Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 3
Furðuleg ósvífni læknadeildar: REYNIR AÐ KOMA Á INNTÖKUPRÓFUM Læknadcild hcfur nú gert samþykkt um reglugerðarbreyt- ingu þess efnis, að ekki megi endurtaka janúarpróf fyrsta árs fyrr en að ári. Jafnframt verði sú régla sett að þeir sem falli, vcrði að endurtaka próf næst þegar þau eru haldin. Eru tillögur þcssar nú fyrir Háskólaráði. Hefur lengi verið ljóst að afturhaldsöflin í læknadeild hafa ekki látið af áformum sínum um takmörkun í ein- hverri mynd. Hafa forsvars- menn deildarinnar hótað því oftar en einu sinni í vetur að beita „Numerus clausus“ á- kvæði reglugerðar. Þeim hót- unum hafa stúdentar mætt Stöðuveiting í heimspeki: VERÐUR NÝTT HNEYKSU? Þann 5. apríl rann út um- sóknarfrestur um prófessorsstöðu í heimspeki, þá stöðu sem Símon Jóh. Ágústsson áður gegndi. Umsækjendur voru fimm: dr. Arnór Hannibalsson, Erlendur Jónsson, B.A., dí. Jóhann Páll Árnason, Michael Marlies og ■H Pál1 Skúlason, lektor. Veita menn því nú ríka eft- irtekt, hvernig haldið verður á þessu máli. Er það enn í fersku minni, þegar veittar voru tvær lektorsstöður í heimspeki síðast- liðið haust. Þá lék menntamála- ráðherra Magnús Torfi Ólafsson þann skollaleik að ganga við veitingu fyrri stöðunnar fram hjá þeim manni sem mestan þátt hafði átt í uppbyggingu heimspekikennslu, settum lektor Páli Skúlasyni. Þegar því var kröftuglega mótmaalt, brá hann við skjótt og skipaði Pál í síð- ari stöðuna. Þannig tókst honum að sneiða fram hjá þeim manni sem tvímælalaust hafði til að bera mesta menntun og hafði hlotið mesta viðurkenningu, dr. Jóhanni Páli Árnasyni. Jóhann Páll hefur tvöfalda doktorsgráðu að baki, hefur gefið út bók í skólabókaflokki virts forlags í Vestur-Þýzkalandi, ritað f jölda greina í tímarit og er nú há- skólakennari í Heidelberig. Leik- ur því ekki hinn minnsti vafi á því hver hafi til að bera mestar „kvalífíkasjónir", enda þótt eng- inn beri brigður á hæfileika Páls Skúlasonar né það að Þor- steinn Gylfason B.A. er sonur Gylfa Þ. Hljóta menn að fylgjast með‘ því að menntamálaráðherra mis- beiti ekki valdi sínu á nýjan Ieik, heldur láti umsækjendur njóta sannmælis. Þannig verði enginn umsækjenda skilinn eft- ir þegar leitað verður mats á hæfileikum þeirra, né sótt ráð tíl manna á borð við Pál Árdal (sjá Stúdentablaðið 20. desem- ber 1973). Það vekur furðu manna, hve heimspekideild hefur farið sér hægt í afgreiðslu þessa máls. Ekki hefur enn verið skipuð dómnefnd til að fjalla um um- sækjendur, en augljóslega verð- ur að lei-ta til erlendra manna, þar sem enginn íslendingur get- ur talist hæfur. í slíkum tilvik- um verður að æda dómnefnd góðan tíma, og er því enn ríkari ástæða til að hraða skipan henn- ar. Eða eiga tveir lektorar að sjá um kennslu í heimspeki til 1., 2. og 3. stigs adk kennslu í heimspekilegum forspjallsvísind- um? 88 HUGMYNDA- SAMKEPPNI Hagsmunanefnd auglýsir eftir hugmyndum um inn- réttingu og notkun á salnum í kjallara Gamla Garðs. Þátttakendur hafa algerlega frjálsar hendur. Ágæt verðlaun verða veitt fyrir góða tillögu. Tillögum skal skilað á stúdentaskrifstofuna fyrir 15. júní næstkomandi. Hagsmunanefnd. Ályktun stjórnar Stúdentaráðs Stjórn S.H.l telur þær tillögur læknadeildar sem nú liggja fyrir Háskólaráði brjóta í bága við 27. grein laga og 61. grein reglugerðar um Háskóla íslands. Þessar tillögur miða að því að koma á inntökuprófum, og lýsir stjórnin andstöðu sinni við allar tilraunir í þá átt. Það er álit stjórnar S.H.t. að janúarpróf í læknadeild cigi að lúta sömu reglum og sams konar próf í öðrum deild- um, t.a.m. Verkfræði- og raunvísindadeild. Þótt nemendur standist ekki próf, hafi þeir fullan rétt til að halda áfram námi og endurtaka próf næsta vor eða haust. með yfirlýsingum fél. lækna- nema og Stúdentaráðs. Slíðan gerist það skyndilega 3. maí síðastliðinn, að lækna- deild samþykkti tillögu um þá reglugerðarbreytingu, sem greinir frá hér að ofan. At- hygli vekur, hversu vel kenn- arar læknadeildar standa sam- an um þessa aðför að stúd- entum, þar sem einungis full- trúar stúdenta og Margrét Guðnadóttir prófessor greiddu atkvæði gegn tillögunni. Jafn- framt er athyglisvert að sá tími er valinn til þessara þokkabragða, þegar stúdentar eru önnum kafnir í prófum og eiga erfiðara um vik að svara árásunum. Jafnframt eru fjöl- miðlar of uppteknir af stjórn- málaviðburðum til að vekja þá athygli á þessu máli sem skyldi. Tillaga læknadeildar er lítt dulbúin tilraun til að koma á inntökuprófum, en aftur- haldsmenn þar hafa lengi haft þá hugsun að leiðarljósi. Með- an læknaskortur hrjáir lands- menn, tala þessir menn um yf- irvofandi offramleiðslu á lækn- um, en eru í raun að tala máli þess að læknar haldi á- fram að þiggja uppsprengd laun, í krafti meiri eftirspurn- ar en framboðs. Það ákvæði að nemendur verði að endur- taka próf næst þegar þau eru haldin, er skerðing á þeim litla rétti sem stúdentar hafa til að skipuleggja nám sitt eft- ir eigin aðstæðum og vilja. Ef þessar tillögur verða að veruleika, koma þær ekki nema að litlu leyti niður á þeim sem nú stunda nám í læknadeild. Er því virðingarverð sú ein- dregna andstaða sem þær mæta meðal læknanema. Inntöku- próf myndu bitna á þeim sem hefja nám í læknadeild næsta haust og um ókomin ár. Þau eru samt ekki einkamál núver- andi og væntanlegra lækna- nema. Þau eru mál allra stúd- enta, þar sem takmarkanir í einni deild leiða ávallt til þess að aðrar deildir fara að hug- leiða aðgerðir í s.ömu átt. Þess- ar takmörkunaraðgerðir eru líka mál allra landsmanna, sem horfa upp á sérfræðinga gera tilraunir til að skera á að- streymi mannna í þeirra grein, svo að þeir geti haldið áfram að taka rosalaun sín. Minna þessar aðferðir á viðleitni iðn- meistara á öllum tímum til að einoka aðstreymi í grein sína og halda því sem mest niðri. Það er krafa stúdenta, byggð á rökum sem varða þjóðina alla, að Háskólaráð neiti að staðfesta samþykkt læknadeildar. gg Kennarar í þjóðfélagsfræðum hyggjast HÆKKA DEILDAMÚRANA Þegax námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum var stofnuð, var ædunin að hún yrði ekki einungis aðsetur þeirra sem legðu stund á þjóðfélagsfræði ein og sér, heldur skyldi tryggt gegnumstreymi milli námsbraut- arinnar og sem flestra deilda. Reyndin hefur orðið sú að það gegnumstreymi hefur einkum verið milli Heimspekideildar og námsbrautarinnar. Alla tíð hefur hins vegar verið margt á huldu um réttarstöðu þeirra sem nám stunduðu við báðar þessar deild- ir. Kemur það bæði til, að stiga- kerfi er í Heimspekideild, en einingakerfi í námsbrautinni og eins hefur margvísleg stífni af hálfu beggja deilda hamlað því að settar væru ákveðnar reglur um samval náms úr þeim báð- um. Hefur þetta komið illa nið- ur á ýmsum nemendum, og eitt sinn varð rektor að höggva á hnút með því að útskrifa nem- endur sem hvorug deildin vildi telja innan sinna vébanda. Síðan hefur það vakið gremju náms- brautarmanna að það sama fólk stundar nú sumt hvað kennslu í félagsfræðum,' jafnvel sem að- alkennarar félags'frasðideilda í menntaskólum. Hefur náms- brautin viljað fá meiri stjórn á því hverjir útskrifuðust með réttindi í þjóðfélagsfræðum. Síðasdiðinn vetur Iögðu kenn- arar í þjóðfélagsfræðum fram allmikið plagg og óskuðu tun- sagnar nemenda, Var þar um að ræða tillögur um reglugerðar- breytingar, einkum um það sem varðaði skyldunám. Kenndi ýmissa grasa í tiHög- um þessum, þ.á.m. að skyldu- nám skyldi nema 60 einingum (sem samsvara fjórum stigum í heimspekideild). Jafnframt, að utannámsbrautarmenn skyldu ekkert fá út á nám, sem ekki innihéldi þessar sextíu einingar, nema þeir fengju það viður- kennt sem hluta af sinni náms- grein. Nú vita menn að valfrelsi í heimspekideild felst í því að velja á milli námsgreina en ekki innan þeirra. Heimspekideildar- menn sem vilja stunda nám í þjóðfélagsfrasðum, verða sem sé vilja fá það viðurkennt að ein- hverju leyti. Er því augljóst að það fólk verður að ljúka miklu meira námi en sem nemur sex stigum eða 90 einingum til að Ijúka sínu B.A. prófi. Nemendur í þjóðfélagsfræð- um hafa tekið afstöðu gegn þessum tillögum og telja það öfugþróun að gera mönnum erf- iðara fyrir að stunda nám í fleiri en einni deild. Áðurnefndar tíl- lögur hafa ekki verið afgreidd- ar, og er það von manna að kennarar falli frá þeirri stór- felldu árás á valfrelsi nemenda sem í þeim felst. 88 að ljúka sextíu einingum ef þeir Lokar Ólafur Ragnar á hcím spekideildamema? STÚDENTABLAÐIÐ — 3

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.