Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 4
„Skólinn bælir til- finningar nemenda — en ætti þvert á móti að veita þeim útrás" Árni Blandon hefur verið formaður menntamálanefndar SHI í meira en heilt ár. A þess- um tíma hefur nefndin unnið mikið starf, sem rik ástœða er til að kynna. Stúdentablaðið hefur á liðnu ári birt greinar, frásagnir og rceður , sem varpað hafa Ijósi á starfsemi mennta- málanefndar, en fjarri er að þar hafi allt komið fram, og því var tekið það viðtal sem hér fer á eftir. Hvaða verkefni lágu fyrir þegar þið hófuð starf í mennta- málanefnd 1973? Okkur fannst við að mörgu leyti þurfa að byrja á byrjun- inni, vegna þess að grundvallar- stefna Stúdentaráðs í mennta- málum var aðeins lauslega mót- uð að því leyti sem snerti Há- skólann eingöngu. Við hófumst handa við að kanna viðhorf nemenda innan skólans til ýmissa mála, en á- kváðum síðan að reyna að læra af reynslu stúdenta í öðrum löndum í stefnumörkun og bar- áttu í menntamálum. Við skrif- uðum til íslenskra námsmanna erlendis og stúdentasamtaka, en fengum lítil svör, semi aðeins fjölluðu um hluta þess sem spurt var um. Frá Nýja-Sjálandi fengum við þó splunkunýjá stefnuskrá, sem við lærðum margt af. Sáum við, að við svo búið mátti ekki standa og á- kváðum að senda fulltrúa okkar á menntamálaráðstefnur er- lendis. Utanferðir nefndarmanna Nú hefur því verið fleygt að utanferðir stúdentaráðsmanna séu aðeins bitlingar og þeir geri ekkert annað en dilla rófunni framan í IUS-menn á slíkum þingum. Slíkt er alger fjarstæða. Þess- ar utanferðir hafa einmitt gert okkur kleift að standa vel að okkar málum hér heima. I fyrstu vorum við að vísu reikulir, höfðum úreltar upplýsingar um erlend stúdentasamtök og m.a. af þeim ástæðum fórum við Garðar Mýrdal á ráðstefnu í Vínarborg án þess að vita að þarlend stúdentasamtök eru mjög íhaldssöm. Enda var lítið á ráðstefnunni að græða. Arang- ur þeirrar farar var fyrst og fremst fólginn í viðræðum við stúdentasamtök á meðan við millilentum í Kaupmannahöfn, Prag og Noregi. Fulltrúar þeirra samtaka leystu greiðlega úr öllum spurningum okkar, sem við höfðum meðferðis fyr- ir hina gagnslitlu Vínarráð- ráðstefnu. Við öfluðum okkur einnig frekari sambanda á þessum ferðum, og við athugun á starfi evrópskra stúdentasamtaka komum við auga á ráðstefnu um menntamál í Finnlandi um miðjan desember. Það varð úr að ég fór einn á þá ráðstefnu ogi hlaut ,styrk frá. IUS; að hluta til. Sú ráðstefna var mjög gagn- leg, þó að nytsemi hennar hafi - ekki helst falist1 í 'ræðúm, sem margar hverjar voru innihalds- litlar. Mikilvægustu upplýsing- anna aflaði ég mér með per- sónulegum viðræðum við full- trúa, í kaffitímum og á annan hátt utan dagskrár, en ræðurnar fékk ég síðan með mér heim, fjölritaðar og liggja þær frammi á skrifstofu Stúdentaráðs. Stefnuskrá I þessum ferðum og í gegn- um þau sambönd sem við þannig öfluðum okkur lærðist okkur hvernig erlend stúdenta- samtök vinna. Þeir eyða ekki tíma sínum í að ræða hvert ein- stakt málefni í bak og fyrir þeg- ar það kemur upp á, heldur setja einstaka menn til þess að vinna greinargerðir um málefn- in. Síðan gera þesi samtök sér gjarna stefnuskrá, sem auðveld- nefndar liggur nú fyrir, 38 þétt- vélritaðar síður, og geta menn aflað sér hennar á skrifstofu S.H.Í. Vandað framlag stúdenta til ráðstefnu BHM Ykkur var einnig boðið að taka þátt í ráðstefnu BHM? Já, Upphaflega ætlaði menntamálanefnd að efna til sinnar eigin ráðstefnu, en þátt- taka í ráðstefnuhaldi heima og erlendis kom fyllilega í staðinn fyrir það. Okkur var boðið að taka þátt í BHM ráðstefnunni og fengum tækifæri til að viðra skoðanir okkar með framsögu um málefni háskólans, þrátt fyrir nokkra andstöðu íhaldsafla þar gegn því að hleypa stúd- entum nærri. Við fluttum eina af fjórum ræðum á ráðstefn- Viðtal við ÁRNA BLANDON formann mennta- málanefndar SHÍ ar allt starf þeirra. Fékk ég því framgengt að mér var veittur ■ < smástyrkur frá menningarmála- nefnd til að semja stefnuskrá og vinna á þann hátt upp úr reynslu minni. í stefnuskrárgerðinni hag- nýtti ég mér mjög samsvarandi fyrirbrigði erlendis. Jafnframt kom til góðra nota vinna ýmissa starfsnefnda sem menntamála- nefnd hafði skipað til að sinna sérstökum verkefnum, svo sem til að skýrgreina grundvallar- hugtök menntamála og til að rannsaka grunnskólafrumvarp- ið. Stefnuskrá menntamála- EFTIR SJÖ ÁR J UNDIRHBMUM RM HINU^BIÐA TROL.U SLAPP HANN LOKSJNS ÚT, EN ALDRSI NAÐI HANN SER AÐ fULLU. EN AÐRIR VORU PARNA \ TÍU EÐA TÓL? A#R OG F£NGU ALDRSI VITIÐ AFTUR, unni og tókum þátt í umræðum. Varð - 'cinhver árangur af 'þéSSari' þátttökú?1 ...... Tvímælalaust. Framlag stúd- enta var eitt hið vandaðasta sem fram kom á ráðstefnunni, en ýmsir hinna „hámenntuðu" manna sem þar voru höfðu fát til málanna að leggja annað en bollaleggingar sitt úr hverri áttinni og útúrsnúninga á mál- flutningi stúdenta. Við lögðum einmitt áherslu á að leggja fram tillögur, sem votu grund- aðar á meðal arinars tilraunum sem gerðar hafa verið við há- skóla í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna, að við héldum fram þeirri skoðun að deildamúrar og fjöldi deilda hindraði mjög þróun háskólans og lögðum fram tillögur um nýskipan þeirra mála. Ég vil nefna sem dæmi um það hvernig þetta deildarkerfi hefur leikið okkur hvílík sam- keppni er á milli einstakra deilda um að ota sínum tota. Þannig tekst lagadeild, sem skipuð er mönnum sem kunna að beita áhrifum sínum innan kerfisins, að fá reista yfir sig sérbyggingu. Sú deild þarf samt ekkert nema borð og stóla til að halda uppi kennslu, en aðrar deildir eiga í stórfelldum vand- ræðum vegna skorts á rann- sókna- og tilraunaaðstöðu. Þessar deildir hafa ekki yfir að ráða mönnum sem sérmenntað- ir eru í að pota innan kerfisins. Þetta var nú útúrdúr, en úm þessa ráðstefnu vil ég segja: Við fengum þarna að viðra hug- myndir okkar, og við stóðumst prófraunina, vegna þess að til- lögur okkar voru ákveðnar og vel rökstuddar. Meira að segja íhaldsmenn urðu fyrir áhrifum af málflutningi okkar og tóku að keppa við okkur um að bera fram prógressívar hugmyndir. Jafnrétti til náms. Hvert er meginiánihald þess- arar stefnumótunar mennta- málanefndar? Stefnuskráin er margþætt, en ef ég ætti að leggjja áherslu á eitthvað sérstakt, vaeri það ann- arsvegar markmið menntunar og hins vegar jafnrétti til náms. Við gefum okkur það að menntun geti verið einhvers virði til að breikka sjóndeildar- hring manna og byggja upp heilsteyptan persónuleika sem er meðvitaður um sjálfan sig, stöðu sína í þjóðfélaginu og þann heim sem hann lifir í. Persónulega held ég að skóla- kerfið verði að efla skilning á þeim hætmm sem tæknivæð- unni eru samfara. Þau sjónarmið eru til að menntakerfið sé svo staðnað að það verði að slátra því í heilu lagi, og einstaklingurinn læri síðan frjálst eftir eigin geð- þótta. Að mínu mati er þetta gott framúrstefnutakmark, en við núverandi aðstæður myndi slíkt menntakerfi lúta lögmál- um frumskógarins. Kenning Ivan Illich um að slátra skóla- kerfinu sem fyrst, stekkur yfir hið nauðsynlega sósíalíska stig, sem er jöfnun aðstöðu til náms- Við verðum að reyna að»veita „lítilmagnanum" aðstöðu til að bæta kjör sín, ekki aðeins efna- hagslega, heldur einnig menn- ingarlega. A meðal mikils hluta alþýðu ríkir andúð á menntun, og börn þeirra fá ekki þá mótívasjón til að mennta sig sem börn efri stétta fá. í grunnskólalögunum nýju er skólaskyldan lengd uppávið. Þetta teljum við ranga stefnu, sem miðar að því að pína þá sem engan áhuga hafa á námi til að hanga Iengur í því. Þetta fólk hefur kannski aldrei náð valdi á þeim andlegu verkfær- um sem allt nám krefst. Það hefur kannski ekki vald á af- strakt hugsun og hefur ímigust á upphöfnu málfari prófessora og kennslubóka, lítur á þá hugsun sem snobb hugsun. Vandamál skólanna höfða ekki til þeirra, þau hafa sín eigin áhugamál, sín vandamál, sem skólinn hefur engan áhuga á. Og þetta fólk hefur oft átt í sálrænum vanda vegna erfið- leika við að aðlagast skólanum og gildismati hans, sem er gjör- ólíkt gildismati flestra unglinga. Lengja skólaskylduna niður á við, áhersla á tilfinningaþroska. Til að tryggja jafnrétti til mennta verður að færa skóla- skylduna niður á við og. gera barnaheimili, fósturheimili og skóla að samræmdú mennta- kerfi, þár sem gætt verði að því að börnin fái að búast þéim andlegu verkfæmm sem allt nám krefst, á réttum: tíma, eða þegar þeim hentar. En vitsmunaþroskun ein og Framhald á bls. 15. 4 — STUDENTABLAÐIÐ (

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.