Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 9
wræna lormannaráhtehan Norræn Formannaráðstefna var haldin í Færeyjum dagana 6,—8. júlí 1974. Fulltrúar SHÍ voru Arnlín Óladóttir formaður og Lára Júlíusdóttir gjaldkeri. SHÍ lagði til að tekin yrðu upp eftirfarandi mál: Hagsmunamál (húsnæðismál, lánamál, barna- heimilismál, útgáfumál, ferða- mál o. þ. h.), hlutverk norrænna stúdentahreyfinga í baráttunni gegn NATO og heimsvalda- stefnunni og samstarf norrænna stúdentaráða um heimsóknir er- lendra sendinefnda, sérstaklega heimsóknir frá þjóðfrelsishreyf- ingtun og stúdentasamböndum 3ja heimsins. Fundurinn byrjaði á skýrslu sendinefnda. Kom þar skýrt fram hve hin sambönd- in eru betur skipulögð og hafa meiri starfsorku vegna fleiri fulltrúa og meira fjármagns. Sérstaklega vonun við hrifnar af starfi DSF sem er danska stúdentasambandið. I lánamálum standa Norður- löndin nokkuð jafnt, nema Finnar, þeir eiga aðeins kost á bankalánum með ríkisábyrgð og er ekki alltaf fullvíst að þau lán fáist fyrir hvert ár. í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð er hluti af námsaðstoðinni styrk- ur, en aftur á móti ekki ann- ars staðar. Oll hin samböndin eru á móti , vísitölubindingu námslána, vilja að ekki sé tek- ið tillit til tekna maka eða for- eldra, heldur sé litið á náms- manninn sem fjárhagslega sjálf- stæðan einstakling. OII sam- böndin telja námslaun bestu leiðina til fjármögnunar náms, en hafa ekki tekið þau upp sem skammtíma markmið vegna til Stúdentablaðsins Til ritstjórnar Stúdentablaðsins. Ég hef fylgst með skrifum Vökumanna í Morgunblaðið um pólitíska útilokun þeirra frá Stúdentablaðinu. Raunar skilst mér á svargreinum rit- stjóra að Vökumenn hafi sömu aðstöðu til að skrifa í Stúdentablaðið og aðrir. Það er það sem ég skil ekki. Hvers vegna fá Vöku- menn að skrifa í Stúdenta- blaðið? Ég er ekki á móti þvi, vegna þess að ég vilji útiloka einhvern hóp frá því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Staðreyndin er nefnilega sú, að Vökumcnn hafa gúægðir tækifæra til að segja sína meiningu. Þeir hafa Moggann í fjöru- tíu þúsund eintökum. Þeir hafa Vísi ,og þeir hafa Vöku- blaðið. Því hafa menn gleymt að Vökumenn eiga sitt eigið blað, og það blað þarf ekki að reisa sína fjárhagsafkomu á nísku fjárveitingavaldi Stúdentaráðs. Þó að Stúd- entablaðið fái fáar auglýsing- ar, fær Vökublaðið kynstrin öll af þeim. Albert og Geir kunna nefnilega vel að meta það sem Vökustrákarnir segja og gera. En hvernig skyldi standa á því að „lýð- ræðissinnarnir“ í Vöku hafa ckki leitt hugann að því að örfáir menn, þeir sem eiga pcninga og ráða auglýsingum fyrirtækja, ráða því hvað kemur á prent á íslandi og hvað ekki? Stúdentaráð hefur storkað þessu peningavaldi auglýs- endanna með að gefa út Stúdentablað, sem þarf ekki að reiða sig á náðir auðmann- anna. Vökumenn eru því auðvitað rciðir, en hart þykir mér að þeir skuli fá að skrifa í þctta blað, sem þeir vilja feigt. Vinstri maður Ritstjóri hefur fulla samúð mcð sjónarmiðum bréfritara og cr því sammála að völd auðmagnsins mismuna að- stöðu manna til skoðana- flutnings. Hins vcgar gctur Stúdcntablaðið ckki tekiö að sér að Iciðrétta þá mismuji- un. Allir stúdcntar hafa rétt til að scnda blaðinu cfni, þ. á m. Vökumcnn. Ritstjóri þess hve óraunhæf þau virðast í því þjóðfélagi scm við lif- um í. í húsnæðismálum er sama sagan og hér. Alls staðar nema í Svíþjóð vantar húsnæði fyrir stúdenta og er hvergi nærri hægt að fullnægja eftirspurn eftir garðvist. Ðanir, Norðmenn og Svíar hafa allir álryggjur af þeim áhrifum sem það hefur á stúd- enta og félagslega vitund þeirra að þeir búi í sérstökum íbúðar- hverfum, einangraðir frá öðrum hópum þjóðfélagsins, og þar sem þeir hafa nú þegar töluvert af hjónagörðum hefur það ver- ið rætt innan þeirra vébanda að taka upp samvinnu við verka- lýðsfélög um gagnkvæm skipti á íbúðum. í Danmörku er leiga á görðum orðin mjög há og hafa ! þeir skipulagt aðgerðir í haust til áð reyna að fá bætt eitthvað úr þeim málum. Helst hefur verið rætt um að fólk sæki alls ekki um vist á görð- um cða að fólk taki sig sam- an og neiti að borga leiguna, allir sem einn. Frá Stúdentaskiptasjóði Úthlutunarnefnd Stúdenta- skiptasjóðs vi'll vckja athygli aðila félagasamtaka stúdenta á eftirfarandi ákvæðum í rcglugerð Stúdentaskipta- sjóðs: 1) Að styrkjum, sem út- hlutað er úr Stúdentaskipta- sjóði og ekki eru notaðir ,ber að skila (sbr. 3. gr. úthl.r. Stúd.sk.sj. i.f.). 2) Að þeim styrkjum, sem er skilað, ganga til úthlutun- ar næsta ár. S.H.I. er þó heimilt að nota þctta fé til úthlutunar á haustin ef þörf krefur (sbr. 5. gr. úthl.r. Stúd. sk.sj.). 1 framhaldi af ofangreind- um ákvæðum, er hér með auglýst eftir greinargerðum um þcgar útlilutaða styrki, scm fyrirsjáanlcgt cr að ckki verði notaðir, og umsóknum um hauststyrkveitingu úr Stúdentaskiptasjóði. Greinar- gerðir og umsóknir skulu hafa borist fyrir 15. septem- ber 1974. Tekið er á móti umsóknum og gr.gerðum á skrifstofu S.H.Í. Úthlutunar- reglur Stúdentaskiptasjóðs liggja frammi á sama stað. Reykjavík, 20. ágúst 1974. I úthlutunarnefnd: Berglind Ásgcirsdóttir Gylfi Kristinsson Þorstcinn Magnússon Danskir stúdcntar hafa áhyggj- ur af samræmingu mcnntunar í efnahagsbandalagslöndunum. Á ráðstefnunni var rætt um heimsókn fulltrúa tékknesku stúdentasamtakanna til Norður- landa. Það hefur verið ákveðið að þeir komi til Finnlands, Dan- merkur og íslands, (samkvæmt samhljóða samþykkt utanríkis- nefndar stúdentáráðs). Og munu þeir verða hér 3(4)—7. okt. n. k. Danir skýrðu frá viðleitni menntamálanefndar EBE til að staðla æðri menntun í aðildar- ríkjunum, þar sem ákveðin er Iengd námsins, kennslustunda- fjöldi o. fl. Danska stúdentasam- bandið telur þetta mjög hættu- lega þróun og hefur skipað nefnd til að kanna þetta mál. Mikið var rætt um stöðu kon- HÁSKÓLASTÚDENTAR Það er ykkar hagur að verzla hjá okkur Mikið úrval af nýjum gleraugnaumgjörðum. Sjóngler bæði hvít og lituð í miklu sty rkleikaúrvali. Faglegar ráðleggingar um allt viðkomandi gleraugum. Fullkomin tækniþjónusta — Fljót afgreiðsla. GLER AU GN AMIÐSTÖÐIN Laugavegi 5, sími 22702. ymiar í þjóðfélaginu og háskól- anum bæði á fundunum og ut- an þeirra. Bæði danskir og norskir stúdentar vinna nú öfl- ugt og gott starf að jafnréttis- málum. Er skemmst að minn- ast geysifjölmer.ns og velheppn- aðs útifundar sem DSF stóð fyr- ir í Fællediparken ásamt fleiri félagasamtökum, þessi útiftmd- ur átti sér stað laugardaginn 24. ágúst. Norðmenn hyiggjast efna til alþjóðlegs seminars um kon- una ca. í febrúar á næsta ári í tilefni af ákvörðun allsherjarþings S.Þ. um að kalla árið 1975 „Ár konunnar". Mikil óánægja ríkir nú með- ar danskra og norskra stúdenta vegna sanidráttar á fjárframlög- um til menntamála. Þessi nið- urskurður hefur aðallega bitnað á „óarðbærum" fögum eins og heimspeki, bókmenntum o.þ.h., og jafnvel hefur komið til tals að fella niður „fíluna" í Noregi. Stúdentar telja þetta viðleitni í þá átt, að þurrka út fyrir fullt og allt þann litla snefil af sjálf- stæði sem háskólinn býr við í datg, og eru að vonum óhressir yfir því. Einnig hefur borið á því, vegna þess hve háskólarn- ir hafa Iiaft lítið fjármagn til rannsókna að stór iðnfyrirtæki hafa fjármagnað rannsóknir og þar með ráðið því hvaða verk- efni eru tekin fyrir og má nærri geta í hvers þágu slíkar rann- sóknir eru framkvæmdar — auðmagnsins eða alþýðu lands- ins. í Iok fundarins urðu nokkrar umræður um fyrirkomulag NOM-fundanna í framtíðinni og komu fram tillögur um að tek- in verði fyrir færri málefni á hverjum fundi og þau rædd betur. Hér hefur aðeins verið dtep- ið á það helsta sem kom fram á ráðstefnunni, ihiklu ítarlegiri skýrsla liggur frammi í skrif- stofu SHÍ og er mönnum bent á að kynna sér hana, sé áhugi Framhald á bls. 10 HAGKAUP AUGLÝSIR Háskólaárið 1974 - 1975 veitum við háskólastúdent- um viðskiptakortaverð gegn framvísun stúdenta- skírteinis. Uppiýsingar um viðskiptakort: 1. Viðskiptakortin gilda fyrir ótakmörkuð matvörukaup, nema mjólk, mjólkurafurðir, kjöt og kjötafurðir. 2. Ekki þarf að endurnýja kortin um áramót. 3. Viðskiptakortin gilda einungis fyrir matvörur og hreinlætisvörur. 4. Uppsagnarfresmr er eitt ár. 5. Glatað kort er glatað fé. SÍMI 86566 STUDENTABLAÐIÐ — 9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.