Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 15
1. maí ávarp Framhald af 8. síÖu. Baráttan gegn stéttasamvinnu verkalýðsforystunnar er eitt af höfuðbaráttumálum Rauðrar verkalýðseiningar og eitt brýn- asta verkefni stéttvíss verkalýðs í dag. Vinna verður verkalýðs- félögin úr nöndum þessarar for- ystu til þéss að endurreisa þau sem barátfutæki verkalýðsins í kjarabaráttunni. En hvers vegna lætur verka- fólk það viðgangast að verka- lýðsforystan geri hverja svika- samningana á fætur öðrum? Hvers vegna lætur þorri verka- fólks nagsmunamál sín, stéttar- félögin, svo að segja afskipta- laus? Samhliða hnignun verka- lýðsforystunnar hefur stéttarvit- und verkalýðsins hnignað: Það er kjarni þessa máls. Reykvískt verkafólk! Verka- Iýðsstéttin og vinnandi alþýða hafa skapað verðmætin í þessu þjóðfélagi. Samstillt og skipulagt getur verkafólk ráðið því, hvern- ig verðmætunum er skipt. Að arður af vinnu verkafólks skuli renna í vasa eignastéttarinnar, að ríkisvaldið skuli vera í þjón- ustu þessar-ai sömu stéttar, að forystulið verkalv" eyfingar- innar skuli vera i þjónustu hennar — allt stafar þetta af því að verkafólk hefur ekki skipuiagt sig á grundvelli stétta- baráttunnar, að verkafólk hefur ekki reist sinn eigin gunnfána, heldur tengið öðrum, framandi öflum hann í hendur. Enda ár- angurinn augljós, ef árangur skyldi kalla. Verkafólk, sem hefur fullan skilning á þjóðfélagslegri stöðu sinni, sem stendur sameinað gegn eignastéttinni og sem hef- ur þá baráttu- og skipulags- HæfnÍ, 'sem til þarf, hefur í fullu tré gegn öllum vopnum eig'rfastetfá finnar, getur hrifsáð til baka það, sem af því hefur verið rænt. Á meðan þjóðfélag- ið er sniðið eftir þörfum eigna- stéttarinnar, á meðan eignastétt- in hefur þau þjóðfélagslegu völd að hún getur í skjóli þeirra hirt afraksmrinn af vinnu verkalýðs- ins, á meðan svo er getur verka- fólk ekki öðlast varanlegar Iífs- kjarabætur. Barátta verkafólks verður því að ná út fyrir ramma þessa þjóðfélagskerfis og stefna markvisst að valdatöku vérkalýðsins með sósíalískri bylt- ingu. Það er ekki fyrr en verka- lýðurinn hefur byggt upp þjóð- félag, sem sniðið er eftir hans *igin stéttarlegu hagsmunum að hann getiir, tryggt sér varanlegar lífskjarabætur og mannsæmandi líf. En til þess að slík barátta geti orðið sigursæl þarf verka- fólk tvennt, þ.e. þekkingu og skipulagningu. En slík þekking og skipulagning dettur ekki af himhum ofan, því síður verður slíkri þekkingu miðlað af verka- lýðsforystunni til verkalýðsins. Slíka þekkingu getur verkalýður- inn einungis skapað sér sjálf- ur. úr reynslu eipin baráttu, um- ræðum og fræðslu En jafnframt verður íslensk- ur verkalýður að notfæra sér reynsH eldri tíma úr baráttusögu hinnar aiþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar Fræðikenning sósíal- ismans er niðurstaða slíkrar reynslu og "il að meta reynslu okkar í dag er hún nauðsynlegt tæki Okkur sem , að Rauðri verka- lýðseinmgu stöndum ,er ljóst að kjarabaráttan barfnast skipulagn- ingar. í því sambandi viljum við leggja áhersiu á nauðsyc skipu- lagningar innan stéttarfélaganna og í baráttuhópum utan þeirra. En um leið er rétt að benda á að verkafólk má ekki ein- skorða baráttu sína við kjarabar- áttuna og stéttarfélögin. Hiut- verk stéttarfélaganna er uð verja efnahagslega hagsmuni alþýðu- stéttarinnar innan ramma auð- valdsskipulagsins. En auðvalds- þjóðfélagið getur ekki og mun aldrei geta tryggt v^rkafólki var- anlegar lífskjarabætur. Verkafólk verður því að skapa sér sitt eigið pólitíska forystu- afl, sem fært er um að leiða baráttuna af sviði hinnar fag- legu baráttu yfir á svið hinnar pólitísku baráttu fyrir afnámi auðvaldsþjóðfélagsins og tengja þetta tvennt saman í eina órofa heild. Slíkt pólitískt forystuafl get- ur aldrei orðið annað en komm- únískur verkalýðsflokkur. Slíka pólitíska forystu er ekki að finna innan þeirra frjálslyndu og þingræðislegu stjórnmála- flokka, sem hér kenna sig við alþýðuna eða óljósa vinstristefnu. Sú pólitíska forysta sem verka- lýðurinn verður að skapa sér, leggur megináherslu á starfið meðal fólksins, en ekki innan- tómt gaspur á þingpöllum hins borgaralega ríkisvalds. Slíkt póli- tískt forystuafl hefur að geyma stéttvísasta hluta verkalýðsins og miðar alla baráttu sína við þá nauðsyn að kúgun og arðráni eignastéttarinnar á verkalýðnum verði aflétt með valdatöku verkalýðsins — sósíalískri þjóð- félagsbyltíngu. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðs um heim allan. í bar- áttu sinni má íslenskur verka- lýður aldrei gleyma því, að kúg- uh og arðrán auðvaldsins er al- þjóðlegt, að í sér hverju auðvalds- þjóðfélagi býr alþýðan við arð- rán og kúgun. Það sama er að segja um verkalýð nýlendnanna og hálfnýlendnanna. Alþjóðleg þróun auðvaldsins hefur svo sýnt okkur enn skýrar að nauð- syn virkrar alþjóðahyggju hefur sjaldan verið meiri en í dag. Barátta verkalýðsins gegn auð- valdinu er alþjóðlegs eðlis. Sýn- um samstöðu með kúguðum og arðrændum gegn heimsvalda- stefnunni! Lifi alþjóðahyggjan!, Til baráttu fyrir sósíalísku ís- landi! Arni Blandon Framhald af 4. síðu. sér nægir ekki, heldur skiptir höfuðmáli hvort persónuleikinn er skapandi, ófirrtur og ham- ingjusamur. I skólakerfinu eins og það er geta menn lokið hverju prófinu á fætur öðru og fengið háskólagráðu, þótt þeir séu svo lítt skapandi að þeir geti aldrei orðið annað en vél- rænt tannhjól í þjóðfélaginu. Skólinn þarf að leggja á- herslu á persónuþroskun og sjálfsþekkingu, á að þroska skynjun einstaklingsins á um- hverfinu. Grunnskólalögin nýju minnast á að þetta sé nauð- synlegt, en hins vegar ekki hvernig markinu á að ná. I því sambandi er rétt að benda á að það þarf að breyta kennara- menntuninni. Það verður að taka inn kennslugreinar, sem þjóna þessu markmiði, s.s. þroskaleiki, skapandi sjálfstúlk- un, og leggja aukna áherslu á samvinnu. Það verður að breyta tilhögun margra námsgreina sem fyrir hendi eru. Þannig get- ur teiknun verið mikilvægt tæki til sjálfstjáningar, en sú teiknun sem nú er kennd er heftandi og brýtur niður sjálfs- tjáningu. Því er ég svo langorður um grunnskólann, að þar er lagður grandvöllur að síðara skóla- starfi, en uppeldið heldur á- fram á sömu nótum. Meðal annars verður að taka tillit til ýmissa vandamála unglinga og ræða þau í þeirra eigin hópi. Allar framtíðarhugmyndir um menntamál eru jafnframt framtíðarhugmyndir um þjóð- félag. Að mínu mati sjáum við í hverfum eins og Breiðholtinu andstæðu þess þjóðfélags sem ætti að koma. Þar er hrúgað niður steinsteypukössum án þess að miðað sé við félagslegar þarfir íbúanna. Skólinn er bara einn steinsteypukassinn, eitt hólfið fyrir yngri íbúana. Svo að maður tali freudískt, þá eru skólarnir tæki til að bæla til- finningar og þjálfa aðlögun, en þeir ættu þvert á móti að veita þeim heilbrigða útrás. Sem dæmi um skóla af seinni gerð- inni má taka breska skólann Summerbill. Menntun á heldur ekki að einangra við þröngan farveg, heldur á að færa hana út í allt þjóðfélagið. Það á að opna skólakerfið, svo að fólk meti sjálft hvenær það hefur nægan undirbúning til að hefja ákveð- ið nám. Til að taka annað dæmi um stefnu Stúdentaráðs vil ég nefna afnám prófa í núverandi mynd. Fólk lærir ekkert á svona próf- um, það áttar sig ekki á þeim mistökum sem það gerir. Próf ætti að vera sjálfsmat og mat hópsins sem starfar saman að námi. I lífinu sjálfu er það met- ið á slíkan hátt hvernig verk- efni eru leyst af hendi. Próf og einkunnir þjóna ekki öðrum til- gangi en að vera stimpill handa atvinnuvegunum. Að færa umræðuna inn i deildirnar Er þessi stefnumómn menntamálanefndar unnin í einhverjum tengslum við stúd- enta? Upphaflega könnuðum við viðhorf stúdenta til ýmissa at- riða og studdumst við þær nið- urstöður, En stefnuskráin er að- allega byggð á alþjóðlegri reynslu og umræðu. Næsta verkefni er að kynna stefnuskrána, vekja umtal og umhugsun og fá gagnrýni. Við höfum hugsað okkur að þetta mætti gerast í gegnum Stúd- entablaðið og deildafélögin. I hverri deild standa stúdentar í hagsmunabaráttu. Ef þar yrði á hverjum stað tekin afstaða til hugmynda stefnuskrárinnar og rökin fyrir þeim könnuð, hefðu stúdentar betri grundvöll í bar- áttu sinni við prófessoravaldið. A þann hátt lærðum við mikið á ráðstefnu BHM. Við kom- umst að því að við gátum stað- ið á okkar málum að mörgu leyti betur en kennararnir. Með stefnuskrárgerðinni hef- ur nefndin gert mikilvægan hlut. Itarleg stefnuskrá léttir vinnuna við að taka ákvarðanir og starfið verður skipulegra. Áður var nefndin fálmandi, en nú hefur hún kjölfestu þar sem stefnuskráin er. Nú þarf að gera framkvæmdaáætlun, setja fram hugmyndir um það hvernig stefnumál okkar geti náð fram að ganga. Við þurfum að auka samstarf okkar við aðra skóla, við verð- um að hvetja þá til að taka af- stöðu til málanna. I stefnuskrá okkar fjöllum við um málefni þessara skóla. Það verður að auka upplýs- ingaflæði, í gegnum Stúdenta- blaðið, í gegnum félagslíf stúd- enta, og til annarra skóla. gg Eining fær er um að starfa vel samaa og leiða baráttuna í starfi og einnig pólitískt. Þetta er sá höf- uðlærdómur sem ég held að draga megi af kosningabarátt- unni eða réttara sagt skortinum á henni. Hið jákvæða við kosningarn- ar er það að nú á sér stað kröftug umræða um málefni fé- lagsins innan þess og félags- fundir eru fjölmennir. Hver er svo hlutur náms- manna hér á staðnum í átök- unum? BRAGI: Hann er alveg hverf- andi. Mér virðast þeir illa skipu- lagðir um þessar mundir og komu þeir lítið við sögu og ef eitthvað var jafnvel á rangan hátt. Það er ekki nóg að lesa fræðin, menn verða að geta sett viskuna í samhengi við barátt- una á líðandi stund. HELIG: Mér þykir námsmönn- um hætta allt of mikið til að verða pappírsmarxistar. Þeim hættir til að vaða theoriuna í hné og tala við alla eins og þeir séu langskólagengnir í marx- isma. Það er til lítils að lesa fleiri hundruð síður af marxískum frasðum ef menn eru svo ófær- ir um að setja vitneskju sína í samhengi við hinn daglega veru- Ieika. Geta ekki tengt þekking- una baráttumálum líðandi smnd- ar. Slík: leiðir bara til einangr- unar. Framhald af 9. síðu. BRAGI: Þó tekur nú steininn BRAGI: Betra og markvissara úr þegar KSMLarar æda að fara undirbúningsstarf var það sem að skipta sér af hlutunum. tilfinnanlega skorti í baráttunni. Mynda þarf sterkan kjarna sem F. Haukur Hallsson. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Stúdentaheimilinu (uppi) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9-12,30 og 13-17 STÚDENTABLAÐIÐ — 15

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.