Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 5
Fastir Hðir eins og venjulega: VINSTRISIGUR í STÚDENTARÁÐSKOSNINGUM Mikil kjörsókn eftir fjöruga kosningabaráttu — Vinstri menn fengu 901 atkvæði, en Vaka 721 Framboðsfrestur til Stúdenta- ráðskosninga á þessu vori rann út 13. mars. Þá kom í ljós að engin meiriháttar breyting hafði orðið á flokkaskipun, þar sem tvö framboð bárust, frá Vöku og vinstri mönnum. Vinstri menn riðu á vaðið í kosningabaráttunni með að senda frá sér stefnuskrá fyrir næsta starfsár, í kjölfarið fylgdu svo dreifibréf þeirra um einstaka Beit í hið súra epli. málaflokka. Vökumenn lém hins vegar lítið á sér bera þar til síð- 'usrn -tvo-þrjá dagana, þegar- lit- prentuð plaköt þeirra skrýddu veggi skólans og dreifibréf þeirra flutu um ganga hans. Vinstri menn svöruðu jafnharð- an dreifibréfum Vökumanna og geisaði um tfma hart dreifi- bréfastríð, þar sem vegið var að andstæðingnum með brigslum um aðgerðarleysi annars vegar en lygar hins vegar. Haldinn var framboðsfundur á Hátíðasal eftir miklar samn- ingaumleitanir, þar sem vinstri menn fóru fram á fund daginn fyrir kosningar en Vökumenn vildu halda hann þrem dögum fyrir þær. Varð millileiðin, þ.e. tveim dögum fyrir kosningar, að samkomulagi. Ekki var fjöi- mennt á fundinum, en hart bar- ist, og urðu umrasður fundarins tilefni eins dreifibréfastríðsins. Þá var haldinn framboðsfundur í læknadeild, sem einnig leiddi til nokkurs eftirmála. Á kjördag höfðu báðir aðilar kosningaskrifstofu, og var mik- íð 'ið manna á þönum um há- skólasvæðið og símalínur glóð- hitnuðu. Þá kom í ljós að ekki þurfti að hvetja - stúdenta svo mjög til að mæta á kjörstað, og fór kjörsókn langt- fram úr spám kosningaspekinga, en hún varð um 70%. Vinstri menn boðuðu til kosn- ingadansleiks í Tónabæ kosn- ingakvöldið,, og mættu menn þar sigurvissir — án þess að verða fyrir vonbrigðum þegar tölur bárust. Vökumenn buðu hins vegar starfsfólki við kosn- ingar tii samsætk í Kristalsal Hótel Loftleiða. Voru þar kurt- eislega innbirtar eðal veigar en þegar líða tók á kvöldið tíndust allnokkrir Vökumenn inn í Tónabæ, þar sem sigurdansinn i dupaði. -og fjaraði -iekki ú't fyrr en undir morgun" eða jafnvel ekki fyrr en nokkrum dögum seinna. En forkólfar Vöku gengu um þungbúnir á svip og skegg- ræddu við andstæðinga jafnt sem samherja orsakir ósigurs síns. Sú breyting í listakosningar Súperstar kosninganna sem gerð var á þessu vori leiðir greinilega ekki til þess að- nýir aðiiar eigiist við í kosningabar- áttu innan skólans. Raunar stað- festir breytingin aðeins þau átök tniili Vökumanna og vinstri- manna, sem hafa einkennt alla félagsstarfsemi í skólanum lengi vel. Umskipti urðu hins vegar að því leyti að baráttan milli þessara afla fór nú fram á grundvelli málefna fremur en einstaklinga. Það sem einkum kom á ó- vart í þessari kosningabaráttu var hin dæmalausa kosningaþutt- taka. Hlýtur hún að verða ráð- inu hvatning til mikils starfs, og jafnframt verður ekki lengur um það efast, að Stúdentaráð er aðili sem stúdentar viðurkenna í verki sem stéttarfélag sitt. §g Á Skilafundi Slúdcnlaráús: Stcfán Halldórsson, Anna Agnarsdóttir, Jón Sigurjónsson, Ragnar Árnason, Glisabct Bjarnadóttir, Árni Kjartansson, Arnlin Óladóltir, Garðar Mýrdal. Áætlunarbúskapur: Stúdentaráð gerir sér starfsáætlun Frá því að nýkjörið Stúdenta- íáð tók við, 8. apríl síðastliðinn, hafa nefndir þess og stjórn fjall- að um fjölda mála, og er gerð gr.ein fyrir sumum þeirra ann- arsstaðar í blaðinu. Einn ráðs- fundur heftir verið haldinn, 26. apríl. Þar urðu nokkrar deilur um ráðningu framkvæmdastjóra, en Vökumenn töldu Svein Rún- ar of pólitískan til að gegna starfinu. Einnig taldi Kjartan Gunnarsson að auglýsa þyrfti stöðu ritstjóra á nýjan leik, þar sem einungis ein umsókn hefði borist. Þrátt fyrir þetta þóf voru samþykktar tillögur stjórnar um báðar ráðningarnar. Tillaga stjórnar að yfirlýsingu í tilefni 1. maí var umræðulaust Hjörlur Örn Hjarlarson, Bogi Ágúslsson, Átli Árnason, Hallgrímur Gcirsson, Tóinas Einarsson, Árni Iudrióason og Sigurjón Bcncdiklsson. samþykkt, þó gegn atkvæðum flestra Vökumanna. Á fundinum var gerð sam- þykkt um að ráðið gerði sér starfsáætlun, sem unnið yrði eft- ir jretta starfsár. Var formönn- um nefnda og fulitrúum þeirra í stjórn falið að gera tillögur að slíkri áætlun. Er þess máski að vænta að ráðið vinni skipuleg- ar og komi meiru í verk, þegar þessi háttur er á hafður. Á þessum fundi var einnig samþykkt ályktun, þar sem skor- að er á forsvarsmenn lækna- deildar að taka þegar aftur hót- anir sínar um beitingu Numér- us Clausus ákvæðis reglugerðar. og var þeim bent á ýmsar aðrar leiðir til að mæta erfiðleikum deildarinnar. gg Stúdentaráð starfsmenn þess og fulltrúar Stjórn SHÍ: Arnlín óladóttir, læknanemi, formaður Sigurður Tómasson, íslenskunemi, varaformaður Lára V. Júlíusdóttir, laganemi, gjaldkeri Ari Ólafsson.eðlisfræðinemi, fulltrúi menntamálanefndar Guðm. Benediktsson læknanemi, fulltrúi hagsmunanefndar Jón Sigurjónsson, líffræðinemi, fulltrúi utanríkisnefndar Sigurmar K. Albertsson, fulltrúi SÍNE. Menntamálanefnd: Ari Ólafsson, fulltrúi í stjórn Árni Blandon, sálfræðinemi, formaður Elísabet Bjarnadóttir norsku- og þýskunemi Erling Ólafsson, íslenskunemi, fulltrúi í Háskólaráði Knútur Árnason, verkfræðinemi Einar Stefánsson, læknanemi Einar Brekkan, læknanemi Valgeir Pálsson, laganemi Skírnir Garðarsson, guðfræðinemi Kristján Auðunsson, fulltrúi SÍNE. Hagsmunanefnd: Guðmundur Benediktsson, fulltrúi í stjórn Atli Árnason, læknanemi, formaður Baldur Kristjánsson, þjóðfélagsfræðinemi, fulltr. í Háskólar. Gylfi Kristinsson, laganemi, varagjaldkeri Smári Geirsson, þjóðfélagsfræðinemi Árni Gunnarsson, viðskiptafræðinemi Bessí Jóhannsdóttir, sagnfræðinemi Berglind Ásgeirsdóttir laganemi Ásgeir Pálsson, viðskiptafræðinemi Þórhannes Axelsson, fulltrúi SÍNE. Utanríkisnefnd: Jón Sigurjónsson, fulltrúi í stjórn Guðný Bjarnadóttir, læknanemi, formaður Jón Sveinsson, laganemi Kjartan Gunnarsson, laganemi Bogi Ágústsson, sagnfræðinemi Ólafur K. Pálsson, fulltrúi SlNE. Fundanefnd: Sigurður Tómasson, formaður og fulltrúi í stjórn Hjörtur örn Hjartarson, viðskiptafræðinemi Tómas Á. Einarsson-, tannlæknanemi: i* .... 1 ' " ” Stúdentablaðið: Gestur Guðmundssbn'ritstjóri.' •- ■ a ■... ■■ Skrifstofan: Jóhanna G. Hafliðadóttir Sveinn Búnar Hauksson, framkvæmdastjóri. Fulltrúar Stúdentaráðs í stjórn Félagsstofnunar: Þröstur Ólafsson formaður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laganemi Eva Benediktsdóttir, líffræðinemi. Fulltrúar í Æskulýðssambandi íslands: Sveinn Rúnar Hauksson, læknanemi, í utanríkisnefnd ÆSl Rúnar Ármann Arthúrsson, bókmenntanemi, í stjórn ÆSl Árni Blandon, sálfræðinemi. Fulltrúi í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Ragnar Árnason, þjóðfélagsfræðinemi. Fulltrúi í stjórn Háskólabiós: Erling Ólafsson, íslenskunemi. Fulltrúi í Víetnamnefndinni: Árni Indriðason, sagnfræðinemi. Fulltrúar í Tengslanefnd: Ragnar Árnason Erling Ólafsson. „ og svo verður þú víttur fyrir að skrifa um Þorstein Viðtakandi ritstjóri og fráfarandi. STUDENTABLAÐIÐ 4 *.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.