Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 1
STÚDENTA 8. tölublaö 9. september 1974 50 árgangur Inntökupróf í læknadeild Afturhaldiðí læknadeild hef- ur nú hrundið í framkvæmd gamalli hugsjón sinni um inn- tökutakmarkanir í deildina. 1. árs nemar sem falla á janúar- prófum fá ekki að endurtaka þau fyrr en ári síðar. Þýðir þetta í reynd að tekin hafa verið upp inntökupróf, og næg- ir að menn falli einu sinni á prófi til þess að þeim sé mein- Framhald á bls. 10. Læknadeild Haskola Islands ¦ .0 á fmWÁ /BLAÐINU: • Viðtal við Kínafara á baksíðu • Kína án Konfúsíusar, bls. 8 • Tíðindi um barnaheimilismál stúdenta, bls. 2 • Viðtal við Ragnar Arnason um lánamál, bls. 3 • Árni Blandon um menntun, bls, 4 • Greinar um Chile, bls. 5 • Marcuse um stúdenta sem byltingarafl, bls. 6—7 • Leiðari um nýja ríkis- stjórn, bls. 2 • AAeð blaðinu fylgir aukablað þar sem deilt er á ritstjórn þess Álit Stjórnsýslunefndar: Teknókratismi í Þann 29. mars síðastliðinn skilaði áliti svonefnd stjórn- sýslunefnd, sem skipuð var í árslok 1972. Sú nefnd átti að athuga stjórnskipulega stöðu Háskóla fslands og stjórnsýslu innan hans, svo og að gera frumdrög að endurskoðun laga og reglugerðar Háskólans. Tillögur nefndarinnar bein- ast að því að leysa aðkallandi vandamál, er varða yfirstjórn Háskólans. Þau vandamál eru séð í takmörkuðu samhengi og cru ekki skoðuð í Ijósi hugsan- Iegrar heildarþróunar Háskól- ans. Lögð er höfuðáhersla á tæknilega Iausn vandamálanna. Nefndin gerir ýmsar tillögur um breytta stjórnsýslu, og skulu hér nefnd veigamestu at- riðin: 1) Háskólaráð og rektor fari með stefnumótun og ákvarð- anatöku í stórum dráttum. I ráðinu sitji, auk rektors, vara- rektor, deildarforsetar, tveir fulltrúar kennara og fjórir full- trúar nemenda, samtals 15. Ldnamál í tvísýnu i Fram eru komnar f járlaga- tillögur Lánasjóðs, og eru þær á þann veg, að stúdentar gcta við unað, a. m. k. sem lágmark. Tillögurnar eru nú undir skurðarhníf ríkisvalds- ins, og enn er óvitað um það hvort stúdentar munu nú hljóta nokkrar kjarabætur eða jafnvel kjararýrnun. Niðurstöðutölur tillagnanna merkja að nánast er tvöföldun á fjárþörf sjóðsins. Er það ekki nema að litlu leyti vegna kjara- bóta, sem tillögurnar gera ráð fyrír. Um er að ræða mikla fjölg- un námsmanna, og kemur það vitanlega fram í aukinni fjár- þörf Lánasjóðs. Jafnframt leið- ir óðaverðbólgan til mikillar hækkunar fjárþarfarinnar. — í því sambandi er rétt að geta þess að við athugun kom í Ijós, að verðbólguáætlun sú, sem miðað var við í útreikn- ingum á námslánum síðasta vetrar, var tæpum 10% fyrir neðan raunveruleikann. Hefur Stúdentaráð krafist þess að það verði leiðrétt, en það leiddi til lægri námslána síðastliðinn vetur. Fjárlagatillögur Lánasjóðsins byggja á nýju kostnaðarmati, sem styðst við kostnaðarkönn- un frá síðasdiðnum vetri. Leiddi sú könnun í ljós að fjárþörf stúdenta, einkum þeirra sem á íslandi búa og utan foreldrahúsa, hafði verið stórlega vanmetin. Gerir stjórn Lána9Jóðs tillögu um að það verði leiðrétt. Það sem hér hefur verið tal- ið upp eru ekki kjarabætur, heldur kostnaður vegna. í, Jg- unar námsmanna og leiðrétt- ingar á kjararýroun undanfar- inna ára. Þær kjarabætur sem felast í tillögum Lánasjóðs eru hins vegar: Lán nemi 100% umfram- fjárþarfar, en þau námu síð- astliðinn vetur 80% hið lægsta, en 84% að meðaltali Úthlutunarreglum verði breytt þannig að meira tillit verði tekið til framfærslu barna og maka, ef um það er að ræða. Stúdentar og aðrir náms- menn þurfa að standa vel á verði um rétt sinn næstu vik- ur og mánuði. Hefur Stúdenta- ráð samþykkt ályktun um stuðning við fjárlagatillögur lánasjóðsins. Stúdentaráð Háskóla ls- Iands styður cindregið fram- komnar fjárlagatillögur stjórnar LÍN fyrir árið 1974. Sérstaklega vill SHf fagna tillógum um brcyttar úthlut- unarreglur, sem míði að þvi að litið cr á námsmannínn og fjölskyldu hans sem cina heild gagnvart LlN. Þetta þýðir í reynd bætta aðstöðu fyrir fjölskyldufólk meðal námsmanna. Einnig leggur SHl á það ríka áherslu að fjárveitinga- valdið framfylgi loks lögum frá 31. mars 1967, sem síðan hafa verið margítrekuð með yfiriýsingum og tillögum frá þingmönnum alira flokka, með því að fallast á tillögur stjórnar LÍN um, að náms- lán nemi á næstkomandi vetri sem svarar fullri um- framfjárþörf. SHÍ varar stjórnvöld við óilum niðurskurðartillögum og fráhvarfi frá fyrri yfirlýs- ¦ ingum í lánamálum. Náms- rj mcnn munu ekki una slíku ^ þegiandi og aðgerðariausir. |j eymingi 2) Settar verði á stofn fjórar ráðgefandi nefndir. Þrjár þeirra, þróunarnefnd, vísihda- ráð og fjármálanefnd,;séuskip- aðar sérfræðingum, og ,sitji há- skólaritari í fjármálanefnd en rektor í hinum tveim. Öðru máli gegni með kennslunefnd, sem verði skipuð til jafns af keimurum og nemendum, en vararektor verði oddamaður. 3) Með framkvæmdastjórn fari þróunarstjóri, skrifstofu- stjóri og kennslustjóri. Beri , þeir; ábyrgð gagnvart • rektor.:j Háskólaritari verði fram- kvæmdastjóriíf jármála, og. beri- ábyrgð fyrirháskólaráði. 4) Sama kjörstjórn annist'. kjör rektors. og háskólaráðs.'. 1 rektorskjöri haf i: kennarar í fullu starfi helming .atkvæða- magns, aðrir fastráðnirkemiar- ar og starfsmenn»l/6, en.nem- endur þriðjung. 5) Sett verði, ár stofn . sanv starfsráð, er leysi samstarfs- nefnd af hólnii.' Verði ráðið skipað fulltréum atviimurek- enda, launþega og ríkisvalds. Hafi-það engin bein'völd, en fari einungis með ráðgefandi hlutverk. Breytingartillögur Stúdentaráðs. Studentaráð hefur; gert, sam- þykkt um álit stjórnsýslunefnd- ar. Er þar í meginatriðum fall- ist á tillögur nefndarinnar um stjórnkerfi, rektorskjör og skip- an Háskólaráðs. Þó er eindreg- ið lagst gegn myndun kjör- stjórnar, sem annist bæði kjör rektors og háskólaráðskosning- ar. Fara stúdentar fram á að Framhald á bls. lút

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.