Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 11
Wma FÉLAG LÝÐRÆÐISSINNAÐRA STÚDENTA I HÁSKÓLA ISLANDS ASSOCIATION OF DEMOCRATIC STUDENTS UNIVERSiTY OF ICELAND Einkennileg vinnubrögð Stúdentaráðsmeirihlutans 1. Inngangur: I byrjun maímánaðar urðu nokkrar deilur á milli fulltrúa Vöku í Stúdentaráði og stúd- entaráðsmeirihlutans. Vöku- mönnum þykir rétt; að kynna stúdentum helzm ágreiningsat- riðin, þar sem ætla má, að fæst- ir hafi séð það, sem Vaka jafnt sem vinstrimenn létu frá sér fara. 2. „Lýðræðisleg vinnubrögð?!“ Þann 6. maí sendi Vaka, fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, frá sér dreifibréf, sem bar titil- inn Lýðræðisleg vinnubrögð?! þar segir: „Á fimmtudaginn kl. hálffjög- ur var Bogi Ágústsson, annar fulltrúi Vöku í utanríkisnefnd, boðaður á fund síðar um daginn. Þar var honum sagt, að senda ætti þrjá menn á þing I.U.S., „alþjóðasambands stúdenta," í Búdapest n.k. þriðjudag. Eiga þeir að kynna sér starfsemi sam- bandsins og leggja drög að að- ildarsamningum við það. Þegar farið var að athuga málið nánar, kom í ljós, að S.Í.N.E. sendi tvo fulltrúa og S.H.I. einn, Jón Sig- urjónsson, fulltrúa vinstrimanna Þeir hafa í vetur kallað frétta- flutning Vöku um I.U.S. kalda- stríðsáróður, þótt vitnað hafi verið í bókuð ummæli vinstri- manna í Stúdentaráði um náin tengsl I.U.S. við Kremlverja. Vinstrimenn í Stúdentaráði hafa þegar sýnt ótvírætt, að þeir telja sjálfsagt, að traðka á minnihluta, sem styðst við 44% atkvæða stúdenta. Stjórnarkjör- ið í Stúdentaráði, þar sem vinstrimenn höfnuðu tilboði um samvinnu, sýnir að orð þeirra um samstarfsvilja er hræsnin tóm. Og þetta síðasta dæmi slœr enn glöggar úr um misræmi orða þeirra og athafna." 3. Svar vinstrimanna: Tveim dögum eftir útgáfu dreifibréfs Vöku gat að líta á auglýsingaspjöldum í háskóla- byggingum dreifibréf, sem und- irritað var af Arnlínu Oladótt- ur formanni Stúdentaráðs og bar hið hógværa heiti „Vöku- slúðri svarað". Athafnasemi vinstrimanna var ekki einskorð- uð við útgáfu þessa dreifibréfs, heldur höfðu þeir einnig rifið niður dreifibréf Vöku, þar sem þeir komu höndum yfir þau, og sýnir það glögglega, hver lýð- ræðisást þeirra og trú á frjálsri Stóö Kjartani ekki bcygur af móttökuncfndinni? í utanríkisnefnd. Bogi benti á, hversu óeðlilegt væri að senda þrjá vinstrimenn eina sér til þess að meta kosti og galla I.U.S. og fór fram á, að Vaka fengi einn fulltrúa í þessari sendinefnd. Var því allvel tekið af fulltrúum vinstrimanna. Þessi ósk Vöku- manna var ítrekuð síðar um kvöldið. Á fundi ráðstjórnarinnar dag- inn eftir var þessari málaleitan hins vegar afdráttarlaust hafnað og borið við fjárhagsástæðum. Vert er í því sambandi að benda á, að: (1) Tekjur Stúdentaráðs á síð- asta ári voru hálf þriðja milljón, sem er meira en nolckru sinni fyr. (2) Kostnaður við ferð hvers fulltrúa er lauslega áætlaður um 40 þús. Itr. (3) Stjórn Stúdentaráðs sá sér fært að veita S.I.N.E. lán til þess að standa straum af líostn. við för annars fulltrúa þeirra. (Hinn var styrktur af menntamálaráðuneytinu). Það er því augljóst, að fjár- hagsástæður eru fyrirsláttur einn. Á hinn bóginn er líklegt, að vinstrimönnum hafi eltki þótt fýsilegt, að Vaka færi að stinga nefinu ofah í þinghald I.U.S. mæta nauðsynlegum Icostnaðar- liðum fram til þess tíma er ráð- inu berast á nýjan leik tekjur eða við innritun nýstúdenta í júlí. Vegna síendurtekinna fullyrð- inga Vökumanna um „ólýðræðis- Leg vinnubrögð“ meirihluta ráðsins, skal það undirstrilcað, að meirihluti ráðsins lítur á afger- andi kosningasigur vinstri manna í kosningunum 20. mars, sem stuðning við stefnu sína og lcröfu um að fylgt verði þeirri stefnu, en ekki afturhaldspólitík Vökumanna. Reylcjavík 8. maí 1974. Arnlín Úladóttir. Formaður Stúdentaráðs.“ 4. Athugasemdir: Við þetta svar vinstrimanna er nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir: 1. Sagt er, að óeðlilegt sé, að fulltrúar 44% stúdenta fái að fylgjast með því, er Stúdentaráð hyggst ganga í alþjóðasamtök. Þessi yfirlýsing Stúdentaráðs- meirihlutans gengur algerlega Svar við athugasemd Vöku 1) Ferðin tii Budapest var ekki farin í þeim tilgangi, að meta kosti og galla I.U.S., heldur til að fram- fylgja samþykkt S.H.I. frá 26. febrúar 1974, þess efnis að leita skyldi eftir aukaaðild að I.U.S. Eg tel Kjartan Gunnarsson ekki það reikulan í ráði, að hann starfi heilshugar að samningsgerð, sem hann er gjörsamlega andvígur. 2) I svari mínu við dreifibréfi Vökumanna láðist mér að geta þess að lánið sem S.H.Í. veitti S.Í.N.E. er að- eins lán til skamms tíma og fyrst og fremst tilkomið vegna þess, að styrkur S.I.N.E. frá Menntamála- ráðuneytinu fékkst ekki greiddur áður en þeir fóru utan. Að öðru leyti finnst mér þetta ekki svaravert og biðst undan frekari sparða- tíningi. Arnlín Oladóttir. í berhögg við allar venjulegar hugmyndir um lýðræði og virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Breytir þar engu um, þó að fulltrúar Vöku í Stúdentaráði hafi lýst sig andvíga aðiid að I.U.S. Með sömu rökum mætti meina minnihlutanum á Al- þingi þátttöku í þeim nefndum, sem framfylgja eiga á einhvern hátt áhugamálum meirihlutans t.d. með því að semja frumvörp. 2. Orðrétt segir: „Það er ekki rétt, að fjárhagsástæður einar hafi valdið synjun ráðstjórnar". Fulltrúum Vöku var hins vegar ekki greint frá öðrum ástæðum fyrir synjun ráðstjórnar. Haldi Arnlín Oladóttir öðru fram, fer hún með ósannindi. 3. Orðrétt segir: „Varðandi fullyrðingar Vöku um góðan fjárhag ráðsins . ." I dreifibréfi Vöku voru engar slíkar full- yrðingar. Hins vegar var bent á, að tekjur ráðsins voru mjög miklar á sl. ári. Eins var þess getið, að fjárhagur Stúdentaráðs leyfði þó lán til greiðslu ferða- kostnaðar annars fulltr. S.I.N.E. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum geta stúdentar dregið sínar ályktanir. 4. I bréfi vinstri manna er rætt um „afgerandi kosninga- sigur" vinstrimanna. Fyrir þess- ar kosningar átm vinstrimenn 19 fulltrúa í Stúdentaráði, en Vökumenn 9- Eftir kosningar voru ráðsliðar Vöku 12, en vinstrimanna 16. Það þarf sér- Framhald á 14. síðu. skoðanamyndun er. Rétt er að birta svar vinstrimanna í heild: Vökuslúðri svarað I tileíni af dreifibréfi Voku, dagsettu 6. maí, slcal eftirfarandi tekið' fram: 1) Samþylckt var á Stúdenta- ráðsfundi 26. febrúar að leita eftir samningum við IUS. Sam- þylckt þessi var gerð með 16 at- kvæðum vinstri manna gegn 8 atkvæðum Völcumanna. Sendi- nefnd sú, sem nú er á þingi IUS, skal framfylgja þessari samþykkt, og óeðlilegt væri að til að fylgja eftir samþylckt yrðu lcjörnir þeir, sem henni eru mót- fallnir. 2) Það er ekki rétt að fjár- hagsástæður einar hafi valdið synjun ráðsstjórnar á þeirri málaleitun Völcu að eiga f ulltrúa í nefndri sendinefnd. Hitt er annað mál að það væri sóun á knöppum fjármunum ráðsins, að lcosta Vökumann til að fram- fylgja samþylckt sem hann er andvígur! Varðandi fullyrðingar Völcu um góðan efnahag ráðsins, skal það tekið fram að sá 400 þúsund króna tekjuafgangur, sem fram lcom á skilafundi að væri á fjár- hag ráðsins, hrekkur eklci til að Geymið fé yðar á öruggan hátt. Eftir lokunartíma bankans getið þér komið fé yðar til geymsiu í næturhólfi ISnaðarbankans. Upplýsingar í afgreiðsiu bankans Lækjargötu 12 og Grensásutibúi, Háaleitisbraut 60, Reykjavík. j£)NADARBANKINN IÐNAÐARBANKI ISLANDS H.F. STUDENTABLAÐIÐ — 11 * L 4

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.