Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 1
STÚDENTA 1. TBL. 25. JANCAR 50. ÁRG. Fundur um herstöivarmáiil Stúdcntaráö... Háskóla ís- lands hyggst gangast fyrir al- mcnnum fundi um herstöðv- armáliö strax í byrjun næsta mánaðar, þar sem ráðherr- arnir Einar Ágústsson og Magnús Kjartansson ásamt Gcir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, hafa lof- að að mæta og taka til máls. Aðspurður sagðist Jón Sveinsson, formaður Funda- ncfndar SHÍ, ekki geta sagt ákveðiö um fundartíma, en bjóst þó við að fundurinn yrði haldinn þ. 3. febrúar næstkomandi á Hótel Sögu. Jón sagði dagsetningu fund- arins ráðast af því hvenær viöræðum íslendinga og Bandaríkjamanna lyki ogrík- iststjórnin tæki sína ákvörð- un. Aðalumræðucfni fundar- ins yrði að sjálfsögðu sú lausn, sem þá hefði vcrið á- kveðin í þessu máli af ríkis- stjórninni og lægi fyrir Al- b«nig. Án efa munu fjölmargir hafa áhuga á að sækja þcnn- an fund, sem vcröur haldinn þegar mál þetta verður í há- marki, og línurnar hafa skýrst um afstöðu ríkisstjórn- arinnar. Fundurinn verður að sjálfsögðu rækilega auglýstur, þegar þar að kcmur. Dregur til úrslita hermálsins Verður hernum skipað burt á árinu? Um næstu mánaðamót mun Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra hafa átt viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórn- ar um herstöðina á Keflavík- urflugvelli, og örlög hennar. Síðan hernámssamningurinn við Bandaríkin rann út hefur Mogginn, málgagn borgara- stéttarinnar, farið á kostum í ofsóknarbrjálæði sínu og séð Grýlur sækja að þjóðinni úr öllum áttum. Varað hefurver- ið við nýjum hundadaga- kóngum og tyrkjaránum svo dæmi séu nefnd, að ó- gleymdu yfirvofandi hernámi Rússa, sem eins og allir vita Líf og fjör í Læknadeild: Takmörkun komin á í reynd Fyrsta árs nemar skulu notaðir sem brjóstvörn í bar- áttunni við ríkisvaldið, á hverju sem gengur Stúdentablaðinu hafa bor- ist þær fréttir úr Læknadeild, að forráðamenn deildarinnar hafi ákveðið að hrinda þegar í stað í framkvæmd takmörk- unum á fjölda nemenda í deildinni, þó að áður fram komnar hótanir hafi miðast við takmörkun nemenda á öðru ári, næsta skólaár. Þeir nemendur á fyrsta ári í lækn- isfræði, sem ekki standast misserispróf í deildinni nú í janúar, fá ekki að halda á- fram námi sínu þetta árið, samkvæmt áformum ráða- manna. Námsgreinar þær, sem um er að ræða, eru efnafræði, eðlisfræði og líf- færafræði, og þurfa nemend- ur að ná fimm til að standast próf í þeim. Læknanemar undirbúa nú aðgerðir í tilefni af þessu og mun nú á næstunni koma út blað á þeirra vegum, þar sem málefni þau sem valdið hafa árekstrum læknanema og kennara í deildinni verða kynnt, og þá einkum þetta nýja takmörkunarmál. Stádentablaðið náði tali af Hróðmari Helgasyni, einum fulltrúa stúdenta í kennslunefnd Læknadeildar, og innti hann frétta af þessu máli. Hróðmar kvað tildrög þessa máls vera þau, að Sigmundur Magnússon formaður kennslunefndarinnar, bíða færist um að hernema landið jafnskjótt og herinn er farinn. Leigupennar Moggans hafa þó varla megnað að sannfæra nokkra sál um nauðsyn og gagnsemd her- námsins, til þess er þjóðin farin að þekkja of vel á þá landráðamenn, sem að baki standa og stjórnast af gróða- hyggjunni einni saman. Her- inn er þeim mönnum nauð- synleg baktrygging fyrir á- framhaldandi arðránsað- stöðu, því eins og allir vita hjálpar bandaríska heims- veldið vinum sínum, ef þeir eiga í innanlandserfiðleikum. Þeir menn sem hvað.sárast kveina um, að nú eigi að Framhald. á - 4. síðu. Nýir fulltrúar í stjórn og Páll Gíslason, kennslu- stjóri deildarinnar hefðu kom- ið að máli við þá kenn- ara, sem kenna 1. árs nem- um og hóað þeim saman til að ræða hvað gera skyldi í sam- bandi við þá erfiðleika sem eru á kennslu vegna bágborinnar aðstöðu. Niðurstaða þessa fund- ar var bréf sem 1. árs nemum var sent, þar sem þeim var skýrt frá því að þeir sem féllu á próf- um nú í janúar fengju ekki að halda áfram. Síðan gerist það að bréfið er borið upp til stað- festingar á kennslunefndarfundi fyrir tæpum hálfum mánuði. sagði Hróðmar, sem var við- staddur fundinn, bréfið hafa hlotið staðfestingu með sam- þykki fimm fundarmanna, fjór- ir voru á móti tveir sátu hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti Framhald á 4, síðu. Nú um áramótin rann út kjörtímabil þeirra þriggja manna sem íhaldsmcnn skip- uðu í stjóm Félagsstofnunar fyrir tveimur árum, og hafa setið þar síðan sem fulltrúar stúdenta, án þess að taka nokkurt tillit til stcfnu Stúd- entaráðs í þcim málefnum, sem stofnunina varða. Sýndu þeir rcyndar þá óskammfcilni snemma á ferli sínum að lýsa því yfir að þeir væru þarna fulltrúar sjálfra sín og engra annarra, þrátt fyrir að skýr ákvæði séu um það í rcglu- gerð fyrir Félagsstofnun stúdcnta að Stúdentaráð skipi þar þrjá fulltrúa Stúdenta- ráös í stjórn. Þessir mcnn eru þcir Bjiirn Bjarnason, lögfræðingur, Jón Magnússon og Friðrik Páls- son, allt kunnir vökustaurar og íhaldsmcnn. Á ferli þeirra hafa málefni stúdcnta, scm undir Félagsstofnun hcyra, drabbast niður ef svo má segja. Lítið eða ekkert hefur miðað í húsnæðis og barna- heimilismálum stúdcnta, rekstur mötuncytis og matar- verð er stúdcntum enn sem fyrr óánægjucfni og ckkert hcfur iniðaö i fcrðamálum stúdenta. Aftur á móti hcfur stjórnin vcrið athafnasöm við að vinna á móti Stúdentaráði og hagí.munum stúdenta og má í því sambandi minna á viðbrögð formannsins, Bjiirns Bjarnasonar, i innritunar- gjaldamálinu s.l. sumar. Ljóst Þröstur Olafsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar. má því vera að fráfarandi stjórnarmiinnum verða ekki þökkuð störf í þágu stúdcnta, hvað þá þaulsctan. Stúdentaráð hcfur skipað nýja fulltrúa sína í stað þess- ara fugla og eru það þeir Þröstur Ólafsson, hagfræðing- ur, formaður stjórnar, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson lagancmi og Eva Bcncdikts- dóttir, líffræðincmi. Það skal tckið fram, að SHÍ á að skipa fulltrúa sína í tvcnnu lagi skv. reglugcrð og verður 1 að hafa lokið háskólaprófi. Varamenn þessara fulltrúa voru skipaðir (í sömu röð), Þórunn Klemensdóttir, hag- fræðingur, Erling Ólafsson og Ólafur R. Ingimarsson. Eva Bcncdiktsdóttir hcfur sagt sig úr Stúdcntaráði jafn- framt því scm hún tckur sæti í stjórn F. S. I hcnnar stað hefur komið inn í Stúdenta- ráð Ari Ólafsson eðlisfræði- nemi. ráa

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.