Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 9
Viðtal við Helga Guðmundsson og Braga Snædal: STÉTTARBARÁTTA - STÉTTASAMVlNNA? Hinir ábyrgu stéttasamvinnupostular í Einingu — B-listamenn með Jón Ilelgason fyrrverandi varafor- mann Sjómannafélags Eyjafjarðar sem formannsefni — sigruðu í kosningunum í Einingu 19. og 20. jan- úar með 690 atkvæðum gegn 373 atkv. A-lista- manna — lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs með Jón Ásgeirsson sem formann. I Einingu eru um 1700 félagsmenn þar af nál. 1000 á Akureyri. Deildir eru á Dalvík, í Ólafsfirði og Hrísey. Eining er eitt af mikilvægustu verkalýðsfélögun- um á landinu og hefur ætíð ráðið mildu um stefn- una í kjaramálum verkalýðsins. Kosningar þessar vöktu mikla athygli m.a. vegna þess að ekki hefur verið kosið í félaginu um áratuga skeið. Þessum kosningum og forsögu þeirra hafa þó ekki verið gerð viðhlítandi skil á opinberum vett- vangi þó mikilvægi þeirra fyrir verkalýðinn og náms- fólk sé augljóst. — Eftirfarandi viðtal við Helga Guðmundsson og Braga Snædal var tekið norður á Akureyri í aprílbyrjun. Helgi var starfsmaður á sam- eiginlegri skrifstofu Eininigax og Alþýðusambands Norðurlands, Sjómannafélagsins og Bílstjóra- félags Akureyrar sí. ár. Hin ný- kjörna stjórn Einingar sagði samstarfinu um skrifstofuna upp án nokkurs fyrirvara og vék Jóni Ásgeirssyni og Helga úr starfi þegar í stað. Aður hafði Ruth Björnsdóttir sem verið hafði •.KSrafanpaður. Einingar í stjórn Jóns Ásgeirssonar, hrökldast úr starfi. Jó Ásgeirsson hefur ver- starfsmaður á skrifstofunni um árabil. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Norðurlands en hafði verið kjör- inn formaður þess á þingi sam- bandsins sl. haust. Bragi Snædal er starfandi verkamaður á Akureyri og var ritaraefni á lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs A-listans. Hver var málefnalegur bak- grunnm mótframboðs Jóns Helgasonar og þeirra B-lista- manna? HELGI: — Eins og öllum er sjálfsagt kunnugt hefur verið á- greiningur innan verkalýðshreyf- ingarinnar annars vegar á milli Alþýðusambands Norðurlands og ýmissa • forystumanna Alþýðu- sambands íslands fyrst og fremst vegna mismunandi afstöðu til yf- irráðanna um lífeyrissjóðina. Sl. haust urðu um þetta mál veru- Ieg átök sem lyktaði með því að viðhorf AN varð ofan á. Verkalýðshreyfingin öll setti fram kröfuna um full yfirráð yfir lífeyrissjóðunum. Manni virðist einnig að meiningarmun- ur sé um ýmis önnur atriði er varða verkalýðshreyfinguna s.s. um vinnubrögð við mótun krafna. Alþýðusamb. Norðurl. hafði beint því sérstaklega til verkalýðsfélaganna á sambánds- svæðinu að taka upp virka um- ræðu um kröfugerð og vinnu- brögð við samninga á vinnustöð- um til að virkja sem flesta af hinum almennu félagsmönnum í kjarabaráttunni. Ég tel rétt að útskýra aðeins nánar hvers vegna AN leggur svo ríka áherslu á full yfirráð verkalýðshreyfingarinnar yfir líf- eyrissjóðunum. Laun hins vinnandi manns eru alla jafna í tvennskonar formi. í fyrsta lag' bein launagreiðsla, tímakaup, mánaðar- eða viku- kaup o.s.frv. og í öðru lagii margsk. hlunnindi, t.d. greiðsl- ur til ýmissa sjóða verkalýðsfé- laganna er veita verkamanninum i 'SfðWAlnréttítidít ntil greiðsliiÉ' SSt' viðkomandi"’ sjóði. Hlunnindi’ geta að sjálfsögjðu einnig verið í ýmsu öðru formi. Þessi hlunn- indi eru með öðrum orðum hluti af launum viðkomandi manns. Auk hins umsamda kaups fá menn laun í þessu formi. Það hefur aldrei verið dregið í efa að sjúkra- eða orlofssjóðir félag- anna séu eign þeirra og þar með launþeganna sjálfra. Hið sama Bragi Snædal ætti að sjálfsögðu að gilda um lífeyrissjóðina. Greiðslan til þeirra er kaupauki verkamanns- ins eins og allar aðrar greiðslur sem hann fær til viðbótar hinu beina kaupi sínu. Það er því jafn sjálfsagt að launþegar ráði yfir þessum sjóðum sínum eins og þeir ráða yfir hinu beina kaupi. Þannig er þetta með sjúkra- og orlofssjóðina. Verka- lýðsfélögin ein skipa stjórnir þeirra. Þegar samið var um líf- eyrissjóðina á sínum tíma var samið um að vinnuveitendur skyldu skipa tvo af fjórum full- trúum í stjórnir sjóðanna. M. ö.o.: Atvinnurekendur hafa neitunarvald um ráðstöfun fjár, sem verkamennirnir einir eiga. Menn kunna að spyrja hvað þeim gengur til að vilja halda þessu valdi. Sjálfir leyna þeir engu í þessum efnum. Ætlun- in er að nota sjóðina til lána- starfsemi til fyrirtækjanna, í formi óverðtryggðra lána með þeim afleiðingum, að launþegar hafa lagt til hliðar 10% af laun- um sínum til þess að vinnuveit- endum hlotnist að hirða verð- bólgugróða af þessu fé að því ó- gieymdu að það er einnig notað til þess að viðhalda arðráni at- vinnurekenda á launamönnum. Af þessu sést að miklu skiptir að ríkjandi helmingaskiptaregla í stjórnum sjóðanna verði afnum- in. Því -liöur reyndist engin sam- staða um það innan verkalýðs- hreyfingarinnar þegar á hólminn kom að knýja kröfuna um full yfirráð yfir sjóðnum fram til sigurs. BRAGI: — Málefnaágreining- urinn er orðinn lang skarpastur tel ég, þegar farið er að ýja að því í Verkamanninum og á Ein- ingarfundum, af hálfu B-lista- manna að það séu engir atvinnu- rekendur til. T.d. þegar Jón Helgason form. núv. stjórnar segir á fundi eftir kosningar að hann viti ekki betur en að fólk- ið sjálft eigi öll fyrirtækin í bænum. „KEA, er það ekki fólk- ið sem á það? — og Ú.A. (Út- gerðarfélag Akureyringa) er bær- inn ekki við? — Það er ekki nema von að fundarmenn spyrðu sig að því hvort verkalýðurinn á Akureyri undir forystu Björns Jónssonar hafi verið að berjast við vindmyllur í öll þessi ár. En því miður kom þessi á- greiningur ekki verulega fram fyrr en eftir kosningarnar. Hver voru nánari tildrög mót- framboðsins og framvinda kosn- ingabaráttunnar? BRAGI: — Sennilega átti þetta mótframboð að koma strax í fyrra en ekki hefur unnist tími til að undirbúa það þá m.a. vegna þess að núverandi formað- ur, Jón Helgason, var ekki í félaginu. Hann gekk ekki í það fyrr en rétt fyrir kosningarnar. Inn í þetta allt spila svo flokks- pólitísk sjónarmið. HELGI: — Eining er afar sterk- ur póstur innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Því er þetta fram- boð afar mikilvægt fyrir þá sem að því stóðu þar sem að með því voru þeir að styrkja stöðu sína innan hreyfingarinnar allr- ar. BRAGI: Varðandi kosningabar- áttuna almennt er það aðalat- riðið að málefnaleg átök áttu sér ekki stað. Hinn mikli mál- efnaágreiningur sem skildi á milli listanna kom því miður ekki í ljós fyrr en eftir kosning- arnar og þá lá við slagsmálum á fundum t.d. á fundinum um „Þú sveikst í fyrra, þú sveikst í vor, þú sekkur ofan í krata for .. .“ verkfallsheimildina. Varð að vísa tveimur mönnum af fundi. Það sem einkenndi kosninga- undirbúning B-listans var hversu geysilega vel þeir voru undir á- tökin búnir. Þeir höfðu flokks- vélar fjögurra flokka til að vinna fyrir sig, íhaldsins, framsóknar, kratanna og frjálslyndra. Síðan voru þeir með heildarstjórn á kosningavélunum á kosninga- skrifstofunni sem þeir settu upp í Brekkuigötu 4. Báða kjördag- ana mátti sjá ýmsar helstu lúxuskerrur betri borgaranna í akstri fyrir B-listann. íhaldið hringdi upp una menn í Ein- ingu og ók þeim á kjörstað og ekki skorti fé, eins og sjá má af því að þeir auglýstu lon og don í útvarpinu báða dag- ana. í áróðri sínum lögðu þeir höfuðáherslu á að níða niður starf Jóns Ásgeirssonar fyrir verkalýðshreyfinguna og fóru í málgagni sínu — Verkamann- inum — í fáheyrt skítkast og rógsherferð. Það var fyrst í . deijunum um . vedcf^llsheimild- ina eftir kosningar að mönn- um varð Ijós þjónkun þeirra við íhaldíð ög atvinnhrékénd- ' ur þegar þeir beitm sér gegn því að heimild til verkfalls- boðunar yrði veitt. Hvernig var undirbúningi A-listans bagað? HELGI: Sannast sagna var undirbúningur að kosningunum afar lítill og A-listinn var mjög illa undir átökin búinn. Jón Ásgeirsson var t.d. búinn að vera í margar vikur fyrir sunnan vegna samninganna og kom norður aðeins örfáum dögum fyrir kosningarnar. Auk þess lenti það svo að sjálfsögðu á fráfarandi stjórn að annast öll framkvæmdaatriði varðandi und- irbúning kosninganna. BRAGI: Eiginlega hefst kosn- ingaundirbúningur ekki af al- vöru fyrr en tveim dögum fyrir kosningarnar af okkar hálfu og stjórnin gaf út „Einingarblaðið" Aldrei tókst að virkja þann starfskraft sem með okkur vildi vinna né samhæfa. Smölun á kjörstað var mesta kák af okk- ar hálfu. Ennfremur fannst mér sumir í okkar Iiði allt of hik- andi við að beita hörðum áróðri. Við fengum ekki stuðning af öðrum blöðum en Alþýðubanda- lagsblaðinu. HELGI: Mistökin eru einkum starfsleg og skipulagsleg. Á A- Iistanum og meðal stuðnings- manna hans var margt af reynd- asta baráttufólkinu, einmitt það fólk sem mest hefur unnið að verkalýðsmálum hér, en vegina tímaleysis og af fleiri ástæðum tókst ekki að virkja þetta fólk nægilega. Hvernig brást borgarapressan við varðandi kosningarnar? HELGI: Það er einmitt lær- dómsríkt og athyglisvert að hyggja að því hvaða blöð studdu B-listann. Morgunblaðið birti annan kosningadaginn mikið viðtal við Jón Helgason á út- síðu og fögnuður þess eftir kosningarnar leyndi sér ekki. „Dagur", málgagn framsóknar hér, gaf út sérstakt aukablað sem dreift var um bæinn fyrir kosn- ingadaginn af óvenjumikilli sam- viskusemi, Alþýðublaðið hafði í margar vikur ólmast mikið vegna þeirra voðalegu verka sem þeir gerðu forystumönnum AN upp að í vændum væru og þar með Jóni Ásgeirssyni. Áður hef- ur verið minnst á hlut „Verka- mannsins". Helgi Guðmundsson Hvaða lcerdóma er hasgt að draga af þessum atburðum? HELGI: Sá lærdómur sem draga verður af niðurstöðu kosning- anna er sá að mínu viti, að eng- in stjórn, hversu vel meinandi sem hún kann að vera, getur staðist svona áhlaup nema hún standi félagslega sterkt, eigi mikið traust meðal félagsmann- anna. Þetta segir okkur það að tengslin við félagana í Einingu hafa ekki verið nægilega góð og úr því verður að bæta nú. Þetta verður hver framsækin forysta í verkalýðsfélagi að gera sér fulla grein fyrir. Góður vilji gaginar ekki ef þessi tengsl vantar. Til gamans geta menn svo velt því fyrir sér hvers vegna afturhaldið gerir ekki samskonar áhlaup í öðrum félögum. Má í því sam- bandi minna á að áður fyrr voru kosningar í verkalýðsfélögunum á Reykjavíkursvæðinu árviss at- burður. Framhald á bls. 15. STUDENTABLAÐiB — 9 í

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.