Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Qupperneq 4

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Qupperneq 4
Lára Júlíusdóttir, gjaldkeri SHÍ: Fjárh&gsáætlun StúdentaráSs I síðasta Stúdentablaði kom fram gagnrýni af hálfu minni- hlutans I Stúdentaráði á fjár- hagsáætlun SHf fyrir nýbyrjað starfsár ráðsins. Af þvl tilefni vil ég hér gera nokkra grein fyrir fjárhagsáætluninni. Við gerð fjárhagsáætlunar var aðallega byggt á rekstrar- og efnahagsreikningi síðasta starfstímabils SHf, ásamt fjár- hagsáætluninni fyrir það líma- bi'l. Reynt var að gera sér nokkra grein fyrir þeim hækk- unum, sem búast má við að verði á þessu ári. Um það má alltaf deila, hvort sú spá sé of há eða of lág, og er ekki hægt að sjá fyrir um kostnaðaraukn- inguna nú. Fjárhagsáætlun SHÍ miðast fyrst og fremst við að halda áfram þeirri starfsemi, sem farið hefur fram á vegum ráðs- ins síðustu ár. Þrátt fyrir á- form um auknar framkvæmd- ir ráðsins, svo sem starfrækslu ferðaskrifstofu hefur verið haldið að sér höndum, vegna fyrirhugaðra breytinga á kjall- ara Gamla-Garðs. Séu fjárhagsáætlun og tillög- ur Vökuminnihlutans bornar saman, kemur í ljós að Vöku- menn hafa tekið tillögur SHÍ eins og þær lágu fyrir 3. fundi stúdentaráðs og breytt þar nokkrum tölum. Uppbygging áætlananna er nákvæmlega sú sama. Þegar tillit er tekið til þess að tillögur stjórnar að áætl- uninni voru ekki tilbúnar fyrr en tveim dögum fyrir ráðsfund, er ljóst, að breytingar Vöku- manna hafa verið gerðar í miklu hasti og að lítt hugsuðu máli. Bera þær þess einnig vott. 1 fjárhagsáætlun SHl er gert ráð fyrir kr. 40.000,00 í aðr- ar launagreiðslur á skrifstofu SHÍ, en Vökumenn telja þess- ar launagreiðslur óþarfar! Mér er þvx spurn; á skrifstofufólk SHl ekki rétt á sumarleyfi, og skyldi það aldrei veikjast? Hér tala Vökumenn fjálglega um „kauplausa vinnu í hugsjóna- skyni“, en þekkt hef ég þá af öðru en „að vinna kauplaust fyrir hugsjónina", þótt vafalítið séu undantekningar þar á. Vökumenn eiga erfitt með að skilja að í liðnum „ferða- kostnaður“ er gert ráð fyrir nettó kostnaði vegna utanfara ráðsliöa. Þótt á síðasta ári hafi fengist kr. 140.000,00 ríkis- styrkir til utanfara á vegum SHÍ, er hluti þeirrar upphæð- ar ætlaður til ferðalaga á þessu starfstímabili. Einnig benda þær styrkjaumleitanir, sem gerðar hafa verið, til þess að samdráttur verði á ríkis- styrkjum þetta árið. Annars er áætlun um feröakostnað feng- in frá utanríkisnefnd SHl, svo að fulltrúar Vöku í nefndinni ættu að geta frætt hina um samsetningu þessa kostnaðar- liðar. I fjárhagsáætlun SHl er gert ráð fyrir samt. kr. 300.000,00 til menningarmála og fundar- nefndar. Skv. rekstrarreikningi síðasta árs nam þetta framlag samt. kr. 237.966,00. Nú hugð- ust Vökumenn skerða þessa fjárveitingu niöur í kr. 200 þús. Ber þetta vott um fljótfærni þekra við samningu tillagna sinna, en í Stúdentablaðinu tala þeir um hækkun „á öllum liðum með tilliti til óðaverð- bólgu“. Varðandi Stúdentablaðið leitaði gjaldkeri til ritstjóra um kostnaðaráætlun þess fyrir ár- ið. Þær áætlanir sem hann gerði, byggðust á, að út væru gefin 12 blöð á árinu, með svipuðu sniði og á síðasta ári. Á stúdentaráðsfundinum, þar sem fjárhagsáætlunin var af- greidd, var framlag til blaðsins lækkað að frumkvæði vinstri manna í ráðinu, og voru Vökumenn samþykkir þeirri lækkun. Breyttu þeir þar með tillögum sínum um fjárhags- áætlunina, en þeir hafa ein- hverra hluta vegna gleymt að gera þessa leiðréttingu á áætl- un sinni, sem birtist í síðasta stúdentablaði. SHl hyggst beita sér fyrir aukinni útgáfustarfsemi í formi bæklingaútgáfu í samráði við ritstjóra. Áformað er að gefa út 3 bæklinga á árinu og er kostnaðaráætlun kr. 250 þús. Þetta framlag vilja Vöku- menn skerða um 125 þús. án þess að rökstyðja nokkuð mal sitt. Þegar litið er á áætlun um tekjur, er þar einkum einn lið- ur, sem erfitt er að spá fyrir um, og er því talan nánast gripinn úr lausu lofti, en það er Áttadagsgleðin. Övíst er hvort við fáum að halda hana í sömu húsakynnum og undanfarin ár, eða hvernig fyr- irkomulagið verður á annan hátt. Einnig er auglýsingasöfn- un í Stúdcntablaðiö vandkvæð- um bundin, og hætt við að of hátt sé áætlað. Því er nauðsyn- legt að gera ráð fyrir rekstrar- afgangi, sem notast fyrst og fremst til að mæta óvissu, sem er á útgjalda- og tekjuliðum sbr. Áttadagsgleði, og einnig til nýrrar fjárfestingar í skrifstofu- áhöldum, sem SHl er fátækt af og til yfirfærslu til næsta árs m.a. til þess að mæta verð- bólgu. Ekki hirði ég um að svara æsingaskrifum þeirra Vöku- manna um óþarfa eyðslu og ó- ráðsíu í rekstri stúdentaráðs. Það ættu allir að geta skilið, sem á annað borð vilja skilja, að starfsemi stúdentaráðs verð- ur ekki haldið á lofti án fjár- magns Lára V. Júlíusdóttir, gjaldkeri SHl. LEIÐARI (túlkar stefnu S.H.Í.) STÚDENTABLAÐIÐ 6. tbl. 1974. Útaefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands Það vottar sennilega fyrir þjóðerniskennd í sérhverjum manni, sem er það ljóst að hann til- heyrir einni þjóð en ekki annarri. Stjórnmálamenn höfða gjarnan til þessarar kenndar, þegar þeir reyna að vinna lýðinn til fylgis við sig en minna ber á alvarlegum tilraunum til að meta réttmæti þj óðernishyggj unnar. Samt er sú hugsjón augljóslega tvíbent. Annars vegar hefur hún orðið kúguðum að leiðarljósi í baráttu gegn erlendri áþján og niðurlægingu eigin þjóðar. Hins vegar hefur hún gjarnan orðið skálka- skjól kúgarans: heimsvaldastefna hefur verið fegr- uð með slagorðum um lífsrými, pólitískar ofsóknir fóðraðar með áróðri um þjóðlega starfsemi. En með hvaða hlutverk fer þjóðerniskenndin í íslensku þjóðlífi? Þegar vitundin um sögu og sérstöðu íslensku þjóðarinnar fór að vakna meðal hennar á síð- ustu öld, varð hún mikill framfarahvati .Þjóðin fylltist metnaði að skapa skilyrði velmegunar og efnahagslegs sjálfstæðis, jafnframt var þjóðleg reisn einkenni íslenskrar hámenningar. Frumherjar sjálfstæðisbaráttunnar voru ekki einungis stjórn- málamenn. Fjölnismenn, athafna- og samvinnu- menn nítjándu aldar ruddu braut þeim framförum í efnahagslegu og menningarlegu tilliti sem hafa gert sjálfstæði íslensku þjóðarinnar mögulegt. Þjóð- erniskenndin var jxxssum mönnum oft leiðarljós. Enn í dag getur þjóðerniskennd farið með hlut- verk í framfarasókn Islendinga. Það er andstætt þjóðlegum íslenskum metnaði að láta land sitt undir erlendar herstöðvar, að láta erlenda aðila koma hér upp atvinnurekstri, að veita erlendum her aðstöðu til að móta uppvaxandi kynslóðir með forheimskandi sjónvarpsefni. Þó er rangt að líta á baráttu gegn slíkum útlendum vágestum sem þjóðernisstefnu. Andstaða okkar gegn hcr, her- sjónvarpi og erlendum auðhringum grundvallast ekki á því að þessi íyrirtæki eru útlend, heldur hinu, að þau eru vágestir. Við berjumst ekki á móti bandarískri heimsvaldastefnu vegna þess að hún er bandarísk, heldur vegna hins að hún er heimsvaldastefna, sem hneppir þjóðir í ánauð og hlýtur að teljast einn höfuðóvinur mannkyns í sókn þess til friðar og hamingju. Við lítum ekki á andstöðu gegn erlendri íhlutun í íslensk málefni sem þjóðernisstefnu, hins vegar er þjóðern- isvitund einn af þeim þáttum í hugarfari okkar sem vekur okkur til gagnrýnnar umhugsunar um slika 4 — STÚDENTABLAÐIÐ íhlutun. Niðurstaða okkar verður ekki þjóðremb- ingur gagnvart öllum útlendingum, heldur and- staða gegn heimsvaldastefnunni í hvaða mynd sem hún birtist. Það er til marks um afskræmingu íslenskrar þjóðarvitundar að stór hluti þjóðarinnar finnur ekkert athugavert við veru bandarísks herliðs og erlendra auöhringa á Islandi. Þeir eru jafnvel ófáir sem sækjnst eftir því að halda forheimskun og kaldastríðsáróöii kanasjónvarpsins. Þetta hernám hugans er í sjálfu sér mun alvarlegri staðreynd heldur en hin erlenda herseta. Því verður ekki lýst á þann veg, að Islendingar séu nú síðri þjóð- ernissinnar. Þau dæmi um hermang hugans ,sem sífellt birtast okkur, síðast í því gengi sem Varið land naut meðal þjóðaiinnar, sýna okkur að menn- ing þjóðarinnar og vitund hennar um sjálfa sig hafa orðið fyrir breytingum. Islensk mcnning er meiri alþýðumenning en tíðk- ast með flestum þjóðum okkur náskyldum. Á ný- liðnum öldum erlendra yfirráða átti hin vanmegn- uga yfirstétt sér hverfandi litla sjálfstæða rnenn- ingu, sem hins vegar var að finna í ríkum mæli á meðal alþýðu. Þessi arfur hefur sett mikinn svip á tuttugustu öldina, og óvíða mun alþýða hafa verið upplýstari en gerðist hér á hinum erfiðu frumbýlingsárum ísleiisks auðvaldsskipulags, og er það ástand ekki síst að þakka róttækum mennta- mönnum, sem höfðu skilning á kjörum og félags- háttum alþýðu manna. Sviptingar heimsmála og íslensks þjóðfélags hafa breytt þar miklu um. Stríð, stríðsgróði og vaxandi auðlegð hafa breytt mjög ástandi íslenskra menn- ingarmála, í íslenskt þjóðlíf hefur hafið innreið sína bandarísk og evrópsk fjöldamenning, sem mjög er ólík íslenskri alþýðumenningu, enda sprottin upp við aðrar aðstæöur, ekki hina félags- legu nálægð sveitaheimila og sjávarjxxrpa, heldur hið ópersónulega morþjóðfclag, þar sem menning- 'in er löngu orðin söluvarningur, sem lýtur mark- aðslögmálum. Sú menning er firrt í eðli sínu, hún byggir á firringu, og hún er firrandi. Slík menn- ing hefur flust hingað til lands með vaxandi snert- ingu við aðrar þjóöir. Þó hefur það hiklaust haft úrslitaáhrif að í rúm þrjátíu ár hefur slík menn- ing, hinn auðviröilegasti hluti hennar, átt aðsetui við bæjardyr íslendinga, í herstöðvunum og þeirra fyigilið'. Þessi menning hefur reynst sigursæl, hún STÚDENTABLAÐIÐ 6. tbl. 1974. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands Ritstjórl: Gestur Guðmundsson (ábm.) Útgáfustjórn: Stjórn S.H.I. Verð l lausasölu: 50 kr. Áskrlftargjald er kr. 400 á árl. Auglýsingasimi: 15959. ■jnSAci Prentsmiðja Þjóðvlljans. hefur getið af sér íslensk afkvæmi (samanber skemmtiþætti íslensks sjónvarps), þrátt fyrir við- nám menntamanna og stórs hluta alþýðu manna. Þessi fjöldamenning á sér jarðveg í íslenskri þjóð- félagsþróun, þar sem hagvöxtur og lífsgæðakapp- hlaup hafa heltekið þegna og stofnanir þjóðfé- lagsins. Á síðustu árum hefur myndast hugarfar, sem kalla mætti nýja þjóðernisvitund. Meðal þátta þess hugarfars er vitneskjan um það að Islendingar eiga sérstæða sögu og sérstætt land, sem hægt er að gera að söluvarningi. Til dæmis má lokka hingað vel efnum búna túrista út á sögu lands og þjóðar, eftir að búið er að útvatna hana sæmilega. Annar þáttur hinnar nýju þjóðernisvitundar er vitneskjan um það að við tilheyrum vcsturhveli jarðar, eigum erfðafræðilega og landfræðilega samstöðu með t.d. Bandaríkjamönnum og Norðmönnum. Þessi vitn- eskja leiðir svo að þeirri niðurstöðu að við eigum hagsmunalega samstöðu með höfuðríki heimsvalda- sinna og fylgifiskum þess. Þessi þjóðernisvitund er skilgetið afkvæmi þeirr- ar menningar sem hér hefur dafnað í skjóli stríðs- gróða og hersetu. Hún er jafnframt jarðvegurinn sem illgresi á borð við Varið land á vaxtarmögu- leika í. Það er löngu kominn tími til að spyrna við fótum. Á Islandi er þörf fyrir menningarbaráttu, ef þjóðin á ekki að vera eilífur halaklepri hcims- valdastefnu og menningarlegrar niðurlægingar. Það þarf að berjast fyrir heilbrigðri þjóðerniskennd, sem metur menningararf þjóðarinnar mikils, án þess að það leiði til þess að menn telji Islcndinga meira virði en annað fólk. Það verður að endur- vekja hinn alþjóðlega tón íslenskrar menningar, þann tón sem var helsta prýöi þcirrar mcnningar- legu vakningar sem hér átti sér stað á fyrri hluta aldarinnar og á sína glæstustu fulltrúa í rauðum pennum. Þjóðfélaginu verður ekki breytt, það sem áunnist hefur verður ekki varið. nema almenn viðhorfsbreyting eigi sér stað. Og það kostar bar- áttu. \ i

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.