Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 2
GERUM STÚDENTAFOR YSTUNA VIRKA Á NÝ Stúdcntaráð háskólans sýktist af alþjóöahyggju skönimu cftir kosningar til ráðsins 1970 og hefur verið mcð verkjum síðan. Ráðið hcfur fjarlægzt stúdcnta jafnt og þctt. Meirihlutinn hcfur átt æ crfiðara mcð að eyða dýr- mætum tíma sínum til að sinna málefnum skólans og stúdcnta — þrátt fyrir góðan vilja. Ýmsar blikur hafa líká vcrið á lofti víðs vegar á heimsbyggðinni, og reynzt hefur nauðsynlegt að bregðast af öllu afli við aökall- andi vandamálum á því sviöi. Auk þess hafa helztu forkólfar ráðsins sfaðið í stórræðum við áð breiðíylkja sér i landhclgis- málinu. Yfirleitt mun hnattræn starfsemi stúdentaráðs vera mcð óvenjumiklum blóma um þcssar mundir og er því skiljanlegt að minni timi gcfist til að sinna málum sem minna þykir til um. Starf stúdcntaráðs hefur haft skörp einkenni frá árinu 1971, er núverandi mcirihluti komst til valda: Samstarf ráðshlutanna hef- ur verið i algcru lágmarki. Fram til 1971 átti minni hluti vinstri manna jafnan aðild að stjórn ráðsins, cn cftir kosningarnar gátu þcir ekki hugsað scr annaö form á því samstárfi, en að þcir vcldu sjálfir einn mann af iniiini- hlutanum. Þcssum kostum var hafnað. Slik tilboð hafa ekki verið endurtekin siðan, cnda hef- ur núverandi formaður ráðsins Iýst yfir þcirri skoóun sinni, að samstarf myndi einungis hafa truflandi áhrif á störf ráðsins. Önnur ástæða vcldur jafnvcl meira um sundurþykki ráðshlut- anna. Stjórn stúdentaráðs hcfur talið það helgustu skyldu sína að nota aðstöðuna til áróðurs hvár sem þcss hefur verið kost- ur. Varla hcfur nokkurt póli- tízkt dcilumál verið svo fjar- lægt, að ekki hafi vcrið gcrð um það ályktun i nafni allra stúd- enta og hún síðan básúnuð út yfir landslýðinn. Stúdentablaðið hefur halidið sig rniit á milli Stéttabáráttunnar og Neista, og tekið þau blöð sér til fyrirmynd- ar um málcfnalcga skarpskyggni, þótt smckkvísinni svipi stundum cnn meira til mánudagsblaðsins. Nú er svo komið, að hvergi er tckið mark á málflutningi stúd- entaforystunnar og hún hcfur aflað sér þvílíkrar fyrirlitningár, að ekkert pólitizkt afl i landinu vill kannast við hana ncma ef vera skyldi Fylkingin, KSML og svörtustu hrafnarnir á Þjóðvilj- anum. Þetta ástánd hefur stór- Markús K. Möller skaðað virkni ráðsins i hags- munamálum stúdcnta. Enn alvarlegra er livernig for- ystumenn stúdcnta hafa haldið á málum innan háskólans. Það virðist nú vera orðið illmögu- l'ram málum sínum innan há- lcgt að stúdcntar rcyni að koma skólans með Icmpni cða rökum. Það kaun að vera blandin orsök og aflciðing, að höröuslu vinstri mönnunum i stúdcntaráði cr einkar tamt að tclja kcnnara og nemendur háskólans gerólíka og ósættanlcga póla. Þegar slik af- staða er liöfð að leiöarljósi er ckki ncma eölilcgt að mcnn sjái sér fljótlcga allar leiðir ófærar til að koma fram sinum málum ncma ef vcra skyldi vegi bylt- ingar og algcrrar yfirdrottnunar. Það cr Ijóst fyrir þcssar kosn- ingar að mikilvægasta vcrkefnið að þeim Ioknum verður cfling áhrifa stúdenta á stjórn háskól- ans. Mjög víð sumstaön virðist vera mcðal stúdenta um þcssi mál og hafa bæði Vaka og Verð- andi (sem nú cr rcyndar gcng- inn í hóla eins og hvert annaö álfafélag) haft á stcfnuskrá sinni aA.gppMypt Mm.sipi). ac) ,apjta hlut stúdcnta í þriöjungsaðild að stjórnarstofnunum háskólans. — Rétt er að gera sér grcin fyrir afl aplfip.áhrií á.ptjfltnun yerður .. að sækja i hcndur liáskólaráðs. Spurningin sem hver cinasti stúd- cnt vcrður að svara sjálfum sér fyrir þcssar kosningar er i raun cinfiild: Er alþjóðasprautum vinstri mcirihlutans treystandi til að ná árangri i þcssu máli? I stjórnartíð þeirra hcfur ekki ver- ið gert betur en að halda í horf- inu um áhrif stúdenta, og í rauninni hafa þau minnkað vegna neikvæðra áhrifa frá nátt- tröllslegri hegðun stúdentaráðs. Það hefur komið hörmulcga fram í stúdentaráði að þeir full- trúar minnihlutans, scm búast hefði mátt við að létu ckki bylt- ingarþvaörið á sig ganga, hafa hrcinlcga verið svæfðir. Raunar er þróun mála i Vcrðandi öll hin mcrkilcgasta. Ihaldssamir framsóknarmenn hafa skrifað sig hiklaust undir vísindalegar marx- istastefnuskrár og lofgjörðir um arabíska skæruliða. Á því hafa cngar viðhlítandi skýringar feng- izt. Að vísu er haft fyrir satt, að hógværustu sctamir i stúdcnta- ráðssf jórninni hafi ckki staðið að sumum glæsilegustu yfirlýs- ingum stjórnarinnar og séð sér hentara að koma hvergi nærri. Ekki cr það þó cfnilcgt scm meginstcfna. Ef vinstri mcnn halda mcirihlutanum í þessum kosningum cr einsýnt að reynt verður að svæfa i snarhcitum þá af nýliðunum sem hugsanlega gætu sett sig upp á móti Verð- andilínunni frá því í vetur. Ef nokkuð má marka fyrri rcynslu ætti það að ganga fljótt og snyrtilega og stúdcntaráð gctur aftur tckið fil óspilltra málanna við frclsisbaráttu sína undan auðvaldi og imperíalistum. Sá grundvallarmunur cr á stefnu listanna scm nú cru born- ir fram, finnst ef til vill ekki glcggst i stefnuskrám þcirra, þótt sitthvaö mcgi Icsa á milli lín- anna cf þá ekki skýrum stöfum í texta. Um ýmis hagsmunamál nemcnda hefur sfúdentaráös- mcirihlutinn lialdið sig að stcfnu ráðsins fyrir 1971 þótt árangur- inn hafi orðið klénni cn efni standa til. Það, scm grcinir helzt á milli, cr þar þó tæplega að finna, cn það cr sú skoöun Vökumanna að ekki sé vænlegt til árangurs cða samstöðu aö draga allan handbæran skoðana- ágreining inn á vettvang stúd- cntaráös. Það veikir óumflýjan- lcga stúdcntaráöiö scm vinnu- stofnun, og það skyldi ekki gert að nauðsynjalausu. Einhverjir kynnu að svara því til, að lýð- að bcygja sig möglunarlaust fyrir ræðislcg skylda bjóði mönnum valdi meirihlutans. Eitt cr að beygja sig, cn annað cr að brýna þau vopn scm bcitt er gegn manni. Ef Vaka fær meirihluta í stúd- cntaráði, vcrður hann væntan- lega mjög naumur. Á hann verð- ur Iitið sem umboð til að starfa að málum i nafni stúdenta en ekki til að sctja stimpil stúd- entaráðs yfir skoðanir Vöku á vísindalcgum marxisma eða gerð- um skæruliða i Palestinu. Sleifarlag í lækaadeild látið afskiptalaust og stúdenta- ráðsmeiríhlutanum Var sótt að réttum aðila, þeg- ar læknanemar fylktu lið að skrifstofu Heilbrigðisráðuneytis- ins 2. nóv. sl.? Attu þessar kröf- ur nokkuð erindi út af landspít- alalóðinni? Var verið að hengja bakara fyrir smið? Þessara spurninga verður að spyrja, þeg- ar íhugað er hið mikla ófremd- arástand í læknadeild: Neyðar- ástand í húsnæðismálum, ger- ræði gagnvart nemendum og úlfúð á milli kennara. Það er að vísu rétt, að af- skipti fjárveitingavaldsins, heil- brigðisyfirvalda og mennta- málaráðuneytisins á sinn þátt í, hvernig komið er í læknadeild. En hinn raunverulegi sökudólg- ur er deildarforystan: hjá henni hefur skort allan samvinnuvilja, jafnt innbyrðis sem við stúdenta. Ekki hefur verið tekist á við þann mikla vanda, sem nú steðjar að læknadeild: lausn húsnæðismála, nýtingu annara sjúkrahúsa í borginni til kennslu og afnám óréttlátra fjöldatak- markana. Að vísu kom fram á síðasta deildarfundi vilji allra aðila til mannvirkjagerðar á landspítala- lóðinni, sem fyrst, án tillits til þeirrar geðdeildar sem þar rís. Þessar framkvæmdir eru ó- hemju dýrar og hefur talan 109 milj. verið nefnd. Þó ber að at- huga að enn er deilt um skipt- ingu húsnæðis á miíli einstakra deilda, óljóst er um fjármögnun og engin leyfi fengin hjá skipu- lagsyfirvöldum, þannig að mál- ið er síður en svo komið í ör- ugga höfn. En jafnframt því sem hús- næðismálin verði leyst, má ekki gleyma því að sjúklingar eru fremsta kennslu- og þjálfunar- tæki deildarinnar. Þess vegna þarf einnig að nýta önnur sjúkrahús borgarinnar en Land- spítalann til kennslu og í því Einar Brekkan skyni sjá þessum stofnunum fyr- ir nægum mannafla og aðstöðu. En hvað hafa stúdentar gert í þessum efnum? Svarið við fyrri liðnum er einfalt: Stúdentaráð hefur ekki sinnt þessu máli frek- ar en öðrum, látið hins vegar gamminn geysa um breiðfylk- ingu og hnattræna yfirsýn. Við teljum aftur á móti þetta mál í verkahring Stúdentaráðs. Við viljum, að næsta Stúdentaráð beiti sér af fesm og hófsemi fyr- ir: a) Að St Jósefsspítali og Borg- arspítali verði gerðir að full- komnum kennslusjúkrahús- um. b) Að þær greinar sem verst eru settar um húsnæði og mannafla, fái skjóta úrlausn sinna máli, — sérstaklega á þetta við um meinafræði og líffærafræði. c) Forsenda fyrir þessu'1 er-• að ofangreindar framkvæmdir njóti alhliða forgangs af hálfu Háskólans og ríkis- kassans. Með markvissum og einbeitt- um aðgerðum getur hinn vænt- anlegi stúdentaráðsmeirihluti Vökustaura tekið forysm í hags- munabarátm stúdenta, og munu málefni læknadeildar skipa þar verðugan sess. Jafnrétti kynjanna í um verBi tryggt í Háskóla íslands stunda nám bæði karlar og konur. Karlarn- ir eru þó sýnu fleiri og á það sér ýmsar orsakir m.a. hinn til- finnanlega skort á dagvismnar- rými, sem gerir mæðmm erf- iðara fyrir en öðrum að stunda nám í háskóla eða annars stað- ar. A síðusm misserum hefur að vísu nokkuð miðað í áttina í þessum málum t.d. með opnun dagheimilisins í Valhöll. Þörf- inni er þó hvergi nærri fullnægt. Reglur barnaheimila þeírra, sem stúdentar hafa aðgang að, leyfa, að hvert barn dveljist þar um 3ja ára skeið. Þetta hefur það í för með sér, að ef makar fara ekki samtímis í nám, sem oft eru örðugleikar á, hefur það, sem síðar fer glatað þessum rétt- indum, því árin þrjú tvöfaldast ekki. Einnig er þess að geta, að á barnaheimilum, sem stúdentar hafa aðgang að, gildir ekki sú regla, að einstætt foreldri njóti forgangsréttar. Athugun á barnaheimilisrými, sem stúdentar hafa yfir að ráða, leiddi í Ijós, að það svarar til 2,8 barna á hverja 100 stúdenta. Stórátaks er þörf í þessum málum, ef heimilisstofnun á ekki að draga úr eðlilegum námsafköstum kvenna og þátt- töku þeirra í félagsstarfi stúd- enta. Þátttaka kvenna í félagsstörf- um stúdenta er raunar hið at- hyglisverðasta athugunarefni. Ef Háskólan Magnús B. Björnsson litið er til tveggja síðustu kjör- tímabila SHÍ 1972—1974 kem- ur í Ijós, að engin kona hefur setið í stjórn Stúdentaráðs, í Háskólaráði, í stjórn Félags- stofnunar stúdenta, Byggingar- nefnd Hjónagarða, barnaheimil- isnefnd („sérmál kvenna"), LIN eða fulltrúaráði ÆSÍ. 1974 varð þó sú breyting á að kona var skipuð í stjórn Félagsstofnunar sem fulltrúi Stúdenta. Ef þessar tölur eru nú born- ar saman við fjölda kvenna í skólanum kemur glögglega í ljós, að kynskiptíngin í Háskól- anum er síður en svo minni en annars staðar í þjóðfélaginu. Þetta er líka einkar fróðlegt, þegar litið er til þess að vinstri menn reyna gjarnan að tileinka sér jafnréttismálin og gera að sérstakri skrautfjöður sinni. Þeg- ar vinstri menn hafa svo meiri- hluta í Stúdentaráði og þar með vald til að vinna meðal annars í anda jafnréttis kynjanna, þá kemur í ljós að eftir sem áður er karlaeinveldið ríkjandi. Þetta er enn nöturlegra þegar litið er til þeirrar staðreyndar að bæði karlar og konur verða að upp- fylla sömu skilyrðin til að fá inngöngu í Háskólann. En þetta mál er ekkert sérmál hvorki vnstri manna né kvenna. Þátttaka kvenna í félagsmálum á öllum sviðum er aðeins þátmr hins eðlilega þjóðlífs hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Hér er raunar á ferðinni kjör- ið verkefni fyrir Stúdentaráð. Kanna þarf hvernig menntun hinna tiltölulega fáu háskóla- kvenna nýtist bæði þeim sjálf- um og samfélaginu og kæmi þá sennilega vel í ljós hve starfs- aðstaða þeirra er mismunandi eftir því úr hvaða deild þær koma. Slíkum upplýsingum þarf að koma rækilega á framfæri og hefja síðan ötult starf í þá veru að gera starfsaðstöðu karla og kvenna innan skólans og utan jafna eins og eðlilegt er. En von- andi er öllum og þá ekki hvað sízt konum sjálfum ljóst, að einskis árangurs er að vænta í þessum málum ef konur taka ekki sjálfar frumkvæðið og fara að taka eðlilegan þátt í félags- og þjóðmálastarfi án þess að minnkast sín fyrir. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.