Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 10
STÚDENTA BLAÐIÐ 1.. tölublað 1974. Útgefandi: Ritstjóri: Útgáfustjórn: Stúdentaráð Háskóla Islands. Rúnar Ármann Arthursson (ábm.). Stjórn S. H. I. Auglýsingasími: 15959. Verð kr. 50 í lausasölu. Áskriftargjald er kr. 400 á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans. Framhalcl af bls. 5. Leo Mosegaard og Mardn Lökk- en, til að halda slík námskeið. Sveinn Rúnar Hauksson hefur í þessum tilgangi sótt um ferða- styrk til Stúdentaráðs Háskólans. Stúdencaxáð var svo vinsamlegt að veita 45.000 kr. ferðastyrk, þó með þeim skilyrðum að slíkt námskeið yrði vel auglýst og öll- um innan vébanda Háskólans opið til þátttöku. Heppilegasti tíminn fyrir slíkt (eða lík) námskeið væri líkleg- ast í febrúar eða marz, en sá tími hentar þeim félögum einn- ig vel. Mosegaard og Lökken hafa þegar sent upplýsingar um nám- skeiðin, og er eftirfarandi lýs- ing byggð á þessum punktum þeirra. Þeir láta þess þó jafn- framt getið, að þeir geti hagað slíkum námskeiðum eftir þörf- um þess Lóps, sem hlut á að máli. 10 — STÚDENTABLAÐIÐ Eðli og fram- kvæmd námskeiðs Erfitt er að gera grein fyrir því, sem raunverulega á sér stað í námskeiði í hópefli. Oft eru gefnar þær skýringar, að það sé námskeið í samvinnu, þroska- námskeið eða námskeið sem gef- ur innsýn í eðli hópsálarfræð- innar. Aált þetta getur verið rétt, en það fer þó eftir framkvæmd hvers námskeiðs og um leið af- stöðu og virkni þátttakenda. Mosegaard og Lökken hafa fremur í huga að skerpa athygli þátttakenda á þeim mörgu hlut- um og atburðum sem eiga sér stað í innbyrðis atferli í hóp. Þátttakendur sjálfir eru „hráefn- ið", og einnig hinar ýmsu að- stæður sem skapast á slíku nám- skeiði. Aukin tilfinning fyrir öðrum er að þeirra mati forsenda ratm- vemlagntr sancwmmi. Þeir l^Öða ekki upp á sensiitivicecsþjálfun, sem byggist á því, að þátttak- endiut upplifa aðstæður í slíku námskeiði frá upphafi sem mjög fljótandi eða lítt skipulagðar, því það eru þátttakendur sjálfir (ekki leiðbeinandi), sem verða að gefa slíku námskeiði inni- hald og samhengi. Slík sensinámskeið eru oft mjög árangursrík og hafa oft í för með sér að þátttakendur upp- lifa umhverfið á annan hátt en áður. Þetta getur þó haft þá hættu í för með sér, að við- komandi lendi, a.m.k. fyrst í stað, í dálitlum aðlögunarerfið- leikum við umhverfið (t.d. ef maki tekur ekki þátt í slíku námskeiði líka), því þátttakandi hefur oft breytt viðhorfi sínu til umhverfisins, en umhverfið er alls ekki alltaf reiðubúið að aðlaga sig að einstaklingnum. Mosegaard og Lökken byrja sín námskeið með talsvert mik- illi stjórnun, og þátttakendur vita hvað þeir eiga að gera. Þeir beina athygli þátttakenda að þeim félagslegu ferlum og að- stæðum sem skapast í námskeið- inu, með því að greina og ræða félagsleg samskipti og ferli og einnig með atferlisathugun. Eftir því sem þátttakendur komast meira upp á lag með að nota þessar aðferðir, því minni verður stjórnunin af hálfu leið- beinenda. Velheppnað námskeið einkennist af lítilli stjórnun og tilfinningu um persónulegt frelsi, bæði frá hál'fu leiðbeinenda og þáitttakenda. Þetta er því tilraun til að þátttakandi finni samræmi milli þess sem hann segir og þess raunveruleika sem hann lifir í. Áhersla er lögð á að skilja og upplifa mismunandi atferlis- mynstur og spyrja frekar hvernig en hvers vegna (t.d. hvort sökin hafi verið mín eða þín, því „sökin" í mannlegum samskipt- um er raunverulega alltaf beggja). Hópstærð og tíma- lengd námskeiðs Mosegaard og Lökken telja að 16 manns sé lágmarkshópstærð. 24 er þó hentugasta hópstærð- in, því þá geta þeir hvor um sig unnið með 12 manna grunn- hóp, sem svo geta unnið í smærri undirhópum. Einnig koma allir þátttakendur saman í hópæfingum. Þessi námskeið standa yfir í a.m.k. 7 daga, og þá helst ó- slitið, til að sem bestur árang- ur náist. Æskilegast er, að slíku nám- skeiði sé fundinn staður, þar sem þátttakendur geta dvalist allan þann tíma sem námskeiðið stendur yfir (internat). Árangur- inn verður sjaldnast eins góður, ef þátttakendur fara tii síns heima á hverjum degi, því tals- verð orka fer í það að skipta um hlutverk. Nokkuð góðir möguleikar eru á þ-ví að fá hentugan stað, fyrir utan Reykjavík, tiT þessara nota. Mosegaard og Lökken eru sáÞ fræðingar að mennt ag hafa sér- hæft sig í ýmsum aðferðum hóp- eflis og hópsamvinnu. Þeir hafa. slík námskeið sem lifibrauð og taka laun í samræmi við það. Hvor um sig tekur venjulega ca. 15.000 kr. íslenskar í laun á dag (1200 d. kr.). Laun beggja þeirra fyrir 7 daga námskeið yrðu þannig um 210.000 kr. ísl. (miðað við 24 þátttakendur og a.m.k. 10 klst. vinnudag). Auk j^ess vilja þeir fá ailar ferðir og uppihald frítt (hér kæmi ferða- styrkurinn að notum). Persónulega finnst mér þetta ekki nógu góð kjör. Ég sendi þeim félögum bréf fyrir skömmu, þar sem þeir eru beðn- ir um að athuga möguleikana á að koma hingað til lands fyrir ca. helmingi minna kaup plús fríar ferðir og uppihald. í svarbréfi segja þeir m.a., að þeir geti ekki kornið til íslands á hálfu kaupi, en eru reiðubún- ir að koma hingað fyrir 800 d. kr. á dag, per mann (ca. 20.000 kr. ísl. á dag fyrir báða). Þeir æskja þess, að áhugi fyrir nám- skeiði eða námskeiðum á þessum grundvelli verði kannaður, og reynt að finna heppilegan tíma fyrir báða aðila, ef af verður. Með hliðsjón af kröfum þeirra lítur kosnaðardæmið út eitthvað á þessa leið: Ferðakostnaður: Styrkur fráStúd- entaráði. Kaup í 7 daga fyrir 2: ca. 145 þúsund kr. ísl. Húsnœði: ca. 15.000 kr. Vœðiskostnaður: færi eftir því hvort máiltíðir yrðu keyptar á staðnum eða ekki; kostnaður því óviss: ca. 40.000 kr. Kostnaður edls: ca. 200.000 kr. íslenskar. Ef þátttakendiir eru 24, er kostnaður ? mann ca. 8.000 Icr. Þessar tölur eru þó birtar ineð fyrirvara. p'AWA < Ef tilboð þeirra Mosegaard og Lökken reynist óaðgengilegt, er vitað a.m.k. um tvo einstaklinga (annar amerískur, hinn danskur) sem gætu mögulega komið hing- að til lands í sama tilgangi. Einnig er verið að athuga, hvort innlendir aðilar geti tekið slíkt námskeið að sér. Þeir Mosegaard og Lökken voru hér á landi á s.l. hausti og hóldu þá velheppnað nám- skeið, á vegum Upptökuheimil- isins í Kópavogi. Þeir voru þá á háflfiu kaupi, en gárungarnir segja að þeir hafi með því verið að koma sér inn á íslenskan markað. Af framangreindu er Ijóst, að nemendur og kennarar við H. í. eiga næsta leik. Rétt er að láta þess getið, að þessi starfsemi er ekki á vegum neins ráðs eða stofnunar innan Háskólans, heldur að frumkvæði áhugasamra nemenda um þessi efni. Af framangreindu er ljóst, að nemendur og kennarar við H. í. (eða annað áhugafólk) eiga næsta leik. En af þessu námskeiða- haldi verður, er áhugasömum nemendum og kennurum bent á að snúa sér til sinnar deildar og eða annarra aðila og sækja um styrk. Þeir sem hafa áhuga á þátt- töku eða æskja frekari upplýs- inga geta snúið sér til undir- ritaðs (s. 17598); Sveins Rún- ars Haukssonar (s. 18794) eða Stúdentaráðs (s. 15959). Mínar bestu kveðjur. Jónas Gústafsson, sálfratðinemi t

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.