Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 8
Vökuþáttur Ábyrgðarmaður Kjartan Gunnarsson Firríng vinstrí stúdenta aumkunarverð Senn líður að því að stúdent- um við Háskóla Islands gefist kostur á því að sýna í verki hug sinn til þeirra manna, sem að undanförnu hafa haft meiri- hlutaaðstöðu í Stúdentaráði. Það er því miður svo, að stúd- entar fylgjast almennt mjög illa með sameiginlegum málum sín- um og ekki er fyrir að fara því mikia og vekjandi félags- og menningarstarfi sem einkenna ætti starf stúdenta og leik. Ekki verður gerð nein tilraun til þess hér að setja fram skýr- ingar á þessum vanda, umfram það sem hverjum manni er aug- ljóst; þ.e.a.s. þátttaka stúdenta í hinni almennu lífsbaráttu og margvíslegt aðstöðuleysi þeirra í skólanum eru veigamiklar for- sendur afskiptaleysis þeirra. En í viðbót við þetta tvennt má svo auðvitað nefna frámunalega lé- lega framistöðu vinstri meiri- hlutans í Stúdentaráði, hvað snertir allt almennt félags og menningarstarf meðal stúdenta. Því það má víst örugglega til sanns vegar færa, að núverandi ráðamenn í Stúdentaráði hafa verið iðnastir við að baða sig upp úr ljóma valds og áhrifa, raunar valda og áhrifa, sem ein- göngu er að finna í þeirfa eigin hugarheimum, ásamt og með því að flaðra upp og dilla róf- unni á hinn óhrjálegasta hátt fram í fulltrúa þeirra stjórn- valda, sem telja að öxin og jörð- in geymi þá best, sem voga sér þá fáránlegu ósvífni að hafa eigin skoðun, sem ekki hefur öðlast löggildingu hjá hvata- mönnum þess, að Nóbelsverð- launahafinn Solzhenitsyn verði tekinn af lífi og heygður utan- garðs. Við þetta hafa forustumenn meirihlutans í Stúdentaráði ver- ið svo önnum kafnir á ferða- lögum sínum erlendis kostuðum af Kremlverjum o. fl., að mál- efni Háskólans og stúdenta hafa mætt afgangi í störfum þeirra. Öllum, eða a.m.k. þeim, sem gera sér grein fyrir hinni brýnu þörf Háskólans fyrir að vera í virkum og lifandi tengslum við þjóðlífinu umhverfis sig er ljóst hversu bagalegt þetta er. Um þetta farast hinum nýja rektor, Guðlaugi Þorvaldssyni m.a. svo orð í viðtali við Stúdentablað- ið: . Ég held að sumt af gagnrýninni sem á Háskólanum hefur dunið stafi ekki af firr- ingu Háskólans, heldur af firr- ingu fólksins sem er fyrir utan. Það veit ekki hvað er að gerast hérna og hefur ekki gert sér gréin fyrir því að í Háskólanum eru stormar lífsins í dag, sem það er ekki ennþá farið að skilja". Undir þessi orð rektors er hægt að taka heils hugar. En væri það ekki einmitt hlutverk stúdenta að draga þessa blæju þekkingarleysis á málefnum Há- skólans frá augum fólksins í landinu? En eins og bent hefur verið á verða það varla þeir menn sem nú fara með völdin í Stúdentaráði, sem taka sér svo „borgaralegt" starf fyrir hendur. Enda þótt óvígðum gæti dottið í hug að hinum „róttæku mönn- um í Verðandi sem leitt hafa hagsmunabaráttu stúdenta í Stúdentaráði og Háskólaráði, rekið hana af áður óþekktum krafti og lyft á hærra stig hags- munabaráttu og þjóðfélagsleg- um afskiptum stúdenta", svo notuð séu þau lýsingarorð sem þessar mannvitsbrekkur velja um sjálfar sig, þætti slíkt ekki fyrir neðan virðingu sína. En í stað þess að sinna þess- um mikilvægu málum að tengja Háskólann og þjóðina sterkari böndum, hafa vinstri menn í Stúdentaráði gert sjálfa sig og stúdenta alla að athlægi með til- lögugerð sinni á þjóðmálasvið- inu. Eða muna menn ekki eftir „Breiðfylkingunni" góðu um „svika" samningana í landhelg- ismálinu en þá reyndist Æsku- Iýðsfylkingin, sem er einn af furðulegri sértrúarsöfnuðum landsins, eini aðilinn sem taldi tillögur Stúdentaráðs svara verðar. Um þetta og fleira segir m.a. svo í nýútkomnu Stúdenta- blaði Vöku: „Háskólinn er og hefur verið um of einangraður frá þjóðlíf- inu — atvinnu- og menningar- lífinu utan veggja hans. Vaka hefur ætíð barist fyrir því, að þessi tengsl verði aukin og efld, öllum til góðs. Ýmsum hættir til að hafa horn í síðu skólans og telja hann og starfsmenn hans, nem- endur og kennara byrði á þjóð- lífinu, dekurþegna sem ætlist til alls af öðrum, en séu ekki þjóðlífinu eins mikils virði og þeir sjálfir vilji vera láta. Engum blöðum er um að fletta, að núverandi meirihluti Stúdentaráðs hefur aukið á tor- tryggni í garð stúdenta og þar með skólans. Með framferði sínu, sem hefur leitt til þess, að enginn vill hafa neitt við þá að sælda, eins og að framan er lýst, hafa þeir enn breikkað það bil, sem var milli skólans og þeirra sem utan við hann standa. Þar hafa þeir reynst hinir mesm ó- þurftarmenn, því Háskólinn þarf ekki á öðru meira að halda nú en á skilningi almennings og stjórnvalda. Sé hann ekki fyrir hendi getur Háskólinn ekki gegnt skyldu sinni í framtíðinni með viðeigandi hætti. Meðan Vökumenn réðu, þá stóðu þeir fyrir opnun Háskóla einn dag. Þá góm allir sem vildu komið og kynnst störfum Háskólans í eigin persónu. Mik- ill fjöldi fólks notfærði sér þetta. Meðan Vökumenn réðu, stóðu stúdentar fyrir fjölbreyti- Iegu lista-, menningar- og fundalífi innan veggja skólans og utan. Síðan vistri menn tóku við hefur ríkt algjör ördeyða í þessum efnum. Meðan Vökumenn réðu var Félagsstofnun stúdenta byggð, námslán voru stóraukin og áhrif stúdenta í málefnum skólans urðu æ meiri. I tíð vinstri- manna hefur þessu öllu heldur farið afmr en hitt. Meðan Vökumenn réðu hafði almenningur trú á stúdenmm og því starfi sem unnið var af stúdentum innan skólans og ut- an. „Breiðfylkingin" annálaða er Ijósasta dæmið um hvernig þeim þætti er nú komið." Lengri þarf þessi upptalning ekki að vera, allir sem fylgst hafa með Háskólanum og mál- efnum stúdenta vita að hér er ekki farið með staðlausa stafi. Og undir þessum merkjum munu lýðræðissinnaðir stúdent- ar ganga til kosninga á næst- unni. Þeir munu stefna að því, að Háskólinn öðlist þann sess í huga þjóðarinnar sem hann á að hafa og jafnframt munu þeir gera sitt til þess ao Háskolinnn verði þess umkominn að skipa þann sess með reisn og sæmd. Veröandiþáttur Ábyrgðarmaður Gestur Guðmundsson Yankee go home Þessar vikur eru örlagastundir í stærsta einstaka máli íslenzkra stjórnmála, hermálinu. Nú fæst loks úr því skorið, hvort ríkis- stjórnin mun standa við fyrir- heit sín um brottför herliðsins. Verðandimönnum ætti ekki að- eins að vera kappsmál að fá skorið úr um heilindi stjórnar- innar, heldur sætta sig ekki við annað en fullan sigur. Því er rík ástæða til að fylgjast vel með aðgerðum og ummælum ráð- herra og flokksbrodda og vera vel á verði. Þannig læðast illar grunsemdir að mörgum þegar viðræðunum við Bandaríkja- menn er frestað æ oní æ, löngu eftir að viðræðutíminn er lið- inn. Ríkisstjórnin þarf ekki ann- að en að segja samningnum upp einhliða til að fullnægja ákvæði málefnasáttmálans, og til þess er kominn tími, eftir að sex mán- aða tímabilinu er lokið. Því spyrja menn: er verið að undir- búa svikasamninga, t.d. fataskipt- in alþekktu eða sér framsóknar- maddaman fram á fall stjórnar- innar á fyrstu þingfundum þjóð- hátíðarársins og vill koma sér undan að taka ákvörðun í her- málinu? Þó svo að hermálið sé I hönd- um stjórnar og Alþingis, hefur aldrei verið ríkari ástæða til að herða róðurinn í málefnaáróðri herstöðvaandstæðinga meðal al- mennings. Því aðeins að vilji alþýðu sé ljós og ótvíræður, munu pólitíkusarnir standa við fyrirheit sín. Þetta gerir Verð- andi sér Ijóst og munu fulltrúar félagsins í SHÍ og 1. des. nefnd hafa forgöngu um aðgerðir til stuðnings málstað herstöðvaand- stæðinga. — Því miður er þess lítil von að aðrir aðilar en stúd- entar, s. s. verkalýðshreyfingin, taki þar frumkvæði, en þess er að vænta að almenn sókn fylgi í kjölfar aðgerða stúdenta. Verðandi skipuleggur námsstarf og starfshópa Brýnasta verkefni Verðandi um þessar mundir er að hefja til vegs og virðingar það starf sem ekki er falið í fjölmennum fund- um og pólitískum aðgerðum, heldur er undirstaða alls starfs og stefnu, þ. e. námsstarfið og vinna einstakra starfshópa að gagnasöfnun og stefnumómn í einstökum málum. Síðastliðinn vetur gekkst Verðandi fyrir prýðilega sóttum Ieshring í marxisma, sem þátttakendum þótti gefa góða raun. Var ákveð- ið í haust að reyna að gangast fyrir víðtækara starfi með þátt- töku sem flestra Verðandimanna. Er hér um að ræða bæði marx- íska leshringi og starfshópa um málefni skólans og einstakra deilda. Vegna prófanna alls þorra nemenda, hefur það dregizt að starf þetta hæfist af fullum krafti, en stefnt er að því að sá dráttur standi ekki Iengi fram yfir yfirstandandi prófavertíð. Skorar framkvæmdastjórn á vinstri menn í háskólanum að taka þátt í þessu starfi, sem bæði er félaginu nauðsynlegt og persónulegur ávinningur hverj- um þeim sem virkan þátt tekur. Áhuigahafendur snúi sér til fram- kvæmdastjórnar eða eftir nánari auglýsingum. AUKA- AÐALFUNDUR VERÐANDI ráðstefna um stefnuskrá Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.00 í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut. Uppkast að stefnuskrá rætt og afgreitt. Framkvæmdastjórnin LIÐSFUNDUR VERÐANDI fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00 í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut (niðri). Til umræðu: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Ályktun og starf að herstöðvarmálinu. 3. Starfið framundan. 4. Önnur mál. F ramkvæmdastjórnin 8 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.