Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Qupperneq 7

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Qupperneq 7
Frönsk stúdentahreyfing Framhald af baksíðu. skóladeilda. Landsþing er árlega, á því næsta vonast þeir til að hafa 200 fullrúa. Hver starfs- nefnd heldur mánaðarlega fundi, hefur stjórn og tilnefnir fulltrúa á landsþing. í landsstjórn (na- tional bureau) UNEf (rue Soufflot) eru 16 meðlimir en sex í yfirstjórn. Fjórar fastanefnd- ir starfa, menningarmálanefnd, háskólanefnd, nefnd um tengsí við ríkisvaldið og utanríkisnefnd. Sambandið gefur út staðbund- in blöð en samþykktir lands- eru þrykktar jafnóðum. UNEF (rue Soufflot) lítur á sig sem stéttarfélag. UNEF (rue Soufflot) harm- ar þann klofning sem orðið hefur og telja hann sök kom- múnistaflokksmanna, sem ekki hafi unað því að vera í minni- hluta í sambandinu. Telja þeir hina litlu þátttöku í kosning- um til stjórnar háskóla (6— 7%) sönnun um fylgisleysi kommúnista. Talsmenn UNEF (rue Soufflot) s egjast berjast fyrir sameiningu sambandanna. UNEF (rue Soufflot) 'hefur barist gegn áðurnefndu frum- varpi um aðgöngutakmarkanir og lagt mikla vinnu í að upp- lýsa stúdenta um afleiðingar af löggildingu þess. Þá berst sam- bandið gegn því að gera skól- ina að einkaskólum og hyggst á næstu misserum leggja aukna áherslu á bætta fjárhagslega af- komu stúdenta og standa gegn öllum kjararýrnuoum, s. s. hækkuniun á matarverði. Sam- bandið tók ekki afstöðu til ný- afstaðinna forsetakosninga, en lagði mikla vinnu í að upplýs* stúdenta um afstöðu frambjóð- endanna til einstakra vanda- mála. UNEF (rue Soufflot) er ekki í beinum tengslum við önnur samtök, að sambandi kennara og starfsfólks háskóla undan- skildu. Það telur að stúdenta- samtök ættu að vera óháð pólitískum flokkum og ríkis- valdi (ættu t. d. ekki að taka þátt í stjórnun háskóla). Hins vegar vildi sambandið gjarna hafa góð tengsl við verkalýðs- hreyfinguna, en telur að tengsl bæði UNEF (rue de Provence) og CGT við kommúnistaflokk- inn valdi þvergirðingshætti verkalýðssambandsins við UNEF (rue Soufflot). Gamla sambandið sem UNEF (rue Soufflot) telur sig vera, var í IUS, en að sögn forráða- manna UNEF (rue Soufflot)) voru þeir einangraðir og hrakt- ir þaðan út eftir að þeir kröfð- ust þess að IUS mótmælti inn- rásinni í Tékkóslóvakíu. Eitt af baráttumálum þess nú, er al- þjóðlegt stúdentasamband sem væri lýðræðislegt og starfaði á grundvelli háskólamála. Stúd- entar hafi alls staðar við sömu vandamál að etja, svo sem tak- markanir á aðgangi, og alþjóð- Ieg samvinna ætti að grundvall- ast á samstöðu gegn slíkri aft- urhaldspólitík. Klofningur af annarlegum orsökum? Hér skal ekki lagður neinn dómur á þessi tvö sambönd, enda skortir greinarhöfund forsendur til þess. Hitt er ljóst að við megum ýmislegt af reynslu franskra stúdenta læra. Ekki er ólíklegt að við eigum eftir að eiga í höggi við svip- uð afturhaldsöfl og franskir stúdentar, í enn ríkari mæli en nú er. Það blasir við hverjum og einum athuganda að klofning- ur franska stúdentasambandsins er baráttu þarlendra stúdenta til mikils trafala. Samtökin eyða miklu af tíma sínum og orku í að berjast hvort gegn öðru. Það gefur máski vísbendingu um það hvílíkum árangri sam- emið frönsk stúdentahreyfing myndi ná, hve vel heppnaðar og árangursríkar aðgerðir innan einstakra deilda oft eru. Stefnu- lega séð skilur ekki margt á milli sambandanna, en þau greinir á um það á hvaða grundvelli starfa beri. Það er einnig augljóst, að klofningur stúdentasambandsins er í fullu samræmi við ástandið á vinstri kanti stjórnmálanna. Kommúnistaflokkurinn — Nýlendustefna Breta Framhald af blaðsíðu 2. andi stétt var nú ógnað, en til þess að halda aðstöðu sinni var fluttur inn í landið fjöldi hermanna frá Bretlandi, til þess að leggja lögreglunni lið. Við þessar aðstæður óx I.R.A. fiskur um hrygg í varn- arstríði kaþólskra verkamanna. Á fimm til sex síðustu árum hefur hreyfingin eflst meir en nokkru sinni. Hún sinnir ekki lengur baráttuaðferðum sjálfs- varnar í stríðinu við breska herinn. Styrkur I.R.A, lýsir sér í skipulögðu byltingar- starfi með vopn á lofti í á- hlaupaskyni. Hin þröngsýna þjóðernishyggja, sem kæfði hreyfinguna um aldamótin ræður engu. I seinni tíð er byltingarstarf I.R.A. afleiðing breskrar nýlendustefnu og svar við undirokun verkalýðsins. Hreyfingin er ekki lokaður söfnuður rétttrúaðra heldur höfða markmið hennar til verkalýðsins í heild, að hann sameini krafta sína og koll- varpi drottnandi valdhöfum. Ríkisstjórn Suður-lrlands hef- ur I.R.A. gagnrýnt harðlega, en í því landi ríkir svartasta afturhald reiðubúið til sam- vinnu við Breta og valdhafa N-írlands til þess að bæla nið- ur I.R.A. með öllum tiltæk- um ráðum. Takmark I.R.A. er að steypa valdhöfum í norðri og suðri af stóli, markmið hreyf- ingarinnar er sameinað sósí- alískt lýðveldi á Irlandi. Skæruliðar hreyfingarinnar hafa verið úthrópaðir öfga- sinnar, hryðjuverkamenn af kjaftamaskínu borgaralegu pressunnar, þeir sýni hvorki mannslífum né mannvirkjum viðhlítandi tillit. Skæruliðar I.R.A. eru vafalaust harðir í horn að taka og svífast einsk- is þegar því er að skipta I átökum við arðræningja og kúgara alls þorrans. Irski lýðveldisherinn I.R.A. hefur helgað baráttu sína mál- stað byltingar og starfið hróp- ar á stuðning um allan heim. Dagný Þorgilsdóttir og Jón Bcrgsteinsson sneru. (PCF) er risinn á franska vinstri vængnum. Flokkurinn er afar vel skipulagður, og fransk- ur verkalýður fylgir honum að meirihluta til, frægur fyrir stétt- vísi sína og byltingttrvilja. Þá hefur flokkurinn átt góða full- trúa meðal franskra hámenning- ar, og sett svip sinn á menn- ingar- og skólalíf. Á síðustu ár- um hafa færst í vöxt árásir á kommúnistaflokkinn. Hann er ásakaður um rússadindil- mennsku, andbyltingarsinnaða endurbótastefnu og hrein svik við „næstumbyltinguna" 1968. Á vinstri kantinum hafa sprottið upp ótal hópar, sem eiga sammerkt f jandskap við kommúnistaflokkinn, en bítast af engu minni heift innbyrðis. Eru þetta trotskistar, maóistar og anarkistar af ýmsum gerð- um, og njóta sumir þessara hópa allmikils fylgis, einkum meðal menntamanna, en einnig meðal verkalýðsins. Þannig fengu tveir trotskistaframbjóð- endur í fyrri umferð forseta- kosninganna samanlagt um 3 —4 % atkvæða. í þessum pólitíska sirkus láta stúdentar mjög að sér kveða, og er vart að furða að þeir séu jafnframt klofnir í stéttarfélög- um (þegar sama ástand er í verkalýðshreyfingunni, þrjú eða fleiri sambönd). Hins er vart að vænta að þessi klofningur leiði til þess að baráttuafl stúd- enta nýtist að fullu, og veitti þó ekki af, þegar afturhaldið fremur án afláts nýjar árásir á þá. (Þessi grein er afrakstur ferð- ar á vegum Verðandi, með nokkrum styrk Stúdcntaskipta- sjóðs. Þakkir skulu færðar Viðari Víkingssyni og Berki Bcrgmann, námsmönnum í París, fyrir öflun sambanda og aðstoð við túlkun. Sérstakar þakkir skulu færðar Philippe Plantagenet, varaformanni ut- anríkisnefndar UNEF (rue Soufflot), og Joseph Ben Kcmoun, ritara UNEF (rue Provence), sem leystu greið- lega úr spurningum mínum.) Gestur Guðmundsson. MÁLAR AMEIST ARINN N0RD7 LAKKOG VÖRUR VERSLUNIN MÁLARAMEISTARINN Grensásvegi 50, sími 84950 STÚDENIABLAÐIÐ — 7 MÁLNINGAR- FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Stúdenfaheimilinu (uppi) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9—12,30 og 13-17 Stúdentar athugiS! Umsóknarfrestur fyrir garðvist rennur út 10. ágúst næstkomandi. Félagsstofnun stúdenta. t t

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.