Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Side 5

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Side 5
Bernhöft bakari kenndi íslend- ingum að nota hjólið árið 1834 Björn Þorsteinsson sagnfrœð- ing þarf vcentanlega ekki að kynna fyrir lesendum Stúdenta- blaðsins. Hann hefur unnið mik- ið starf að rannsókn íslenskrar sögu og ritað fjölda bóka. Björn er nú prófessor í sagnfrœði við Háskóla íslands. Oft er skírskotað til fortíðar- innar í íslenskri umrxðu. Er þessi skírskotun eitthvað meira en orðin tóm, eitthvað annað en áróðursatriði? Það er ávallt um að ræða víxlverkan milli fortíðar og nú- tíðar. Við íslendingar og flestar þjóðir höfum leitað í fortíðina að réttlætingu á nútíðinni. Það er tiltölulega nýtt hér á landi að menn rannsaki söguna án þess að setja sér meira eða minna meðvituð pólitísk mark- mið. Hvert er til að mynda framlag sagnfræðinga tii rann- sókna á 19. og 20. öld, sem auðvitað skipta okkur aðalmáli? Þess er ekki að vænta að við fáum hjá Pétri og Páli á þjóð- hátíðarári eitthvert uppgjör við fortíðina, þegar Háskóla íslands hefur láðst að gera það. Er það sem sé þín skoðun að við höfðum verið fullir for- dóma þegar við höfum rann- sakað fortíðina? Á 19. öldinni yoru íslend- ingar eins og flestar aðrar þjóð- ir mjög fortíðarbundnir, róman- tískir hetjudýrkendur. Við sótt- um til fortíðarinnar það sem okkur kom best að gagni í sjálfstæðisbaráttunni. Hér átti mönnum að hafa vegnað vel á svonefndri þjóðveldisöld — sem ég vildi frekar kalla goða- veldisöld. Hún var gerð að rómantísku hetjutímabili og skuldinni síðan skellt á einok- un Dana fyrir það sem ilía hafði gengið. Okkur átti að hafa vegnað vel meðan við vorum sjálfstæðir, en síðan liðum við undir erlendri kúgun. Þetta er auðvitað afskaplega yfirborðs- kennd skýring á flóknu, sögu- legu vandamáli. Menn hafa að mínu viti veigrað sér við að horfa raun- sæjum augum á 19. og 20. öldina og endurskoða sjálfstæðis- baráttuna. Hún var að miklu leyti í því fólgin að stórveldin voru að brjóta upp danska rík- ið. NATO er að nokkru leyti stofnað 1814. Þá var a. m. k. girt fyrir svonefnda útþenslu- stefnu Rússa á vissum svæðum. ísland lá orðið á ensku yfir- ráðasvæði og var gert að veði fyrir því að Danir yrðu þægir en þeir höfðu haft alls konar samvinnu við Rússa áður. Við dugum hins vegar ekki sem veð lengur. Menn vilja oft loka augun- um fyrir samtímanum. Við get- um tekið sem dæmi þegar ýms- ir menn, þ. á m. prófessorar hér við háskólann ganga fram fyrir skjöldu, að mínu áliti sem ginningarfífl fyrir CIA eða þá af því að þeir eru almennt truflaðir, til að safna undirskrift- um um áframhaldandi herstöðv- ar hér á landi. á sama tíma og herstöðvar skapa tortíming- arhættu en ekki vernd En her- stöðvarnar á Reykjanesskaga eru eins konar deyfilyf fyrir ákveð- inn hóp manna sem vili eða reynir ekki að horfast í augu við vandamál nútímans og breytt viðhorf á fjölmörgum sviðum. HULDUSVEINNINN JÓNAS Frumherjar sjálfstceðisbarátt- unnar höfðuðu oft til fortíðar- innar. Heldur þú að það hafi átt hljómgrunn meðal fólksins? Við lifum alltaf í einhverri förtíð, bæði nálægri og fjar- lægri. Sagan er vinsæl, og yrði eflaust vinsælíi ef sögukennar- ar væru bannaðir. Sögulegar kvikmyndir, sögulegir rómanar, þetta eru metsöluvörur. Eins þykja fornleifarannsóknit ávallt mjög spennandii, bæði hér og annars staðar. Þú telur að sú mynd sem nítjánda öldin gerði sér af fortíðinni hafi verið fegrun á henni, eða er ekki svo? Á fyrri helming nítjándu ald- ar áttum við einstakan huldu- svein og snilling, raunvísinda- manninn Jónas Hallgrímsson. Hann bjó til það ísland sem við lifum og hrærumst í. Frægasta vísindalega skýrsla, sem skilað hefur verið hér á íslandi, er Fjalíið Skjaldbreiður eftir Jónas. — Sá sem gerir slíka hluti er auðvitað alls ekki af þessum heimi og auðvitað ekki heldur hans ísland farsælda frón. þá forfeður vorir á þjóðveldis- öld? Vcentanlega hafa þeir gert sitthvað fleirá en að slást? Frá söguöld eru engin hern- aðarmannvirki til, svo að vitað sé nema Borgarvirki e. t. v. Sögualdarbærinn er þannig gerð- ur að nokkrri sveinar gátu geng- ið frá öllum íbúum hans. Það eru einar dyr á kannski 30 m. löngu húsi. Eftir því sem við vitum, virðist það hafa verið sögualdarmönnum fjarlægt að hugsa hernaðarlega. Lífskjörin virðast hafa verið góð, eftir þvl sem þá gerðist, og allgott mannlíf allt fram á þrettándu öld, en þá voru vaxt- armöguleikarnir að veru legu leyti þrotnir — landið fullnýtt að óbreyttum aðstæðiun. Það urðu engar tækniframfarir. — Ég held að Bernhöft bakari hafi kennt íslendingum um 1834 að hagnýta sér hjólið sem flutninga- tæki. — Landið gekk úr sér. Skóg arnir eyddust og um leið lækkar hitastigið niður við jörð- ina, þannig að frostið skemmdi gróður. Landeyðingin var stór- felld og ég tala um litla ísöld á 17. og 18. öld, sem eldfjöíl kyntu undir af djöfulmóð. Það var ekkert afl á himni eða jörðu sem gat í slíku tíðar- fari bjargað þjóðinni frá stór- áföllum. Við sjáum best hvern- ig fólki hefur vegnað með að líta á mannfjöldatölur. Hér liafa búið um 60 þúsund eða rúm- lega það þegar best lét, á há- miðöldum eða fram undir 1300. Um 1700 er mannfjöldinn rúm- lega 50 þúsund, og er kominn niður í 40 þúsund um 1890, en á 18. öld fjölgaði öðrum þjóð- um um helming. Þetta stafar ekki af danskri einokun. Einok- un var alls staðar, hún var kerfi á 17. og 18. öld, og fólki fjölg- aði þar þrátt fyrir einokun. Enda voru eftirmæli einokunn- ar hér m. a. á þessa leið: „Fríhöndlunin oss drepur Dana, drengjum engum líst á hana." SJÁLFSTÆÐI OG SAMGÖNGUÖRÐUGLEIKAR Hvers konar stéttaskipting er hér fyrst eftir landnám, er hún innflutt eða að einhverju leyti heimatilbúin? Hún er auðvítað innflutt eins og mannlífið. Landnámsmenn komu siglandi með eignarrétt- inn eins ag aðra búshluti. Á landnámsöld varð hér til all- fjölmenn stétt sjálfseignarbænda eða sjálfseignarætta, sem ráða hér, t. d. á tíundu öld. Eru þá einhver tengsl á milli þess að eignin flyst á fáar hend- m og hins að sjálfstceðisvið- leitnin dvín? Það er mjög erfitt að tala um sjálfstæði á miðöldum, því að okkur hættir til að rugla því saman við hugmyndir nútímans. Sjálfstæðishugtakið er ekki svo þroskað þá. Snorri lætur Hræ- rek blinda segja í Heims- kringlu að Norðmönnum þótti allgott að vera undir erlendum furstum, því að þeir sátu fjarri og vönduðu lítt um siðu manna. Ég geri ekki ráð fyrir að mönn- hafi fundist samningurinn 1262 vera neinn uppgjafarsamningur. „Skal" og „skulu" eru einkenn- isorð Gamla sáttniála, og það eru bændahöfðingjarnir íslensku sem skipa fyrir. Þeir vilja ná friði og íslenskum lögum og Rætt við Björn Þorsteins- son, prófessor, um sjálfstæðis- baráttuna og hlutverk sögunnar í samtímanum fá auknar siglingar. Siglinga- þörfin óx, er bændahöfðimgjar og kirkja fengu auknar tekjur af jarðeignum, og þurftu að koma þessum tekjum í verð. Þó var ísland að mestu leyti sjálfsþurft- arþjóðfélag fram á 15. öld, eins og yfirleitt öll önnur lönd í álf- unni. Siglingatækni Skandinava var afskaplega frumstæð langt Framhald á 6. síðu. Kolbeinn Árnason: Saga íslenskrar stéttabaráttu (I) STUDENTABLAÐIÐ — 5 4 *

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.