Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 6
Háskóla hlands Árleg skráning stúdenta hefst 2. september n.k. og lýkur 30. sama mánaðar. Stúdentar eru ein- dregið hvattir til þess að skrá sig snemma og bíða ekki síðasta skráningardags eins og alltof margir hafa gert undanfarin ár. Öll úrvinnsla og skipulagning verður auðveldari þegar tímanlega er mætt til skrásetningar. Rætt við Björn Þorsteinsson Framhald af 5. síðu. íram á 15. öld. Við geturn sagt að það hafi verið afrek að menn gátu numið land í útsæn- urn á opnum farkostuim, en þeir sigldu ekki nema rétt um há- sumarið og bara aðra leiðina á sumri. Víkingaaldarskip hafa alls ekki dugað að mínu viti til neinna stórflutninga, og bylting í siglingatækni verður í byrjun 15. aldar, þegar Englendingar komu hingað. Landnám íslands markar auðvitað tímamót í siglingasögunni. Þá var fyrst siglt, navígerað yfir úthafið. Ég veit ekki betur en ís- lendingar hafi verið mjög sjálf- stæSir allar miðaldir. Þeir settu konungum sínum alltaf skilyrði og reyndu að tryggja nauðsyn- legustu siglingar, eftir því sem tæknin hrökk til, en íslending- ar gátu ekki annast þasr sjálfir. Hvenœr lýkw þá miðöldum á lslandi? Við getum sagt að þeim Ijtiki" dálítið snöggt með fyrsta her- leiðangrinum til landsins, þegar 'Ögmundur biskup var tekinn árið 1541. Þá urðu siðaskipti og breytt konungsvald í Evrópu, og Danir og Norðuriandamenn höfðu tryggt sér tækni tímans. ÞEGAR ÖLL FJÁRLÖG HLJÓÐUÐU UPP Á MENNINGU Verður þá ekki til allmikill mennmgarmunur milli alþýð- unnar annars vegar og danskrar og hálfdanskrar yjirstéttar hins vegar? Einhver munur verður. En því má ekki gleyma að Danir og danskir konungar snobbuSu fyrir íslenskri menningu. Þagiar siða- skiptin voru innleidd í Dan- mörku og Noregi, þá var Biblí- an gefin út í 3000 eintökum, að því er mig minnir, handa norska ríkinu, en Guðbrandur Þorláksson fékk styrk, 1000 ríkisdali, til að gefa út 500 ein- tök á íslensku, og þetta er glæsilegasta bók, sem gefin hef- ur verið út hér á landi til þessa, enda samsvarar styrkurinn sem veittur var til útgáfunnar um 10 milljónum króna í dag. Yfir- stéttin hér eða Danir kröfðust þess aldrei að íslendingar töluðu dönsku. Það kom aldrei til mála þegar alþingi hófst að nýju að þar yrði talað annað en íslenska, — konungsfulltrúa leyfðist að tala dönsku. Þú vilt sem sé ekki fallast á að hér hafi ríkt mikil menning- arleg niðurlœging á tímum ein- veldisins? Nei, en það verður mikil breyting við siðaskiptin. Fjárlög íslenska ríkisins á miðöldum - h4jóð«ðu-^ll~*pp».á-,menningu, runnu að langmestu leyti til kirkjunnar. Menning okkar er nær öll frá kirkjum komin. Þá voru klaustrin skólar og bóka- gerðarstofnanir, og handrkin er flest hægt að rekja til þeirra. En við siðskiptin urðu klaustr- in tekin beint undir konungs- valdið og gerð að innheimtu- stöðvum fyrir það. Meira að segja voru tekjur biskupastól- anna skertar. Við siðskiptin er nokkur híuti þessara tekna tek- inn undan, og við látnir taka þátt í almennum kostnaði við ríkisheildina, hernaðarútgjöld og öðru. Áður var skatturinn lág- ur og lenti að miklu leyti í höndum íslenskra umboðsmanna. Að mínu viti voru íslendingar ekki skattpíndir af konunigsvald- Inct fyric siðaskiptín, enda var það efeki hægt tæknikga, vegna siglingamia. Að þínu mati var hér aldrei um að rceða menningarlega niður- lœgingu af hálfu Dana. Samt töldu talsmenn sjálfstœðisbarátt- unnar á nítjándu öld að svo hefði verið. Þeir vildu gera upp við þennan tíma og litu þá mjög aftur til fjarlœgrar fortíð- ar. Á nítjándu öld eru menn að berjast fyrir breyttu stjórnar- fyrirkomulagi, miðað við það hálfgerða lénsveldi sem áður ríkti. Það var ekkert sérkenn- andi fyrir íslendtoga að verða fornaldardýrkendur, það voru Danir líka og Þjóðverjar. Menn höfSuðu til fyrri tíma út frá þeirri vitneskju sem þeir höfðu um þá. AFMÆLISHÁTÍÐ En hefur það einhverja þýð- ingu, nú á okkar skynsemdar- tímum að höfða til fortíðarinn- ar, til da^mis í okkar eilífu sfálfstœðisbaráttu? Fortíðin verður lifandi á með- an við búum hér með íslenskan veruleika allt í kringum okkur. Þá höfðar það til okkar hvern- ig mönnum vegnaði á hverjum tíma. Þess vegna erum við menn að viS höfum eitthvert minni og meira aS segja langminni, sem viS búum okkur til meS alls konar lestri og lærdómi. Nú hafa íslenskir stjórnmála- menn reynt að höfða til ein- hverrar þjóðlegrar uarfleifðar Þannig hefur verið reynt að sýna fram á að á Þjóðveldisöld hafi ríkt mikil einstaklingshyggja með þjóðinni og eins hitt að þá ha.fi félagshyggjan verið allsráð- andi. A það einhvern rétt á sér að höfða á þann hátt til fortíð- :arinnar? Á ekki allt tilverurétt sem hægt er að nota? Engin þjóð hefur efni á því að eitthvert tímabil hennat slitni úr tengsl- um við nútíðina. Hins vegar er þaS frálekt, ef viS ætlum að fara að byggja upp sósíalískt eða kapítalískt þjóðfélag, að leita að fordæmi aftur í öldum, áður en sósíalismi eða kapítal- ismi var til. Nú er þjóðhátíð fyrir dyrum. Getum við vœnst þess að hún verði eitthvað annað en sktaut- sýning? Við stöndum kannski dálítið illa að vígi núna, þar sem mark- miðið er ekki annað en að halda hátíð. 1874 voru íslendingar að uppgötva sjálfa sig, að þeir væru einhver „þjóð". Þetta var þeim HOLAR? SETNING PRENTUN OFFSETPRENTUN BÓKBAND HÓLAR HF. Bygggarði - Seltjarnarnesi Símar 24216 - 24217 - Pósthólf 7014 nýtt, að koma saman, og stjórn- arskráin er eitt stórmerkasta skref sem stigið er I okkar sögu. Ég lít á Alþingishátíðina 1930 sem eins konar opnunarhátíð fyr- ir fullvalda ríki. Hingað var boðið fulltrúum annarra þjóða eins og til að sanna að hér væri orðið til f ullvalda ríki. Lýðveldishátíðin hefur líka aug- ljóst markmið. En 1100 ára afmæli er fyrst og fremst afmælishátíð. Hún er líka öðrum þrasði einhver áróð- urshátíð, útávið, t. d. vegna landhelgisdeilunnar. Þú hefði kannski kosið það heldur að hátíðin hefði verið tengd einhverjum áþreifanlegum áfanga, s. s. brottvísun banda- ríska herliðsins? Já, en þá hefði þurft að setja það fram áður. Þar tókst ekki betur til en til var stofnað. Ýmsir hefðu heldur kosið að hátíðin hefði verið tengd ein- hverjum áþreifanlegum aðgerS- um. Þannig hefði verið gaman ef við sagnfræðingar hefðum lagt saman í að gera upp t. d. sjálf- stæðisbaráttuna. En þú vilt sem sé ekki meina að þessi þjóðhátíð tengist nein- um sögulegum tímamátum. Nei, hún er bara afmæli og vonandi ánægjuríkt afmæli! Viðtalið átti gg Ferðirnar brugðust Framhald af forsíðu. • *. -i bil 25 sínefélagar höfðu skráð sig í ferðina. Allir þessir samningar voru munnlegir, en hvort sem um er að kenna reynsluleysi í bísn- ess eða einhverju öðru, vildi Sínestjórnin treysta því að staðið yrði við gefin loforð. Örfáum dögum áður en ferðin skyldi farin sögðu svo þeir Sunnumenn, að af henni gæti ekki orðið. Sú ástæðan sem gefin var fyrir því að ferðinni var af- lýst var sú að hópurinn væri of lítill, hann gæti ekki fyllt vélina. Samkvæmt reglum um slíkar hópferðir má aðeins fara með einn hóp í hverri ferð. Væri þetta allt saman gott og Saga íslenskrar stéttabaráttu (framhald) Ibí&ól-FUÍt ft£JÞÞlíK MJcK '¦¦jKAUAQ/SAMAlH H&HJNÍIHA -O&S/CUCOM 1/tÐFAflAÓr H&FNA HJÖLLA blessað, ef Sunnu-forstjórinn hefði ekki sagt stjórn Síne, að hægt væri að fljúga með náms- mennina ásamt öðrum hópum. Stjórn Síne hafði unnið mikið starf að því að tryggja þessar ferðir, kynna þær með- al námsmanna erlendis og taka við pöntunum. Jafnskjótt og Ijóst var að ekki yrði af Sunnuferðinni hófst stjórnin handa og tryggði far hjá Flugfélaginu fyrir hluta hóps- ins og tókst þannig að firra mestu vandræðunum. Þau ó- þægindi sem námsmenn erlend- is urðu fyrir hljóta að skrifast á reikning ferðaskrifstofunnar, því að mistök Sínemanna liggja í því einu að treysta þeim loforðum sem gefin höfðu verið. Stúdentar hljóta að draga þá lærdóma af þessum viðskipt- um, að ekki megi lengur hika við að hefja undirbúning að sjálfstæðum ferðarekstri stúd- enta. Á formannaráðstefnunni í Færeyjum, sem haldin var áður en úrslit lágu fyrir í Síne- fluginu, áttu formaður og gjaldkeri Stúdentaráðs viðræð- ur við forystumenn norrænu stúdentasambandanna um ferðamál. Buðu þeir fram að- stoð sína við að tryggja ís- lenskum stúdentasamtökum þátttöku í hinum geysiöfl- uga ferðaskrifstofurekstri stúd- cntasambandanna á Norður- löndum. Er heldur ekki seinna vænna að hefja undirbúning að ferðaskrifstofurekstri næsta ár, þar sem mörg Ijón eru á veginum, s.s. strangar reglur um ferðaskrifstofur og leigu- flug. gg 6 — STÚDENTAB' AÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.