þvi sem erlent vinnuafl býr við
hér á landi. Þær lögðu fram ákv. kröfur
um lausn á þessum vanda og hefur
Baráttuhópur farandverkafólks að sjálf-
sögðu tekið þá kröfu upp sem eina af sin-
um. Nú hafa verið lögð drög að þvi að ná
saman og skipuleggja þennan fjölda sem
starfar þar ytra og jafnvel stefnt að þvi að
halda ráðstefnu i Kaupmannahöfn um
málefni þess með haustinu.
Stúdbl.: Hver voru viöbrögð verkalýös-
forystunnar áður en þetta varö að blaða-
máli?
Ég hef aö einhverju leyti gert grein
fyrir þvi hér að framan. Baráttan verður
strax að blaðamali, og fjölmiðiar hafa
sýnt málinu áhuga fram að þessu. En
þetta virtist koma Verkalýðsforystunni
jafn mikiö á óvart og mörgum öðrum þvi
að fram aö þessu höföum við ekki veriö til
sem stétt I vitund þjóðarinnar. Viö höfum
þurft að berjast fyrir hverju einasta
skrefi I málefnum okkar, þar hefur ekkert
komiö af sjálfu sér. í janúar var starfsemi
okkar orðin það viðamikil að við urðum aö
komast I hús með hana.
Viö leituöum til ASI en þeir sögðu, „þvi
miður” þá var það VMSI en þeir höfðu
ekkert pláss, þa skaut Dagsbrún skyndi-
lega upp kollinum og lét okkur hafa afnot
af rúmgóðu herbergi og slma um óákveð-
inn tima, og var það góður leikur hjá
Dagsbrúnarliöinu.
Nú I dag er kominn góöur skriður á mál-
in, Alþingi, stjórnmálaflokkar og ráðu-
neyti eru komin I leikinn svo eitthvað
hlýtur að koma út úr þessu. En samt hefur
sjómannasambandið ennþá ekki breytt
afstöðu sinni, en þeir segjast ekki geta
stutt okkur þrátt fyrir þann fjölda sjó-
manna er teljast til Farandverkafólks.
Stúdbl.: Hvaða aðferðum hafiö þið beitt
við að koma málum ykkar á framfæri á
opinberum vettvangi?
Það hafa bæöi verið markvissar og til-
viljunarkenndar aðgerðir. Við höfum lagt
mikið upp úr þvi að ná sambandi við
farandverkafólk úti á verstöövunum, þá
höfúm við fylgt málinu eftir I fjölmiðlum,
en nokkrir þeirra, t.d. Þjóöviljinn, Neisti,
sjónvarp og útvarp o.fl. hafa af eigin
frumkvæði tekið þessi mál upp og fylgt
þeim eftir,. Viö útilokum enga aöferö til
aö ná settu marki.
Stúdbl.: Hvernig hafa vinnuafls-
kaupendur brugöist við baráttu ykkar og
með hvaða aöferöum hafa þeir reynt að
ala á fordómum gegn farandverkafólki?
Þeir hafa brugðist misjafnlega viö. Við
getum t.d. tekiö viðbrögð tveggja vinnu-
aflskaupenda I Grindavik, við hreyfingu
okkar sem dæmi. Þegar farandverkafólk-
ið á Þórkötlustööum lagöi fram kröfur
sinar þá brást stöðvarvaldiö við með
öfforsi og ruddaskap sem gekk svo langt
að þeir beittu fyrir sig lögregluvaldi til
þess að reyna að brjóta hreyfinguna á bak
aftur. Hinsvegar þeir i Gjögri, á sama
stað, komust strax að málamiölunarsam-
komulagi við sitt farandverkafólk I deil-
um sem spruttu upp út af hinu óhóflega
verði sem þar var á mat. Fæöið var lækk-
að um 50%.
Annars hafa viðbrögð stöðvarvalds-
ins verið þau að þar sem aðbúnaður er
þokkalegur, þykja kröfur okkar sann-
gjarnar en hjá þeim er bjóða upp á illt
viðurværi, verða viðbrögöin likt og hjá
hundum, þeir glefsa og gelta en verða svo
að hrökkva undan með skottið milli lapp-
anna er við berjum þá á trýnið. En hin al-
mennu viðbrögð vinnuaflskaupenda viö
þeim kröfum er að þeim snúa I yfirstand-
andi samningum verða liklega svipuð og
gagnvart öðrum kröfum launafólks á
landinu — þvert NEI. Annars er litiö hægt
að segja með vissuum þetta nú. En það er
klárt mál að við verðum að styðja viö
bakið á verkalýðsforystunni i yfirstand-
andi samningalotu, taka þátt I slagnum á
öllum vigstöövum, ekki einungis að berj-
ast fyrir sérkröfum okkar farandverka-
fólks heldur og fyrir hinum almennu kröf-
um launafðlks i landinu. Við megum ekki
skilja forystu okkar I verkalýðshreyfing-
unni eina eftir inni I Kristalsal Hótel Loft-
leiða.
Varöandi þá fordóma sem alið er á gegn
okkur er það að segja að þeir eru svip
aðir þvl sem maður heyrir I fréttum frá
S.-Afrlku, þar sem hinn hvlti minnihluti
bendir fullur vanþóknunar á hinn blakka
fjölda og segir: „sjáið druslurnar sem
þetta hyski klæðist, ekki kann það að lesa
né skrifa, lifir i hænsnakofum þrifur sig
aldrei, drukkið og ógeðslegt á sunnudög-
um, og svo heldur það að hægt sé að rétta
þvi mannréttindi upp I hendurnar”.
Hér á landi höfum við stundum gengið
undir nafninu Braggalýður, aðkomu-
hyski, eða verbúöalið. Talað er um fylleri
og ólifnaö og ef eitthvað kemur upp á
staðnum er iðulega reynt að finna söku-
dólginn I hópi aðkomuliðsins, Vinnuafls-
kaupendur reyna aö ala á þessum for-
dómum, þeir reyna að koma þvl inn hjá
fólki að við séum að heimta einhver gullin
forréttindi innan stéttar verkafólks I
sjávarútvegi, hvort ekki sé nóg að borga
klósettpappirinn undir rassgatiö, sápu og
vatn til þvottar svo við förum ekki að
heimta frltt fæði lika. Sem betur fer nær
þetta kjaftæði þeirra skammt. Hiö staö-
bundna vinnuafl er óðum að gera sér ljósa
sanngirni krafna okkar og að það sjálft og
farandverkafólk eigi samleið i baráttunni
fyrir bættum kjörum öllu verkafólki til
handa. Það er gömul lumma en hættuleg
þegar vinnuaflskaupendur reyna að etja
saman hópum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, eins og stöðvarvaldið reynir
nú að einangra baráttu Vestfirskra sjó-
manna.
Studbl.: Hvernig getur námsmanna-
hreyfingin komið að iiði I baráttu ykkar?
Það er alveg augljóst aö námsmanna-
hreyfingin getur haft mikilvægu hlutverki
að gegna I stéttabaráttunni. Baráttuhópur
farandverkafólks hefur notið góðs af sam-
starfi við hana, við höfum fengiö aðstöðu
til fundarhalda i Félagsstofnun stúdenta,
fengið aðgang að fjölritara við útgáfu
gagna og dreifirita, o.fl. er of langt mál
yrði að telja, en fyrir nokkrum dögum
siðan fengum við öflugan fjárstuðning frá
Stúdentaráði, um hálfa miljón króna sem
voru gefnar I baráttusjóö okkar. Þó viö
höfum skrifað öllum aðildarfélögum VMSl
bréf og óskað eftir frjálsum framlögum
svo við gætum haldið baráttunni áfram,
þá er þetta fyrsti beini fjárstuöningurinn,
en við eigum samt von á stuðningi frá
nokkrum verkalýðsfélögum út á landi.
Námsmenn geta komið til liðs við okkur á
fleiri vegu. Nú fer f jöldi þeirra út á land til
sumarvinnu, þeir sem áhuga hafa eiga þá
að hafa samband við Baráttuhópinn og
verkalýðsfélög á viökomandi stöðum og
taka þátt I skipulögðu starfi og baráttu.
Námsmenn geta unnið upp þýöingar á
efni fyrir erlent farandverkafólk, nú, saga
farandverkafólks sem stéttar og saga
fjölda verkalýðsfélaga i landinu hefur lítt
verið skráö eöa rannsökuð, þarna geta
námsmenn komiö inn I, þvi við verðum aö
þekkja fortið okkar til þess að geta mætt
morgundeginum. Þaö er ekkert vit I öðru
en að Verkalýöshreyfingin sækist eftir
meira samstarfi við róttækari arm náms-
manna og öfugt, á sem flestum sviðum.
Stúdbl.: Eitthvað að lokum?
— Ekki nema — Oft veltir litil þúfa
þungu hlassi.