Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 11
Vökuslúður Framhald af 9- síðu. menntaskólana hefur líklega sjaldnast heppnast bemr í sögu Stúdentaráðs en í vetur, enda var hún skipulögð á fullkom- lega lýðræðislegan hátt þar eð deildafélög stúdenta í einstökum greinum útnefndu kynnendur. sem útbjuggu síðan kynningar- blöðunga í sínum greinum þannig að líklega hefur mennta- skólanemnum aldrei gefist kost- ur á jafn ýtarlegum og hlutlæg- um skriflegum sem munnlegum upplýsingum um einstakar námsgreinar. 4) Við samningu hinnar ítar- legu stefnuskrá menntamála- nefndar hefur verið ömetanlegt gagn að því að styðjast við þær upplýsingar sem fengist hafa á erlendum ráðstefnum um menntmál (sérstaklega í Hels- inki og í Vín, einnig í viðræð- um í Kaupmannahöfn og Prag). 5) Ráðstefnan í Vín, sem menntamálanefnd t.k þátt í var styrkt af austurrísku stúdenta- samtökunum (O.H.) og má það vera nokkur huggun Vöku- mönnum, því eins og kunnugt er, eru O.H. íhaldssömustu stúdentasamtök í Evrópu Þess má að lokum geta að menntamálanefnd hefur verið boðið að skrifa grein um menntamál í hið virta tímarit Alþjóðasambands stúdenta: Democratization of Education. Einnig fól Bandalag Háskóla- manna menntamálanefnd að semja ræðu um háskólamál þ.e. hlutverk háskóla og nýjar námsleiðir, sem er ein af f jórum ræðum se mfluttar verða á ráð- stefnu B.H.M. um menntamál 22.—2. mars. Þessir virðingarvottar sýna best það traust og þá virðingu sem menntamálanefnd hefur á- unnið sér í vetur með miklu og samviskusamlegu starfi. Arni Blandon, formaður mennta- málanefndar S.H.I. Bankinn sem hefur launaEolk landsins að baki Alþýðubankinn er stofnaður af aðildarsamtökum Alþýðusam- bands íslands, í umboði 40 þúsund félagsmanna þsss, í því skyni að efla menningar- og félagslega starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar, og treysta at- vinnuöryggi launafólks á íslandi. Til þess að þessum tilgangi verði náð, er ör vöxtur Alþýðu- bankans nauðsynlegur. Það er þegar sýnt að launafólk er sér meðvitandi um þessa nauðsyn, því á fyrsta starfsári ,, banka.ns tvöfölduðust heildar- innistæðut* hans. Launafólk í öllum greinum atvinnulífsins. Eflið Alþýðubankann, bankann ykkar. Alþýdubankinn STYRKIR til námsdvalar í Frakklandi sumarið 1974. Franska rikisstjórnin hefur í hyggju að veita á sumri komanda nokkra styrki handa íslendingum ti lnámsdvalar í Frakklandi í einn mánuð (júlí, ágúst eða september). Hver styrkur nemur 600 frönkum á rnánuði. Til greina koma við styrkveitingu há- skólastúdentar, kennaraháskólanemar, tækniskólanemar, nem- endur í Iveimur efstu bekkjum menntaskóla, Verslunarskóla Islands og Samvinnuskólanum. Styrkirnir eru veittir til þátttöku í námskeiðum við ýmsa há- skóla í Frakklandi og verður þar einkum kennd franska. Þeir munu að öðru jöfnu ganga fyrir til styrkveitingar, sem hyggja á háskólanám í Frakklandi eða frönsktmám við Háskóla íslands. Franski scndikcnnarinn við Háskóla íslands, Jacqucs Raymond (hcimasimi: 1 16 53), veitir nánari upplýsingar um styrki þcssa. Skriflcgar umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 5. apríl nk. Fylgja skal ljósrit af nýj- asta prófskírteini, svo og meðmæli skólastjóra eða kennara. MENNTAMÁLARÁÐTJNEYTIÐ, 11 .mars 1974. Eigum venjulega fyrirliggjandi hinar heimsþekktu ritvélar, 3 gerðir ferðaritvéla og hina eftirsóttu rafritvél, sem sérfræðingar telja nú bezt gerðu ritvélina á markaðnum í dag, sérstaklega þegar tekið er tillit til hve ódýr hún er. BORGARFELL HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23, SÍMI 11372 NÝ STEYPUSTÖÐ Frá og með 1. marz nk. munum vér hefja starfrækslu steypustöðvar þeirrar, er áður var í eigu Verk hf. og reka hana undir nafninu „BREIÐHOLT HF., Steypu- stöð“. Með alsjálfvirkri blöndun getum við tryggt jöfn og örugg steypugæði. Við munum kappkosta að veita góða þjónustu og bjóðum hagstætt verð og greiðslu- skilmála. Við erum tilbúnir að veita tæknilegar leiðbeiningar um steypu og steypuvinnu oe kynnum okkur aðstæð- ur á byggingarstað ef þess er óskað áður en steypu- vinna hefst. BREIÐHOLT h.f. STEYPUST ÖÐ Fífuhvammi - Kópavogi - Sími 43500 (4 línur) styrkur þjálni þjónusta Skrifstofa: Lágmúla 9 — Reykjavík — Sími 81550 — Símnefni: Breiðholt STÚDENT ABLAÐIÐ — 11 t

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.