Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 8
Frönsk stúdentahreyfíng Franskir stúdentar eru yfirleitt vinstri sinnaðir. Vinstri hreyfingin franska er hins vegar klofin í marga flokka og hópa, og endurspeglast það ástand í því að tvö stúdentasambönd starfa á meðal franskra stúdenta. Bæði gera þau kröfu til þess að vera viðurkennd sem fulltrúi stúdenta, þau leiða á víxl baráttuna í háskólunum, sem er mikil og við- burðarík í Frakklandi, landi afturhaldssamrar fá- mennisstjórnar og ríkrar byltingarhefðar á meðal fjöldans. Ástand franskra mennta- mála cr að mörgu leyti hið aumlegasta. í enn ríkari mæli en t. d. hérlendis er æðri mcnntun þar forréttindi hinna betur efnuðu, þar sem styrkir eru fáir og lágir. Engu að síð- ur cru „forréttindaseggirnir" oft óanægðir með skólana, og er andóf franskra stúdenta löngu heimsþekkt. Franska aft- urhaldið, persónugervt í De GauIIc, Pompidou og Giscard d'Estaing, hefur nú á síðustu árum gert hverja atlöguna á fætur annarri til að gera há- skólana að snurðulausum tann- hjólum í auðvaldskerfinu. Franska stjórnin hefur Jengi gælt við þá afturhaldssinnuðu hugmynd að breyta háskólunurn úr ríkisskólum í einkaskóla, en það myndi augljóslegi leiða til aðlögunar skólakerfisins að hagsmunum auðvaldsins, í enti ríkari mæli en nú er. Jafnframt yrði eflaust ókleift fyrir af- kvæmi lágstéttarfólks að stunda nám í slíkum skólum (skóla- gjöld o. s. frv.). Franskir stúd- entar þykjast nú sjá ýmis teikn á lofti um að framfylgja eigi þessu margyfirlýsta stefnnmiði afturhaldsins. Þannig er mennta- málaráðherrann ekki lengur kenndur við ríkismenntun (edu- cation nationale), heldur heitir nú „minister d'education". Við núverandi aðstæður geta franskir stúdientar hafið nám í nær öllum deildum háskóla og hliðstæðra skóla, að afloknu stúdentsprófi. Stjórnin hefur um all nokkra hríð áformað að tak- marka aðgang að einstökum eða ölJum deildum. í læknadeildum hefur þegar verið gripið til „Numerus Clausus", athæfis sem er óafsakanlegt með öllu með- an svo gífurlegur lækmskort- ur ríkir í Iandinti áð þar_ eru fleiri sjúklingar á hvern lækni heldur en á Spáni! Álíta stúd- entar þar vera um að ræða tilraunk eins starfshóps (lækna) til að halda framboði í lágmarki og skapa þannig skilyrði fyrir uppsprengdurn launum. f vor sem leið lagði þá- verandi mentwamálaráðherra, Fontanet fram frumvarp um inntökutakmarkanir í öllum deildum. Sem dæmi um um- fang þessara áformuðu tak- markana má nefna að um það bil 80% nýstúdenta hafa áhuga á að kenna við gagn- fræðaskóia, en frumvarpið gerir ráð fyrir að aðeins 10% þeirra verði gagnfræðaskólakennarar. Takmörkunum þessum átti að framfylgja með inntökupróf- um og síuprófum á öllum stig- um. Ástandið er vægast sagt slæmt núna, þar sem 20% stúdenta hverfa frá námi, en samkvæmt áætlunum á að hindra helming þeirra frá því að ljúka háskólanámi. Frumvarp Fontanets varð ekki að Jögum á þessu vori vegna skyndilegs fráfalls Pompidou („megi beinkröm sú og gyllin- æð sem urðu honum að aldur- tila vera tákn um fjörbrot auð- valdsins, innviðir þess hrynji og það kafni í eigin skít" — stúdent í Paris) og. nýrra kosninga. Fontanet sjálfur veðjaði á rangan hest í kosn- íhigunúm, gáull'istan Chaban- Delmas, og hlaut ekki náð fyr- ir augurn sigurvegarans Giscard d'Estaing. í kosningaherferðinni þótt- ist Giscara andvígur inntöku- takmörkunum, en öll þróun menntamála í Frakklandi stefn- ir í þá átt. Þannig eru skornar niður fjárveitingar til Jistaskóla og húmanískra háskóladeilda, svo að fækka verður kennurum og alls ekki er hægt að veita nem- endafjöldanum viðhlítandi kennslu. Þó eru það þessar greinar sem aflað hafa franskri menntun viðurkenningar um all- an heim, fyrir gæði. Ástandi franskra menntamála má líkja við stöðugt neyðar- ástand. Fleiri hundruð manns sækja saman fyrirlestra eða eiga að njóta handleiðslu sama myndlistarkennara. Áformaðar eru stórfelld&r hækkanir á mat- arverði til stúdenta, meðan 60% þeirra þurfa að vinna með námi til að kljúfa það. Með skömmu miliibili berast fréttir um ný áform eða aðgerðir. ríkisstjórnar- innar, sem bitna á stúdentum. Franskir súdentar svara af EXAHEHS ÞAHS löRDRE röggsemi árásum .afturhaldsins Verkföll eru tíð og löng. Skyndifundir og — aðgerðir eru daglegt brauð. Sem dæmi um atburði sem ávallt eru að ger- ast má nefna áform sem nú eru uppi um að loka marokkanska stúdentagarðinum, vegna þess að þar búa fjöimargir stúdentar sem kunnir eru að andstöðu við aft- urhaldsstjórnina í landi sínu. — Áður hefur tveim görðum ver- ið lokað af sömu ástæðum, og hafa íbúar stúdentabæjarins (Cité Universitaire) fullan hug á að koma í veg fyrir að það endurteki sig. Ljóst er að í hönd fer hörð barátta: um afnám ríkismennt- unar, um hinar srórfelldu að- göngutakmarkanir, um stór- hækkað verð á félagslegri þjón- ustu við stúdenta. Franska stúd- enta skortir ekki róttækni, þjálfun og áræðni til slíkrar baráttu, en eitt skortir þá átak- anlega: þ. e. a. s. einingu. UNEF (Union des Etudiants de France) Til skamms tíma vai aðeins eitt stúdentasamband í Frakk- landi. Það tók afstöðu gegn ný- ACHETCZ PLUS HSPROFÍTEHXMiEUX # LEXPAHSiOH CESTPOUREUX Þaimig lita íranskir stiidcntar á hluivcrk prófa. Höfuðmóthverfan. lendustefnu Frakka í Alsír og þróaðist til vinstri upp frá því. Einkum gætti áhrifa sósíalista- flokksins PSU innan þess, en í ¦ kringum stúdentaandöfið 1968 varð breyting á. Þá urðu „gauchistar" (trotskistar, maó- istar o. s. frv.) áhrifamiklir á meðal franskra stúdenta, en áhrif hægfara sósíalista þvarr að sama skapi. Á árinu 1971 varð síðan klofningur í sambandinu. Áður hafði það gerst að UNEF sam- þykkti að taka ekki þátt í stjórnun háskólanna, þar sem slíkt Jeiddi aðeins til þess að stúdentar yrðu ábyrgir fyrir kerfinu. Hluti sambandsins, und- ir forystu kommúnistaflokks- manna, gat ekki unað þessarri ákvörðun og bauð fram, þegar kosið var til stjórnar háskól- anna. Síðan voru á árinu 1971 haldin tvö þing UNEF og klofningurinn orðinn að veru- leika. Menn utan sambandanna kaMa þau gjarna trotskistasam- bandið og kommúnistasamband- ið. Sjálf kalla þau hvort annað þessum nöfnum, en neita að kannast við þau sjálf. Mjög erf- itt er að meta styrk þeirra, þar sem þau virðast njóta fylgis hvort í sínum skólum eða ein- stökum deildium. Þá bítast þau mjög um forystuna í verkföll- um og vegnar ýmist betur. Sam- París í mai '68. böndin sjálf gáfu upp tölurn- ar 50.000 („kommúnistar") og 25.000 (trotskistar") yfir með- limi sína, en franskir stúdent- ar eru um 800.000. Verður hér á eftir gerð grein fyrir starfsemi hvors sambands um sig. UNEF (rue de Provence) er „kommúnista sainbandið". Það Jítur á sig sem hið eina stéttarfélag franskra stúdenta. í hverri hinna 50 háskólaborgara Frakklands er allsherjarþing (Assamblée Générale), og mynda forsetar þeirra allra þjóðarráð sambandsins (Collectif National). í háskóladeildum eru starfsnefndir (Action Com- mittee), sem saman standa af 40 til 100 stúdentum. Til árlegra landsþinga er kosið í borgum, eftir höfðatölu, og sitja þingin um þúsund stúdentar. Þar eru lagðar helstu línur fyrir næsta starfsár, en niðurstöður þing- anna eru ræddar eftir á í ein- stökum borgarþingum og þjóð- arráðinu. A ársþinginu er kos- ið í landsstjórn (National Bureau) sem telur 30 meðlimi. Til að sjá um daglegan rekst- ur aðalstöðvanna er sex manna ráð. UNEF (rue de Provence) gefur út mánaðarlegt blað yfir vetrartímann. UNEF (rue de Provence) leggur sérstaka áherslu á að berj- ast fyrir bættri afkomu stúd- enta, sem hljóta Jítinn sem eng- an stuðning frá ríkisvaldinu, þannig að um 60% þeirra verða að vinna með námi. Þá berst sambandið fyrir bættum kennslu- háttum og gegn ofsóknum yfir- valda gegn skólum og deild- um sem ekki fylgja vilja ríkis- stjórnarinnar og gegin niður- skurði fjárveitinga til „óarðbærs náms". Hefðbundnna stéttarfélagasjón- armiða gætir mjög hjá samband- inu, enda hefur það náin tengsl við verkalýðshreyfinguna, eink- um CGT, verkalýðssamband, ná- tengt kommúnistaflokknum, og CFDT, sem til skamms tíma var kaþólskt samband. Ásamt þessum samböndum og stéttarfél. háskólakennara og starfsm. há- skóla tók UNEF (rue de Pro- vence) afstöðu með Mitterand í nýafstöðnum forsetakosningum og hafði áður lýst yfir stuðningi við stefnuskrá „vinstri sam- steypunnar", bandalags Kom- múnistaflokksins, Sósíalistaflokks- ins og Róttæka vinstri flokks- ins. Sambandið hefur einsett sér að verja hagsmuni stúdenta í hvívetna eins og skylda verka- lýðsfélags er. Sem dæmi um slíka starfshætti er „boykott", sem UNEF (rue de Provence) skipulagði 5. febr. s.l. gagnvart mötuneytunum, þagar lagt var fram í þinginu frumvarp um 65% liækkun matarverðs í stúdentamensum. UNEF (rue de Provence) lít- ur á sig sem eina markátakandi samband franskra stúdenta. Það lítur svo á að trotskistagrúppa hafi reynt að breyta stúdenta- sambandinu í pólitísk og hug- myndafræðileg samtök, en f jölda- hreyfing franskra stúdenta hafi endurreist samband sitt á lög- legu þingi. Þeir telja sig nú óð- um hljóta almenna viðurkenn- ingu sem eina stúdentasamband^ ið, en „trotskistar" séu nú nær algerlega áhrifalausir, bæði í há- skóiunum og sem fulltrúar stúd- enta út á við. UNEF (rue de Provence) er fullgildur aðili að alþjóðasam- bandi stúdenta (IUS, AIE). Það hefur regluieg samskipti við stéttarfélag starfsliðs háskóla. Þá hefur sambandið rík samskipti við vinstri samsteypuna á þingi, situr m. a. þingflokksfundi þeg- ar menntamál eru þar á dag- skrá. Fyrir utan starfið innan IUS eiga þeir utanríkissamskipti við sambönd sem eiga í svipaðri baráttu og beita sér fyrir aðigerð- um vegna t. d. Víetnam og Chile. UNEF (rue Soufflot) er „trotskistasambandið", en er hinn formlegi arftaki heildar- sambandsins og hefur aðsetur í sömu húsakynnum. Það saman- stendur af 600 staðbundnum fé- lögum, en jafnframt eru starfs- nefndir í um það bil 90% há- Framhald á 7. síðu. Tungumála- stríð Færeyskir nemendur eru beittir þeirri fáheyrðu kúgun, að móðurmálið er ekki við- urkennt við skóla þeirra. Síð- astliðið vor varð þetta til þess að nokkrir nemendur Stúdentaskólans, sem - er menntaskóli Færeyinga, kröfðust þess að taka próf á færeysku. Svar yfirvalda var það að nemendurnir fengju ekki próf, nema þeir töluðu dönsku. Þetta vakti reiðiöldu í Fær- eyjum, og bárust stuðnings- yfirlýsingar hvaðanæva að, m.a. frá stjórn Stúdentaráðs og Verðandi, félagi róttækra í H.Í., enda ættu fslendingar að skilja vel, hvílíkt hags- munamál viðurkenning móð- urmálsins er. Nú hafa borist þær fréttir, að þessir nemendur hafi nú um síðir fengið sitt stúdents- próf. Voru munnleg próf tek- in upp á segulband, og eftir mikið japl og jaml og fuður hafa skólayfirvöld ákveðið að viðurkenna þau. Til lukku, Færeyingar!

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.