Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 3
Þaö kann að vera aö sumir reki uppp stór augu þegar þeir kuma inn á skrii'stot'u Stúd- entaráðs um þessar mundir. Það fyrsta sem augum mætir er barnagrind, þar sem máski situr lítið barn og hjalar. Á skrifstofunni er síðan kvenna- fans og ef vel er að gáð, einn og einn lítt áberandi strákur. Ef furðulostinn aðkomumaður spyrði hvort hann væri að vill- ast inn á skrifstofu Rauðsokka væri honuin svaraö ncitandi: þetta er starfslið og forysta Stúdentaráðs og hjalandi barniö á formaöur ráðsins, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri þess og þess utan skrifstofu- manneskja í sumarfríi þeirrar fastráðnu. Gamall skólabróöir Arnlinar formanns sagði þegar hann frétti að hún hefði verið kosin i þetta virðulega starf, að það væri valdataka hins almcnna stúdents. Það sem hann átti við var að Arnlín er all frá- brugðin þcim virðulegu emb- ættistýpum eöa krónísku fé- lagsmálasprautum, sem venju- lcga veljast til slíkra starfa. Hún hefur aldrei áður gegnt ncinu embætti í skólaielagi eða pólitísku ielagi, hcldur verið cin af þcim áhugasömu, sem taka þátt í öllu fjöldastarfi. Þess utan er hún fyrsti kven- kyns formaðurinn og ung aö árum, varð tuttuguogcins þann dag sem cftirfarandi viðtal var tckið. — Þar sem þú ert formaður fyrir vinstrisinnuðu Stúdenta- 'ráðr 'er ‘ekki úr vegi að spyrja hvenær þú varðst róttæk. Er þetta meðfætt? — Nei, ég var þvert á möti alin upp við mikinn andkomm- únisma, las öll blöð nerna Þjóð- viljann. Sérstaklega las ég Moggann vel og reifst oft um pólitík. En svo kynntist ég góðu fólki 14—15 ára gömul, og skoðanirnar fóru að breytast. En það tók mig 2—3 ár að viðurkenna það. — Hvenær fórst þú að skipta þér af félagsmálum? — Eg tók lítinn þátt í form- legu félagslífi í menntaskólum, enda festi ég aldrei rætur í nein- um, var í þremur skólum, eitt ár í hverjum. Síðan ég kom hingað í Háskólann hef ég ekki heldur „gegnt trúnaðarstörf- um", en hins vegar mætt á fundi, borið út 1. des. blöð og þess háttar. — Hvernig stóð á því að þú varst í framboði svona ofarlega á lista? — Það var hringt í mig og sagt að búið væri að stilla mér á lista. Eg samþykkti, því að ég hafði áhuga á því að starfa. Eg var líka orðin þreytt á erfiðu námi við erfiðar aðstæður og vildi vinna að einhverju öðru einhvern tíma. — Var ákveðið fyrir kosn- ingar að þú yrðir formaður? — Nei, og sá möguleiki hvarflaði ekki að mér. Eftir kosningarnar var hins vegar farið fram á það við mig. Mér fannst það alveg fáránlegt, þar sem ég hafði ekki starfað mik- Viðtal við Arniíni Óladóttar ið og var ekki mikið inni í mál- unum. Nú, en ég var tilbúin til að starfa og tók þetta að mér. „ ... \ áróSursskyni eingöngu" — Ertu svo ánægð með reynsluna? ■— Eg hélt nú að vinstri menn myndu starfa almennt meira. Svo vissi ég ekki að ráðs- pólitíkin væri svona keimlík landsmálapólitíkinni. Allt það sem hægri menn í ráðinu gera er í áróðursskyni eingöngu. Þeir fara stöðugt fram á bókanir eins og þeir séu að undirbúa sig undir kosningar. Þeir koma jafnvel með tilbúnar bókanir á fundina, til að leggja fram án tillits til framvindu mála, eins og þeir geri ekki ráð fyrir því að þeir geti skipt um skoðun, að rök bíti á þá. Tillögugerð þeirra er í sama dúr. Fjárhagsáætlun þeirra leit vel út. Þar var ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á rekstrar- fé Stúdentaráðs, þrátt fyrir fimmtíu prósent hækkun á kostnaði. Þetta er gersamlega útí loftið. Hægri menn virðast engan áhuga hafa á að starfa í einlægni, en áður en ég tók við hélt ég, m.a. af viðræðum við.hægri menruí skóJanum, að þessir menn myndu haga sér skynsamlegar. — Að hverju hefur þú svo einkum starfað? WöMEN UNITE! TfllK flBOIIT WHflT WE CflN Dl œamaMiia child care educatlon, IndochinaV/ar Racism vorKing .... x cönditions etc. — Fyrsti fundurinn var í stjórninni, vegna þess lofsöngs, sem svonefnt Stúdentafélag hafði sungið NATO, — á aðal- fundi sem auglýstur var með cirka 15x5 sentimetra auglýs- ingu. Við sendum yfirlýsingu frá okkur. I apríl var stærsta málið 1. maí aðgerðir og klofn- ingur verkalýðshreyfingarinnar, og var mikið rætt í stjórninni, hvað gera skyldi. — Eftir á að hyggja, var af- staða ráðsins rétt? — Já, ég held að við höfum alls ekki getað leitt hjá okkur þennan klofning í verkalýðs- hreyfingunni. Hægri menn vildu ekki að ráðið skipti sér af málefnum verkalýðshreyfingar- innar. Eins og hægt sé að berj- ast fyrir bættum kjörum lág- tekju námsmanna án þess að taka tillit til annarra láglauna- manna. Stúdentaráð er hluti af verkalýðshreyfingunni, það er verkalýðsfélag stúdenta, með skylduaðild til þess að það sé nógu sterkt til að verja hags- muni stúdenta. Óhjákvæmileg hækkun innritunargjalda — Við getum ekki farið í alla málaflokka, það yrði allt of langt mál, en eitt stærsta málið sem Stúdentaráð hefur fjallað um er innritunargjalda- málið. Við viljum víkka út starfsemina, auka útgáfustarf og samskipti við erlend stúd- entasamtök. Þá höfum við mik- inn hug á því að koma á fót ferðaskrifstofu, en það er erfitt vegna þröngra laga um leigu- flug. I vor kom hins vegar fram hugmynd um að innrétta kjall- arann á Gamla garði sem kaffi- stofu og aðstöðu til smærri funda. Því var ákveðið að fresta útvíkkun annarrar starfsemi í eitt ár, vegna þess hve mikið fé er tekið af stúdentum í inn- réttinguna. í lok maí liggja svo fyrir drög að fjárhagsáætlun, sem sýndi að það þyrfti 4—500 kr. hækkun á gjaldinu til að standa undir sams konar starfsemi og verið hefur. — Var samstaða í ráðinu ttm áœtlunina? — Svo sannarlega ekki. Vökumenn lögðu fram mjög grófar breytingatillögur. Meðal annars vildu þeir að formaður ynni fyrir skrifstofustúlkuna í sumarfríi hennar, kauplaust! Svo átti að spara símakostnað „með þvi að hætta að boða fundi með skeytum". Það hefur verið gert einu sinni eða tvisvar og var Kjartan Gunnarsson einu sinni boðaður á þann hátt, því að við náðum ekki í hann á annan hátt. Hann var of upp- tekinn í bísness og störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svo átti að skera niður út- gáfu Stúdentablaðsins. Gefa út dreifirit og svo 4 „vönduð" blöð á ári. Til þeirra átti að verja 200 þús. krónum á blað, sem yrði þá ca. 20—24 síður í nú- verandi broti. Samt átti ekki að minnka auglýsingar, og sést þá hvernig blað þetta var hugsað: glansrit fullt af auglýsingum. Þetta var fellt, en síðar kom tillaga frá 4 vinstrimönnum um að skera niður blaðið, gefa út 8—10 blöð á ári. Það var at- hyglisvert að allir Vökumenn greiddu atkvæði þeirri tillögu, sem var samþykkt. Kjartans þáttur Gunnarssonar — Það er fyrirsjáanlegt að Attí tekur við fundarhamri S.HÍ. úr hendi Fótar. það verður samdráttur á rekstri Stúdentablaðsins, og er ég ó- hress yfir því. Vinstri menn vilja nefnilega gera að veruleika kjörorð Vöku: „Gerum Stúd- entablaðið að stúdentablaði", en það þýðir m.a. að það gegni hlutverki upplýsingamiðlara. Það gerir það þeim mun betur sem það kemur oftar út. Lýðræðissinninn Kjartan Gunnarsson, sem hefur lýðræð- islega orðið í minnihluta í ráð- inu, sættir sig ekki við þá á- kvörðun ráðsins að blaðaútgáfa skuli vera fastur þáttur í starf- semi ráðsins, heldur sendir Há- skólaráði bréf og fer fram á að það s kipti sér af innri starfsemi Stúdentaráðs. Þannig vill hann að prófessorarnir, t.d. Þorsteinn Sæmundsson og Jónatan Þór- mundsson, fari að stjórna því hvað stendur í blaðinu. Þeir hafa áður reynt að stjórna því með árásum á ritstjóra þess, og nú vill Kjartan Gunnarsson láta þá ráða því líka, hve oft blaðið kemur út. Tillögur Vökumanna voru gerðar til að þjarma að vinstri meirihlutanum, þannig að hann geti ekki starfað eðlilega að hagsmunamálum stúdenta. Þeir hafa engan áhuga á öðru en að vinna einhvern tíma kosningar. Kjallarinn — vinnumiðlun — Á sameiginlegum fundi hagsmunanefndar og Félags- stofnunar kom fram áhugi fyrir því að drífa í kjallara Gamla garðs. Undanfarin 4 ár hefur verið sótt um ríkisfjárveitingu til þess, en Félagsstofnun metur ástæðuna þá, að stúdentar hafa ekkert lagt fram. Nú var á- kveðið að „skattpína" stúdenta í þessu skyni. Það varð að hafa Framhald á 7. síðu. Stúdentablaðið Ritstjóri biðst afsökunar á: 1) að í síðasta blaði var misritað að árgjald blaðsins væri 600 krónur. Hið rétta er að það er 400 krónur innanlands, en 600 krónur utanlands. 2) að í þessu blaði skuli miklu rými blaðsins vera eytt undir krit hinna stríðandi hópa í Stúdentaráði. Það er skoðun ritstjóra, að deilur urn andstæð sjónarmið í málefnum stúdenta eigi sem minnst að vera á þeim grundvelli sem einkennir nokkrar greinar hér í blaðinu. Hin raunverulegu grundvallarsjónarmið eiga að takast á, ef um einhvern skoðanaágreining er að ræða. Næsta tölublað Stúdentablaðsins kemur út um mánaðamótin júlí—ágúst. Ætlunin er að helga það blað að einhverju leyti þjóðhátíð íslands, og þarf efni í blaðið að berast fyrir 20. júlí. 7. tölublað er síðan áætlað síðari hluta ágúst, og þarf efni í það að hafa borist fyrir 15. ágúst. Á það er minnt að blaðið stendur opið þeim sem eitthvað hafa fram að færa. Væri það gleðiefni, ef fjölga myndi þeim hóp, sem setur fram skoðanir sínar í Stúdentablaðinu. Auglýsingastjóri óskast að Stúdentablaðinu. Laun eru prósentur af innheimtum auglýsingum. Lysthafendur snúi sér til skrifstofu Stúdentaráðs hið fyrsta. Umsækjendur þurfa að hafa bein i nefinu. STÚDENTABLAÐIÐ — 3

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.