Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 07.03.1974, Blaðsíða 11
V erðandiþáttur Framhald af 8. síðu. skiptir sáralitlu máli í starfi, heldur varðar öllu andrúmsloft innan skólans í heild og öfl sem andstæð eru á hagsmunapólitísk- um og almennt pólitískum grundvelli. í sérstakri nefnd Stúdenta- ráðs um skipulagsmál hefur full- trúi Verðandi beitt sér fyrir hugmyndum um listakjör og fundakosningar. Tillögur í þá átt liggja fyrir ráðinu þegar þetta er skrifað, og er enn ekki Ijóst á hvaða grundvelli gengið verður til kosninga 15. mars næstkomandi. Um Verðandisíðu Þegar sú nýbreytni var tek- in upp að Vaka og Verðandi fengju yfir sérstökum síðuparti í Stúdentablaðinu að ráða, varð það strax stefna Verðandimanna að nota þessa aðstöðu til að skýra frá starfi félagsins og helstu áædunum. Ýmsum kann að þykja þetta helsti þurrt les- efni eða jafnvel sjálfshól af verstu gerð, og má eflaust til sanns vegar færa. Þó skal á það bent, að Verðandi hefur nú í vetur í fyrsta sinn um langa hríð haldið uppi sam- felldu starfi. Ekki síst við slík- ar aðstasður er nauðsynlegt að skýra frá því hvað gerist, öll- um áhugahafendum til fróunar eða, það sem betra væri, til hvatningar. Sósíalískt félag bygg- ir ekki á gróinni aðstöðu eða íámennisforræði. Ef svo væri stæði það ekki undir nafni. Verðandi hlýtur að byggja á starfi hinna virku og athygli liinna áhugasömu, þar sem sósí- alísk vitund og starf í sósíalísk- um anda verður ekki aðskilið ef vel á að vera. í þessu sambandl er athygl- isvett ’að velt því fyrir sér af hvaða sökum þeir Vökumenn nota síðupart sinn ekki til að skýra frá starfi, heldur fylla síð- una af greinum gegn IUS og vinstri stúdentum, efni sem þeir fengju inni með annars staðar í blaðinu, ef vildu. Skyldi á- stæðan vera sú að ekkert starf sé unnið innan Vöku, félagið tóri af gömlum vana? Eða er astæðan sú að starfið sé þess eðlis að Ieynt verði að fara? Eða kæra þeir sig ekkert um Vökupaurar að segja ótíndum almúganum frá athöfnum sín- um? — Hvers vegna þögnin, Vökumenn? Afstaða SÍNE Framhald af 7. síðu. aðeins núverandi SÍNE-félög- um í hag, heldur öllum ís- lenskum námsmönnum erlend- is. Starfsemi SlNE er þess eðl- is, að ekki verður skilið á milli SlNE-félaga og annarra ísl. námsmanna erlendis, sem ekki eru í SÍNE. Af þeim sökum er sjálfsagt réttlætis- mál, að allir íslenskir náms- menn erlendis leggi sitt af mörkum til starfsemi SlNE, rétt eins og stúdentar við Há- skóla Islands leggja allir fram sinn skerf til starfsemi Stúd- entaráðs. Hér hefur í stuttu máli ver- ið drepið á helstu atriðum í afstöðu SlNE til margum- rædds fruntvarps. Breytingar- tillögurnar í heild ásamt grein- argerð verða bráðlega kynntar Alþingismönnum svo að þeim megi ljóst verða, hver sé af- staða íslenskra námsmanna er- lendis til þessara mála, er svo mjög snerta frjálsræði þeirra til náms. Er frumvarp til laga um námslán og námsstyrki var lagt fram á Alþingi skömmu fyrir jólaþinghlé 1973, lét menntamálaráðherra þau orð falla, að helstu samtök náms- manna væru sammála megin- atriðum frumvarpsins. Þetta er herfilegur og hörmulegur „mis- skilningur" ráðherrans, a.m.k. hvað SlNE viðkemur. Afstaða SlNE hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Þar með er útilok- að, að menntamálaráðherra hafi getað sagt nokkuð þar um fyrir jól. Ummæli menntamálaráð- herra eru til þess eins fallin að slá ryki í augu þingmanna og almennings, og verða þess enn einu sinni valdandi, að trufla eðlileg samskipti náms- manna við forystumenn ís- lenskra menntamála. Ólafur K. Pálsson. Deilan um . . . Framhald af 6. síðu. fram, að ráðgert sé að tillögur í þessum anda verða sendar Alþingi. Við litum svo á, að það hlyti að verða innan skamms, eða um það leyti, sem frumvarpið yrði lagt fyrir þing. Við höfðum hvergi séð annað en að það yrði a.m.k. fyrir jól, e.t.v. þegar í nóv- ember. Auk þess gátum við hvergi' séð, að áætlað væri að leita á- lits félaganna um þessar til- lögur, nema ef vera skyldi þessi hógværa klausa í kálf- inum: „Stúdcntaráð og SÍNE fagna allri cfnislcgri gagnrýni og athugascmdum, sem náms- menn kunna að koma á fram- færi, og munu taka slíkt til skynsamlegrar athugunar“! Við litum svo á, að stjórnin hefði ekkert umboö til að setja nafn SlNE undir sumar þess- ara tillagna, af því að þær voru ýmist óræddar innan SlNE eða í andstöðu við fyrri yfirlýsingar og stefnu SlNE. Það má taka fram, að við hefðum vafalaust ekkert sett út á vinnubrögð stjórnarinnar, ef hún hefði haldiö sig við fyrri álit og stefnumörkun deildanna í þessu máli. En fyrst svona var komið hlutum við að rjúka upp til handa og fóta. SKYNDIFUNDUR Við héldum skyndifund dag- inn eftir að kálfurin barst, og urðum á þessum einum fjöl- mennasta fundi deildarinnar í langan tíma sammála um, aö róttækra og skjótra aðgerða væri þörf, til að ekki yrði lit- ið á þessar tillögur sem álit námsfólks yfirleitt. Sakir þess- arar skjótu þarfar og vegna ákafrar óánægju okkar með tillögurnar, var okkur ekki erfitt að semja opna bréfið. lnnihald þess allt var sam- þykkt samhljóða á fundinum, bréfið ritað sama kvöld og sett í póst næsta morgun. Við höfum verið gagnrýnd m.a. fyrir það, hve bréfið var harðort (sbr. nafngiftina „móð- ursýkisbréf Oslóar“). En það var svona af ásettu ráði. Við vildum vekja sjokkathygli á málinu þannig að væri fólk búið að lesa tillögur stjórn- anna, tæki það áreiðanlega eftir okkar áliti, sem við töld- um frekar í samræmi við álit SÍNE-félaga. Við töldum okk- ur með þessu vera að gera hagsmunum alls SÍNE gagn. Hitt er svo amiað mál, að hörku bréfsins mátti misnota t.d. í pólitískum tilgangi, eins og raunin mun hafa orðið í Vísi. Til þessa atriðis tókum vér nytsamir sakleysingjar e. t. v. ekki nægilegt tillit. TORTRY GGNI OKKAR Við álitu mað stjórnin hefði af ásettu ráði ætlað að beita því félagslega ofríki að setja fyrir yfirvöld þessar tillögur án samráðs við félaga. Ekkert benti til annars. En ljóst er, að hér höfðum við rangt fyrir okkur. Við trúum mætavel þeirri yfirlýsingu stjórnar- manna, að til hafi staðið að leita álits félaganna. Og við fögnum því, að svo er. Við fögnum því, að þetta álit okk- ar var byggt á misskilningi og hér var um „tæknilega skyssu“ að ræða við birtingu tillagn- anna. Þess vegna hljótum við að vera fús til sátta. Þetta var verk fyrrverandi stjórnar og engin ástæða er til að ætla annað en að núver- andi stjórn læri og hafi lært af þessu. Það er engin ástæða til að halda uppi neinni úlfúð innan félagsins vegna þessa, síst á milli hópa, er hafa svo líkar grundvallarskoðanir á stöðu námsmannsins í þjóðfé- laginu og á hlutverki náms- mannasamtaka sem SlNE. Áfangasigur Framhald af 7. síðu. í hugum hinna eldri nams- manna. Enda þótt námsönnum muni e.t.v. ekki vaxa 7 % hækkun lánshlutfallsins í augum er rétt að vanmeta ekki þennan áfanga- sigur. Til að mynda er þessi hækkun hin þriðja mesta, sem orðið hefur, síðan 1968. Aðeins áfangarnir '10-11 og '71-72 voru stærri. Það gefur og auga leið, að hækkanir eru því tor- sóttari, sem meðallánshlutfallið er hærra. Vert er einnig að hugleiða vandlega að þessi hækkun fæst með því að beita tiltölulega ný- stárlegum (a.m.k. í slíkum mæli) barátmaðferðum, sem í einu orði má nefna baktjalda- makk (lobbíisma), þar sem til skiptis er hótað fjöldaaðgerð- um, færð fram rök og bent á atkvæðamagn námsmanna. Þetta var sú leið, sem fæmst reynd- ist miða ðvið áhuga náms- manna. En ekki má gleyma því, að hótanir verða fljótlega bit- lausar, ef óttinn við þær er ekki endurnýjaður með vissu millibili. Ragnar Árnason. Styrkur tíl háskélanáms / SvíþjéB Sænsk stjórnvöld bjóóa fram styrk handa Islcndingi til háskóla- náms í Svíþjóð nánisárið 1974—75. Styrkurinn miðast við átta mánaða námsdvöl og ncmur 8.400 sænskum krónum, þ. e. 1.050 krónurn á máuuöi. Ef styrkþcgi slundar nám sitt í Stokkhólmi cða Gautaborg, gctur hann fcngið scrstaka staöaruppbót á styrk- inn. Fyrir styrkþega, scm Iokið hcfur æðra háskóláprófi, gct- ur styrkurinn nuinið'150 «krónum til viðbótar á mánuði. - Umsóknir um styrk þcnnan skulu scndar menntamálaráöuneyt- inu, Hvcrfisgötu 6, Rcykjavik, fyrir 1. april nk. og fylgi staðfcst afrit prófskírtcina ásamt meðmælum. — Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 26. febrúar 1974. Rögnvaldur Sigurjönsson leikur píanóverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Leif Þórarinsson og Pál fsólfsson. Á þessarí nýju hljómplötu leikur Rögnvaldur Sigurjónsson eftir- minnileg íslenzk píanóverk, sem ekki hafa verið gefin út áður á piötu: Tilbrigði eftir dr. Pál ísóifsson, Barnaiagaflokk og Sónötu .eftir Leif Þórarinsson og ,,DimmaIimm‘i, þrjú lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómpiata sem auðgar safn tónlistarunnenda. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS Skálholtsstíg 7 STÚDENTABLAÐIÐ — 11

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.