Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Síða 1

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Síða 1
5. TBL. 14. JULI 1974 50. ÁRG. VIÐTAL VIÐ „Tillögur Vökumanna (um fjárhagsáætlun Stúdenta- ráðs), voru gerðar til að þjarma að vinstri meirihlut- anum, þannig að hann geti ekki starfað eðliiega að hagsmunamálum stúdenta.11 ATTI Upplýsingar um starf- semi Stúdentaráðs siðustu mánuðina og því um helstu viðburði í hagsmunamálum stúdenta er að finna í við- tali við Arnlini Óladóttur, formann Stúdentaráðs. BLS. 0 MÁISÓKN CC6N RITSTJÓRUM STÚDCNTABLADSINS! námstrúboða I>eir hugprúðu riddarar sem hót'u hugsjón erlendrar hersetu á íslandi í nýtt veldi, með því að standa fyrir undirritun bæn- arskjals uin áframhaldandi þjónkun íslendinga við heims- valdasinna, þeir herramenn vcrða scint slyppir af háleitum hugsjónum. í júnímánuði opin- beruöu þeir alþjóð það áhuga- mál sitt að ganga rnilli bols og og höfuös á gagnrýni þeirri og rciði sem athæfi þeirra hefur valdið. Forgöngumenn Varins lands höfðuðu mál gegn ellefu mönn- um, lækni, rithöfundi, íslensku- manni, fjórum blaðamönnuin við Þjóöviljann, tveimur rit- stjórum Stúdcntablaösins og tveimur ritstjórum enn. Sá glæpur sem þessir menn höíöu drýgt var að reyna aö tjá í orðum vanþóknun sína og for- dæmingu á athæfi hernáinstrú- boðanna. Og ekki er þetta nema byrj- unin. Þeir sem þegar hafa fengiö stefnur eru aöeins hluti þess stóra hóps sem á prenti hefur tjáö andúö sína á undir- skriftasöfnuninni og forsprökk- um hcnnar, meö orðum sem æra herstöðvapostulanna ber væntanlega sár af. Síðan hefur reiði manna vegna málshöfð- ana þeirra vakið nýja öldu blaðaskrifa, svo að sennilega verður að taka á nýjan leik í notkun tölvuna veljoekktu, mata hana á íslenskum dag- blöðum og meiðyrðalöggjöf og taka síöan á móti útskriftum, íslenskum dómstólum til at- hugunar. J>að skyldi þó ekki vera cin af hugsjónum Jaga- prófessoranna að vinna gegn Kosningaúrslitin: VÆG HÆGRISVEIFLA verður hægrí eða hægfara vinstrí stjórn? Sennilega hefur fáum komið á óvart hver úrslit alþingiskosn- inganna urðu, ekki eftir úr- slit sveitarstjórnarkosninganna. Fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalags- ins var fyrirsjáanleg, hitt kann að koma meira á óvart hversu vel Framsókn og Alþýðuflokk- ur héldu í horfinu og hve Sam- tökin náðu litlum árangri. Þessi úrslit er auðvelt að túlka sem merki um flokks- tryggð íslenskra kjósenda; þeir kjósa ekki eftir málefnum, heldur styðja sinn flokk, og andstætt því sem víða erlendis hefur gerst, t.d. í Danmörku, eru íslenskir kjósendur ekki gingeyptir fyrir nýjum flokkum, jafnvel þótt þeim takist að gera sig svolítið spennandi. Kosningaúrslitin virðast draga íslensk stjórnmál aftur um nokkur ár eða áratugi, þau þurrka út þær breytingar sem urðu í kringum síðustu kosning- ar. Það kann að hafa valdið miklu hversu tregir kjósendur voru til að leggja atkvæði sfn á nýja vinstri flokka ,að Sjálf- stæðisflokkurinn virtist í sókn og jafnvel eiga möguleika á því að komast í þá aðstöðu að hon- um yrði ekki haldið utan stjórn- ar. Atferli VL-manna síðustu vikur fyrir kosningar gaf mönn- um hugmynd um hvað slík stjórnaraðstaða myndi þýða. Flestir hafa ugglaust buist við að þessi kosningaúrslit myndu leiða til hægri stjórnar af ein- hverju tagi, t.d. samstjórnar íhalds og framsóknar. Síðan kom í ljós að framsókn lagði áherslu á áframhaldandi sam- stöðu fráfarandi stjórnarflokka, og þar með var Alþýðuflokkur- inn kominn í sviðsljósið, og þessa dagana eru aðallega rædd- ar horfur á að taka krata með inn í stjórnarsamstarfið. Það er hætt við að margur vinstri maðurinn eigi eftir að sjá baráttumálum sínum stung- ið undir ráðherrastóla þeirrar stjórnar. Hvað mun til dæmis miða í herstöðvamálinu, þegar bæði Alþýðuflokkur og hluti Framsóknar er all herstöðva- sinnaður? Ekki gemm við búist við að slík stjórn framkvæmi róttækar umbætur, og sjálfsagt Frainhafd á 6. síðu. atvinnuleysi I lögfræðingastétt? Sá sem þetta ritar er auðvit- aö stoltur af því að orð hans búi yfir þeim krafti, að her- námspostularnir, talsmenn fimmtíuogfimmþúsund Islend- inga að eigin mati, telja þau meiða æru sína. Það gleður Lögspckingurinn Júnatan. hjarta initt að þeir skuii móðg- ast við að lesa álit mitt á þeim. Og stoltur hlýtur mað- ur að vera að fá að leggja nokkur hundruð jiúsund í góð- gerðastarfsemi og vera jafn- framt boðið upp á frítt fæði og húsnæði um guð má vita hve langan tíma. 1 hugsjóna- ríku hjarta þessara manna er jafnvel rúm fyrir hernámsand- stæðinga. Stúdentar hafa áður kynnst hlýju þeli þeirra Jónatans og Þorsteins og einlægum vilja þcirra til að stuðla að fram- gangi góðra mála. Þessir menn hafa reynt að brjóta á bak aftur stéttarfélag stúdenta með því að reyna að koma því á fjárhagslegan vonarvöl. Þeir hafa freistað þess að láta Há- skólaráð skipta scr af skrifum Stúdentablaðsins með tilvísun til lagagreinar, sem kveður á um hinn útvalda kynstofn háskólaborgara. Fundargerðar- bækur Háskólaráðs eru ríkar Framhald á bls. 6. Hægrí menn reyna að hefta starfsemi Stúdentaráðs — að áliti vinstri manna Allt frá viðtöku núverandi Stúd- entaráðs hafa Vökumenn haft uppi hina furðulegustu tilburði. I fyrsta sinn síðan vinstri menn náðu meirihluta í ráðinu '12 hefur Vöku- liðið látið til sín taka. En það starf er furðulegrar tegundar og maetti helst kalla það skemmdar- verk. Skulu sér raktar í fáum orð- um einfaldar staðreyndir þessara leiðindamála: 1. ! kosningabaráttunni kom fram að Vökumenn vildu spara mjög i rekstri Stúdentaráðs með niðurskurði m.a. á úgáfu Stúd- entablaðsins. Vinstri menn vildu efla starfsemina og börðust gegn niðurskurðaráætlunum. Þeir vildu efla Stúdentablaðið. Vinstri menn sigruðu. 2. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fylgdu Vökumenn eftir kosn- ingapólitík sinni og vildu skera niður tillögur vinstriimanna. Hér var máski um eðlileg átök að ræða, en tilburðir Vökumanna dá- lítið broslegir, þar sem stúdentar höfðu þegar hafnað niðurskurðar- pólitik þeirra. 3. Eftir að ráðið hefur hafnað niðurskurðartillögum Vöku, vilja þeir fylla síður Stúdentablaðsins með áframhaldandi karpi, þess háttar þrefi, sem fundargerðar- bækur geyma best. Málastapp Vöku, sparðatínsla, rangfærslur og málalengingar — ásamt óhjá- kvæmilegum svörum meirihlutans — á að ryðja út úr blaðinu þess háttar efni sem stúdentar eiga kröfu á að fylli blaðið, þ.e. stúd- entaefni. 4. Hláleg mótsögn er i málflutn- ingi Vöku. Þeir klifa á því að rangt sé að verja fjármunum stúd- enta til Stúdentablaðsins, en vilja þó fylla síður þessa óvelkomna blaðs — sóa fjármunum stúdenta að eigin mati — með þessu sama klifi. 5. Þó tekur út yfir allan þjófa- bálk, þegar marglega sjálfnefndur lýðræðissinni, Kjartan Gunnars- son, helsti foringi Vöku „félags lýðræðissinnaðra stúdenta" i Stúdentaráði, sendir Háskólaráði bréf, um leið og þar á að stað- festa álagningu Stúdentaráðs og Félagsstofnunar á innritunargjöld- um. Þar fer Kjartan fram á að vera leystur undan áskrift að Stúd- entablaðinu. Þar með lagði hann vopn í hendur afturhaldsins i Há- skólaráði og framdi augljóst til- ræði við lýðræðislega samþykkta stefnu Stúdentaráðs, stefnu sem meira að segja var borin fram til sigurs j hinum fjölsóttu kosning- um siðastliðið vor. Framhald á 6. siðu.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.