Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Side 3

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Side 3
frelsishreyfingu Palestínuaraba Hátt á þriðja áratug hefur alþýða Palestínu verið hrakin og útlæg frá heimalandi sínu. Þann tíma hefur hún hafst við í flóttamannabúðum í ara- bísku nágrannalöndunum, og sannarlega við hin verstu skil- yrði: hungur, farsóttir. þræl- dóm. Enn lengur hefur þó frels- isbarátta þeirra staðið. Hinir kúguðu rísa ætíð gegn kúgurum sínum, og barátta Palestína, er barátta gegn heimsvaldastefn- unni I efnahagslegri hagsmuna- sókn sinni hafa hin heimsvalda- sinnuðu lönd, Israel, Bretland, U.S.A. o. fl. svifist einskis. Líf meir en milljón Palestína e.r þeim ekkert nema fyrirhöfnin að losna við þau, sem þeir og kosta ærnu til. Ekki er úr vegi að reifa laus- lega þróun mála, yfirgangsemin gagnvart Palestínum er þar hrópandi. Eftir síðustu aldamót tókst Bretum að hreiðra um sig fyrir botni Miðjarðarhafs sem víðar, og tóku þar við af Tyrkj- um. Til að fegra arðrán sitt þóttust Bretar myndu styðja sjálfstæðisviðleitni Araba; blekkingar sem ýttu m.a. undir baráttu vaknandi þjóðernis- hreyfinga sem vildu losna und- an okinu. Samtímis bundust Bretar trússi við vaknandi Síon- ista-hreyfingu, sem stefndi að sjálfstæðu Gyðingaríki, og yeittu æ fleiri Gyðingum land- vist í Palestínu. Eftir seinni heimsstyrjöldina gáfust Bretar þó upp, því þeir misstu gjör- samlega stjórn á hvorutveggja: innflutningi Gyðinga, deilum milli Gyðinga og Araba, og svo mótspyrnu beggja gagnvart sér. Eftir brottför þeirra skárust því næst Sameinuðu þjóðirnar í leikinn og úthlutuðu Gyðingum landsvæði 1947. Ekki þótti Síonistum nóg til þessa koma og hófu, með auðmagnið að bak- hjarli, landvinningastríð með tilheyrandi blóðsúthellingum 1948. Þannig hröktu þeir Pale- stínumenn gjörsamlega af landi sínu og hreykjandi á hernumdu landi stofnuðu þeir Israel. A næstu áruni komust þjóð- Iegar borgaralegar ríkisstjórnir til valda í ýmsum Arabaríkjum. Stórveldin U.SA. og U.S.S.R. seildust óðar eftir áhrifum t.d. í Egyptalandi. Það voru nokk- urskonar viðbrögð við svikum U.S.A. að Nasser þjóðnýtti Súes- skurðinn 1956, þar sem Bretar og Frakkar áttu mikilla hags- muna að gæta. Þá hóuðu heims- valdasinnar sig saman. Israel var bakkað upp efnahagslega og hernaðarlega, og notað sem árásaraðili til að Bretar og Frakkar gætu svo blandað sér inn í og bjargað hagsmununum. Sýnir þetta ljóslega hina nánu samvinnu heimsvaldalandanna. Israel er auk síns vaxandi valda- brölts, vígi Breta og nú einkum U.S.A. til viðhalds hernaðarlegri og efnahagslegri yfirdrottnun þessara landá í Miðausturlönd- um. Eftir ósigur Arabaríkjanna 1956 fór vegur frelsishreyfingar Palestínumanna vaxandi, og hið sama er að segja eftir árásar- stríð Israela 1967 I raun vann hún því pólitískan sigur, þrátt fyrir þá örðugleika sem hrann- ast upp. Ekki þurftu þeir nú eingöngu að kljást við heims- vaidastefnuna heldur eflast og hin borgaralegu hægriöfl í Arabaríkjunum, og gera þeim erfitt fyrir. Fremst í flokki þeirra er Jórdanía sem þiggur beina efnahags- og hernaðarlega hjálp frá Bandaríkjunum. Þann- ig réðst her Husseins Jórdaníu- kóngs harkalega á skæruliða- hópa Frelsishreyfingarinnar árið 1970. Israel hefur oft beitt þeirri pólitík að ráðast t.d. inn í Líbanon undir því yfirskini að ná sér niðri á skæruliðum. Þetta veldur því að Líbaníustjórn Dagana 3-6 mars dvaldist hér á landi 6 manna sendinefnd á vegum Stúdentaráðs. Þeir voru á ferð um Evrópu, á vegum IUS, í þeim tilgangi að kynna málstað Araba í baráttu þeirra gegn ísra- el og heimsvaldastefnunni. í sendinefndinni voru: Saoli Ab- dal Najid og Sadick frá Palest- ínu, Hamed Hassan og Zaid al Assaí frá Sýrlandi, B1 Amin túlkur frá Súdan og Moktar Diack frá Senegal, varaforseti Alþjóðasambands stúdenta, IUS. Þeir efndiu hér til blaðamanna- fundar og tóku þátt í vel heppn- uðum almennum fundi í Stúd- entaheimilinu. Að auki gáfu þeir sér tíma til að ræða við allmarga stúdenta, bæði í einka- samræðum, og skotið var á fundi einn daginn í Stúdentaheimilinu, þar sem Hamed Hassan flutti inngangsorð, en þeir svöruðu amast við skæruliðum og þreng- ir kosti þeirra á alla lund. Svona reynir Israel að efna til innbyrð- is deilna. Og með sanni má segja að borgarastéttir Araba- landanna óttist byltingarafl Palestínumanna, að hugmyndir þeirra og skipulag breiðist til verkalýðsstéttanna. Byltingar- hreyfingum Arabalandanna er því, vegna vaxandi afturhalds- stefnu borgaranna, gott gagn í skólun frá hálfu Frelsishreyfing- arinnar. Svo sem vænta má eru skæru- liðasamtök Frelsishreyfingarinn- ar ekki algjörlega samstæð, inn- an þeirra togast á pólitísk öfl og sum eru í sterkum tengslum við byltingaröfl þess lands sem þau starfa í. A sjöunda tugnum og byrjun áttunda voru A1 Fatah hin leiðandi samtök, en þau áttu grundvöll sinn einkum í hinum smáborgaralegri hluta Frelsishreyfingarinnar. Þau hafa því leiðst á braut eftirgjafa og síðan spurningum, einkum Sad- ick. Hér fer á eftir samantekt á helstu atriðum sem komu fram á þessum óformlega fundi. Þeir töldu markmið arabísku frelsishreyfingarinnar vera að berjast gegn heimsvaldastefnu og nýiendustefnu svo og að stuðla að félagslegum framförum inn- an Arabaríkjanna og sameina alla Araba. ísrael er tæki heims- valdasinna gegn málstað Araba tilslakana, eða þá örvinglunar- aðgerða eins og hjá Svarta Sept- ember, klofningsarmi Al-Fatah. Hinn kommúnistiski hluti, P.F. L.A., hefur aftur á móti styrkst og gat m.a. notfært sér mótsagn- irnar innan Al-Fatah til að vinna vinstri stefnunni stuðn- og ógnun við þá í sjálfu sér, en raunverulegur óvinur er heimsvaldastefnan, Síonisminn, sem hluti hennar og Bandaríkin sem forysturíki. Palestínumenn hafa barist gegn nýlendustefnunni síðan 1917 en stofnun Ísraelsríkis 1948 markar þáttaskil í þeirri sögu. Síðan þá hafa þeir verið landflótta eða óæðri þegnar í eigin landi. Andspyrna þeirra laut framan af forsjá annarra arabaríkja en upp úr 1960 varð þeim Ijós nauðsyn þess að heyja sjálfir sína þjóðfrelsisbarátm, taka sjálfir forystuna. Hin harð- skeytta þjóðfrelsishreyfing var framan af til hliðar við PLO, heildarsamtök Palestínumanna, sem fylgdi opinberri stefnu Eg- ypta og Sýrlendinga, en eftir á- tökin 1967 óx hinum harðari armi fiskur um hrygg, og yfir- ing. Leitast P.F.L.A. nú við að sameina og skipuleggja vinstri- öflin til frelsunar Palestínu. Deila má um ýmislegt hjá frelsishreyfingunni, til dæmis hollustu við Sovét (e.t.v. prakt- ískar ástæður, og aðferðir sum- Framhald á 4. síðu. tók heildarsamtökin. Þessi bar- átta stendur öll í nánu sam- hengi við þjóðfélagsástand ann- arra Arabaríkja. Málstaðurinn er sameiginlegur, en Palestínumenn hafa gert kröfu um að vera viðurkenndir sem sjálfstæður samningsaðili, og hafa Sýrlend- ingar gert fullnægingu þeirrar kröfu að skilyrði fyrir þátttöku í ráðstefnu til lausnar deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Egypt- ar hafa hinsvegar hneigst æ meir í átt til Bandaríkjamanna allra síðustu mánuðina, og vera má að öll samstaða Araba sé hér í hættu stödd. Þó standa þeir sameinaðir um stuðning við við- urkenningu Palestínu sem sjálf- stæðs samningsaðila. Palestínumenn, sem og aðrir Arabar, líta ekki á Gyðinga sem slíka sem fjendur sína, heldur Framhald á 4. síðu. Sendinefnd Araba á blaðamannafundi SHi. Frá vinstri Saouli Njaid frá Palestinu, Hamed Hassan frá Sýrlandi, El Amin túlkur frá Sudan, Zaid al Assaf frá Sýrlandi og Moktar Oiack frá Senegal, frá Alþjóðasambandi stúdenta, IUS. (Ljósmynd: Ari Kárason). GÓÐIR GESTIR: mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmm m Arabar skýra málstgð sinn Sendinefndá vegum IUS gistir Stúdentaráð STÚDENTABLAÐIÐ — 3

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.