Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 7
Stúdentaráð er verkalýðsfélag Framhald af 3. siðu. upphæðina háa, svo að hægt sé að byrja af fullum krafti og Ijúka þessu fljótt. Þetta yrði miklu dýrara ef það drægist á langinn og auk þess nýtist sal- uirnn ekkert á meðan. Ætlunin er að innrétta salinn á ódýran hátt, án íburðar, og jafnvel verður leitað eftir sjálfboðalið- um meðal stúdenta. — I vor höfðu margir stúd- entar samband og spurðu um vinnu og vinnumiðlun Við á- Vísindin . . . Framhaid af bls. 2. arhaldi á vísindamönnum og vísindaiðkunum. Það er augljóst, að með vaxandi umsvifum NATO-ráðstefnu, á þessu sviði verður það sífellt algengara, að ríki og hinar ýmsu stofnanir kjósi heldur að viðkomandi vís- indamaður fari frítt á NATO- ráðstefnu heldur en að þurfa að kosta hann á aðrar ráðstefnur. í Víetnam, í Grikklandi, í Portúgal o. s. frv. efast fán um raunverulegt eðli NATO og heimsvaldastefnunnar. Þar dugir ekki minna en að eitra fyrir fólkið, brenna það með Na- palmi eða sprengja það í tætl- ur. Helsta vopn NATO á ís- landi, það vopn, sem enn þá dugir, er að fjárfesta í þjóðar- sálinni. En hvernig stendur á því, að margir vísindamenn sem þó vilja telja sig hernámsandstæð- inga taka á þannan hátt þátt í baráttu NATO. Athugunarleysi segja sumir. En það sem flest- um er eíst í huga, er hin gamal- gróna hugmynd „vísindunum allt". Það'er sama hvaðan hjálp- in kemur, bara ef við getum stundað okkar vísindi og öðlast eðlilegan frama. Við þekkjum gamlar sögur um vísindamenn, sem leituðu á náðir kölska til að leysa vandamálin. En nú á dögum dugir kölski skammt. Og NATO er þó altént áþreifan- legt. Eftirfarandi vísu úr Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum má færa upp á suma vísinda- mennina. En þar er komið sögu að Sóley leitar smðnings „mannsins, sem muldi grjót" gegn Þambaraþursinum og ag- aravörðunum, sem með honum berjast: Sagði þá borgarbúi: Sú var fréttin ljót — gegn slíkum mannlegur máttur ei megnar hót og fylgi ég þér eitt fet ég fæ ei lengur að mylja grjót. Lesendur góðir, sumt af því sem ég hef skrifað hér hittir nálægt hjartastað margra sam- starfsmenn mína, menn sem ég hef haft ágætt samstarf við. Það sem meira er, sumir þeirra hafa verið jafn byltingasinnaðir og sumir ykkar eruð nú, þ. e. a. s. þegar þeir voru ungir. Af þessu gerið þið kannski dregið ein- hverja ályktun um eigin fram- tíð, byltingarsinnaðir náms- menn, eða kannski dragið þið þá ályktun, sem vonandi verð- ur, að ekki sé rétt að einangra byltingarsinnað starf innan skólaveggjanna. Ragnar Stejánsson. kváðum að drífa upp vinnu- miðlun, og hafa margir fengið vinnu í gegnum okkur. Eftir að við sendum út fréttatilkynn- ingu, fyrir viku síðan, hafa rúm- lega 20 fengið vinnu. Hinn þátturinn í þessu er sá að útvega stúdentum vinnu allan ársins hring, í nokkra daga í senn eða fáa tíma á dag, til að létta undir með náms- lánin. — Er einhver kynskipting í atvinnumálum? — Já, það vantar karlmenn í vinnu, en konur eru atvinnu- lausar. Kjör stúdenta eru óviðunandi — Hvað er þér ejst í huga af nœstu verkejnnm? — Það verður að vinna að lýðræðismálunum, að þriðj- ungsaðild að stjórn skólans. Það mál er þegar komið á einhvern rekspöl, en það þarf að vinna vel að því, ekki síst í deildun- um, en okkur finnst deildafé- lögin alls ekki hafa staðið sig sem skyldi í þessu máli. Þá verður að endurskipu- leggja rekstur Stúdentablaðsins, koma á bæklingaútgáfu. Það verður að ganga frá samningum við I.U.S. Fólk heldur oft, ég hélt það til dæmis, að I.U.S. gerði mest af því að ræða um heimsvaldastefnu og slíka pólí- tík en það kemur fram í skýrslu fulltrúa okkar á þing þess að þar var mikið rætt um hags munamál og vinnur sambandið mikið að þeim. Þeir ætla meðal annars að halda ráðstefnu um lýðræðismál, og ef fjárhagur Stúdentaráðs leyfir, sendum við mann þangað. Næstu daga er- um við Lára Júlíusdóttir á leið- inni á norræna formannaráð- stefnu í Færeyjum, en þar er að okltar uppástungu fjallað um hagsmunamál stúdenta, þannig að við getum aflað okk- ur upplýsinga hvert frá öðru. Einnig leggjum við til að rætt verði um baráttuna gegn heims- valdastefnunni og NATO, svo og um samvinnu við móttöku erlendra sendinefnda. — Þá er það stórt mál í ná- ■inni framtíð að láta ekki VL- gaurana komast upp með of- sóknir gegn prentfrelsinu, þ.á. m. málsliöfðanir gegn ritstjór- um Stúdentablaðsins. Þetta hef- ur verið rætt mikið í Stúdenta- ráði, en ekkert verið ákveðið um aðgerðir. — EJvað viltu segja um hag stúdenta almennt, stendur hann með blóma? — Það er ráðandi viðhorf að námsár séu millibilsástand, að maður sé alltaf að leggja á bók. Meðan þetta viðhorf ræður, hafa stúdentar ekki mannsæm- andi kjör. Þó að við höfum nú 85% umframfjárþarfar í námslán, er fjárþörfin reiknuð svo Iangt fyrir neðan framfærslukostnað, að mjög erfitt er að lifa á lán- unum. Hins verður að gæta að lágmarkslaun verkafólks eru líka langt fyrir neðan vísitölu framfærslukostnaðar. Það eru fleiri en við sem hafa það slæmt. Húsaleiga er eitt af því sem hefur hækkað ofsalega. Stúd- entar hafa fæstir efni á að kaupa húsnæði, en gera það samt, af því að annaðhvort fá þeir ekki leigt, eða þá að leig- an er svo há að -það er ekki dýr- ara að kaupa. Þetta er auðvit- að spurningin um framboð og eftirspurn. Fólk flyst í þéttbýlið, en yfirvöld kunna ekki að taka á móti þvx. Stúdentar búa ekki allir við sömu kjör — Mér hefur alltaf fundist lítið til .þess koma að konur sem skipta sér af pólitík, sinni alltaf barnaheimilismálum. Nú er ég sjálf með barn, og þá er barnagæsla orðin skilyrði fyrir mínu námi og félagslegri þátt- töku. Og ástandið er vægast sagt slæmt. Þannig er rúmlega árs biðtími fyrir stúdenta á barnaheimili. — Hafa stúdentar allir sömu aðstöðu? — Það er mjög misjafnt hvernig þeir hafa það, og fer það eftir stéttarlegum uppruna og fleiru. Námslán eru nauð- þurftarlán fyrir stúdenta úr al- þýðustétt, en geta orðið að vasa- peningum fyrir aðra. Það setur svip sinn á kjör stúdenta hér, miðað við önnur lönd, hve fljótt þeir verða f jölskyldumenn og byrja yfirleitt fljótt að standa á eigin fómm, til dæmis með vinnu í sumarfríum. — Telurðu horfur á að kjör stúdenta batni í náinni jramtíð, t.d. ej það verður hcegri stjórn? — Við getum lært af reynslu Dana. Þar komst til valda hægri stjórn eftir mikið þenslutímabil í efnahagslífinu. Þeir fram- kvæmdu sparnað, og það fyrsta sem dregið var úr voru styrkir til námsmanna, og útgjöld til félags- og menningarmála. Við hægri stjórn væri allt útlit fyrir að hagur okkar þrengdist, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu og tekjur, enda er stefna hægri manna ekki í þá átt að gera öllum fjárhagslega kleift að stunda nám, og með því að skera niður fjárveitingar til skóla er þeim gert erfiðara að taka við þeim sem vilja. — Hvernig cetti þá að bregð- ast við? — Við verðum að efla virkni Stúdentaráðs. Við höfum verið alltof grandalaus. Stúdentar þurfa að vera vel á verði, ef skera á niður og gera þá sínar róttæku ráðstafanir. — Er áhugi og virkni stúenta nœgilegur? — Stúdentar eru Iangtífrá nógu áhugasamir, enda er ég viss um að fjöldi stúdenta hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn, sem boðar stórfelldan niðurskurð á ríkisútgjöldum, niðurskurð sem bitnar á okkur. Og mér kemur í hug innritunargjaldamálið í fyrra. Mér er sem ég sjái Gylfa Þ. hafa gengið á móti vilja Há- skólaráðs, til að Stúdentaráð gæti starfað. Allir fundir ráðsins og nefnda þess eru opnir og vel auglýstir En það er sama hvað er til umræðu, fundina sitja í mesta lagi fáeinar hræður utan ráðsins. Eina málið, sem menn hafa skipt sér af að fyrra bragði er VL-málið. Ég held að fólkið treysti forsjá Stúdentaráðs um of. Að nokkru leyti má kenna stjórn S.H.I. um þetta ástand. Upplýsingastreymi er ekki nógu mikið. Þó er fjöldi stúdenta sem ekki einu sinni Ies Stúdenta- blaðið, og þeir koma af fjöllum þegar einhvers konar skerðing skellur yfir þá. — Að lokum: Hvernig geng- ur þér að samrýma hlutverk þín sem lceknanemi, eiginkona, móðir og jormaður? — Það gengur ekki. Ég féll á flestum prófum í vor. Núna vinn ég alla daga frá 9 til sex eða sjö, þannig að „hin heilaga móðurást" fær ekki svo mjög að njóta sín. Ég er að setja mig inn í málin, en þessi vinnutími bendir til þess að starfsemi ráðs- ins er mjög víðtæk, víðtækari en stúdentar gera sér almennt grein fyrir. gg Styrkir til náms í tungu Grænlendinga í fjárlögum fyrir árið 1974 eru veittar kr. 105.000,00 sem styrk- ur til íslendings til að læra tungu Grænlendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upplýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófskírteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenskunámsins, skal komið til mcnnta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 5. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLAHÁÐUNEYTIÐ, 4. júlí 1974. O Akerrén-ferðastyrkurinn 1975 Dr. Bo Ákerrén, læknir í Svíþjóð, og kona hans tilkynntu ís- lenskum stjórnvöldum á sínum tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóða árlcga fram nokkra fjárhæð sem ferðastyrk handa íslendingi, er óskaði að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur þrettán sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eiít þúsund sænskum krónum. Umsóknum um styrkinn, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 1. september n.k. 1 umsókn skal cinn- ig greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 4. júlí 1974. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Stúdentaheimilinu (uppi) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9-12,30 og 13-17 STÚDENTABLAÐIÐ — 7

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.