Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 11
Alþjóðasamband stúdenfa, IUS Framhald af 7. síðu. örðugt að sækja. Allar þær upplýsingar, sem á þessum ráðstefnum fást um mennta- mál, utanríkismál, hagsmuna- mál og skipulagsmál stúdenta- samtaka, eru geysigagnlegar. Þær veita bráðnauðsynlegan samanburð við það, sem er- lendis gerist í þessum málum, vekja hugmyndir um nauðsyn- legar aðgerðir og breytingar hér heima, o.s.frv. Jafnframt er ákaflega uppörvandi fyrir þá menn, sem standa í þvargi heima á íslandi um t.d. menntamál, e.t.v. við lítinn skilning annarra, að hitta og ræða við menn, sem eru að glíma við sömu vandamál. Virkar öll utanríkisstarfsemi þannig, sem beinn hvati á starf SHl á „heimavígstöðvum“, og viðfangsefni sín í stærra og knýr menn jafnframt til að sjá oftast réttara ljósi. Þá má ekki IUS veitir SHl ómetanlega gleyma, að þátttaka í starfi möguleika til að gangast sjálft fyrir fjölþjóðlegum ráðstefnum og vekja þannig athygli á bar- áttumálum sínum. Þannig má hugsa sér sameiginlega ráð- stefnu IUS og SHÍ um hern- aðar- og fiskveiðivandamál N- Atlantshafsins, með þátttöku evrópskra stúdentasamtaka og sérfræðinga. (Erik Berg form. NUS hefur raunar fært þennan möguleika í tal). Nú má segja, að SHl geti notið ferðastyrkja IUS að nokkru leyti, án þess að leggja nokkuð af mörkum til starfs þess. Slíkt telst varla rismikill hugsunarháttur. 1 þriðja lagi telur greinar- höfundur það siðferðilega skyldu SHl að leggja sitt af mörkum í ýmsum alþjóðleg- um baráttumálum stúdenta, t. d. baráttunni til stuðnings chileönskum stúdentum og chileanskri alþýðu. Þetta verð- ur ekki gert að neinu gagni án þátttöku í erlendum ráðstefn- um og baráttufundum og að- eins að litlu leyti án virkrar þátttöku í störfum Alþjóða- sambandsins, sem nær undan- tekningarlaust gengst fyrir hin- um alþjóðlegu baráttuherferð- um stúdenta. I fjórða lagi skai undirstrikuð sú skoðun fulltrúa íraogJúgó- slava á nýafstöðnum Evrópu- fundi, að v-evrópsk stúdenta- sambönd hefðu verulega mögu- leika til að hafa mikil jákvæð áhrif á stefnu og starfsemi IUS ef þau fylktu sér saman. Um annað alþjóðasamband verður sýnilega ekki að ræða. Aðildarsambönd IUS eru 88 og hvaðanæva úr hciminum. SHl dugir ekki til lengdar að snúa sér út í horn og afneita allri ábyrgð á alþjóðlegu sam- starfi stúdenta, fremur en ís- lenska ríkinu þýðir að hundsa Sameinuðu þjóðirnar. Vel að merkja: Þó að hugsast geti, að IUS eyðileggi sjálft sig með óbilgjarnri framkomu á þing- um sínum. þýðir það ekki að alskapað og nýtt alþjóðasam- band stúdenta spretti upp úr draumórakollum Vökupilta. I fimmta lagi eflir almenn utanríkisstarfsemi (t.d. virk þátttaka í IUS; norðurlanda- samstarf stúdenta) en veikir ekki. Meira en helmingur við- fangsefna síðasta formanna- fundar Norðurlanda (NOM) fjallaði um alþjóðleg og evrópsk vandamál, eða ein- hverjar sérstakar hliðar þeirra. Átti þetta jafnt við utanríkis- mennta- og hasmunamál en síst við skipulagsmál. I sjötta lagi hefur SlNE á- kveðið að sækja um aðild að IUS. Hinsvegar ei Stúdentaráð einu íslensku samtökin, sem sjálfstæða aðild geta átt að IUS. SlNE yrði því að hafa um þetta samvinnu við SHl, en ekki endilega öfugt. Áætluð aðildarumsókn SlNE er nátt- úrlega ekki rök fyrir aðild SHl. Hinsvegar þarf geysisterk rök til að hafna eðlilegri og náinni samvinnu við SlNE um þetta mál, þegar öll áðurtalin meðrök eru höfð í huga. Þau mótrök eru hvergi til í veru- leikanum. Nú hafa verið talin mörg og sterk rök fyrir bráðlegri að- ildarumsókn SHl að Alþjóða- sambandi stúdenta. I jjessu efni er þó æði margt að var- ast. T.d. er yfirlýst andstaða Stúdentaráðs við Tékkóslóvak- íuatburðina árið 1968 enn í fullu gildi. Stúdentaráð getur ekki fallist á stefnu IUS í ör- yggismálum Evrópu nema að takmörkuðu leyti, þ.e. að Stúd- entaráð hlýtur að berjast fyrir afnámi herja NATO og Var- sjárbandálágsins'í allri Evrópu en ekki aðeins í Mið-Evrópu. Og Stúdentaráð mundi sjálf- sagt vilja aðra uppbyggingu IUS en nú er. Það er því ljóst, að SHÍ getur aðeins sótt um aukaaðild að IUS og gera verð- ur samning þar að lútandi. SHl myndi í þeim samningi viðurkenna IUS, sem eina al- þjóðasamband stúdenta og grundvallarstefnu þess, sem nú er sem næst samhljóða megin- stefnu SHl. Hinsvegar mundi SHl myndi í þeim samningi stöðu sína rækilega og taka frarn, aö það tæki einungis þátt í þeirri starfsemi 1US, sem samræmdist nánari stefnu SHl hverju sinni. Jafnframt þyrfti að tryggja fullan fjárstuðning IUS til SHÍ vegna ferðakostn- aðar þess á nokkra helstu fundi og ráðstefnur stúdenta- hreyfingarinnar, s.s. Evrópu- fundinn, þing IUS, fundi fram- kvæmdastjórnar IUS þegar hún fjallar um mál, er sérstak- lega varða SHl o. fl. Tryggja verður SHl sama rétt innan ÍUS og aðalmeðlimum og upp- sagnarákvæði samningsins verða að vera skýr. Þó að greinarhöfundur vænti aðildar SHl með þessum hætti, liggur engum lífið á. Er sjálf- sagt að ganga ekki frá aðild- inni til fulls fyrr en að afloknu 11. þingi IUS og fenginni reynslu þess. Jafn eðlilegt er að gefa sér góðan tíma til að fylgjast náið með framvindu þessa máls hjá NSU og DSF. Hvorttveggja leiðir af sér, að stúdentum gefst ágætt tækifæri til aö segja álit sitt á aðild SHÍ að IUS í næstu Stúdenta- ráðskosningum, sem verða í fyrrihluta mars á þessu ári. Hinsvegar má þetta eina mál ekki verða allsráðandi í kosn- ingabaráttunni, eins og Vöku- piltar stefna greinilega að og halda í einfeldni sinni og þekk- ingarskorti, að þeir græði á. Geysimikilvægir atburðir munu eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum í mennta- og hagsmunamálum. Og ef ekki væri um að ræða þing IUS og væntanlega aðild Norðmanna og Dana að sambandinu, væri núverandi Stúdentaráð að sjálf- sögðu fullfært um að taks lokaákvörðun um aðild sína að IUS. Við lærðum ... Framhald al 2. síðu. ismus". Ég tel að þetta gemm við lært af atburðunum í Chile: Að á tímum þinghundins lýð- ræðis gefist besta tækifærið til að þróa völd sósíölsku hrcyfing- arinnar í þá átt, að herforingj- um og bakhjörlum þeirra geti ekki lukkast valdaránsbrölt, að friðsamleg umbreyting sósíal- isma verði möguleg ef herinn hafnar allri aðstoð við valdaræn- ingja, og að gerræðislegar ráð- stafanir gegn tikeknum hópum (ef þær þá reynast óhjákvæmi- lagar) megi aldrei koma niður á þeim lýðræðislega árangri sem náðst hefur. Við skulum því gera þetta að vígorði okkar: notfærum okkur þingbundið lýðræði og styrkjum það gegn þeim öflum, sem vilja breyta því aftur í líftryggingu,. auðvaldsins. 8. Það skiptir ekki öllu máli hvort Allende var myrtur eða réð sjálfum sér bana. Gerúm ráð fyrir (sem er raunar með ó- líkindum!) að hann hafi tekið líf sitt sjálfur, — það væri al- gjörlega gagnstætt flótta hins arma Hitlers í sjálfsmorðið. Það væri — þetta segi ég meðvitað sem kristinn guðfræðingur — hinsti gjörningur hans í þágu samtaka sinna og þjóðar, í þann mund sem hann skyldi handtek- inn: Ták þess að þarna er um líf og dauða að tefla. Nú er til- veru chileönsku þjóðarinnar sem og annarra þjóða Suður-Amer- íku ógnað með margfalt aukinni kúgun og hungursneyðum. Sér- fræðingunum kemur saman um að á þessum áratug muni hungr- ið sverfa enn sárar að en á undanförnum áratug. Hungurs- neyðin er hluti af þeirri alls- herjarneyð sem steðjar að mann- kyninu. Sérhver tálmi á vegi sósíalismans færir okkur nær út- dauða mannkyns, sem blint auð- valdið býr okkur nú á margvís- legan hátt. Mennirnir mega ekki lenigur þola auðvaldsskipulag, því að það útrýmir þeim. Þess vegna snýst baráttan um líf eða dauða. Þetta þýðir að við verð- um að sýna aga, fórnfýsi og sjálfsafneitun. Við verðum að hafna mörgu sem við höldum enn að við getum leyft okkur. Ekki tjáir lengur að mæla á sósíalska vísu, en veita sér allan auðvaldsmunað. Sósíalismi tekur til alls okkar lífs. Þótt við séum viss um ágæti málstaðarins, skortir fullvissu um árangur. Megi sérhver vita hvert hann sækir mátt til hugrekkis ogfórn- arlundar. í því viðviki hafa kristnir menn ýmislegt fram að færa. Sannarlega mun þö hver maður finna með sér, að með þessari baráttu getur hann varið lífi sínu skynsamlega. 9. Nú þurfum við á hug- kvæmni að halda í samstöðu- viðleitni okkar. Þótt við höfum áður gert skammarlega lítið og náð enn minni árangri, ætti það ekki að hindra okkur heldur hvetja til að sýna samstöðu á hugmyndaríkan og fórnfúsan hátt. Búast má við hinu versta fyrir þá ofsóttu menn frá öðr- um ríkjum Suður-Ameríku, sem fundu sér hæli í Chile undir stjórn Allendes — nálega 10.000 manns. Þeim munu fylgja aðrir frá Chile sjálfu, þ.e.a.s. ef þeim tekst að komast undan. Að ó- gleymdum þeim þúsundum, sem þegar svelta og þola misþyrm- ingar í skyndifangabúðum her- foringjanna. Amnesty Internatio- nal (alþjóðasamtök gegn póli- tískum ofsóknum og fangelsun- um. Þýð.) fær nú mörg ný verk- efni og þarfnast því aðstoðar okkar. Við verðum að krefja ríkisstjórnina um að Sambands- lýðveldið verði athvarf fyrir of- sótta Suður-Ameríkubúa, og sjálf verðum við að gera slíkt hið sama (Gollwitzer mun hér eiga sérstaklega við Vestur-Berlín, en í fjórveldasamningnum um hana (frá 3. 6. 1972) segir að hún sé hvorki hluti af né lúti stjórn Sambandslýðveldisins Þýskalands Þýð.) Afrurhaldið í landi okkar sýnir sína réttu blekkingar-, hrotta- og mannvonskuásjónu hvað viðvíkur Chile. En kannske kemur í sama tilfelli framsinnu- leysi, makræði og geðklofi okk- ar sjálfra: djúpið milli orða og gerða. Við getum ekki gert mikið. Einmitt þessvegna ættum við að gera allt sem við gecum. (Ræða þessi birtist í „Das Argument" hefti no. 81, í októ- ber 1973. Þýðandi: Jón A. Sig- urðsson). ERLENDAR B/EKUR Því miður er það of mikil fjárfesting að hafa mikinn lager erlendra innbundinna ’oóka — en við höfum úrval vasabrotsbóka á ensku og N orðurlandamálum. Ennfremur pöntum við bækur fyrir yður frá hvaða landi sem er. LlTIÐ INN — skoðið bækurnar — notfærið ykkur pöntunarþjónustuna. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18 — Sími 24241 FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Stúdentaheimilinu (uppi) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9-12,30 og 13-17 STÚDENTABLAÐIÐ — 11 4

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.