Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 1
STÚDENTA 1. TBL. 25. JANÍFAR 50. ÁRG. Fundur um herstöivarmálið Stúdentaráð... Háskóla ís- laiuls hyggst gangast fyrir al- mennum fundi um herstööv- armálið strax í byrjun næsta mánaðar, þar sem ráðherr- arnir Einar Ágústsson og Magnús Kjartansson ásamt Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, hafa lof- að að mæta og taka til máls. Aðspurður sagðist Jón Sveinsson, formaður Funda- nefndar SHl, ekki geta sagt ákveðið um fundartíma, en bjósf þó við að fundurinn yrði haldinn þ. 3. febrúar næstkomandi á Hótel Sögu. Jón sagði dagsetningu fund- arins ráðast af því hvenær viðræðum fslendinga og Bandaríkjamanna lyki og rík- iststjórnin tæki sína ákvörð- un. Aðalumræðuefni fundar- ins yrði að sjálfsögðu sú lausn, sem þá hefði verið á- kveðin í þessu máli af ríkis- stjórninni og lægi fyrir.Al- Þinig. Án efa munu fjölmargir hafa áhuga á að sækja þenn- an fund, sem verður haldinn þegar mál þetta verður í há- marki, og línurnar hafa skýrst um afstöðu ríkisstjórn- arinnar. Fundurinn verðurað sjálfsögðii rækilega auglýstur, þegar þar að kemur. Dregur t il úrslif a tiermálsins Verður hernum skipað burt á árinu? Um næstu mánaðamót mun Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra hafa átt viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórn- ar um herstöðina á Keflavík- urflugvelli, og örlög hennar. Síðan hernámssamningurinn við Bandaríkin rann út hefur Mogginn, málgagn borgara- stéttarinnar, farið á kostum í ofsóknarbrjálæði sínu og séð Grýlur sækja að þjóðinni úr öllum áttum. Varað hefurver- ið við nýjum hundadaga- kóngum og tyrkjaránum svo dæmi séu nefnd, að ó- gleymdu yfirvofandi hernámi Rússa, sem eins og allir vita Líf og fjör í Læknadeild: Takmörkun komin á i reynd Fyrsta árs nemar skulu notaðir sem brjóstvörn í bar- áttunni við ríkisvaldið, á hverju sem gengur Stúdentablaðinu hafa bor- ist þær fréttir úr Læknadeild, að forráðamenn deildarinnar hafi ákveðið að hrinda þegar í stað í framkvæmd takmörk- unum á fjölda nemenda í deildinni, þó að áður fram komnar hótanir hafi miðast við takmörkun nemenda á öðru ári, næsta skólaár. Þeir nemendur á fyrsta ári í lækn- isfræði, sem ekki standast misserispróf í deildinni nú i janúar, fá ekki að halda á- fram námi sínu þetta árið, samkvæmt áformum ráða- manna. Námsgreinar þær, sem um er að ræða, eru efnafræði, eðlisfræði og líf- færafræði, og þurfa nemend- ur að ná fimm til að standast próf í þeim. Læknanemar undirbúa nú aSgerðir i tilefni af þessu og mun nú á næstunni koma út blað á þeirra vegum, þar sem málefni þau sem valdið hafa árekstrum læknanema og kennara í deildinni verða kynnt, og þá einkum þetta nýja takmörkunarmál. Stúdentablaðið náði tali af Hróðmari Helgasyni, einum fulltrúa stúdenta í kennslunefnd Læknadeildar, og innti hann frétta af þessu máli. Hróðmar kvað tildrög þessa máls vera þau, að Sigmundur Magnússon formaður kennslunefndarinnar, og Páll Gíslason, kennslu- stjóri deildarinnar hefðu kom- ið að máli við þá kenn- ara, sem kenna 1. árs nem- um og hóað þeim saman til að ræða hvað gera skyldi í sam- bandi við þá erfiðleika sem eru á kennslu vegna bágborinnar aðstöðu. Niðurstaða þessa fund- ar var bréf sem 1. árs nemum var sent, þar sem þeim var skýrt frá því að þeir sem féllu á próf- um nú í janúar fengju ekki að halda áfram. Síðan gerist það að bréfið er borið upp til stað- festingar á kennslunefndarfundi fyrir tæpum hálfum mánuði. sagði Hróðmar, sem var við- staddur fundinn, bréfið hafa hlotið staðfestingu með sam- þykki fimm fundarmanna, fjór- ir voru á móti tveir sátu hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti Framhald á 4, síðu. bíða færist um að hernema landið jafnskjótt og herinn er farinn. Leigupennar Moggans hafa þó varla megnað að sannfæra nokkra sál um nauðsyn og gagnsemd her- námsins, til þess er þjóðin farin að þekkja of vel á þá landráðamenn, sem að baki standa og stjórnast af gróða- hyggjunni einni saman. Her- inn er þeim mönnum nauS- synleg baktrygging fyrir á- framhaldandi arðránsað- stöðu, því eins og allir vita hjálpar bandaríska heims- veldið vinum sínum, ef þeir eiga í innanlandserfiðleikum. Þeir menn sem hvað. sárast kveina um,; að nú eigi að i' n Framhald.á-4^ síðu.: Nýir hlltrúar í stjórn Nú um áramótin rann út kjörtímabil þeirra þriggja manna sem íhaldsmenn skip- uðu í stjórn Félagsstofnunar fyrir tveimur árum, og hafa setið þar síðan sem fulltrúar stúdenta, án þess að taka itokkurt tillit til stefnu Stúd- entaráðs í þeim málefnum, sem stofnunina varða. Sýndu þeir reyndar þá óskammfeilni snemma á ferli sínuni að lýsa því yfir að þeir væru þarna fulltrúar sjálfra sín og engra annarra, þrátt fyrir að skýr ákvæði séu um það í reglu- gerð fyrir Félagsstofnun stúdenta að Stúdentaráð skipi þar þrjá fulltrúa Stúdenta- ráðs í stjórn. Þessir menn eru þeir Björn Bjarnason, lögfræðingur, Jón Magnússon og Friðrik Páls- son, allt kunnir vökustaurar og íhaldsmenn. Á ferli þeirra hafa málefni stúdenta, sem undir Félagsstofnun heyra, drabbast niður ef svo má segja. Lítið eða ekkert hefur miðað í húsnæðis og barna- heimilismálum stúdenta, rekstur mötuneytis og matar- verð er stúdentum enn sem fyrr óanægjuefni og ekkert hefur miðað í ferðamálum stúdenta. Aftur á móti hefur stjórnin verið athafnasöm við að vinna á mótí Stúdentaráði og hagcmunum stúdenta og má í því sambandi minna á viðbrögð formannsins, Björns Bjarnasonar, í innritunar- gjaldamálinu s.l. sumar. Ljóst Þröstur Ólafsson, formaður' stjórnar Félagsstofnunar. má þvi vera að fráfarandi stjórnarmönnum verða ekki þökkuð störf í þágu stúdenta, hvað þá þaulsetan. Stúdentaráð hefur skipað nýja fulltrúa sína í stað þess- ara fugla og.eru það þeir Þröstur Ólafsson, hagfræðing- ur, formaður stjórnar, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson laganemi og Eva Benedikts- dóttir, líffræðinemi. Það skal tekið fram, að SHt-á að skipa fulltrúa sína í .tvennu lagi skv. reglugerð og verður 1 að hafa lokið háskólaprófí. Varamenn þessara fulltrúa voru skipaðir (í sömu röð), Þórunn Klemensdóttir, hag- fræðingur, Erling Ólafsson og I Ólafur R. Ingimarsson. Eva Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Stúdentaráðí j it'n- framt þyí sem hún tekur sæti í stjóm ,F. S. 1 hennar.stað hefur komið inn í Stúdenta- ráð Ari Ólafsson eðlisfræði- neiiii. ráa

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.