Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 5
MÁSTA ÐUR-V Á frelsuðu svæðunum hafa Þjóðfrelsisfylkingin (ENL) og Bráðabirgðabyltingarstjórnin (BBS) notað tímann frá undir- rkun Parísarsáttmálans til end- uruppbyggingar og starfs sem miðar að því að bæta lífskjör íbúanna á þessum svæðum. Byltingarstjórnin hefur styrkst á öllum sviðum, húsaviðgerðir og húsbyggingar eru í fullum gangi og hefur barnaskóla og heilsuverndarstöð verið komið upp í hverjum hreppi og sjúkra- húsi og fæðingardeild í hverri sýslu. Landbúnaðarframleiðslan er í uppgangi og er svo fyrir að þakka sæði og áburði, sem BBS hefur lagt bændunum til, en þeir hafa einnig að mildu leyti fengið jarðnæði frá stjórninni. Heimilisiðnaður og handiðn- aðarmenn njóta líka góðs af hinum nýja tíma. Að sjálfsögðu höfum við að- eins stigið fyrstu skrefin til að uppfylla þarfir fólksins á þess- um sviðum, og hin gífurlega eyðilegging, sem árásarstríð Bandaríkjanna hefur valdið, gerir uppbyggingu allt annað en auðvelda. Þó einkennist ástand- ið á þessum svæðum af miklum framförum. Á menningarsviðinu er t.d. að finna starfandi söng- og dansfélög í hverju héraði auk leikhúss, en tala áhugaleik- félaga eykst stöðugt. Þetta þýðir stöðuga þróun þjóðlegrar listar ...og „ýtix_, undir frekari listsköpun. Á hinu pólitíska og diplómat- íska sviði eykst virðing BBS og ^-staða stjórnarinnar fer sífellt batnandi: Stjórnin var t.d- ný- lega viðurkennd sem hinn eini rétti fulltrúi fyrir S-Víetnam af toppráðstefnu hlutlausra ríkja, þar sem mættu æðstu menn eða utanríkisráðherrar frá meira en 70 löndum. Forseti FNL Nguy- en Huu Tho var hylltur á ferð sinni nm Afríkulönd og hlaut þær móttökur, sem aðeins þjóð- höfðingjar fá. BBS hefur gert samninga við fjölmörg lönd og hefur hlotið stjórnmálalega við- urkenningu af enn fleiri lönd- um. Hins vegar er stríðinu í Víet- nam ekki lokið. Parísarsáttmál- inn er sigur fyrir hina víet- nömsku þjóð; hann þýðir að í fyrsta sinn í heil 115 ár er eng- inn óvinaher a víetnömsku landi; opinberlega. En samtímis þýðir sáttmálinn örlagaríkt skip- brot fyrir pólitík Bandaríkja- manna og leppstjórnina í Sai- gon. Hin síðarnefnda er algjör- lega upp á bandarísku pólitíkina komin vegna persónulegra hags- muna. Og þess vegna brýtur Saigonstjórnin með Bandaríkin að baki sér, svo til allar greinir sáttmálans á kerfisbundinn hátt. Hvað vopnahlésákvæðunum viðvíkur ber hún ábyrgð á yfir 27.000 brotum fyrstu níu mán- uði samkomulagsins. Þ.e.a.s. með landvinningaherferðum, stór- skotaárásum, sprengjuárásum og ekki síst vopnaðri íhlutun. AUKNAR HERNAÐ- ARAÐGERÐIR Ástandið í S-Víetnam er mjög RÆÐA LE VAN KY í TJARNARBÚÐ í 5. DES„ SL alvarlegt einmitt núna. Banda- ríkin og Saigon hafa nú nýlega gripið til mestu stríðsmögnunar- aðgerða síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. Snemma í september s.l. byrjaið Saigon að beita allt að 30 herdeildum í hverri árás sinni á hin frelsuðu svæði: Fótgöngulið, stórskotalið, skriðdrekaherdeildir ogsprengju- flugvélar voru send samtímis langt inn á hin frelsuðu svæði. Þessar stríðsaðgerðir voru skipu- lagðar með hjálp amerískra ráð- gjafa. Þau svæði sem einkum verða fyrir þessum meiriháttar hernaðarárásum eru svæðin á hásléttunni, sléttan í miðhlua S-Víetnam, héraði Tay Ninh fyrir vestan Saigon og svæðið norðan Saigonborgar. Nú síðast hefur Saigonstjórnin þar á ofan beint umfangsmiklum sprengju- árásum að minni bæjum langt inni á svæðum undir stjórn BBS. í þessum árásum er beitt flugvélum hlöðnum sprengjum og eiturgasi. Þúsundir húsa hafa verið lögb' í rúst, uppsker- an er eyðilögð og þúsundir manna hafa verið drepnir eða særðir í þessum árásum. Til þess að freista pess að hylja eigin brot ákærir íaigon- stjórnin BBS fyrir svipuo brnr og hún sjálf fremur. Hú'j hróp- ar um undirbúning stórsoknar o. s. frv. Tilgangurinn með slúður- herferðinni er að reyria að blekkja almenningsálitið og fela eigin afbrot og stríðsundirbún- ing Saigonstjórnarinnar, sem nýtur öflugs stuðnings Banda- n'kjanna. m fnwwytew? Fataskiptin £ Víetnam; "sérfræðingar" £ istaö dáta. Fyrir stuttu síðan hefur t.d. orðið vart mikils liðssafnaðaj Saigonhers á svæði 180 kai fyrir norðaustan Saigon oe viro- ist hann í vígahug. NAUÐUNGAR- FLUTNINGAR Hernaðarárásir á yfirráðasvæði BBS eru ekki einu brotin sem Saigonstjórnin gerir sig seka um Reiknað er með, að frá því að Parísarsáttmálinn var undirrit- aður, hafi allt að milljón manna verið fluttir nauðungarflutning- um af Saigonstjórninni með lög- regluaðgerðum. Þessar vopnuðu aðgerðir hafa að markmiði að reka fólk úr heimabyggð sinni. ekki síst ef hún er á yfirráða- svæði BBS, í risavaxnar ein- angrunarbúðir, sem á fríðu máli eru nefndar „flóttamannabúðir' og eru sérstakut útgjaldaliður á fjárlögum Saigonstjórnarinnar, í svonefndum „friðunarherferð- um" sem framkvæmdar hafa verið í Quang Nam, Quang Ngai og Quang Bihn héraði (sem liggur að strönd miðhluta S-Víetnam) hafa konur, börn og aldraðir verið kæfð með gasi þar sem þau hafa flúið í neðan- jarðarbyrgi eða verið drepin á annan hátt, hafi þau þverskall- ast við að láta flytja sig. Tröllauknar jarðýtur jafna heil þorp við jörðu og rísakrar íbúanna eru eyðilagðir. Með eit- urefnum er jörðin gerð óræktan- leg. Ljóst má vera af þessu að Saigonstjórninni er ekki sérlega umhugað um hin ahnennu lýð- réttindi fólksins, s.s. ferðafrelsi; rétt tii að lifa í eigin húsnæði og rétt til að yrkja þá jörð sem maður hefur fórnað lífi sínu. Á svæðunum undir yfirráðum Sai- gonstjórnarinnar, einkum • bæj- um og nauðungarbúðum, er hvorki til að dreifa pientfrelsi né félagsfrelsi; og eins cj- ídlir vita sitja ennþá 200 þúsund pólitískir fangar í fangelsum Saigonstjórnarinnar. Áður en til vopnahlés kemur og innleidd verða venjuleg lýð- réttindi er tómt mál að taki um þá pólitísku lausn, sem Paríjac- Framhakl á 10. síðu. menning NÝJAR BÆKU Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn III Verð: kr. 800 (innbundin) Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn IV Verð: kr. 700 (innbundin) Helgi Hálfdánarson: Kínversk ljóð frá liðnum dögum Verð: kr. 800 (innbundin) Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd Verð: kr. 1.100 (innbundin) , Þorleifur Einarsson: Gosið á Heimaey Verð: kr. 800 (innbundin) - Heimskrins'a R 1973-1974 Brynjólfur Bjarnason: Með storminn í fangið I-III Verð: kr. 800 (pappírskiljur) R. Debray og S. Allende: Félagi forseti Verð: kr. 400 (pappirskilja) E. Fischer: Um listþörfina Verð: kr. 360 (pappírskilja) Björn Th. Björnsson: Aldateikn Verð kr. 1.500 (innbundin) Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn Verð: kr. 1.200 (innbundin) (VERÐ ÁN SÖLUSKATTS) STUDENTABLAÐIÐ — 5

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.