Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 2
Barnaheimilismái: Stúdcntarái reynir að hæta úr ófremdarástandi Ástandið í bamaheimilis- málum kcmur illa niður á stúdentum cins og mtírgum öðrum. Nú eru 120 börn stúd- enta á biðiista eftir dagheimil- isvist, en 134 slík börn eru á daghcimilum. Meðallengd bið- tíma er eitt ár. Til þess að ráða bót á þessum vanda hyggst Stúdentaráð beita sér fyrir dag- vistun stúdcntabarna á einka- heimilum. Jafnframt hefur ráð- ið gert um það tillögu að þeir fjármunir sem á að endur- greiða stúdcntum vegna skatt- kerfisbreytinganna í vor verði nýttir til að byggja nýtt barna- heimili stúdcnta. Gylfi Kristinsson hefur tekið saman vandaða skýrslu um barnaheimili stúdenta. Þar kem- ur fram að stúdentar hafa nú 134 piáss á barnaheimilum, en á biðlista eru 120. Af þeim plássum sem fyrir eru, eru 28 á barnaheimilinu Efrihlíð, sem ríkið keypti árið 1968 og af- henti stúdentum. 57 eru í Val- höll, en það hús keypti ríkið ár- ið 1972 til að reka dagheimili fyrir börn stúdenta, en Félags- stofnun stúdenta sá um fjár- mögnun viðgerða og breytinga, og varð sá kostnaður 12,5 milj- ónir. Að auki hafa stúdentar 8% plássa á dagheimilum Sumar- gjafar, og jafngildir það 49 plássum. í byggingu eru heim- ili fyrir 130 börn, og myndu . stúdentar hljóta 8%. þeirra eða 10. Er auðséð að það hefur lítið að segja þegar 120 eru á bið- lista og sú tala hækkar jafnt og ■-d> .. .......■ y .-.niri BLONDUN BARNA. Þann 24. apríl síðastliðinn var ■i.gerður stórmerkur samqingur milli Félagsstofnunar stúdenta og Sumargjafar. Þá tók Sumar- gjöf við rekstri barnaheimila stúdenta. í samningnum er á- kvæði þess efnis að önnur börn en stúdentabörn skuli dvelja á dagheimilum stúdenta, en jafn- mörgum stúdentabörnum verði síðan dreift á almenn dagheimili Lánasjóður íslenzkra námsmanna Námslán og/eða ferðastyrkir til náms n.k. skólaár Auglýst eru til umsóknar Ián og/eða ferða styrkir úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna skv. lögum nr. 7, 31. marz 1967 og nr. 39, 24. maí 1972 um námslán og námsstyrki. Umsóknareyðublöð .ejni/’,a£hent á skrifstofu Lánasjóðsins, að Hverfísgötu 21, Reykjavík, á skrifstofu SHÍ óg^STNE í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut, í sendiráðum íslands erlendis og hlutaðeigandi innlendum skóla- stofnunum. Námsmenn geta, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið hluta námsláns afgreidd- an fyrri hluta skólaárs, ef þeir óska þess í umsókn og senda skrifstofu sjóðsins hana fyrir 15. september n.k. Umsóknir um almenn námslán og/eða ferða- styrki skulu hafa borizt skrifstofu sjóðsins ins fyrir 10. október n;kv’ 'Ef !nánr rhefzt^feigi ■ fyrr en um eða eftir áramót skal senda um- sóknir fyrir 1. febrúar n.k. ' Almenn úthlutun námslána fer fram ív janúar til marz. Skrifstofa sjóðsins er opin virka daga kl. 13.00 til 16.00. Reykjavík, 20. ágúst 1974 Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Frá olí Blandaða háskólakórnum ÍAnnað/ starfsár blandaðs ■rs síúdenta, hefst um J miðjan september. ^ •■ Á síðastliðnum vetri voru ^ um 30 stúdentar í kórnum i ög er ætlunin að fjölga um í 1-0—15 manns. Söngfólk í vantar í allar raddir, en þó t misjafnlega marga í hverja i rödd. [ Efnisskráin í fyrravetur var / mjög fjölbreytt, létt og / skemmtileg. í vetur verða / verkefni væntanlega af svip- 1 uðu tagi, þ. e. a. s. tónlist sem 1 við höfum gagn og gaman af 1 að vinna við og flytja. Meðal ^ annars er í undirbúningi að \ flytja 1—2 stærri verk. í Stjórnandi verður áfram t Ruth L. Maghússoh. Héfur t hún mikinn áhuga á að hefja t starfið með-.smá raddþjálfun, / og er’ því iánðandi, að þeir / sem ætla áðjvhfá meðri vetur / mæti straíx' ái f-yrstu æfingu. 7 Æfingar vcrða .væntanlega 2 Jm’ Sm ^ - ■ ■■■ , ' . Sumargjafaf. í>ettat-'úkvæði‘-.-er í anda. þeirrar stefnu Stúcientaráðs að stúde'ntar óg born þelrra ein- an-grist ■'seM>'rþinnstr.frá“ pSrum þjóðfélágshóþ^m.-- ’'. rý 5 1 j ■ i Vjji '• ; DAGGÆSI.A '■£. -.^NfC^HEIM- ILUM VfeRÐI' EiRÁ-ÐA- ’? " BIRGÐAÚRRÆÐI. Á fundi sínum 31. ágúst sam- þykkti Stúdentaráð að vinna að því að kpma 4 daggasslp á. eýrka- héimilum peim 'börnum'' stúd- enHÉ.Tjisfiálbi¥iö eftir dagheimihspKssi. Skylai stefnt að jútvegun .a. m. k; 25 plássa á émkaheimilum tll reynslu á þessu haustí'.. Jafnftamt er Iagt til, og samþykkt af hálfu Stúd- entaráðs, að ; "sama “ gjald ' yerði greitt fyrir slíka gæalu og dag- heimilisgæslu, og verði Iagt sér- stakt jöfnunargjald á .dagheimil- isgjöld stúdenta. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti þessi daggæsla ,að £■ áinnum 2 klst. á viku, og Sttiúnum við koma okkur sam- an um æfingatíma þegar stundaskrár liggja fyrir. I fyrravetur vár æft í kjallara Gamla Gárðs. Var þar sæmileg aðstaða að öðru leyti en því, að hljóðfærið J var mjög slæmt. Versnaði á- J stand þess er líða tók á vet- \ urinn, en það var stillt um i haustið. Vegna fyrirhugaðra breytinga á kjallara G.G. vitum við ekki hvort kórinn fær að vera þar áfram. Kem- ur þá til greina að fá ein- hverja kennslustofu í aðal- byggingu H.l. til afnota. Einnig munum við fara þess á leit við yfirvöld að við höfum aðgang og lyklavöld að góðu hljóðfæri. - Við viljum benda söngfólki á, að fyrstu æfingar verða rækilega auglýstir ' í húsa- kynnum H.l. Með söngkveðju. Stjórnin. kömast í framkvæmd næstu vik- ur. Er hér vissulega skref í rétta átt, en hrekkur skammt, þar sem 120 manns eru nú á bið- lista. NÝTT BARNAHEIMILI STÚDENTÁ. Eins og kunnugt er fólst í skattaaðgerðum vinstri stjóm- arinnár sálugu í vor sem leið, að þeir sem biðu einhliða tjón af 'fc-im, fengju greiddar^u^pbætpr af hálfu ríkisins.’ Er her um að ræt5a þá sem ekþi greiða tekju- skatt, en verða þó óhjákyaemi- * l&ga fyrir barðinu á ‘rsörúskatts- lúekkuniim eins og þéirri sem j varð í vor. Þegar þjóðfélagshóp- ar eins og námsmenn eiga í lílut er heimilt að ráðstafa fénu sameiginlega. Hefur sú leið ver- ið farin í stað þess að borga hverjum og einum nolckur þús- und krónur. Framhald á bls. 11. ri áhlaup (Leiðari túlkar stefnu stjórnar SHÍ) Á undanfömum mánuðum hafa jslendingar orðið vitni að stórfelldu áhlaupi hægri aflanna í landinu. Undirskriftasöfnun Varins lands tókst að gcra að pólitísku afli þann þekkingarskort á alþjóöapólitík og þá kaldastríðssefasýki, sem Morgunbiaöið og aðrir hægri fjölmiölar hafa byggt upp mcönl ís- lensku þjóðarinnar. Söfnunin var aðcins upphaf á- hlaupsins, sem birtist siðar í óþverralegustu mynd sinni í málssóknum hcrnámpostulanna. Sigur Sjálf- stæðisflokksins í byggða- og alþingiskosningunum var staðfesting á afturhaldsþróuninni, sem nú hefur tekið á sig fullburða mynd í ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar. I persónu hans birtist sú samtvinnun vcrslunarauðvalds, hermangs og borgarapressu, sem að baki hægra sigrinum stendur. Þótt hér sé ekki ætlunin að skrifa eftirmæli vinstri stjórnarinnar, fer ekki hjá þvi að menn leiði nú hugann að verkum hennar. Henni tókst tvímæla- laust að koma ýmsu til leiðar. Uppbygging atvinnu- veganna var hröð í hennar tíð. Lifskjör láglauna- hópa, cinkum bótaþega, bötnuðu nokkuð. Er það stjórninni til Iofs, og enginn bjóst við því af hcnni að hún stuðlaði að breytingum á þjóðfélagsgerðinni. Vinstri stjórnin var umbótastjórn og hl ir að dæmast sem slík. Mistök hennar voru e. t. v. helst þau, hve illa henni gekk að eiga við verðbólguvándann, og má ef til vill segja að það hafi stafað af því, hvcrsu rög hún var við að taka afgerandi ákvarðanir. Stjórnin var tvístígandi, og hún þorði á engan hátt að ganga beint á hagsmuni íslensks auövalds. Sú „alþýðu“-einkunn sem hún gaf sjálfri sér orkaöi á- vallt tvímælis. Svik stjórnarinnar við eigið fyrirheit um brottför hersins rúði hana trausti hinna ákveðn- ustu vinstrimanna. Því stóð hún höllum fæti og varð auðvelt skotmark í árás hægri aflanna. Láglaunafólk hlýtur að óttast um kjör sín, þegar til valda er komin stjórn sem boðar niöurskurö og sparnað. Sérstök ástæða til kvíða er fyrir þá sem fá kjör sín skömmtuð bcint af ríkisvaldinu, eins og er um námsmenn sem hafa Iifsframfæri af námslán- um. Það hefur verið stefna allra íslenskra stjórnmála- flokka að opinber námsaöstoö skuli nægja náms- mönnum til viðurværis. Hins vegar hcfur seint mið- að í þá átt að fá stefnu þcssari framfylgt, og hafa námsmenn orðið að leggja á sig byrðar aukavinnu eða rciða sig á stuðning aðstandcnda til að standa straum af framfærslu sinni. Þó hcfur miöað í rétta átt, og í samræmi við þróun síöustu ára hcfur Lánasjóður ísl. námsmanna nú lagt fram fjárlaga- tillögur sem gera ráð fyrir 100% námsaðstoð, auk þess sem útreikningur fjárþarfar hefur verið færður til samræmis við raunveruleikann. Það er krafa ís- lenskra námsmanna að þessar tillögur nái fram að ganga, að íslenskir námsme.m búi ckki áfram við kjör sem eru Iangt fyrir ncðan það sem gerist atin- ars staðar i þjóðfélaginu. SsivsE 8L\v 'ri ÓiV .-.nrlk .5, Að baki krtífum námsmanna býr sú auðskilda rökscmd, að án fullnægjandi opinberrar námsað- stoðar er allt tal um jafnrétti til náms hjóm éitt. Það væri nöturleg staðreynd ef íslenska velferðar- þjóðfélagið gæti ekki staðið undir einni af sínum helstu skrautfjöörum. Augljóst cr að næstú mánuði verða stúdentar að heyja harða varnarbaráttu fyrir kjörum sínum. Þá ríður á að vel sé á málum haldið og stúdentar taki almcnnt virkan þátt í baráttunni. Ekki er sist þörf á að hægri mcnn innan Háskólans láti af þéim kú- rekaleik sem þcir hafa að undanförnu stundað gegn fyrirsvarsmönnum Stúdcntaráðs og snúi sér á raun- hæfan hátt að hagsmunamálum stúdenta. STÚDÉNTABLAÐIÐ 8. tbl. 1974 Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands Ritstjóri: Gestur Guðmundsson (ábm.) Útgáfustjórn: Stjórn S.H.l. Verð i Kusgsöiu: 50 kr. Áskriftargjald er kr. 400 á ári. a Auglýsingaáimi: 15959. 7 Prentsmiðja Þjóðviljans. j 2 — STÚDENTABLAÐIÐ 4 4

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.