Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 10
GREINARGERDiR VEGNA KIPPIL YKKJUMÁLSINS Greinargerð kennara Á deildarfundi í læknadeild þann 6. 2. s.l. var samþykkt með 14 atkvæðum gegn 1 eftirfarandi dagskrártillaga: „Deildarfundur haldinn í Landsspítalanum 6. 2. 1974 telur að skrif af þeirri tegund sem um er að ræða í nýútkomnu blaði læknanema „Kippilykkju", séu ekki samboðin virðingu háskóla- borgara og falli því undir á- kvæði 24. gr. laga um H.í. nr. 84 1970. Á grundvelli tilgreindra laga er málinu vísað til háskóla- ráðs til viðeigandi afgreiðslu og tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá." Undirskrifað Sigurður Friðjónsson Hannes Blöndal Arinbjörn Kolbeinsson. með misnotkun þessa frelsis. Fulltrúar læknanema halda því fram, að tillaga þelrra hafi verið borin fram sem breyting- artillaga við tillögu a. Sam- kvæmt þeim skilningi hefðu eng- ar hömlur verið á því að stúd- entar segðu sig til prófs í fyrsta sinn að hausti, en slík niður- stað hafði einmitt verið megin- tilgangur tillögu þeirra, að sögn fulltrúa stúdenta. Undirritaðir eru reiðubúnir að trúa því, að þetta hafi raunverulega verið þaö sem fyrir stúdentum vakti. Við teljum hins vegar, að hafi þetta verið tilgangur stúdenta, hafi hann ekki náð fram að ganga á umræddum fundi. Á deildarfundi þann 17. 10. 1973 var m.a. til umræðu réttur nokkurra læknanema, sem ólok- ið áttu prófum frá fyrra ári, til að setjast á næsta ár þar á eftir. Samkvæmt minni okkar lýstu fulltrúar stúdenta því yfir í þessu sambandi, að stúdentar mundu löngum ganga eins langt og þeir kæmust en með þessum kröfum þætti þeim (fulltrúun- um) of langt gengið. Þeir báru síðan fram tillögu sína (b) (sjá hér að ofan), en létu jafnframt bóka, að þeir stúdenta, sem þeg- ar stæðu í málum af þessari teg- und, skyldu hljóta úrlausn sinna mála án tilvísana til þessa nýja Framhald á bls. 14. Vegna allvíðtækra blaðaskrifa um þetta mál, telja flutnings- menn nauðsynlegt að gera grein fyrir viðhorfi sínu til málsins. Á deildarfundi læknadeildar þann 17. 10. ’73 var m.a. fjallað um tillögur til reglugerðarbreyt- inga. Samkvæmt bókunum þessa fundar var samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum svofelld breyting á öðrum málslið 43. gr. Málsliðurinn verði svohljóðandi: „Próf í læknadeild eru haldin að vori og hausti sbr. þó 42. gr. Haustpróf eru eingöngu upp- töku og sjúkrapróf og skal lokið fyrir 15. september. Kennslu- nefnd getur þó í samráði við hlutaðeigandi kennara og deild- arráð, heimilað próf á öðrum tíma.“ Vísað verður til þessa liðar hér á eftir sem tillögu a. Samkvæmt sömu bókun báru fulltrúar stúdenta síðan fram svohljóðandi tillögu: „Stúdent skal hafa lokið öllum prófum hvers árs annað hvort að vori eða hausti, áður en hann getur hafið nám á næsta náms- ári en skal annars sitja fyrra árið aftur.“ Þessi reglugerðar- breyting var samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum. Víðar verður til þessa liðar hér á eftir sem tillögu stúdenta (b). 1 blaði læknanema Kippi- lykkju má undir fyrirsögninni „Fölsun“ lesa eftirfarandi: „Get- ur verið að ásakanir frá í haust á hendur deildarforseta um að bókunum sé hagrætt eigi við rök að styðjast?? Því viljum við helst ekki þurfa að trúa, en það eina sem deildarforseti getur gert til að sannfæra okkur er að leiðrétta, þetta stnax í Háskóla- ráði, ella verðum við að telja að hér hafi deildarforseti vísvit- andi hagrætt hlutunum.“ (Und- irstrikunin er okkar). í þessum skrifum felast svo alvarlegar á- sakanir að ekki getur komið annað til greina en að kref jast þess að allir málavextir verði kannaðir og hið sanna upplýst í þessu máli. Vísvitandi falsanir af hálfu starfsmanna deildarinn- ar væru vissulega alvarlegt mis- ferli sem ekki mætti við una. Tilhæfulaus áburður um slíkt misferli er hins vegar ekki síður alvarlegt mál, sem óhjákvæmi- legt er að bregðast við á viðeig- andi hátt. Frjálsa skoðanamynd- un stúdenta eg ritfrelsi ber að hafa í hávegum en þessum rétt- indum fylgir sú ábyrgð að rétt sé farið með staðreyndir. Gát ber að hafa á því að menn og mál- efni bíðd ekki óverðskuldað tjón Þann 6. febrúar lýsti læknadeild „skrif af þeirri tegund sem um er að ræða í nýútkomnu blaði læknanema „Kippilykkju“ ekki samboð- in virðingu háskólaborgara og falli því undir ákvæði 24. gr. laga um H.í. . . . “ Háskólaráð sem f jalla skal um slík mál, hef- ur ekki afgreitt málaleitan læknadeildar, sem raunar kveður ekki á um hvort víta skuli að- standendur Kippilykkju eða vísa þeim úr skóla. Stúdentum þótti sem vegið væri að málfrelsi þeirra, og eru nú uppi háværar kröfur um að afnema reglur sem kveða á um „hegðun, sem samboðin er virðingu háskólaborgara“. Blaðinu hafa borist tvær greinargerðir um Kippilykkjumálið, og er önnur frá flutnings- mönnum þeirrar tillögu sem læknadeild sam- þykkti. Hin er frá aðstandendum Kippilykkju, þeim háskólaborgurum sem læknadeild telur óvanda að virðingu sinni. Greinargerð sakborninga Fyrr í vetur stóðu miklar deil- ur innan læknadeildar um blað- ið KIPPIL.YKKJU, sem út kom í febrúarbyrjun. Mál þetta varð blaðamatur og olli auk þess mik- illi úlfúð innan deildarinnar. Læknadeild var þó óvenju þögul um málið í fyrstu, en þögnin var rofin á tvennan hátt seint og um síðir. 1 fyrsta lagi með langri greinargerð þriggja kennara og í öðru lagi með málflutningi og gögnum deildarforseta Jóhanns Axelssonar á fundi Háskólaráðs þ. 12. mars sl. Við teljum rétt að leggja fram greinargerð þessa, sem svar við ýmsu því sem sagt hefur verið um mál þetta. 1. Saga málsins rakin stuttlega I janúarlok sl. var ákveðið að gefa út blað um ýmis málefni læknadeildar. Blaðið fjallaði um mörg þau mál, sem okkur fund- ust í megnasta ólagi s.s. numerus clausus, verkfallið, janúarpróf, kúrsusamálin og síðan ekki síst „fölsunarmáliö" svonefnda. Máli því er þannig farið, að á deildarfundi þ. 17. 10. sl. lagði deildarforseti fram svohljóðandi tillögu: ,Próf í læknadeild eru haldin að vori og hausti sbr. þó 42. gr. Haustpróf eru eingöngu upptökupróf og sjúkrapróf, og skal lokið fyrir 20. septem- ber.“ Hér var reynt að skerða mjög rétt stúdenta, sem yrðu skv. tillögunni að ganga til allra prófa hvers námsárs að vori, en að öðrum kosti sitja allt árið aft- ur. Frá því að nýja reglugerðin komst á, gátu stúdentar frestað prófum til haustsins en þurftu að standast þau þá til að geta hafið nám á næsta námsári. Þetta hafði lengi verið ýmsum deildarmönnum þyrnir í augum, og var því þessi tillaga íögð fram. Fulltrúar stúdenta báru fram breytingartillögu, um að í # & stað orðanna, „haustpróf yrðu eingöngu upptöku og sjúkrapróf11 komi „stúdent skal hafa lokið öllum prófum hvers árs, annað hvort að vori eða hausti, áður en hann getur hafið nám á næsta ári en skal annars sitja fyrra árið aftur.‘‘ Tillaga stúdenta var ekkert annað ' en staðfesting á gildandi reglugerð, það er þeim skilningi sem flestir ef ekki all- ir höfðu lagt í hana. Eftir mikl- ar umræður, var breytingartil- lagan samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Voru stúd- entar því sigri hrósandi. Leið nú að jólum. Hinn 20. desember lagði deildarforseti fram í Há- skólaráði, þær reglugerðarbreyt- ingar sem samþykktar voru á áðurnefndum deildarfundi. Um miðjan janúar bárust stúdentum reglugerðarbreytingarnar, eins og þær voru lagðar fram og samþykktar í Háskólaráði. Kom þá í ljós, að þær hljóðuðu ekki eins og stúdentar telja að deild- arfundur hafi samþykkt þær, heldur þannig, að fyrst kom til- laga deildarmanna um haust- prófin, og þar á eftir breyting- artillaga stúdenta sem sérstakt ákvæði, skeytt aftan við tillög- una, er þeir vildu breyta og fella brott. Fljótlega varð ljóst, að blaðið olli miklu róti meðal nokkurra kennara. Þetta kom síðar í ljós á deildarfundi þá 6. 2. en þar báru þeir Arinbjörn Kolbeins- son, Sigurður Friðjónsson og Hannes Blöndal upp þá dag- skrártillögu, að máli þessu (þ.e. blaðinu í heild) yrði skotið til Háskólaráðs og leitað umsagnar á því, hvort blaðið félli undir 24. grein Háskólalaganna um „hegð- un sem ekki samrýmist há- skólaborgurum". Viðurlög við broti á þeirri grein eru áminning eða brottrekstur úr skóla. Þessi tillaga þeirra þremenn- inganna var samþykkt með 14 atkvæðum gegn einu, án nokk- urar umræðu. Nokkrir kennarar á fundinum vildu ræða málið, enda hafði dreifing blaðsins ver- ið það léleg, að einungis sárafáir kennarar höfðu haft aðstöðu til að sjá það eða lesa. Því var harðlega neitað, „því þetta væri dagskrártillaga, og hana mætti ekki ræða.“ Þrátt fyrir ókunn- ugleika sinn greiddu margir kennarar þó atkvæði hiklaust í þessu þýðingarmikla máli og þar meö var það farið fy-rir Háskóla- ráð. Þar sem engin umræða fór fram, vissu hvorki sakborning- arnir 7 né flestir kennaranna 14, hvað það var eiginlega í KIPPI. LYKiKJU sem hið háa Háskóla- ráð átti að fjalla um. Voru ýmsar getgátur á lofti um það. Gerðist nú ekkert í málinu um langt skeið, eða þar til fulltrúafundur Verðandi, gagnrýndi harðlega gerðir deild- arfundarins. Talsmaður Verð- andi fór með þessa ályktun í nokkur blöð að sakborningunum forspurðum og þar með var þetta orðið blaðamál. Frásögn þessara blaða var mjög á einn veg, það er hliðholl stúdentum enda voru fyrirsvarsmenn læknadeildar þögulir sem gröfin um þessi mál. Eina lífsmarkið frá forsprökkum læknadeildar var það, að dag- blaðið Vísir hafði þ. 20. 2. viðtal Framhald á bls. 13. 10 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.