Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 4
xB-KOSNINGASTEFNUSK Það er grundvallarviðhorf okkar að ekki sé hœgt að slíta málefni menntunar úr samhengi við aðra þætti þjóðfélags- ins. Enn síður er hægt að fjalla um einstaka þætti mennta- mála án þess að tengja þá við aðra. Inntak menntunar og það form sem hún er veitt á, mótast af kröfum valdstéttar þjóðfélagsins til menntaðs vinnuafls. Jafnframt eru kjör námsmanna háð vilja ráðandi afla tii að búa vel að verðandi meontamönnum. Samfélag það sem við lifum í, einkennist ekki af samstöðu og sameiginlegum hagsmunum, heldur er heild ósamstæðra hópa, þar sem hagsmunir hinna vinnandi stétta eru á öðru reistir en hagsmunir þeirra sem ráða atvinnuvegum þjóðfé- lagsins og „eiga“ atvinnutækin. Því er á þetta minnt, að við getum ekki gengið út frá því að tiltekin menntastefna stuðli að framförum, þótt hún samræmist vilja og hagsmunum þeirra sem með völdin fara í atvinnulífi og ríkisbákni. Menntunarstefna okkar hlýt- ur að miðast við annað en það að skólakerfið framleiði þæga þjóna þeirra sem með völdin fara. Við hljótum að miða að því að skólakerfið virki til breytinga á þjóðfélaginu. Við hljótum að berjast fyrir því að það þjóni hagsmunum alþýðu en ekki atvinnurekenda. Við berjumst fyrir því að mennmn miði að sjálfstæði einstakling- anna og gagnrýninni hugsun, en ekki að því að framleiða á færibandi aðlagaðar múgsálir, sem falli eins og tannhjól inn í þjóðfélag ójöfnuðar og rang- STJÓRNKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS Markmið lýðræðisbaráttu stúdenta sé jafnrétti allra sem við Háskólann starfa, hver mað- ur eitt atkvceði. Fyrsti áfangi þeirrar baráttu mótast í eftirfarandi kröfum: 1. Stúdentar ráði Vi hluta at- kvæðamagns í Háskólaráði og á deildarfundum. 2. Stúdentar ráði helmingi at- kvæða á skorarfundum og í námsnefndum. Okkar afstaða til innra skipu- lags H.I. er grundvölluð á spurningunni: Hvernig væri Háskólinn skipaður, ef hann væri stofnaður í dag? Heildarstefna Háskólans þarf að mótast á lýðræðislegan hátt. Þetta mark nálgumst við með Vi hlutdeild stúdenta í yfir- stjórn skólans. Einnig verður öll ákvarðanataka um þróun Háskólans að grundvallast á öðru en sérhagsmunum tiltölu- lega þröngra fræðisviða. Til þess er nauðsynlegt að brjóta niður deildamúra og taka upp opnara deildakerfi (sbr. kaflann um kennslufyrirkomulag). INNTÖKUSKILYRÐI 1. Framhaldsskólak°rfið (þar með talinn H.I.) verði sam- ræmt og opnað þannig að öllum gefist kosmr á mennt- un. lætis. Máttleysi einstaklings og heildar gagnvart stofnunum er þjóðfélagssjúkdómur sem berj- ast verður gegn. Og við lítum ekki á þjóðfélagslega afstöðu okkar sem eitt og menntunar- stefnu sem annað. Þar höfum við sameiginleg markmið og stefnum að sósíalísku þjóðfélagi sem auðkenna mætti með víg- orðinu: „Frelsi, jafnrétti, bræðralag", eða lýsa sem þjóð- félagi, „Þar sem frjáls framþró- un einstaklingsins er skilyrði fyrir frjálsri framþróun heildar- innar.” 2. Fjöldatakmarkanir (Numer- us Clausus) fyrirfinnist ekki í nokkurri mynd. Blindgötur í íslenska mennta- kerfinu eru allt of margar og kerfið lokað. Nauðsynlegt er að samræma hin ýmsu skólastig og að fyrir liggi marklýsing, þannig að hverjum og einum sé ljóst á hvern hátt hann geti öðlast þá menntun sem hugur hans stefnir til. Greið leið þarf að vera hvar sem er inn í kerfið fyrir alla. KENNSLUFYRIRKOMULAG 1. Háskólinn starfi í mest fjór- um deildum. Skiptingin gæti verið: Heilbrigðisvísinda-, raunvísinda-, félagsvísinda- og heimspekideild. 2. Marklýsingu verði komið á í öllum námsgreinum. 3. Draga skal sem mest úr prófum, en verkefnavinnsla og innra mat (sjá greinar- gerð) komi í þeirra stað. 4. Starf prófdómara verði fellt niður en ágreiningstilfellum skotið til námsnefnda sem starfi innan hverrar náms- brautar. Stúdentar hafi helm- ing atkvæða í nefndum þess- um. Námsnefndirnar geti leitað sér sérfræðiaðstoðar. 5. Fjárveitingar til rannsókna veröi stórauknar, svo að stofnanir á vegum H.I. eða einstakir vísindamenn freist- ist ekki til að þiggja styrki frá hernaðarbandalögum til rannsókna sinna. Sú deildaskipting sem nú er við líði í H.I. er löngu úrelt og stendur skólanum fyrir þrifum. Kveða þarf niður smákónga- kerfi prófessoranna, sem er bein afleiðing af þessari deildarskipt- ingu. Nú otar hver „kóngurinn" sínum tota og eðlilegur sam- gangur milli greina er útilokað- ur. Eigi að riðla þessari skipt- ingu er eðlilegast að taka mið af nýjum háskólum s.s. í Ala- borg og Hróarskeldu. Þessir skólar starfa í fjórum opnum deildum, þar sem hverri deild er skipt upp í skorir líkt og í Verkfræði- og raunvísindadeild. Starfsemi H.I. verður að stuðla að því að stúdentar verði þjóðfélagslega meðvitaðir og séu færir um að taka gagnrýna af- stöðu til starfs síns og umhverf- is. Þannig ætti skólinn t.d. að senda nemendur sína út í þjóð- félagið til að takast á við raun- hæf vandamál í samfélaginu. Mat á námsárangri í formi prófa fer að venju fram eftir að því kennslutímabili, sem meta á árangur af, lýkur. Leiðrétting- um á því, sem prófið segir að aflaga hafi farið hjá einstökum stúdent eða í kennslunni í heild, verður ekki við komið. I stað þess að vera vísbending um hvernig skuli haga náminu til að ná árangri verður matið (sem próf) refsivöndur sem beitt er á þá sem ekki gáto sér rétt til um hver tilgangurinn var með kennslunni. Einkunnin segir fyrst og fremst til um aðlögun- arhæfileika próftaka að mennta- kerfinu, en lítt um hæfileika hans til að leysa þau verkefni sem hann mætir í starfi. Með hefðbundnum tegundum prófa 1. Erlendar herstöðvar hverfi af Islandi, NATO-samningnum frá 1949 og herstöðvasamn- ingnum frá 1951 verði sagt upp. 2. Aðild íslands að EBE kemur ekki til greina, m.a. vegna ákvæða Rómarsáttmálans um skert fullveldi aðildar- þjóða. 3. SHÍ skal áfram vera aðili að Víetnamnefndinni á Islandi á grundvelli málefnasam- þykktar hennar, og leggi þannig skerf til þjóðfrelsis- baráttunnar gegn heims- valdastefnunni. Veita ber öllum þeim öflum pólitískan stuðning, sem berjast gegn arðráni auð- valdsins í þróunarlöndunum. 4. SHI auki tengsl sín við framsækna stúdentahreyf- ingu, m.a. með þátttöku í al- eru líka ekki nema fáir einir af þeim eiginleikum metnir sem æskilegt væri að meta. Innra mat er í flestum tilvikum eðli- legri leið en prófin, til að meta námsárangur. Innra mat er meðal annars fólkið í því að hópur, sem stundar ákveðna námsgrein, metur árangur einstaklinga inn- an hópsins af vinnu hans og umræðu og bendir á leiði til úr- bóta þurfi þess við. Þetta gerist stöðugt allan námstímann. Innra matið kallar á nýja kennsluhætti (s.s. seminarform I. LÁNAMÁLIN Vinstri menn munu fylgja þeirri stefnu, sem meirihluti stúdentaráðs hefur fylgt undan- farin 2 ár. Sú stefna er grund- völluð á því, að opinber fjár- hagslegur námsstoðningur skuli gera öllum kleift að stunda nám. Enn fremur að námsstuðn- ingur eigi ekki að auka þau efnahagslegu forréttindi sem menntamen njóta í þessu þjóð- félagi. Stefna þessi á sér rætur í þjóðfélagslegum jafnréttissjón- armiðum en ekki í þröngum 'séfhágsmúhum méhhfá- og námsmanria. Vinstri menn munu beita sér fyrir því að bréytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki, sem séu í samræmi við stefnu þeirra í máli þessu. Þá munu vinstri menn beita sér fyrir því að full- trúi SHI í stjórn Lánasjóðs starfi áfram í náhu samráði við / stjórn SHI og fulltrúa einstakra þjóðlegu ráðstefnuhaldi, eftir þvx sem efni standa til. Hald- ið verði áfram samstarfi við norræn stúdentasamtök og önnur, svo sem á NOM-fund- um (Nordisk Ordförande Möte) sem og Evrópufundi stúdentasamtaka (European Meeting). 5. SHÍ verði áfram aðili að Æskulýðssambandi Islands og taki þátt í mótom utan- ríkisstefnu sambandsins. 6. SHÍ efli tengsl sín við Al- þjóðasamband stúdenta, IUS, eina alþjóðlega heildarsam- band stúdenta. Stefnt verði að gerð samnings um auka- aðild að IUS, í samræmi við samþykkt Stúdentaráðs (26. 2.),og þannig efld þátttaka íslenskra stúdenta í and- heimsvaldasinnaðri barátto stúdenta um allan heim. eða annað því líkt) og kemur í veg fyrir að fyrirlestrar verði meginþáttur kennslunnar. Próf ber því einungis að nota í þeim tilfellur að verkefnavinnsla og innra mat séu ekki fullnægjandi til að ganga úr skugga um hæfni stúdents til frekara náms eða starfa. I dag kosta prófdómarar H.I. um 6 milljónir á ári. Við teljum að starf þeirra sé að mestu .ó- þarft og peningunum yrði betur varið annars staðar í skólakerf- inu svo sem til að fjármagna rannsóknir. deilda/námsbrauta að breyting- um úthlutunarreglna eins og best þjónar hagsmunum náms- manna á hverjum tíma. Skal á- fram starfað með öðrum náms- samtökum að þessum málum. II. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Vinstri menn munu beita sér fyrir því að Stúdentaráð og stjórn Félagsstofnunar vinni sameiginlega að málum, og tek- in verði upp sú stefna, að full- trúar Stúdentaráðs í stjórn Fé- lagsstofnunar mæti á fundum Stúdentaráðs og hagsmuna- nefndar þegar málefni Félags- stofnunar eru til umræðu, einn- ig eigi hagsmunanefnd áheyrn- arfulltrúa í stjórn Félagsstofn- unar. Þar verði höfuðáhersla lögð á eftirfarandi málaflokka: Stúdentaheimilið Vinstri menn munu vinna að því að gera Stúdentaheimilið að miðstöð félagslífs stúdenta. Stúdentaheimlið á ekki aðeins að vera staður þar sem stúdent- ar borða og kaupa bækur, held- ur einnig staður þar sem þeir hafa aðsetur fyrir fundarhöld, kvikmyndasýningar og skemmt- anir. Innrétta þarf kjallarann á Gamla Garði hið fyrsta, og út- búa þar vistlegan sal þar sem stúdentar geta hist og ræðst við og þar sem deildarfélögin hafa aðstöðu til skemmtanahalds. Húsnæðismál Vinstri menn álíta að stórt á- tak þurfi að gera í húsnæðis- málum stúdenta, en að óeðlilegt sé að einstakir þjóðfélagshópar dragi sig saman í sérstök hverfi. I framhaldi af því telja vinstri menn að stefna beri að íbúða- kaupum fyrir námsmenn í hin- um mismunandi hverfum borg- arinnar í stað þess að byggja hjónagarða. Hins vegar eigi ein- staklingsgarðar rétt á sér. Barnaheimilismál Vinstri menn munu halda á- fram þeirri stefnu, sem mótuð jyienntamál Utanríkismál 4 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.