Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 1
STUDENTA 4. tbl. 5. júní 50. árg. Stúdentablaðið kemur nú út eftir tveggja og hálfs mán- aðar hlé. Varð prentaraverk- fallið til þess að tefja svo mjög útkomu blaðsins. Því er blaðið með þykkara móti nú og sumar fréttir þess gamlar, en meðan á verkfalli stóð var reynt að bæta úr versta upplýsingaleysinu með út- gáfu fréttablöðunga. Ritstjóraskipti hafa orðið. Arnlín Óladóttir formaður Stádentaráðs Á fundi sínum 29. mars kaus nýkjörið Stúdentaráð í stjórn og nefndir. Arnlín Óladóttir var kjörin formaður með 16 atkvæð- um, en Kjartan Gunnarsson hlaut 12. Sigurður Tómasson var kosinn varaformaður með 16 atkvæðum gegn 12 atkvæðum sem Einar Brekkan hlaut. Lára Júlíusdóttir hlaut kosningu sem gjaldkeri með 16 atkvæðum, en Berglind Ásgeirsdóttir fékk 12. Guðmundur Benediktsson er f ulltrúi hagsmunanefndar . í stjórn og hlaut 16 atkvæði gegn 12 atkvæðum Ásgeirs Pálssonar. Ari Ólafsson er fulltrúi mennta- málanefndar í stjórn, fékk hann 16 atkvæði gegn 12 sem Skírnir Garðarsson . fékk. Það furðulega gerðist að Jón Sigurjónsson fékk sextán atkvæði sem - fulltrúi ut-, anríkisnefndar í stjórn,.- en Bogi Ágústsson . aðeins- •ellefu. • Síðan. var,';Gýlfi Kristinssoh sjálfkjör- i inn sem varagjaldkeri, og jafn- framt var sjálfkjörið í allar nefndir. Yfirlit yfir skipan Stúd- entaráðs er inni í blaðinu. Nefndir og stjórn Stúdenta- . ráðs hafa starfað allt frá skila- fundi 8. apríl, og hefur stjórn haldið 12 fundi, þegar þetta er ritað og afgreitt fjölda mála. í ráði er að Arnlín formaður gegni starfi framkvæmdastjóra á svipaðan hátt og fyrri formaður, en þar sem hún lýkur nú í vor annars árs prófum í læknisfræði, tekur hún ekki við því; starfi fyrr en' 1. júlí. Sveinn R. Hauks- san var því á fundi Stúdenta- ráðs 26. apríl ráðinn fram- kvæmdastjóri ráðsins til 1. júlí. Stúdentablaðið stefnir að því að eiga viðtal við , nýkjörinn for- ,mann um það leyti sem hún tek- . ur við-starfi. framkvæmdastjóra. gg Formannaskipti: Halldór Ármann og Arnlín Óladóttir. Lætur Rúnar Ármann Arth- úrsson af starfinu sem hann hefur gegnt í rétt ár, og er rík ástæða til að þakka fram- lag hans, en hann hefur lagt góðan skerf af mörkum til að gera blaðið að málgagni stúdenta, sem rísi undir nafni. Er fyrirhugað að halda þeirri stefnu að helga blaðið fyrst og fremst málefnum stúdenta, en láta þó ekki hjá líða að geta stærstu atburða þjóðmálanna. Jafnframt er ætlunin að blaðið fjalli nokk- uð um málefni verkalýðs- hreyfingarinnar, i samræmi við yfirlýsta stefnu Stúdenta- ráðs að tengja starfsemi stúdenta betur verkalýðsbar- áttunni. Næsta blað kemur út í byrjun júlí og þarf efni í það að hafa borist fyrir 29. júní. STÚDENTAR ALDREI BLANKARI Verðbólga og söluskattshækkun valda stórfelldri kjararýrnun Um leið og stúdentum er stöðugt ómögulegt að stunda vinnu samhliða námi sinu, vegna aukinnar tímapressu i flestum deildum, heldur það áfram að vera fjarlægt mark- mið að námslán nægi til framfærslu. Þó svo að lánin nemi smám sam- an stærri prósentu um- framfjárþarfar vegur það ekki upp á móti öðrum þátt- um sem rýra lánin. Annars vegar er fjárþörfin nú reikn- uð langt fyrir neðan það sem hún raunverulega er. Hins vegar eru vinnuaðferðir Lánasjóðs þær, að hann á- ætlar verðbólguna í upphafi hvers árs, en nú í vetur t.a.m. hefur verðbólgan farið svo langt fram úr spám, að af þeim sökumeinum er um 9% rýrnun á námslánum að ræða. Eins og flestum stúdentum er í fersku minni, framkvæmdi lánasjóður í vetur könnun á framfærslukostnaði stúdenta. Niðurstöður þeirrar könnunar liggja ekki enn fyrir, en spurst hefur að um verulegt vanmat hefur verið að ræða. Enda hlýt- ur hverjum manni að vera ljóst, að þasr tuttugu og eitt þúsund krónur sem stúdentum er ætl- að að lifa á mánaðarlega, sam- ÓDÝRAR UTANFERÐIR í vor hefur Félagsstofnun stúdenta og hagsmunanefnd Stúdentaráðs átt viðræður við Meðal efnis í blaðinu — Læknadeild reynir að koma á inntökuprófum. — Lokar Xámsbraut í þjóðíé- lagsfræðum á heimspeki- dcildarnema? — Viðtal við Arna Blandon. — S.H.l. - íréttir. — Bóksala og matsala. — Leiðari um efnahags- og verkalýðsmál. — 1. maí ávarp. — Viðtal við tvo akureyska verkamenn. — Háskólaráð átelur Stúdenta- blaðið, Stúdentablaðið svar- ar. Ferðaskrifstofuna Sunnu um ó- dýrar ferðir fyrir stúdenta. Margt hefur orðið til að tefja fyrir þessu þjóðþrifamáli, eink- um vandamál vegna leyfa af ýmsu tagi. Nú hafa hins vegar verið ákveðnar tvær ferðir, 1. og 8. júlí, með heimkomu þann 22. júlí. Verð er aðeins kr. 8.800,-. Félagsstofnun og hagsmuna- nefnd velta nú fyrir sér þeim möguleika að stofna ferðaskrif- stofu, sem gæti þá ttyggt stúd- entum utanferðir, sem ekki væru jafn bundnar heimkomu ákveðna daga og ferðir Sunnu eru. Hafa menn þá fyrir sér fordæmi erlendra stúdentasam- taka, sem starfrækja umfangs- mikinn ferðaskrifstofurekstur. Geta ferðaskrifstofur þessar tryggt ferðir fyrir hálfvirði þess sem annars gerist, og fá þó stúdentasamtökin nokkurn gróða af rekstrinum. Hafa menn jafnvel í huga að hleypa slíkri ferðaskrifstofu af stokk- unum þegar í stað. 'ig *^^° kvæmt fjárþarfarútreikningum Lánasjóðs, standa hvergi nærri undir mánaðarlegri eyðslu, jafn- vel þótt ítrustu sparsemi sé gætt. Þannig kostar mánaðarfæði í matsölunni (matur tvisvar á dag, kaffi tvisvar) um fimmtán þús- und krónur, en herbergi útí bæ fá menn varla fyrir minna en fimm þúsund. Stúdent sem þannig lifir, hefur sumsé þúsund krónur á mánuði til að kaupa námsgögn, föt og „munaðarvör- ur" svo sem tóbak og strætó- miða, að ekki sé nú minnst á blessað brennivínið. Óðaverðbólga þessa vetrar hefur komið illa við stúdenta. Samkvæmt útreikningum Stúd- entaráðs hefur verðbólgan farið fram úr spám lánasjóðs, svo að nemur 8,2 - 9,5% framfærslu- kostnaðar. Hefur Stúdentaráð far- ið fram á að þetta vahmat verði bætt stúdentum, með viðbótar- lánum. Enn versnaði hlutur stúdenta við kjarasamningana nú í vor. Þar var samið um 4% sölu- skattshækkun, en á móti skyldi koma lækkun tekjuskatts, sem næmi sömu heildarupphæð. Hér er um að ræða verulega tekju- tilfærslu, sem er einhliða kjara- rýrnun gagnvart flestum stúd- entum, sem borga hvort sem er engan tekjuskatt. Ríkisstjórnin lofaði því að í slíkum tilvikum yrði bættur skaðinn á einhvern hátt, og hefur Stúdentaráð kraf- ist þess að efnd verði þau fyrir- heit. Er einna helst talið koma til greina að fjármununum verði Nú herða þeir sultarólina. varið til Félagsstofnunar og þeir nýtist þannig í félagslegri neyslu stúdenta fremur en einkaneyslu. Við erum ekki 'farin að sjá það enn að i stúdentum . verði bætt, kjararýrnun síðastliðins vet- urs. Það liggur: ekki lieldur . fyr- ir að leiðrétt verðivahmat síð- ustu áraj á fjárþörf stúdenta. Sérstaklega er varasamt : að treysta slíku nú, þegar efnahags- örðugleikar eru við bæjardyrn- ar og mikið er rætt um nauð- syn sparnaðar á öllum sviðum. Stúdentar hljóta hins vegar að líta á það sem prófstein á bol- magn „velferðarþjóðfélagsins", hvort það getur trýggt fjárhags- legt jafnrétti til náms, þannig að menn geti stundað nárn án pess að stunda fulla vinnu með fullu námi eða þá njóta meiri og minni aðstoðar úr foreldrahús- um. m m m ,*Ai n Eruþrh stúdenta I Þau stórmerku tíðindi gerðust á fundi Heimspekideildar að samþykktur var, nær samhljóða, stuðningur við þá stefnu stúd- enta að öðlast þriðjungsvöld í stjórnarstofnunum Háskólans. Skoraði deildarfundur á Há- skólaráð að beita sér fyrir regdu- gerðarbreytingu þar að lútandi. Menntamálanefnd og stjórn Stúdentaráðs fjölluðu þegar um þessi tíðindi og ákváðu að beita sér fyrir því að krafan yrði tek- in upp í öllum deildum Háskól- ans. Var haft samband við for- ystumenn allra deildarfélaga og ákveðiðiað?bera>uppislíka tillögu nánd? í öllum deildtim.. Þegar hefur borist stuðningur við stefnu stúdenta frá einni deild'tilviðbótar,,eða Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum. Athygli vekur að í stjórn náms- brautarinnar eiga sæti fulltrúar guðfræði- laga- og viðskipta- deildar, og var stuðningur við þriðjungsaðild samþykktur sam- hljóða. Hljóta nú að teljast líkur á að þetta baráttumál stúdenta nái fram að ganga jafnvel strax í haust, án verulegrar mótspymu. SS

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.