Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 09.09.1974, Blaðsíða 12
// Sérstakur vinur kínverskrar alþýðu \\ Gylfi Páll Hersir, eðlisfrcvði- nemi, dvaldist í Kína um þriggja vi'kna skeið í sumar. Varð hann góðfúslega við mála- leitan. Stúdentablaðsins að segja lesendum 'þess nokkuð frá ferð- inni. Hvernig stóð á þínum ferð- um? Er það rétt sem heyrst hefur, að maóistaarmur Verð- andi hafi sent þig til Pcking til að sækja línmia? Ónei, ég fór algerlega á eig- in vegum. Ég fékk vegabréfs- áritun í sendiráði Kínverja hér- lendis, en eftir að ég kom til Kína var ferðin skipulögð af China Travel Service. Ég borgaði þetta auðvitað sjálfur, nema hvað ég fékk smá styrk frá Stúdentaskiptasjóði, í gegnum Verðandi. Síðan kom upp misskilningur um verð sjálfrar ferðarinnar innan Kína, þannig að ég átti að borga 1000 dollara fyrir hana, en hafði áð- ur skilist að þeir 250 döllarar sem ég átti myndu nægja. Bauðst ég til að borga mismuninn þeg- ar heim kæmi, en þeir gáfu mér hann eftir, þar sem ég væri „special friend of the Chinese people" — Ef einhverj- ir lesendur hafa áhuga á Kína- ferð, get ég upplýst að hóp- ferðir eru mun ódýrari en ein- staklingsferð eins og sú sem ég fór. Er einhver pólitísk sía inn í Kína? Ekki varð ég var við það. Á umsóknareyðublaðinu um vega- bréfsáritun var að vísu spurt um pólitískan flokk og trúarbrögð, en ég lét því ósvarað. Innan Kína var ekki reynt að pranga inn á mig kommúnisma, en staðreyndirnar látnar tala. Fékkstu að fara til þeirra staða innan Kína sem þú vildir sjá? Við komuna til sérhverrar borgar var ég spurður að því hvað ég vildi augum líta og mér síðan sýnt það. Kvöldin voru yfirleitt ekki skipulögð, og gekk ég þá um göturnar að vild. Varstu var við að nokk- ur staður vceri lokaður ferða- monnum? Nei, og ég spurði sérstaklega um Shanghai. íslenskir fjölmiðl- ar höfðu sagt, að sú borg væri lokuð, vegna menningarbylting- ar sem þar væri að hefjast. Það reyndist argasta lýgi, og sann- reyndi ég það með því að fara þangað. KÍNVERSKT ÞJÓÐLÍF. Hvaða áhrif hafði svo mann- lífið eystra á þig? Náttúrlega varð ég hrifinn, t. standi og því sem var fyrir „frelsunina" 1949, sem það nefnir svo. Virtist þér þetta fólk vera smeykt við að segja hug sinn allan? Kínverjar eru, finnst mér, mildu hreinskilnari en Evrópu- búar, og maður getur spurt þá um hvað sem er. Ég spurði til dæmis oft að því hvort þeir gætu hugsað sér að Maó for- maður ætti einhvern tímann eft- ir að gera mistök. Þeir svöruðu því jafnan til að hann væri venjulegur maður og gæti því mistekist, en tóku hins vegar skýrt fram að honum hefði ekki Þessar kínvcrsku konur eru af fjórum ættliðum. Með á myndinni er framámaður úr heimabyggð þeirra. Ljósm.: Gylfi Páll. d. við að koma í kommúnur og kynnast þeirri gífurlegiu fram- leiðsluaukningu sem orðið hef- ur í Kína. Á ferðum mínum um landið varð ég aldrei var við fátækt eða hungur. Kínverj- ar eru mjög ánægðir og áfram um að vinna að framgangi sósí- alismans. Talaðir þú við kínverskt al- þýðufólk? Yfirleitt hvar sem ég kom talaði ég við eina venjulega fjöl- skyldu. Fólkið, ' einkum það eldra, lagði mikla áherslu á að ■ lýsa muninum á núverandi á- Vinnumiðlun stúdentu Athugið! Við höfum hug á að fara í herferð núna til að vera fær um að útvega námsmönnum litla vinnu og stopula vinnu í vetur. Hafið samband ef þið þurfið aðstoð við svona nokkuð. VINNANÚ! VANTAR 3 MENN TIL 1. OKT. Vinnsla tölvugagna — verkefni á vegum S.Þ. VANTAR 1 MANN. Ritarastarf. 1 - 5 í vetur. — Laun 13. launafl. BSRB. VANTAR 1 MANN. Afgreiðsiustarf 2 - 6 í vetur. VANTAR 1 MANN. Auglýsingastjórastarf fyrir Stúdentablaðið. Laun: 20% af innheimtum auglýsingum. STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS verður síðan að hljóta viður- kenningu flokksmanna á staðn- um, en þeir eru yfirleitt um 10%. Forystan verður að vinna meðal fólksins ákveðinn daga- fjölda í viku, minnst 2—3 daga. Ákvarðanir hennar eru ekki endanlegar, og kemnr allt starfs- fólkið oft saman að ræða mál- in og taka stórar ákvarðanir. Að hvaða leyti skera flokks- meðlimir sig frá öðru fólki? Þeir eru menntaðir í marx- isma. Ekki njóta þeir annarra forréttinda en þeirra að kjósa sér forystu, sem verður að við- urkenna verksmiðjustjórnina. Ég spurði eitt sinn að því hvort flokksforystan á staðnum hefði einhvern tíma breytt ákvörðun verkafólksins, en það hafði aldrei gerst. Hafðir þú eitthvert veðnr af hernum eða hlutverki hans? Ég sá aldrei hermenn, nema örsjaldan tvo og tvo saman. í samræðum mínum við Kínverja var varla á hann minnst, nema hvað mér var sagt að eftir menn- ingarbyltinguna væri valið í há- skólana úr hópi verkamanna, bænda og hermanna. Hvernig er skipulag . háskól- anna? Ja, skólarnir voru lokaðir með- an ég var í Kína, svo að þekk- ing mín er takmörkuð. Merki- legt er, að ekkert háskólanám tekur þar lengri tíma en þrjú ár. Þegar óg lét í ljós efasemd- æðri konunni, og hefur sú kennisetning m. a. leitt til þess að Kínverjar halda áfram að eignast börn þangað til þeim fæðist sonur. Nú er bað hins vegar almenn tiilhneiging að eignast aðeins tvö börn. — Einn höfuðglæpur Lín Píaós var meint tOraun hans til mála- miðlunar við Konfúsíanisma. — Hinn almenni Kínverji er mjög vel inni í þessu máli, og hægt er að ræða þessa menningarbar- áttu við nánast hvern sem er. STEFNA KÍNVERJA í ALÞJÓÐAMÁLUM. Hvað geturðu sagt okkur um alþjóðapólitík Kínverja? Vinna þeir að heimsbyltingu? Nei, ekki get ég sagt það. Þeir líta á Bandaríkin og Sovét- ■ ríkin sem höfuðóvini sína og líta með meiri óvináttu til Sovét- manna og sósíalimperíalisma þeirra. Þótt þeir fullyrði ekki að Rússar muni ráðast á sig, eru þeir reiðubúnir að heyja við þá styrjöld, og er verið að reisa neð- anjarðarbyrgi í stærstu borgum. Þeir tóku mikinn vara við því að minnka heraflann í Vestur- Evrópu, því að Sovétmenn myndu ráðast inn á sérhvert óvarið svasði. Á Varið lartd þá bmtdamenn þar sem Kínverjar eru? Þeir skipta sér ekki af mál- efnum annarra þjóða, segja að hver þjóð eig,i að ráða sér sjálf. orðið á nein skyssa síðan hann tók við forystu flokksins. Er það skoðun þín að of- sögum sé sagt af persónudýrk- un Kinverja? . Já, vissulega. Mér faninst Kín- verjar líta á Maó fyrst og fremst sem fræðimarin og leiðtoga flokksins, mann sem hefði leitt þjóðina úr eymd kapítalismans. Það er því eðlilegt að þjóðin beri mikið ! traust til slíks . manns og sjálfsagt auðvelt að ; rangtúlka það traust' og kalla það trúarbrögð. ' Virtist 1 þér almenningur af- ■ skiptasamur um það' sem var að gerast. Þeir virðast láta forystuna hugsa fyrir sig um mörg mál. Ég spurði þá hvort þeir hefðu velt því sér vistkreppunni, en þeir kváðu nei við, en sögðust vissir um að það væri einhver nefnd á vegum ríkisins sem hefði áhyggjur af því máli. Háttsettir menn sögðust leggja mikla áherslu á að dýpka með- vitund fólksins, svo að það geti áctað sig á mistökum og svik- um leiðtoganna, eins og gerð- ist með Líó-Sjaó-Sjí og Lin Píaó. Virtist þér fólk á vhmustöð- um taka þátt í ákvarðanatökum? Aðalmunurinn á andrúmslofti vinnustaða í Kína og í Evrópu er hve fólk er miklu afslapp- aðra þar. Þegar maður kom inn í verksmiðjusalina var kannski hluti fólksins að vinna, en aðrir að drekka kaffi, ræða saman eða lesa blöð. Það breyttist ekkert þótt verkstjócinn kæmi inn. Starfsfólk á vinnstöðum velur sjálft forystu staðarins. Hún Gylíi Páll viö æskuhciinili Maós, ásamt leiösögumanni og túlki. ir um að hægt væri að mennta lækna á svo skömmum tírna, svöruðu þeir því til að nú væru kúrsarnir minni og jafnframt væri mörgum sjúkdómum út- rýmt í Kína, t. d. drykkjusýki og kynsjúkdómum. liafa þcvr fréttir við rök að styðjast að ný menningarbylt- ing sé í fceðingu í Kína? Nei. Sá orðrómur styðst aðal- lega við þá herferð sem þar er farin gegn Konfúsíanisma og hugmyndum Lin Píaós. Kínverjar sjálfir telja þá herferð áfram- hald fyrri menningarbyltingar, að nú sé farið dýpra í málin, en útbreiðsla á hugmyndum Kon- fúsíusar er mikill dragbítur á allar framfarir. Hann er tals- maður kyrrstöðunnar, boðar au hver maður eigi að sætta sig við það hliitskipti sem hann er „fæddur til". Samkvæmt kenn- ingum hans er karlmaðurina Hins vegar sögðu þeir að ís- lendingar ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir vísuðu bandaríska hernum úr landi. Ef sérhver þjóð á að ráða sér sjálf, þýðir það þá að þeir láti afskiptalausar allar stjórnir, fas- istastjórnir sem aðrar? Þeir sögðust viðurkenna þá stjórn sem væri við völd í sér- hverju landi á sérhverjum tíma, og að það væri verk fólksins að gera byltingu. Það er athyglis- vert að í Evrópu álíta þeir höf- uðmóthverfuna vera á milli Sovótríkjanna, sem sækist eftir heimsyfirráðum, og Vestur- Evrópu. Þeir líta á EBE sem nauðsynlegan þátt í að halda sjálfstæði Vestur-Evrópu gagn- vart Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Þú segir að Kínverjar séu yf- irleitt ánœgðir, en heldurðu að Framhald á 10. síðu. 12 — STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.