Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 5
KYNNING Á HÓPEFLI (GROUP DYNAMICS) Tilgangur þessarar gfeiiKnr er aS: 1) Kynna stutdega hvað átt er við, þegar talað er um hina ýmiss konar hópstarfsemi, en þessi hreyfing er víða í mjög örri útbreiðslu. 2) Kanna grund- völl þess meðal nemenda og kennara við H.Í., að haida nám- skeið, sem grundivaáilast á slíkri hópreynsliu. I. Á seinni árum hefur athygli sálarfræði og skyldra greina beinst í æ ríkara mæli að ein- staklingnum sem hópveru. Dag- lega upplifum við bæði jákvæða og neikvæða reynslu í samskipt- um okkar við aðra einstaklinga. Daglega sjáum við líka og heyr- um hvernig samkeppni, tog- streita og misskilningur leiðir til neikvæðra viðhorfa, misgerða og jafnvel styrjalda. Það má með nokkrum rétti segja að líkingin „fyrst að skjóta, og svo að spyrja" eigi oft við um sam- skipti manna. Tæknivæðing, skrifstofuveldi, áherzla á sikynsemina, hið skipu- lagða og dýrkun þekkingarinnar hefur oft leitt til vanrækslu á hinni tilfinningalegu hlið mann- legrar tilveru. Það er því ekki undarlegt að þessi vanrækta hlið komi fram í mismunandi, og stundum öfgakenndum mynd- um; í listum, kvikmyndum, dansi, klæðaburði, mótmælumog hinum margvíslegu hóphreyfing- umfgroup movements). Mikiðaf þeirri áherzlu, sem lögð er á hið upplifaða og tilfinningalega í slíkum hópum, kemur frá hópi einstaklinga — aðallega hvítum, og oft úr miðstétt — sem ekki hafa, nema að litíu leyti, upplif- að þessa tilfinningalegu reynslu í umhverfi sínu. Á svipaðan hátt og kirkjunni var ætlað það hlutverk að full- nægja andlegri leit og trúarþörf mannsins — þörfum sem ekki var fullnægt af öðrum stofnun- um þjóðfélagsins — þá er hóp- reynslan í dag að koma til móts við ófullnægðar andlegar þarfir vaxandi hóps einstaklinga. Þá reynslu, sem þessir hópar bjóða, má líka eins skoða út frá sjónarmiði þjóðfélagslegra og skipulagslegra þarfa, eins og að fullnægja. þörfum einstaklings- ins. Þeir hópar sem leggja áherziu á intensiva hópreynslu ganga undir mörgum nöfnum, eins og t.d.: 1) T-hópar (T=training), en slíkir hópar lögðu upphaflega áherzlu á tjáskiptatækni manna á meðal, en starfa nú á mun breiðari vettvangi. 2) Encounter hópar (basic encounter) leggja áherzlu á að þroska persónuleik- ann og betra samband og tjá- skipti við aðra í gegnum upp- lifaða reynslu. 3) Sensitivity þjálfunarhópur getur líkst öðr- um hvorum ofangreindra hópa. 4) Task oriented hópar, body . movements hópar. Eins og nöfn- in gefa til kynna, leggja þessir . hópar áherzlu á líkamlega skynj- un og túlkun í gegnum hreyf- ingar, sjálfvakinn dans o.þ.h. 6) Creativity workshops. Hér er skapandi túlkun í gegnum ýms- aar listgeinar oft í brennidepli. 7) Gestait hópar. í þessum hóp- um er lögð áherzla á Iæknandi Gestalt aðferðir, þar sem sér- þjálfaður læknandi beinir athygl- inni að einum einstaiklingi í eimu, en með sjúkdómsgreiningu og lækningu í huga. Auk þessarar brotakenndu upptalningar má nefna, að þess- it hópar hafa mismunandi form- gerðir. Það eru t.d. basði tií hóp- ar fyrir fólk, sem aldrei hef- ur sést áður, og einnig eru til hópar fyrir fólk sem vinnursam- an í fyrirtækjum, verksmiðjum og skólum; maka, ættingja o. s. frv. (Rogers, 1973). Eins og sjá má af ofanrkuðu er mjög erfitt að gefa almenna lýsingu á þessari hópstarfsemi. Ef tekinn er sem dæmi T-hóp- ur — en hann hefur náð mik- illi útbreiðslu — þá koma eftir- fararuU., útlípttr p.ft^.st i ljós: A§- alverkef ni þes?a þóps ey að rannsaka sjálfan sig, fremur en að taka við utanaðkomandi á- hrifum. Leiðbeinandi (ath. ég nota orðið leitibeinandi en ekki stjórnandi) er venjulega hljóður og er fremur lítið stýrandi, en þátttakendur geta beint til hans ölllu því sem þeim detmr í hug. Þetta eru dálítið óljósar kring- umstæður; fáar reglur, fá hlut- verk og fáar leiðbeiningar ein- kenna hópinn, a.m.k. til að byrja með. Árangurinn stendur ogfell- ut með þátttakendum sjálfum, þeir eru eins og á eyðieyju, þar sem þeir verða að hafa sam- skipti hver við annan. Kringum- stæðurnar krefjast þess, að þátt- takendur rannsaki sjálfa sig og á hvern hátt þeir hafa samskipti við aðra í hópnum. Fyrir rannsakanda er þetta tækifæri til að athuga mannleg samskipti í hnotskurn. Einnig er hér tækifæri til að koma æski- legum breytingum til leiðar (planned change). Fyrir kennara í hópefli, er þecta rannsókna- og tilraunastofa fyrir hin ýmsu hug- tök og kenningar, sem nemend- ur hans eru að tileinka sér. Hér þutfa þeir ekki lengur að binda sig við umræður um ýmis hug- tök og afstæði þeirra, heldur upplifa þeir þetta í hópnum. (Sampson, 1971) Hópefli (group dynamic) er stundum notað sem samheiti yf- ir marga ofangreinda hópa. Þetta hugtak á ættir að rekja til sál- fræðingsins Kurt Lewin og sam- starfsmanna hans og þeirrar rannsóknarstarfsemi, sem þeir hófu 1946. í víðri merkingu er hugtakið oft notað yfir ýmiss kono- rann- sóknir á hópum og nálgast þá merkingu hugtaksins hópsál- frasði. í þröngri merkingu er hugtakið oft notað yfir margs konar hóptækniaðferðir, sem miða að því að hagnýta afl hópa til eflingar og þróunar sálarlífs- ins. Það er í þrengri merking- unni, sem hópefli hefur komið fram sem þjóðfélagslegt hreyfi- afl og sem leið fyrir einstak- Iinga til þess að eflla skapgerðar- þróun sína, en þrjú af þeim hugtökum sem einna mest eru notuð yfir þessa tegund hóp- starfsemi eru: encounter hópar, sensitivity-training og T-hópar. (sbr. að framan). Grundvallarskilgreining á eðli hópeflisstarfsemi í þessari þrengri merkingu er: Bein at- hugun og greining á hegðun meðlima hópsins, sem byiggir á gagnkvæmri veitingu upplýsinga, bæði um sína eigin upplifun og hegðun annarra. Einnig þurfa þátttakend'ur að vera reiðubúnir að veita viðtöku upplýsingum um sjáifa sig. (GeLr Vilhjálms- son, 1972). Eins og að framan greinir hef- ur þessi hópstarfsemi náð tii fjölda hópa, sem eru stundum ólíkir að bæði eðlis- og form- gerð. Langmest er útbreiðslan í Bandaríkjunum. Þó fer starfsemi þessara hópa víða ört vazandi, t.d. í Engiandi, Frakklandi, Hol- landi, Ástralíu og Japan. Það er margra álit að hin öra þróun á hópstarfsemi á síðustu árum hafi farið talsvert fram úr fræðilegum athugunum og skipu- lagningu kennslu í leiðbeiningu hópstarfs. Engu að síður ber flestum, sem til þekkja, saman um að slík hópreynsla leiði til aukins persónuleikaþroska og aukins skilnings á sjálfum sér og öðrum. II. Af framangreindu ætti að vera ljóst, að það getur orðið bæði Háskóla íslands og öðrum stofn- unum og hópum hér á landi til gagns að fá aðstoð hæfra leið- beinenda í þessum fræðum. Mér verður hér hugsað bæði til nemenda og kennara, því þeirra samstarf sem einnarheild- ar gæti batnað talsvert, ef rétt er að farið. Mér verður líka hugsað til Stúdentaráðs og fleiri ráða, þar sem sundrung er stund- um meiri en samstaða og póli- tískir og eiginhagsmunir ráða stundum meiru en velferð og hagsmunir heildarinnar. Með þroskandi áhrif í huga er nú verið að athuga, hvort ekki séu möguleikar á að fá hingað til lands hæfa leiðbein- endur til að halda námskeið í hópefli við H. í. og fyrir aðra hópa, sem áhuga kynnu að haia á slíku. í athugun er, hvort unnt reyn- ist að fá hingað tvo Dani, þá Framhald á 10. síðu. bankaþj ónustu Bókhaldsaðstoð Búnaðarbaiikans Sunduiiiðun með lykiltöium Nú getið þér fengið aðstoð við sundurlið- un á geiðslum yðar, sem greiddar eru af reikningi í Búnaðarbankanum. Er hér um að ræða sundurliðun greiðslna eftir flokk- un reikningshafa. Þessi bókhaldsþjónusta kemur að miklu gagni fyrir þá, sem þurfa að sundurliða greiðslur sínar, hvort sem þær eru fyrir heimili, húsbyggjendxn', Imsfélög, eða iðnaðarmenn og aðra at- vinnurekendur. í lok hvers mánaðar er smidurliðun þessi skrifuð út af rafreikni. Kemur þá fram í reikningsyfirlitinu hve mikil fjárhæð hef- ur verið færð á hvern útgjaldalið í mán- ■ uðinum, og í heild frá áramótum. Þar að auki kemur fram hundraðshlutfall (%) hvers gjaldaliðs af heildarútgjöldum. Allt, sem þér þurfið að gera, er að færa tveggja stafa lykiltölu í reit, sem merktur er BL á tékkaeyðublaðinu. Þér getið valið um 5 mismunandi hók- haldslykla, en innan hvers lykils eru 99 flokkar. Búnaðarbankinn mun að sjálf- sögðu veita allar upplýsingar um hvernig þér getið nýtt yður þetta sundiuiiðunar- kerfi á sem bestan hátt. Enn sem komið er, er eingöngu mögulegt að veita þessa þjónustu viðskiptamönnum aðalbankans og útibúa hans í Reykjavik. B.ókhaldsþjónusta Búnaðarbankans kostar kr. 50,00 á mánuði og þar að auki 90 aura fyrir hvern bókfærðan tékka. Lítið gjald fyrir einstaka hagræðingu. Leitið upplýsinga hjá Búnaðarbankanum hið fyrsta. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Austurstræti 5 - Sími 21200 Útibú í Reykjavík: AUSTURBÆJARÚTIBÚ Laugavegi- 120 ILÁALEITISÚTIBÚ Hótel Esju MIÐBÆJARÚTIBÚ Laugavegi 3 VESTURBÆJARÚTIBÚ Vesturgötu 52 MELAÚTIBÚ Hótel Sögu STÚDENTABLAÐIÐ — 5

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.