Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 2
HÁSKÓLARÁÐ ÁTELUR STÚDENTÁBLAÐIÐ ÍSLENSKIR FULLTRUAR A IUS-ÞING að kröfu Jandvættanna ii A/ Þann 26. majrs síðasdiðinn sendu landvættirnir Þór Vil- hjálmsson, Jónatan Þórmunds- son, Þorsteinn Sæmundsson og Ragnar Ingimarsson háskóla- rektor bréf: „Við undirritaðir kennarar við Háskóla íslands leyfum okkur, herra háskóla- rektor, að fara þess á leit við yður, að þér Ieggið fyrir há- skólaráð hið allra fyrsta nafn- lausa grein í Stúdentablaðinu 1. tbl. 50. árg. (25- janúar 1974), en aðalfyrirsögn hennar er: „Nú á að safna undir- skxiftum". Greinin fylgir. Er það krafa okkar, að þáverandi ábyrgðarmaður blaðsins, Rún- ar Ármann Arthursson, sæti á- minningu skv. 24. gr. háskóla- laga, nr. 84/1970. Virðingar- fyllst", o.s.frv. Á háskólaráðsfundi 2. maí var þetta erindi afgreitt með eftirfarandi ályktun: „Með vísun til framkominn- ar kröfu gerir háskólaráð svo- fellda ályktun: Háskólaráð átelur þau stór- yrði, sem höfð eru um nokkra starfsmenn Háskóla íslands x umgetinni grein í Stúdenta- blaðinu og væntir þess, að framvegis sneiði stúdentar hjá slíkum Stóryrðum f gagnrýni, sem þeir beina að einstökum þegnum skólans". VIRÐING HÁSKÓLABORGARA Engan þarf að undra þótt menn á borð við þá landvætti geri slíka kröfu, né heldur að þeir vísi til þeirra lagagreinar sem kveður á um „hegðun sem ósamboðin er virðingu háskóla- borgara". Akademískur remb- ingur, sem telur háskólaborg- ara æðri venjulegu fólki, er nefnilega í fullu samræmi við undirlægjuhátt gagnvart her- Aðra vikuna í maí var hald- ið í Búdapest þing Alþjóða- sambands stúdenta. Hérlendis frá fóru þrír fulltrúar, Jón Sigurjónsson, í stjórn Stúdenta- ráðs, Ólafur Karvel Pálsson og Sigurmar Albertsson, báðir í stjórn SÍNE. Á þinginu var staðfest aðild u.þ.b. tíu stúdentasamtaka að IUS, þar á meðal aukaaðild ástralska sambandsins. Franska sambandið gerðist fullgildur aðili að IUS á þessu þingi. Hins vegar hafa norsku, dönsku og þýsku samböndin ákveðið að láta ekki verða að aðild, a.m.k. ekki að sinni. Á þinginu var rætt um lýð- ræðisskipan í menntamálum og fleiri mennta- og menningar- mál. En alþjóðleg barátta setti ríkan svip á þingið, svo sem umræður um Indó-Kína, miðausturlönd og Chile, en há- tíðlegasti atburður þingsins var þegar ekkja Salvadors Allende ávarpaði þingheim, sem svar- aði með fjöldasöng. Á þinginu var ákveðið að efna tjj. alþjóð- legra stuðningsaðgerða við al- þýðu Chile vikuna 4.-11. sept- ember næstkomandi. Aðildarumsókn Stúdentaráðs liggur nú fyrir framjjjvæmda- nefnd IUS ásamt drögum að samningi. íslenzku fulltrúarnir töldu sig margt hafa lært, bæði af þingsetu og persónulegum við- ræðum við einstaka fulltrúa. Er væntanleg skýrsla frá þeim innan skamms. gg stytk,, og .fjármupum. þanda,- rískra heimsvaldasinna.. Þeir menn sem hafa tekið að sér hlutverk rakkans gagnvart of- beldinu hafa peninga, völd og menntun að æðstu gildum, og sú menntun felst aðallega í ytri siðfágun. Eða skyldu stjörnuglópurinn og félagar hans telja þá hegðun ósam- boðna háskólaborgara sem hin- Punktar og skorir í Heimspekideild Það stigakerfi sem ríkir i Heimspekideild hefur verið stúdentum mikill þyrnir í aug- um, vegnaþess hve þunglama- legt og ósveigjanlegt það er. Forráðamenn deildarinnar hafa hins vegar ekki viljað heyra á það minnst að breyta þar nokkru um. Nú hefur hins vegar, með stuðningi frjálslyndari kenn- ara, tekist að fá því fram- gengt að stefna að því að taka upp punktakerfi og skipta deildinni í skorir, á svipaðan hátt og tíðkast í Verkfræði- og raunvísindadeild. Skyldu menn vona að það taki ekki margra ára japl og jaml og fuður að koma jafn sjálfsagðri breytingu í kring. ir menntuðu ráðamenn Banda- ríkjanna hafa orðið uppvísir að í Víetnam og Votergeit? Hitt vekur meiri furðu, að háskólaráð skuli láta svo mjög að vilja þessara manna. Hvers vegna gat það ekki vísað mál- inu frá á þeim grundvelli að það hefði ekkert yfir Stúdenta- blaðinu að segja? Hvers vegna gat það ekki Iátið sér nægja að beina til blaðsins vinsam- legum tilmælum um hófsemi í orðavali, eins og Sigurjón Björnsson lagði til? Hvers vegna á að taka sérstakt tillit til þegna háskólans í skrifum Stúdentablaðsins? Maður hefði þó ædað að þegnar skólans læsu blaðið alla jafna og gætu því frekar borið hönd fyrir höfuð sér en Jón Jónsson verkamaður, sem Stúdentablað- ið getur lýst sóðalegan, illa gefinn og ennþá ver innrætt- an, án þess að hann frétti nokkurn tíma af því. Stúdentablaðið hefur ekki í hyggju hér eftir fremur en hingað til að virða hið tvöfalda siðgæði. Ritstjóri. ÁMINNTUR ÁMINNIR Rúnar Ármann ritar rektor bréf : , Reykjavík, 2:7. maí 1974. Til: Rektors Háskója íslands. IMJér hefur borist bréf yöar dags. 15. þ.m., þar sem þér skýrið mér frá ályktun háskólaráðsfundar 2. maí s.l., sem samþykkt var vegna , framkominnar kröfu þeirra Þórs Vilhjálmssonar, Jónatans Þórmundssonar, Þorsteins Sæ- mundssonar bg Ragnars Ingimarssonar, um að veita mér áminningu samkvæmt háskólalögum, vegna greinar í Stúdentablaðinu. Ég harma fyrir mitt leyti, að háskólaráð skuli eigi hafa vísað frá sér kröfu fjórmenninganna, um vítur á mig sem fyrrv. ábyrgðarmann Stbl., vegna þess að ég fæ ekki séð, að ég hafi aðhafst neitt það, í starfi mínu sem ritstjórii, sem talist geti brot á almennu velsæmi eða ■varða.ð við 24. gr. háskólalaga nr. 84/1970. Krafa fjór- menninganna er að mínu áliti, fram komin af pólitískum ástæðum fyrst og fremst, og mér finnst ekki, að háskóla- ráð eigi að þjóna þeim mönnum, sem tæki til að hirta andstæðinga þeirra. Þau orð sem háskólaráð kallar stór- yrði, voru að mínu áliti, allt of væg. Menn sem skipuleggja hreyfingu meðal landa sinna, um að óska eftir áframhaldandi hersetu erlends stórveldis á íslandi, geta að minu mati ekki kallað sig Islendinga. Það er illa komið I\já Jb'jóö, sérft haldið hefur menningar- legrí reísn sinni gegnúrn aldir, þrátt fyrir erlenda áþján og blóðtöku alþýðu, þegar nær helmingur atkvæðisbærra þegna hennar staðfestir með eigin undirskrift, vilja sinn til að fela forsjá sína stórveldi, sem hefur að höfuðmark- miði arðrán manns á manni, og framfylgir því með hern- aðarkúgun og blóðsúthellingum víða um lönd. Ef eitthvað má að grein minni finna, þá er það helst að hún var ekki nógu stórorð. Sá glæpur sem framinn er gagnvart íslensku þjóðinni, í nafni „varins lands“, verður aldrei nægilega útmálaður í krafti orða: Orð, eins og þjóð- níðingur eða landráðamaður falla dauð niður á pappír- inn, hjá þeirri smán sem upphafsmenn slílcra aðgerða hafa gert sjálfstæðum vilja íslensku þjóðarinnar, og þeim stofnunum sem hún stendur fyrir, þ. á m. Háskóla Islands. Tilmæli þau, sem fram koma í ályktun háskólaráðs 2. maí s.l., fela það í sér, að „þegnum Háskólans" verði sýnd sérstök tillitssemi í orðavali, þegar stúdentar gagnrýna athafnir þeirra. Ég harma það, að tilmæli sem þessi skuli hafa komið fram, hjá háskólaráði og þann vott tvöfalds siðgæðis sem í boðskap þeirra felst. Ég vona að hvorki ég eða mxn kynslóð eigi eftir, að fela hugsjónir sínar bak við slíkt siðgæði. Ég vil fara fram á það við yður herra háskólarektor, að þér kynnið háskólaráði þetta bréf mitt hið allra fyrsta. V irðingarf y llst: Rúnar Ármann Arthursson, fyrrv. ritstj. & ábm. Stbl. Afrit sent ritstjóra Stúdentablaðsins Gesti Guðmundssyni. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.