Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 6
Rabbað við Þröst Ólafsson formann Félagsstofnunar: BREYTINGAR Á REKSTRI MAT- STOFUNNAR FYRIRHUGAÐAR Bullandi tap á bókasölu stúdenta 1 tilefni af því að Stúdentaráð hefði nú um síðustu áramót komið viðræðuhæfum fulltrú- um sínum í stjórn Félagsstofn- unar og að flogið hafði fyrir að þeir hinir sömu hefðu ný- verið haldið fund með íbúum Garðanna til að heyra þeirra sjónarmið varðandi hótelrekst- urinn, þótti viðeigandi að Blaðið reyndi að ná tali af formanni þessarar nýstárlegu stjórnar fyrirtækis stúdenta. Blaðið: Jæja, eru Garðsbúar búnir að skipa ykkur að hætta hótelrekstrinum? Þröstur Ölafsson: Ekki hef ég heyrt það, en við héldum fund með þeim um daginn, þar sem það varð að samkomu- lagi að við reyndum að leigja 20 herbergi úti í bæ fyrir þá yfir sumartímann, svo að ekki þurfi að splundra þeim og reka þá út. Þessi herbergi get- um við fengið í Sjómannaskól- anum og við myndum leigja þeim þau fyrir svipað verð og Garðsherbergin. Hótelið myndi aftur leigja af Garði svipað herbergjamagn og í fyrra. — Hefði það kostað mikið að taka þessi herbergi út úr rekstrinum á Garði? — Það hefði sennilega kost- að okkur um 500 þúsund. Við , hefðum ekki getað tekið 'nema - níu herbergi í þetta þar. — En á ekki að stefna að því að leggja þennan hótel- rekstur niður? — Jú, það er stefnt að því að draga verulega úr honum, en ti' þess að það sé mögu- legt þegar fram í sækir, þarf að breyta tekjustrúktúrnum talsvert. — Er þetta það stór hluti af heildarhagnaðinum? — Já, þetta er ansi stór hluti af rekstri Garðanna. I sumar gerum við ráð fyrir rúmlega 3 miljón króna nettóhagnaði. Þá er búið að borga viðhald og húsaleigu til Garðanna. — Ég hélt nú að ég hefði heyrt lægri tölur fyrir síðasta sumar. Síðasta sumar var tiltölulega mjög slæm nýting á hótelinu, og mun mimii hagnaður en á- ætlaður er núna. Það er búið að fullbóka herbergin, og virð- ist ætla að verða mjög góð nýt- ing á þeim. Auk þess höfum við hækkað verðið mjög veru- lega. — Ég hélt nú að stefna hefði átt að því að leggja þennan rekstur alveg niður, en leigja jafnvel ódýrt í staðinn her- bergi, ef auð væru, til erlendra stúdenta, sem væru hér á ferðalagi að sumrinu. — Það hefur nú ekki verið farið fram á það að þetta yrði rekið sem stúdentahótel, en á- bendingar hafa komið fram um það, m. a. frá Stúdenta- ráði, að reyna í framtíðinni að hafa eins mörg herbergi og mögulega er hægt fyrir stúd- enta yfir sumarið. Og það munum við reyna. taka þessi 9 herbergi á Garði undir stúdenta, hefðum við ef- laust þurft að hækka sumar- leiguna. Þröstur Ólafsson Dinnermúsik er eitt af því, sem koma skal. — Hvað segja Garðbúar um þetta? — Þeir vildu heldur fá 20 herbergi í Sjómannaskólanum en bara níu á Garði. Það kost- ar auðvitað flutninga, en stúd- entar fá þetta líka miklu ódýr- ara þarna en annars staðar úti í bæ, og eru auk þess saman. — Hækkar leigan á Garði þetta árið? — Um það hefur engin á- kvörðun verið tekin, en ef tekjutap hefði orðið af því að •— Svo við vindum okkur að öðru. Nú hefur nefnd sú sem Stúdentaráð skipaði til að kanna rekstur Matstofunnar skilað áliti fyrir nokkru síðan. Ætlið þið ekki að fara að framkvæma eitthvað í því máli? — Jú, Matstofan hefur verið rekin með ansi miklum halla síðasta ár. Sennilega hátt í tveggja milljón króna halla, en tölur fyrir það ár liggja ekki endanlega fyrir enn. Árið áður var halinn eitthvað um 1,2 milljónir. Við erum einmitt að skoða þetta núna, hvernig hægt er að breyta þessu. Breyta af- greiðslutíma, stytta hann. Breyta einnig samsetningu rétt- anna. Hafa einn góðan rétt í staðinn fyrir tvo heita rétti t. d., en bjóða svo upp á minni aukarétti, hamborgara eða eitt- hvað i þá áttina. Nú, rekstrar- kostnaðinn má e. t. v. lækka með þvi að spara mannskap. — Hvernig er hráefnanýting- in, er bruðlað með matinn heldurðu? — Um hráefnanýtingu vitum við ekkert og þurfum nauðsyn- lega að koma okkur upp eftir- litskerfi því viðvíkjandi. Við höfum velt því fyrir okkur, hvort það er ekki dýrara að kaupa heilu skrokkana og vinna þá hér á staðnum, eii&s og gert er. Það er kannski skynsamlegra að kaupa meira tilbúið frá öðrum. — Eruð þið þá jafnvel að hugsa um að bjóða út rekstur- inn? — Ekki á þessu stigi alla- vega. Ætli við sjáum ekki til hvort okkur tekst ekki að koma lagi á þetta svona. Freista þess að lækka reksturs- 'mtoXn,aðiroiA.,.£ii.,þ,æta._uni leið þjónustuna. Ef-mark.er tak- andi á Stúdentablaðinu, er hún langt frá því að vera góð. Bæði vondur matur og dýr. — Við skulum forðast það að blanda Stúdentablaðinu í þessi mál, en snúa okkur held- ur að Bóksölu stúdcnta, sem er eitt af þeim fyrirtækjum, sem undir Félagsstofnun heyra. Það hefur frést að hún búi við óvenjumikla rekstrarörðug- leika. — Það er rétt. Það er orðin þarna mikil velta, sem hefur aukist mikið, m. a. vegna þess hvað aðrir skólar sækja til hennar. Bæði menntaskólarnir, Kennaraháskólinn o. fl. — Það hefur verið talað um miklar skuldir Bóksölunnar, og himinháar upphæðir verið nefndar. — Innlendar skuldir Bók- sölunnar er um sex milljónir. Það er að segja skammtíma- skuldir, sem þyrfti að borga innan árs. Lengri tíma skuldir eru um ein milljón. Erlend for- lög eru líka víða farin að loka á hana; neita að lána henni meira. Skuldirnar gagnvart er- lendum forlögum voru í árslok eitthvað í kringum 5,6 milljón- ir. — Er það rétt að LÍM skuldi Bóksölunni stórar fjár- hæðir? — Menntaskólarnir í Reykjavík skulda henni um 305 þúsund, en aðrir viðskipta- menn, þar með taldir hinir menntaskólarnir, Kennarahá- skólinn o. fl. skulda henni um 140 þúsund. — Hvað var hallinn mikill á Bóksölunni síðastliðið ár? — Ég hef nú bara tölur yfir hallann árið 1972. Þá var hann um það bil hálf milljón. Senni- lega er hann meiri núna, en þetta er ekki nákvæmt upp- gjör fyrir árið 1972. __? ? ? — Eitt alvarlegasta vanda- málið er aukning birgða. Ég get nefnt sem dæmi að Bók- salan liggur með bókabirgðir fyrir Heimspekideild fyrir um 3 milljónir, Verkfræði- og Raunvísindadeild fyrir 2,9 milljónir og Læknadeild • fyrir um 2,5 milljónir. — En hvernig getur staðið á þessu? Þetta hlýtur að vera óeðlileg lagermyndun. — Ég hugsa að þetta liggi aðallega í þessum stuttu pönt- unum, sem Bóksalan þarf að gera. Sérstaklega er þar um að ræða námsbækur, sem ekki eru skyldubækur; eins konar hliðarbækur sem pantaðar eru með stuttum fyrirvara. Þá er gjarnan pantað í skyndingi eitthvert ákveðið upplag, nefnd einhver tala, sem kennarar hafa talað um, en svo selst kannski ekki nema þriðjungur af öllu saman. — Er þá hægt að skella skuldinni á kennarana? — Sumpart á þá, já. Sum- part á aðra skóla, sem bæði skulda, og svo er legið með birgðir fyrir þá líka. — Hvað er helst til ráða í Framhald á 10. síðu. KVtÐ VERÐURíÍAMÁNJ FVRlR. bbRNlN Af) 50A þiyNLAP PABBA S\Nm STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.