Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 5
Chile: Herforingjastjórnin mætir vaxandi andstöðu Herforingjastjórnin í Chile hefur ekki aðeins staðið að fang- elsunum f og pyntingum á pólit- ískum andstæðingutn sínum. Al- þýða Chile hefur einnig orðið fyrir barðinu á „bjargvættum lýðræðisins". Vinnutími hefur verið lengdur í landinu, en raun- gildi launa hefur lækkað. Þegar talað er um „efnahagsumbætur" ríkisstjórnarinnar, er átt við stór- felldara arðrán og það aukna fjármagn sem það færir auð- stéttinni. Jafnframt hafa jarðir, sem bændur höfðu skipt upp á milli sín, verið afhentar fyrri „eigendum". Erlendum auðhringum hefur verið sköpuð betri aðstaða til fjárfestingar. A þann hátt hefur landið verið tryggilegar hlekkjað inn í hið alræmda arðránskerfi Ameríku, og um leið hefur her- foringjaklíkan fest sig í sessi. í því sambandi ber að minnast þess, hversu mjög hún studdi sig við miðstéttirnar í valdaráni sínu. Verkföll vörubílstjóra, en þeir eiga atvinnutæki sín sjálfir, var eitt alvarlegasta áfallið á ferli Alþýðufylkingarinnar. Sá félagslegi grundvöllur, sá stuðn- ingur sem herforingjaklíkan reiddi sig á, var einmitt mið- stéttarfólkið. En eftir því sem Pinochet og félagar gæta bet- ur hagsmuna auðhringanna, veit- ist þeim erfiðara að halda' fylgi miðstéttanna. í stuttu máli: and- staðan gegn herforingjastjórn- inni breiðist út, og hún reiðir sig ekki lengur á stuðning neinnar fjölmennrar stéttar, heldur einungis á herstyrk sinn og auðluringa. Þó svo að fyrir hendi sé út- breidd andstaða gegn herfor- ingjastjórninni, er ekki þar með sagt að sú andstaða þurfi að leiða til nokkurs. Miskunnarlaust er refsað fyrir verkföll og aðrar tilraunir til mótspyrnu gegn kjaraskerðingunum. Þau pólit- ísku samtök, sem eru álitin hættuleg, eru auðvitað bönnuð, og með fangelsunum í kringum valdaránið tókst herforingjaklík- unni nokkurn veginn að brjóta á bak aftur stofnanir Alþýðu- fylkingarinnar og þeirra aðila sem að baki henni stóðu. En í Chile fyrirfundust ein samtök sem voru valdaráninu viðbúin, og gátu því starfað leynilega þrátt fyrir alræði hersins. Þau samtök eru byltingarhreyfing vinstri manna, MIR. „Engin byltingarhreyfing þró- ast án innri andstæðna" (Maó), og er Chile þar engin undan- tekning. MIR stóð alla tíð utan Alþýðufylkingarinnar og leit at- hafnir hennar gagnrýnum aug- um. Þó tóku félagar samtakanna virkan þátt í því sem gerðist á valdatíma Allendes, Alþýðufylkingin byggði á mjög víðtækri hreyfingu verka- Var Allcndc mikilmcnni eða grautarhaus? Var hann um- bótasinni cða byitingarmaöur? lýðs og bænda, sem óx að um- fangi og róttækni jafnt og þétt. MIR ásakaði Alþýðufylkinguna um að ætla sér að beina stétta- baráttunni um farvegi borgara- legs þingræðis og „gelda" hreyf- inguna á þann hátt. MIR vildi vinna að eflingu hreyfingarinn- ar og treysta samstöðu verka- manna og bænda með byltingu fyrir augiun. Sem dæmi um vinnubrögð MIR má nefna virka þátttöku í því framtaki bænda að skipta upp á milli sín jarð- eignum stórbænda. MIR ásakaði Alþýðufylkinguna um að vinna gegn virkjun fjöldans. MIR krafðist þess að fólkið sjálft hefði eftirlit með dreif- ingu framleiðslu- og neysluvara, til að vinna gegn spákaup- mennsku sem mjög var tíðkuð í Chile. Jafnframt var þess kraf- ist að óbreyttir hermenn tækju þátt í slíkri starfsemi, og átti á þann hátt að gera þá móttæki- lega fyrir sjónarmiðum alþýð- unnar, og varaði MIR við þeirri stefnu að leita stuðnings herfor- ingjanna. MIR reiknaði aldrei með því að sú þingræðisleið væri fær sem Allende reyndi, þar sem hún tæki máttinn úr fjöldahreyf- ingunni og gagnbylting myndí takmarkaðri mótspyrnu mæta. Því kom valdaránið MIR ekki á óvart, og samtökin stóðu uppi sem einu starfhæfu samtökin á vinstri kantinum og jafnframt sem þau sem hefðu haft raun- hæfast mat á aðstæðum. MIR leggur nú til að beitt verði þeirri baráttuaðferð að endurskipuleggja fjöldahreyfing- una, og þá einkum verkalýðinn, með það fyrir augum að verja lífskjörin og berjast fyrir end- urheimt lýðréttinda. Þannig á að mynda breiða samfylkingu, sem. veiti herforingjastjórninni mótspyrnu. Vegur MIR hefur vaxið mik- ið, jafnt innan sem utan Chile, og hefur það nú stofnað sam- starfsráð með öðrum byltingar- samtökum Suður-Ameríku, sem starfa leynilega. MIR býst ekki við neinum skyndisigri, og býr sig undir langa og harða baráttu. Að mestu unnið upp úr Mir: taktik og strategi eftir Luis Cerda, politisk revy, 23. ágúst 1974. - gg Chile í fjölmiðlum: A ð réttlæta valdaránið Þegar slíkir atburðir scni valdarániö í Chilc gcrast, hikst- ar borgaraprcssan í „lýðræðis- rikjum Vesturlanda“. Það er cngu líkara en atburðurinn falli ckki inn í fyrirfram heims- mynd blaðamannanna. Þing- ræðislcgri stjórn, scm segist stefna að sósíalisma, er koll- varpað af herforingjaklíku. Og ol'an á allt annað nýtur stjórn- in og tilraun hcnnar um „þing- ræðislcga leið“ almcnnra vin- sælda um hcim allan. Samt er ckki hægt að flytja cinhliða fordæmingar á valdaránið, þar sem það væri vatn á myllu vinstri aflanna. Sums staðar var borgarapress- an ekki í vandræðum með að túlka atburðinn. í Frakklandi voru blaðalesendur vandlega uppfræddir um þá lexíu sem þeir áttu að draga af atburðun- um: Marxistinn Allende hafði komið landinu á kaldan klaka og því urðu herforingjarnir að grípa í taumana. Hugsið ykkur hvað myndi gerast ef vinstri- bandalag sósíalista og kommún- ista næði völdum í Frakklandi! íslensk borgarablöð áttu ekki á reiðum höndum jafn hrað- soðna skýringu. Framan af voru viðbrögðin fálmkennd: Valda- ránið bar að fordæma, en ekki máttu menn gleyma „syndum" Allendes. Síðan birtist í Morg- unblaðinu (og Stúdentablaðinu) grein prestlingsins Jóns Jensson- ar, þar sem fagnað var þeim „sigri lýðræðisins" sem valda- ránið var í augum hans. Sú grein vakti viðbjóð og hneyksl- un, og Morgunblaðið hélt áfram tvístígandi afstöðu sinni til valdaránsins. í sumar var hins vegar ný lína lögð, og var þar að verki „fræðilegt málgagn ís- lenskrar borgarastéttar, Eimreið- in. í fyrsta tölublaði Eimreiðar- innar 1974 birtist greinin „Goð- sögnin um Allende" eftir breska blaðamanninn David Holden. Er það álit greinarhöfundar að All- ende hafi verið „grautarhaus þeigar best lét" og klúðrað stjórn sinni á landinu. Hins vegar hafi óprúttnir marxistar og laumu- marxistar smíðað goðsögnina um Gleðjið barnið með leikföngum frá okkur 10% afsláttur til Stúdenta LEIKFANGABÚÐIN, Laugavegi 11 og 12 „þjóðarleiðtogann" að honum látnum. Djúpsær skilningur greinar- höfundar á vandamálinu spegl- ast í sumurn setningum hans: „Herforingjar verða alltaf herfor- ingjar". „Hafi verið til „ráða- stétt" í Chile, hefur hún verið skipuð af stjórnmálamönnum og kerfinu umhverfis þá". Höfuð- áherslu leggur hann á að hrekja þær „goðsagnir" sem myndast . hafa um Alþýðufylkinguna. Meðal annars telur Holden það sönnun fyrir afskiptaleysi Bandaríkjanna af valdaráninu, að ekki hefur verið komið upp um opinbera skýrslu eða áærlun, sem afhjúpi þátt Bandaríkjanna í því! Jafnframt verður Holden það á í messunni að minnast á áædun auðhringsins ITT um að- gerðir til að kcllvarpa stjórn All- endes. Fullyrðir Holden, að þrátt fyrir vinsamlega athugun CIA á áætluninni, hafi hún aldrei kom- ist á framkvæmdastig. Hefði blaðamaðurinn betur átt að kynna sér áætlunina og atburða- rásina í Chile, svo sláandi sam- svörun er með framferði hægri aflanna þar og áætluninni. Meginkenning Holdens er sú að óstjórn Allendes hafi leitt til glundroða ,sem fæddi af sér her- foringjastjórnina. Að baki býr það sannleikskom ,að Allende urðu á mistök, en greinarhöf- undur hrekur á engan hátt þá vitneskju, að samræmdar aðgerð- ir hægri aflanna í Chile, er- lendra auðhringa og bandarískr- ar heimsvaldastefnu ollu þeim erfiðleikum sem urðu Allende skeinuhættastir. Holden segist ekki vera að Alyktun S.H.I. um Chile frú fundi rúðsins 31. — 8. Stúdcntaráð minnir á að 4. septeniber síðastliðinn voru fjögur ár liðin síðan Alþýðufylkingin, undir forystu Sal- vadors Allcnde, koinst til valda í Chile. 11. september er hins vcgar liðið eitt ár síðan herforingjaklika framdi valdarán þar i landi. í þrjú ár vann Alþýðufylkingin að því að bæta kjör chileskrar alþýðu. Andstæðingar hennar voru öflugir, chil- csk borgarastétt og crlendir auöhringir, scm sátu á rétti fólksins í landinu og höfðu bandaríska heimsvcldið að bakhjarli. Þó vann hún stöðugt stærri sigra í umbótavið- leitni sinni og jafnframt vann hún óskorað traust alþýðu Chilc. En hinu alþjóðlega auðvaldi voru sigrar alþýðu- fylkingarinnar þyrnir í augum. Þessir sigrar boðuðu að kúguð alþýða, ekki aðcins í Chile, heldur um allan heim, yrði mcðvituð um mátt sinn og mögulcika. Því varð að berja á bak aftur hina lýðræðislega kjörnu stjóm Chile, og fcngu bandarísku hcimsvaldasinnarnir og fjölþjóölcgu auöhringarnir í lið mcð sér chilcska hcrforingja, hand- bcndi ríkjandi borgarastéttar, þá herforingja sem enn sitja að lcpp-völdum í skjóli ógnarstjómar. Um allan heim hcfur valdaránið verið fordæmt, og mcnn hefur skort orð til að lýsa viðurstyggö sinni á lög- regluaðgcrðum og pyntingum herforingjastjórnarinnar. En slíkar yfirlýsingar hrökkva skammt til að frelsa Chile- mcnn undan böölum sínum. Frelsun þjóðar er verk henn- ar sjálfrar. Okkur íslcndingum væri hollt að minnast þess að við cigum aðild að valdaráninu í Chile á meðan við erurn að- ilar að hernaðarbandalaginu NATO og vcitum hér að- stöðu hcr þess sama herveldis og stóð að baki valdaráninu. Stúdentaráð lýsir yfir samstöðu sinni með alþýðu Chile í baráttu hcnnar gegn oki herforingjastjórnarinnar og fyr- ir alþýðuvöldum og sósíalisma. Um lcið ítrekar Stiidenta- ráð andstöðu sína gegn þeirri samsekt í glæpaverkum hcimsvaldasinna scm felst í aðild okkar að NATO og er- Icndri hersctu á fslandi. i bera í bætifláka fyrir herfor- ingjana, heldur aðeins að sýna fram á að Allende hafi sjálfur kallað valdarán þeirra yfir sig. Hins vegar afhjúpar hann hvar samúö hans liggur, þegar hann segir, að þrátt fyrir óbeit á stjórnmálum hafi „ábyrgir her- foringjar" orðið að taka í taum- ana. Auðvitað er Holden að rétt- læta valdarán herforingjanna. Hann þykist sýna fram á hvern- ig stjórn Allende sigldi þjóðar- skútu Chile í kaf, þannig að her- foringjaklíkan neyddist til að grípa inn í og rétta hana af með harkalegum aðgerðum. Er óþarfi. að hafa mörg orð um þá siðspill- ingu sem greinin er merki um. Hún sýnir okkur að innan borg- arastéttar Vesturlanda eru menn sem telja það ekkert fremur til- tökumál en suðuramerískir her- foringjar, að traðkað sé á regl- um borgaralegs þingræðis til að bjarga völdum eiignastéttarinnar. Ef ósigur Alþýðufylkingarinn- ar í Chile er sönnun þess að sósíalisma verður ekki náð eft- ir þingræðislegum leiðum, er það ekki vegna þess að sósíal- ísk hreyfing sé ófær til þess, heldur hins að borgarastéttin veigrar sér ekki við að víkja út af braut þingræðisins til að verja völd sín. gg STUDENTABLAÐIÐ — 5 t

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.