Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 10
SUÐUR-VÍETNAM Framhald af 5. síðu. sáttmálinn gerix ráð fyrir. Hann er óframkvæmanlegur við nú- verandi aðstæður. BBS og Saigonstjórn ræðast við bæði í París og í sameigin- legri hermálanefnd í Saigon. Ai hálfu sendinefnda BBS hefur verið lagður fram fjöldi tillagna um hvernig má leysa hin fjöl- mörgu vandamál í S-Víetnam sameiginlega af báðum aðilum Síðast þ. 6. nóvember s.l. lagði hermálasendinefnd BBS fram í Saigon fimm liða tillögu, sem gerir ráð fyrir raunhæfri fratn- kvæmd vopnahlésins. Fram til þessa hefur ekki borist afger- andi svar frá Saigonstjórn HI UTVERK BANDARÍKJANNA Sé litið á hlutverk Bandaríkj- anna frá undirritun Parísarsátt- málans þá hafa þau veitt Saigon- stjórninni pólitískan stuðning og gert henni kleift efnahagslega að viðhalda her sínum og stjórn- kerfi. Og ekki hafa Bandaríkir síst lagt henni Iið með stótfelld- um hernaðarstuðning. Herstöðv- ar Bandaríkjanna voru aldrei lagðar niður og gífurlegt magn af birgðum og hergögnum voru afhent sem gjöf til Saigon. Og ekki nóg með það. Um 650 þúsund tonn af tækjum til þungahernaðar og léttari vopn hafa verið flutt inn handa Sai- gonstjórninni síðan friðarsam- komulagið var gert. Þar haia verið með flugvélar, skip, skrið- drekar og sprengjubirgðir. Bandaríkin hafa undirritað Parísarsáttmálann og gefið þau loforð í höfuðborgum víða um heim, að þau séu hætt strtðs- rekstri sínum í Víetnam og halcJi sig á friðarlns vegum.' ög Bandaríkin hafa formlega kallaö heim herlið sitt frá Víetnam, en eru þó ekki horfin af sjónar- sviðinu. Orðið „friður" í munni Bandaríkjanna hefur undarlega merkingu: 24 þúsund hermenn í borgaralegum klæðum eru eft- ir í S-Víetnam. Þeir eru kallaðir tæknimenn og sinna störfum við ýmsar deildir Saigonhersins. Hlutverk þeirra er að aðstoða herinn við að koma í fram- kvæmd þeim áætlunum sem gerðar voru fyrir hann í Wash- ington. Því er þannig komið fyrir, að í dag er einn banda- rískur hershöfðingi í hverju fjögurra hernaðarsvæða í S-Víet- nam. Þeir fá sínar skipann frá yfirherstjórninni, sem lýtur hers- höfðingjanum John Murray her- fræðilegum ráðunauti við sendi- ráð Bandaríkjanna í Saigon. Hann hefur á að skipa 200 starfsmönnum við svokallað „Defence Attaché Office" í Sai- gon, og í ræðismannsskiifstofum víðsvegar um landið. Hernaðar- aðstoð Bandaríkjanna ncmur í ár um fjórum milljörðum doíl- ara, sem er helmingi me:ra en í fyrra. Og þó hefur verið sam- inn friður. Við þetta bætast ekki minna að 150 milljónir dollara, til að haida við lögregluliði, einangrunarbúðum og fangels- um. FRELSISHER ALÞÝÐUNNAR HLYTUR AÐ BERJAST Samfara aukinni hernaðaraðstoö við Saigon hafa Bandaríkin hafr í frammi ögranir við Alþýðu- lýðveldið Víetnam. Þar er bæði um að ræða ögranir frá yfir- stjórn Kyrrahafsflotans um að hefja aftur sprengjuárásir frá 7. frotanum, sem liggur tilbúinn til aðgerða við strendur Víetnam, STÚDENTAR ATHUGIÐ Sumarafleysingar — Verksmiðjuvinna — Verksmiðjan Vírnet h.f. í Borgarnesi auglýsir eftir fólki til vélgæslu. Þörf er fyrir 4-6 manns, sem mega byrja hvenær sem er. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Pál Guðbjartsson í síma 93-7296 hjá fyrir- tækinu. VÍRNET H,F. — Borgarnesi. Styrkur til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt, að þau bjóði fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, fimm styrki til báskólanáms í Sviss háskólaárið 1974—75. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru einungis ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til tíu mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 900 svissneskir frankar á: mánuði, og auk þess fá styrkþegar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. — Þar sem kennsla í svissnesk- um háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýzku, er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. — Þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. mars n.k. Um- sókn fyilgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt tvennum með- mælum og heilbrigðisvottorði. — Sérstök umsóknair-yðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntainálaráðuneytið, 14. febrúar 1974. og svo eftirlk-sflug yfir Iands- svæði Alþýðulýðveldisins, sem er brot á ákvæðum Parísarsáttmál- ans. Við höfiMH (fyrir okkar leyti) verið þolinmóðir og seinþrey-ttir til aðgerða. En við erum neydd- ir til að verja okkur gegn sí- felldum árásum, einkum þegar þær halda áfram eftir ítrekaðar aðvaranir. Með það markmið í huga að verjast og þvinga í gegn, að staðið sé við Parísar- sáttmálann, sendi yfirherstjórn Frelsishers alþýðunnar frá sér eftirfarandi tilskipun þ. 15. okt. s.I.: „Á meðan Saigonstjórnin heldur áfram árásaraðgerðum sínum hlýtur Frelsisher alþýð- unnar að verjast þeim af festu og hrinda þeim hvar sem þeirra verður vart, og með þeim að- ferðum og því afli, sem nauð- synlegt er til að þvinga and- stæðinginn til að virða og standa við Parísarsáttmálann um Víet- nam, og í því skyni að binda endi á stríðsaðgerðir hans og brot á sáttmálanum . . ." Þannig er ástandið í S-Víet- nam í dag. Helsta orsökin til þess að ennþá ríkir ekki friður í landinu er sú, að Bandaríkin hafa ekki gefið upp á bátinn síðnýlendustefnu sína í S-Víet- nam og Indókína, þótt yfir- bragðið sé nú með öðrum hætti. Á síðustu tímum hefur það sýnt sig að Bráðabirgðabyltingar- stjórnin og Alþýðulýðveldið Víetnam njóta æ meiri stuðn- ings víðsvegar í heiminum í viðleitni sinni til að stuðla að framkvæmd Parísarsáttmálans, jafnframt því sem æ kröftugri fordæmingar heyrast og sjást í skjölum, úr ræðustólum, meðal almennings og í dagblöðum, fordæmingar á Bandaríkjunum og Thieu. Meðal annars hefur verið komið á fót í fjölmörg- um löndum samtökum, sem berj- ast fyrir lausn pólitískra fanga í fangelsum Thieus og ráðstefnur hafa verið haldnar víða í heim- inum til að berjast fyrir sama málstað. FARIÐ FRAM Á STUÐNING Við hinar erfiðu og alvarlegu aðstæður sem lýst hefur verið hér að framan hefur Bráða- birgðabyltingarstjórnin þann 9- nóvember s.l. sent áskorun til allra landa, ríkisstjórna, samtaka og einstaklinga sem berjast fyr- ir friði. Áskorun um að veita málstað hinnar víetnömsku þjóð- ar aukinn stuðning, með því að krefjast þess af Bandaríkjunum og Saigonstjórninni að þau fylgi nákvæmlega friðarsamningunum og hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu frá 13. júní í ár, og með því að tryggja frið í V(etnam, í Suðaustur-Asíu og í heiminum öllum. Það er enginn traustur friður og í sjónmáli er engin pólitísk lausn á núverandi ástandi. Hin pólitíska barátta fyrir frelsi, sjálfstæði og lýðræði sem íbúar S-Víetnam heyja, er erfið,, löng og ströng barátta. Alþjóðlegur stuðningur við þá baráttu hefur fram til þessa gegnt stóru hlut- verki í að tryggja sigur hennar, og við vonum að þessi stuðn- ingur haldi áfram, einkum með því að fletta ofan af hinum sífelldu pólitísku bellibrögðum Bandaríkjastjórnar, sem miða að því að fela þá staðreynd, að Bandaríkin hafa ekki hætt í- hlutun sinni í Víetnam og sýnt allt annað en virðingu fyrir Par- ísarsáttmálanum. þau verða aldrei leiða LEGO kubbarnir eiga sívaxandi vinsældum að fagna hjá börnunum, því að LEGO grunnöskjumar eru barmafullar LEGO kubbar, til að byggja Húsgögn úr LEGO kubbum. úr skip, sem jafnt má sigla á Nú geta börnin byggt heilt gólfteppinu og í baðkerinu. brúðuhús, með húsgögnum eftir eigin hugmyndum. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI. Moslellssveit- Simi 91-66200 SKRIFSTOFA i REYKJAVÍK, Suðurgala 10. - Sími 22150 Styrkur til háskólanáms á írlandi Jrsk..£t jÓítlY.ÖW bjóða fram styrk handa íslendingi til'nams ' við háskóla eða hliðstæða stofnun á írlandi háskólaárið 1974—75. Styrkfjárhæðin er 500 sterlingspund og styrfcþegi ^' þarf ekki að greiða kennslugjöld. Styrkurinn veitist til náms í írskri tungu og bókmenntum. Umsóknum urn styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt tvennum meðmælum og vottorði um kunnáttu umsækjanda í ensku eða írsku. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 18. febrúar 1974. Drekkið kaffið og lesið blöðin í NORRÆNA HCSINU. Kaffistofan opin virka daga kl. 9—18. Sunnudaga kl. 13—18. Bókasafnið opið kl. 14—19. Laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Velkomin í Norræna húsið. NORRÆNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS 10 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.