Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 12
VERKALÝÐSVALD GEGN AUÐVALDIOG ATKVÆÐAVALDI í TILEFNI ALÞINGISKOSNINGA Alþingi er Jcki þungamiðja hins pólitíska valds. Það skul- um við strax gera okkur ljóst. Valdið hríslast um allt þjóðfé- lagið frá upptökum sínum í framleiðslu hinna efnalegu verð- mæta. Vald atvinnurekendanna á vinnustöðum og í markaðskerf- inu grundvallar pólitískt og hug- myndalegt forræði þeirra. Þetta sáum við skýrt í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum, þegar höfuðflokkur atvinnurekenda, Sjálfstæðisflokkurinn, vann stór- felldan kosningasigur, þrátt fyr- ir lítt glæsilega frammistöðu i stjórnun sveitarfélaga eða stjórn og stjórnarandstöðu á þinginu. Sigur íhaldsins hefur leitt til hræðslukenndra taugaviðbragða andstöðuflokka þess, og þau við- horf eiga eflaust eftir að setja ríkan svip á alþingiskosning- arnar. Menn verða til dæmis óspart varaðir við að kjósa hin „óábyrgu" framboð Fylkingar- innar og KSML, þar sem menn' styrki aðeins íhaldið með slíku ' athæfi. '.Adcí Þeir sósíalistar (kommúnistar) sem að baki þessum tveim fram- ’boðum s’tandá', háfaTrWgiinhVé¥j:r' ir stutt Alþýðubandalagið hingað ,til, sem „róttækasta" valkostinn. Aðrir hafa jafnvel starfað inn- an annarra „vinstri" flokka, í þeirri trú aS sigur sósíalismans á íslandi gæti því aðeins orðið að veruleika að þessir flokkar „yrðu sósíalískir". Alþýðubanda- lagið (og aðrir „vinstri" flokk- ar að einhverju marki) hefur einbeitt sér að uppbyggingu ís- lenskra atvinnuvega og lýst því yfir að von okkar um sigur sósíalismans hér á landi yrði að éngu ef atvinnuvegirnir færðust í eigu útlendinga. Sósíalistar hafa undantekningarlítið fallist á þessi rök. En við getum ekki endalaust verið að búa í haginn fyrir hina sósíalísku baráttu. Einhvern tíma verður hún að hefjast fyr- ir alvöru. Alræði borgarastéttarinnar verður ekki mætt með því að berjast með hennar vopnum. Borgaralegt mál- og prentfrelsi kemur að litlum notum meðan borgararnir ráða yfir fjármagn- inu og hafa tök á allri skoðana- myndun (samanber það að kennsla í grunnskólum á að mið- ast við „kristilegt siðgæði"). Auðvaldinu, sem byggir völd sín á alræði í framleiðslunni, verður heldur ekki mætt með því valdi sem byggist á at- / kvæðamagni fyrst og fremst. Auðvaldinu verður aðeins mætt af , því valdi, sem haggur að^ sjálfum grundvelli þess, yfirráð- | um yfir atvinnutækjunum. Það : vald er aðeins eitt„ verkalýðs- rr tyrtTitxrrr. prof\M rwosrnir J * vald. í þessum kosnimjum þer Fylk-^ ingin fram kröfu sína um fag- lega og pólitíska endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Það merkir að verkalýðsbaráttan breytist úr því að vera samn- ingagerð örfárra leiðtoga um kaup og kjör og síðan betl sörnu manna um atkvæði verkalýðsins í kosningum „til að tryggja r Byltingin bla Ó, þvrBláa' bylting hvenær kemur þú? Sem eltir malbikið grænt um allan bæinn minn daginn út og inn vorlangan sumarlangan sleifarlangan Allan út og inn Byltingin mín blá frá sundonum grá að Klambrakjarvalskrá Hvenær kemur þú------- dæinn fyrir kosningar Býsleifur minn? apríl 1974 hf hagsmuni verkalýðsins gagnvart ríkisvaldinu". Yfirráð verka- lýðsins yfir atvinnutækjum og framleiðsluafurðum verður að gera að viðmiðun verkalýðshreyf- ingarinnar. Jafnframt verður hún að gera sér Ijóst að ríkis- vald borgiaralegs þjóðfélags getur aðeins þjónað skapara sínum, borgarastéttinni. Að halda því fram að ríkis- valdi þess þjóðfélags sem við búum við sé hægt að beita til hagsbóta fyrir verkalýðinn í bar- áttu hans við auðvaldið, það er eins og að segja að hamarinn eigi að hoppa af sjálfu sér úr hendi smiðsins og berja hann í höfuðið. Þátttaka verkalýðsins í skrípaleik borgaralegs þingræð- is hlýtur að miðast að öðru leytinu við að afhjúpa það, að hinu leytinu við að verja þá á- fangasigra sem stéttabaráttan hefur fært alþýðunni. Engin stéttabarátta hefst né er háð til úrslita í þingsölum. Það gerir Fylkingin sér Ijóst. Hvert atkvæði á hana er krafa um að það grundvallarsjónarmið verði virt. Það er krafa um það að barátta verkalýðsins á öllum sviðum miðist við að umskapa þjóðfélagið í heild. Ekki verður fjallað um fram- boð Fylkingarinnar án þess að minnast á Kommúnistasamtökin. Þau setja alræði öreiganna og skipulagningu verkalýðsstéttar- innar á oddinn, og má það virð- ingarvert teljast. Hins vegar má benda þeim á það, að hin rétt- mætustu slagorð geta orðið að innihaldslausum klisjum, sé þeim beitt of oft, í hvaða sam- henigi sem er. Jafnframt skyldu KMSLarar gæta þess betur að gera fræðikenninguna að leið- sögn í starfi en ekki kreddu. Við sem aðhyllumst sömu grundvallarviðhorf og Fylkingin og höfum staðið með henni í baráttu hennar fyrir endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, ætnim að láta allt tal um „eyðilegg- ingu atkvæða" sem vind um eyrun þjóta. Hvert atkvæði á Fylkinguna er ákveðin pólitísk krafa, hvort sem það leiðir til þingsæta eða ekki, og því fieiri sem slík atkvæði verða, þeim mun betri jarðvegur er fyrir þá baráttu sem í vændum er: Að berjast fyrir verkalýðsvaldi gegn auðvaldi, en ekki fyrir atkvæða- valdi þingræðisstjórnmálamanina. Gestur Guömundsson. 1. maí barálTudagur Framhald af 16. síðu. Þ.á.m. einn ræðumannanna, Sverri Kristjánsson. Verðandi, félag róttækra stúd- enta, var aðili að RVEI. Stúd- entaráð fagnaði andófi hennar gegn „hátíðahöldum" og „minn- ingarathöfnum" 1. maí. Þá seg- ir í Ályktun SHÍ: „Sérstaklega tekur Stúdenta- ráð undir vígorð Rauðrar verkalýðseiningar gegn heims- valdastefnu og gegn auðvaldi. Við styðjum baráttu RVEI fyrir því að gera stéttarfélögin að bar- áttutækjum og fyrir lífvænleg- um launum fyrir 40 stunda vinnuviku. Við lýsum yfir sam- stöðu okkar í baráttunni fyrir jafnrétti kynja til starfs og launa og gegn veru okkar í NATO og hersetu á íslandi." „Á fyrsta maí 1974 styður Stúdentaráð Rauða verkaiýðs- einingu og þau verkalýðsfélög sem berjast fyrir svipuðum hug- sjónum. Stúdentaráð skorar á stúd- enta að sýna samstöðu sína í verki með því að fjölmenna 1. maí undir merkjum verkalýðs- valds gegn auðvaldi". Rauður framvörður 1. maí ráku Kommúnistasamtök- in, marxistarnir-lenínistarnir, lestina. Meðan fjöldi í hinum göngunum skipti þúsundum, tók sennilega um hundrað manns þátt í göngu KSML, en sá hóp- ur bar af hvað snerti samstill- ingu og raddstyrk. Hljómuðu vígorð þeirra um allan miðbæ- inn: „ASÍ-forystan — stéttsvik- arasvín" o.s.frv. Komu þeir nið- ur í bæ að afloknum útifund- um hinna aðilanna', Ög' fengiu mikið fjölmenni á fund sinn, a.m.k. til að byrja með. Hvað er að gerast í verklýðshreyfingunni? Meðan þrjár göngur gerðu sósíalismann að vígorði sínu 1. maí, sat meirihluti fulltrúaráðs- ins heima. En þær raddir hafa borist að mjög sé nú eldað grátt silfur innan verkalýðs- hreyfingarinnar og það samstarf sem þar hefur ríkt sé nú að renna sitt skeið á enda. Þegar Björn Jónsson sagði af sér ráð- herraembætti og kvaðst mundu taka við stöðu forseta ASÍ, vildu ýmsir skilja það á þann veg, að hann uni ekki lengur sam- starfinu við Alþýðubandalags- menn í verkalýðshreyfingunni. Og þykkjuþungur í garð sömu manna var Guðmundur Garð- arsson, helsti „verkalýðsforingi" Sjálfstæðismanna í sjónvarpi 1. maí. Á meðan efiist róttækasti armur verkalýðshreyfingarinnar og hefur uppi orð um að bjóða fram í verkalýðsfélögunum gegn „stéttasamvinnupáfunum", hvort sem þeir tilheyri íhaldi, krötum eða Bandalaginu. Athyglisvert er ásfáiící' nörc5- lenskrar verkalýðshreyfingar. — Helstu félög þar hafáJ'Veitt"fc>r- ystu ASÍ andstöðu,' einkum í málefncu® lífeyrissjóðanna. Hin róttæka éorysta Alþýðusambands Norðulhmds beið þó nokkurn hnekki, þegar forseti þess, Jón Ásgeirsson, fél-1 í stjórnarkosn- ingu í félagi sínu, Einingu, fyrir sameinuðu áhlaupi allra flokka annarra en Alþýðubandalagsins. Er á öðrum stað hér í blaðinu birt viðtal við tvo menn í for- ystuhópi róttæka armsins í Ein- ingu, þá Helga Guðmundsson og Braga SnædaJ. Er því þar við að bæta að sá hópur gekkst fyrir sérstakri „baráttugöngu" 1. maí, sem var öllu fjölmennari en ganga sú sem Einingar- stjórnin nýja hafði forystu um. Eru nú ýmsar blikur á lofti í verkalýðshreyfingunni og e.t.v. má segja að lokið sé skiptingu hennar í áhrifasvæði einstaikra stjómmálaflokka, þeirri skipt- ingu sem endurspeglast hefur í því að stjórnir hafa verið sjálf- kjörnar og lognmolla ríkt í starfi og baráttu hreyfingarinn- ar. — GG Laus staða DÓSENTSSTAÐA í sálnia- og messusöngfræöi og tónflutningi við guðfræðideild Háskóla íslands cr laus til umsóknar. Staða þessi er hlutaslaða og fer um veiting hennar og tilhög- un samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um brcyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla íslands. Laim samkvæmt gildandi rcglum iim launakjör dóscnta i hlutá- stiiðum, í samræmi við kcnnslumagn. Umsóknum um stöðu þessa, ásamt rækilegri skýrslu um vís- indastörf, ritsmíðar og rannsóknir svo og um námsferil og störf, skal komið til mennlamálaráðuneylisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 21. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 21. mai 1974. 12 STUDENTA3LAÐIÐ 1

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.