Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 4
Heimspekideild Framhald af 1. síðu. Smákóngarnir kipptu í spotta einhvers staðar efst í bákninu og hókus pókus — hlutfallið breyttist. Sú fyrsta skyldi fá 1700 þúsund til sinna þarfa en hinar tvaar óbreytta upphæð 400 þúsund. Þetta þótti ýmsum undarlega að far- ið en öðrum hrutu hrósyrði af munni og sögðu, að allt sækt- ist þeim vel, sem væru nógu andskoti duglegir og fylgnir sér. Hitt lá þó í augum uppi að hér var vegið að sjálfstasði Háskólans; að forræði hans um innri málefni sín. Því var það, að deildin tók af skarið og ákvað að skipta sjálf þess- um fjármunum milli rannsókn- arstofnananna þriggja. Fundur var ákveðinn að beiðni rektors 8. febrúar s.l. Skyldi þar fénu skipt. Rektor bað um frestun fundarins rétt áður en hann skyldi hefjast, sem var þó ekki gert, en fjárveitingunni var frestað og önnur mál afgreidd af deildinni. Viku síðar var fundur haldinn og fénu skipt milli rannsóknarstofnananna. Nemur upphasðin 2,5 miílj. og er skipt í þrjá jafna staði. Ekki mættu málfceoiprófessor- arnir þrír á þann fund frem- ur en hinn fyrri. Þeir eru í fýlu og neita að gegna skyld- um sínum. Á fundinum var gerð eftirfarandi bókun: Við undirritaðir lítum það mjög alvarlegum augum, að einstakir starfsmenn vanrœki stjórnunarskyldur sínar á þann hátt að sitja ekki deildarjundi án lögmætra forfalla og taka ekki sœti i þeim nefndum og stjómum, sem á vegum deild- arinnar starfa, Við bendum á að ákveðinn bluti starfs prófessora og lekt- ora er fólginn í stjórnunar- skyldu og teljum að samsvar- andi bluti launa þeirra starfs- manna sem uppvísir verða að vanrcekslu stjórnunarskyldu skuli ekki greiddur nema full- gildar skýringar fáist hjá við- komandi aðilum. Erlingur Sigurðarson Pétur Jónasson. (Bókað á fundi í heimspeki- deild 15. febrúar sl.) Situr enn allt við sama, en frekari gagna um gang þessa máls er hægt að vitja á skrif- stofu Heimspekideildar. Arabar kynna Framhald af 3. síðu. Síonista, sem hluta heimsvalda- stefnunnar. Gyðingar lifa í sátt og samlyndi við Araba í Araba- ríkjunum, en hins vegar er um mikla mismunun að rasða í ísra- el. Þannig er það um ferns kon- ar borgararéttindi að ræða, Gyð- ingar frá hinum vestræna heimi hafa þeir hæstan sess, austan- tjaldsgyðingar koma svo næst, þvíruest gasðingar frá Austur- löndum, sem búa við slæm kjör. Verst eru þó kjör Arabanna, eins og sést á því að af hálfri mitljón Araba í ísrael eru 50-70 í háskólum, allir börn palest- ínskrar borgarastéttar, sem hefur aðlagast og tekið upp samstarf við Síonista. Síonistar ætla sér að arðrasna Gyðinga jafnt sem Araba og mörg dæmi eru þess að Gyðingar hafi slegist í hóp Palestínumanna og barist gegn Síonistum. Árásir Gyðinga 1967 miðuðu fyrst og fremst að því að brjóta á bak aftur framsækin öfl og þjóðfrelsishreyfinigar á meðal Palestínuaraba, svo og alla á- fangasigra þeirra. Einnig skyldi tryggð aðstaða heimsvaldasinna á þessu svæði. Aðspurður kvaðst Sadick ekki skilgreina baráttu Palestínu- manna sem byltingarsinnaða stéttabaráttu heldur væri mark- miðið þjóðfrelsun og sköpun lýðrasðislegs þjóðfélags í Palest- ínu. Þjóðfélagshættir Palestínu geta aldrei þróast nema í nán- um tengslum við þjóðfélagsþró- un alls hins arabíska heims. Sadick játaði því að hin ýmsu öfl þjóðfrelsishreyfingar Palestína væru ólík að sam- setningu og langtímamarkmið- um en samstaða væri um yfir- standandi baráttu og andstöðu gegn heimsvaldastefnunni. Arabarnir voru spurðir um afstöðu sína og arabískra aðila til þeirra tillagna að stofna sjálf- stætt Palestínuríki á vesturbakka Jórdan. Sögðu þeir skoðun PLO, að á það yrði ekki fallist ef það þýddi að hætta yrði baráttunni í öðrum hlutum Palestínu. Þeirri spurningu var beint til Arabanna hvort stefna Araba- ríkjanna í olíusölumálum myndi stuðla að lausn deilumálanna. Þeir kváðu það af og frá. Olíu- framleiðslan sé í höndum ein- okunarauðhringja og arabískra afturhaldsmanna, Bandaríkja- menn verði fyrir litlum skakka- föllum af olíubanni en auðhring- irnir margfaldi gróða sinn. Eina leiðin til að nota olíuna í bar- áttunni væri að þjóðnýta olíu- lindirnar. Sadich sagðist ekki trúa á ráðstefnuhöld. Þar hefðu Palest- ínumenn ekki verið hafðir með í ráðum fyrr en nú, og þeir mættu sín lítils gegnt stórveld- um og Arabaríkjum. Vopnuð barátta fjöldans er Ieiðin til frelsunar Palestínu, sagði hann. GG skráði. Listakosningar Framhald af 1. síðu. andi í nefndinni, Gestur Guð- mundsson, fram tillögur til lagabreytinga, sem fólu í sér að upp skyldi tekin hlutbundin listakostning og fundakjör. 1 ljós kom, að Vaka hafði haft það á stefnuskrá sinni í 38 ár að kjósa ætti til Stúdentaráðs með listakjöri (án þess að hreyfa litlafingur í þá átt með- an þeir réðu S.H.Í.). Hins veg- ar vildi Vaka alls ekki falllast á fundakjör. Eftir að tilög- Irnar höfðu verið ræddar fram og aftur í Skipulagsnefnd, inn- an Vöku og Verðandi og á Stúdentaráðsfundi 26. febrúar, lagði Gestur þær fram endur- bættar og aðlagaðar framkom- inni gagnrýni. Veigamesta breytingin fólst í því að hverfa frá tillögum um funda- kjör. 1. mars voru tillögurnar samþykktar samhljóða, að gerðum smávægilegum breyt- ingum. Fullfrágengnar fela þær í sér að framboðum er þannnig háttað að bornir skulu fram listar, minnst 6 mest 26 manna og skulu framboð til Háskóla- ráðs fylgja, þó er það ekki skylt nema listi sé fullskipaður. Lagabreytingarnar í heild eru festar upp á töflum helstu bygginga skólans, og geta menn kynnt sér þær þar. Rökstuðningur með lista- kjöri kom fram í greinargerð og var einkum þrenns konar. 1. Geypilegt misræmi væri milli deilda í áðurgildandi deildafyrirkomulagi, og væri það óleiðréttanlegt innan þess ramma. 2. Stúdentaráð væri ekki þing fulltrúa deildanna, heldur heildarsamtök stúdenta við H.l. 3. Deildafyrirkomulag hafi brugðist að því leyti að tryggja tengsl ráðsins við stúdenta. Málefnaleg samstaða, sem næðist í gegnum stefnumótun einstakra lista, væri betri trygg- ing. Þá segir íáðurnefndri grein- argerð, að listakjör í einni kjördeild sé í samræmi við þá stefnu Stúdentaráðs að vinna gegn deildamúrum. Hvort hér er um réttmæta breytingu að ræð,a, hlýtur reynslan að skera úr um. En ljóst er að a.m.k. vorið 1974 verður gengið til kosninga til Stúdentaráðs á grundvelli lista- kjörs. Fölsunarmálið Frámhald af 1. síðu. haustsins og lesið um sumarið. Þetta hefur alltaf verið illa séð af vissum aðilum í deildinni og , fór að lokum svo að deildar- forseti bar fram tillögur á deild- arfundi í okt. sl. um breytingar á reglugerðinni, sem m.a. fjöli- uðu um áðurgreind ákvæði um próf. í tillögu deildarforseta segir: „Próf í læknadeild eru haldin að vori og hausti sbr. þó 42. gi. Haustpróf eru eingöngu úpptöku- og sújkrapróf og skal lokið fyrir 20. sept." Strax kðm fram breytingatillaga frá Stefáni Jónssyni þar sem dagsetningin 20. sept. er breytt í 15. sept. en var að öðru leyti samhljóða tillögu deildarforseta. Fulltrúar sstúdenta báru einnig fram breytingartillögu um að í stað orðanna, „Haustpróf eru ein- göngu upptöku- og sjúkrapróf." komi, „stúdent skal hafa lokið öllum prófum hvers árs annað- hvort að vori eða hausti áður en hann getur hafið nám á næsta ári, en skal annars sitja fyrra árið aftur." Hér var því um að ræða breytingartillögu við sömu setningu og tillaga Stefáns en ekkert mælti gegn því, að samþykkja þær báðar því þær fjölluðu ekki um sama efni. Tillaga stúdenta var ekkert annað en staðfesting á gildandi reglugerð, þ.e. þeim skilningi sem flestir ef ekki allir höfðu lagt í hana. Eftir miklar um- ræður voru greidd atkvasði um breytingartillögurnar og voru þaac báðar samþykktar með miklum meirihluta atkvæða. Voru stúdentar nú sigri hrósandi yfir að hafa komið í veg fyr- ir, að deildarforseti fengi sam- þykkt, að haustpróf yrðu ein- gömgu endurtekningar og sjúkra- próf. Líður nú að jólum. Hinn 20. des. leggur deild- arforseti fram í Háskólaráði þær reglugerðarbreytingar sem deild- arfundur hafði samþykkt í okt. og eru þær samþykktar þar. Um miðjan janúar bárust fulltrúum stúdenta í deildarráði reglugerð- arbreytingarnar eins og þær voru lagðar fram í Háskóla- ráði. Kemur þá í ljós, að þær hljóðuðu ekki eins og deildar- ráðsfundur hafði samþykkt held- ur hafði verið hagrætt þannig, að fyrst kom tillaga Stefáns Jónssonar „Haustpróf eru ein- göngu endurtekningar- ogsjúkra- próf og skal lokið fyrir 15. sept." En tillaga stúdenta sem var lögð fram sem breytingar- tillaga við „haustpróf eru ein- göngu endurtekn. og sjúkra- próf", kom þar á eftir. Ekki er ljóst enn, hver skýringin er á þessu. Deildarforseti segir að þetta sé, skv. bókun frá fundi en þykist þó muna, að við för- um með rétt mál. Getur verið að ásakanir frá í haust á hend- ur deildarforseta um að bókun- um sé hagrætt eigi við rök að styðjast? — Því viljum við helzt ekki þurfa að trúa, en það eina sem deildarforseti get- ur gert til að sannfæra okkur, er að leiðrétta þetta strax í Háskólaráði, ella verðum við að telja að hér hafi deildarforseti vísvitandi hagrætt hlutunum." f Kippilykkju II segir á ein- um stað: „En það er nú svo með fundargerðir læknadeildar, að það heldur hver hérinn í skott- ið á öðrum. Enginn fundar- manna skrifar undir fundargerð- ir, fundargerðir eru ekki lesn- ar upp til samþykktar í lok fundar né í upphafi næsta, fund- argerð umrædds fundar hefur enn ekki verið send deildar- mönnum til yfirvegunar. Vart fer hjá því að menn dragi í efa að fundargerð, sem svo er staðið að hafi hið minnsta sönn- unargildi." Og annars staðar: „Hins vegar verður því ekki haggað að klásúian er orðin að reglúgerðarákvæðr^samþykkt áf HáskblaráBí~óg'~úri3irskrifuð af menntamálaráðherra. Er því vart önnur lausn hugsanleg en sú, að leggja til að ákvæðið falli úr gildi. Er sú von læknanema að meirihluti deildarmanna verði fyrri skoðun sinni trúr og sam- þykki þá tillögu." Ekki er öll . . . Framhald af 12. síðu. haft af því spurnir daginn áð- ur. Tillagan, sem samþykkt var um framtíð 1. ársnema (borin Stbl. Ekki öll vitleysa eins 2 upp af Jóhanni Axelssyni, Sig. Friðjónssyni og Hannesi Blöndal) var nánast orðrétt niðurstöðuorð lögfræðingsins: „Stúdentum á 1. ári, er ekki hafa staðizt próf í janúar, verður ekki meinað að halda áfram 1. árs námi á vormiss- eri." ÞÞessi tillaga var borin upp með þeim viðbótarskýringum Sigmundar Magnússonar, að þeir stúdentar, sem aðeins fóru í annað prófið, skyldu ekki halda áfram. Þetta var einka- skýring Sigmundar, sem reynd- ar var ekki flutningsmaður að tillögunni. Reyndu stúdentar mótmæla, en vegna ofríkis Sig- fundar fundarstjóra fengust mótmælin ekki rædd. Tillagan var því samþykkt með viðbót- inni. Þykir nú mörgum réttlætið kúnstugt þar sem stjórnvizku- bragð þetta hleypir með 3,0 og 4,0 á báðum prófum áfram en hrekur stúdent frá með 6,5 í efnafræði til baka. Ekki kemur fram af áliti lögfræðingsins hver skoðun hans er á þessu, en hins vegar byggir Sigmundur þetta á ákvæðinu umdeilda um haust- prófin, þ.e. að þau séu ein- göngu upptektar og sjúkrapróf. Frelsishreyfing Framhald af 3. síðu. ar hverjar svo sem hryðjuverk. Þó er fáránlegt hvernig borg- arapressan á vesturlöndum (og tilheyrandi almenningsálit) býsnast yfir hryðjuverkum Frelsishreyfingarinnar án þess að tengia þau stöðugum ógnar- aðgerðum Israelsmanna. Isra- elsmönnum er kærkomið að geta falið ótöluleg hryðjuverk sín undir blæju hefndar. Með því að reka áróður um sameig- inlega ógnun o. s. f. efla þeir einnig stéttasamvinnu f Israel. Meðan þeir njóta ávaxtanna af hernumdu svæðunum t.d. olí- unnar í Sínaí og ferðamanna- straumsins í Jerúsalem, eru hundruð þúsunda fórnarlamba þeirra heimilislaus og fótum troðinn. Undrist svo einhver að það fólk slái til baka. Það er í starfsemi Frelsis- hreyfingarinnar fyrir réttmæt- um löndum sínum, mannrétt- indum, sjálfsákvörðunarrétti, sem von alþýðu Palestínu ligg- ur. Megi hún ná takmarki sínu í palestínskri byltingu! D. Þ. Vökuþáttur Framhald af 8. síðu.. nokkurs staðar í frammi eða nokkurt gagn hafi orðið^ af ferðalögunum fyrir Stúdentaráð eða hérlenda stúdenta. Ferða- kostnaðurinn einn nemur 'mörg hundruð þúsundum, og þó eitt- hvað af honum sé greitt af rík- isstjórnum kommúnistaríkjanna gegnum International Union of Students, verður ekki annað séð en hér sé að verulegu leyti um óþarfa eyðslu að tefla. Á pólitískum vettvangi hefur Stúdentaráð heldur sett ofan, ef það er þá unnt, og kemur það ef til vill gleggst í Ijós, þegar litið er til ályktunar ráðsins um baráttusamtök í landhelgismál- inu, sem enginn nema Fylking- in treysti sér til að eiga aðild að. Fjármál Stúdentaráðs eru með þeim vandræðum, að ráða hef- ur orðið oddvita framkvæmda- stjórnar Verðandi sem sérstakan fjáröflunarstjóra, en ekki verður séð, að við það hafi nokkuð skánað. Veldur mestu, að Stúd- entablaðið hefur um nokkurt skeið verið sérstaklega þungt á fóðrum, því tekjur þess eru ó- verulegar, en tilkostnaður út- gáfunnar og launakröfur ritstjóra síhækkandi. Einnig í þessu til-. liti hefur því mistekist að stjórna ráðinu af ráðdeild og með góðum árangri. Að öllu samanlögðu verður ekki annað séð en forusta vinstri sinnaðra stúdenta í Stúdentaráði sé slæm og ófullnægjandi, og störf ráðsins bæði yfirborðsleg og óviðunandi, auk þess að vera í æ ríkari mæli ólýðræðisleg vegna óþolandi starfsaðferða og lokaðrar klíkustarfsemi. Er stúdentum vorkunn að hafa kosið þetta yfir sig. STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.