Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Síða 2

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Síða 2
Hannes H. Gissurarson: Nokkur orð ■-v. ... 71 ' " Jk . 'ijj ff um málefni Háskólans Steinn Steinarr lýkur snjöllu kvæði sínu, Universitas Is- landiae, á heldur óhrjálegri um- sögn um Háskóla íslands: Þá brá ég við og réði mann tii mín, sem múraði upp í gluggann. Flestum finnst vafalítið, að þetta skáld neikvæðisins hafi þarna dregið upp helzti dökka mynd, þótt orðheppinn sé og bein- skeyttur. Háskóli íslands hefur, — þrátt fyrir allt, — verið á 63 ára starfsferli símum virki fræðslu og rannsókna, tákn þess menningarlega sjálfstæðis, sem íslendingar njóta, — þótt mannfjöldinn sé á við úthverfi í stórborg. En hinu má ekki gleyma, að ætíð eru nógir um að vilja múra. Stöðnun og slen mega ekki verða aðaldrættir Háskól- ans. Hann má ekki verða útung- unarvél sálarlausra sagnaþula eða hinna, er dýrka reiknistokkinn sem skurðgoð. Hann má ekki verða annars flokks mennta- stofnun, sem hvorki geri nægar hæfniskröfur til kennara né nemenda. Innan veggja hans verður að fara fram frjáls ramn- sókn og rökræða, fjörug og ó- heft. Þar verður að glæða loga þess kyndils menningar og bók- mennta, sem lýsti íslendingum leið hörmungaraldirnar allar, þar verður að sinna svo þörfum at- vinnulífs og stjórnsýslu, að ætíð sé hér kostur hæfra manna, þótt asklokið eigi ekki að koma í úimims stað, en það viðhorf hef- ur eitt skáldið kallað fjóstrú. Hér á hlutur stúdenta ekki að vera minnstur. Sú leiðigjarna ár- átta ýmissa „stúdemtaleiðtoga" að telja hlutverk sitt það eitt að reyna að slaka á hæfniskröf- um, kría út aura og senda fjöl- miðlum ályktanir um hin ein- kennilegustu mál veldur því, að virðing og vegur stúdenta og málsvara þeirra hefur mjög þorrið. Róttæklingarnir, sem tízkubylgja skolaði í forystusess á meðal stúdenta, hafa látið sig málefni Háskólans litlu varða. En ætlunin er í þessum pistli að drepa á nokkur atriði, sem stúdentar eiga og verSa að láta sig varða. Sjálfstæði Háskólans verða stúdentar að standa vörð um. Það er alger forsenda þess, að háskólinn geti gegnt því hlut- verki sínu, sem reifað var hér áðan, að hann sé ekki njörvað- ur við ríkisvaldið og pólitíkusa. í setningarræðu fyrsta rektors skólans er þessu atriði gerð góð skil: „Landsstjórnin á að láta sér nægja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fé til nauð- synlegra útgjalda og að þeir fylgi þeim lögum, sem þeim eru sett, en láta þá að öðru leyti hafa sem frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni" . Amnað lykilatriði er fullkom- ið vísindabókasafn. Hér er ólíku saman að jafna við það, sem tíðkast erlendis. Þar er víðast Ht- GROA Á LEITI Olyginn sagði mér en berið mig samt ekki fyrir því, að Hannes H. Gissurarson hafi verið gerður að heiðursfélaga Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar fyrir vel unnin störf í baráttunni gegn heimskommúnismanum. Það mun vera í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni, sem þau bönd sem binda Hannes við sjálfstæðiskonur, hafa styrkst með þess- um afleiðingum. Ólyginn sagði mér en berið mig samt ekki fyrir því, að nokkrir fornbókasalar, sem fyrir ári voru sektaðir fyrir sölu klámrita, hafi hafið undirskriftasöfnun til að berjast fyrir því að klámritasala verði leyfð á Islandi. Nefna þeir undirskriftasöfnunina Frjálsa ritlist. Þeir segja að þetta sé talinn sjálfsagður menningarþáttur um allan hinn vest- ræna heim, en auðvitað sé þetta algerlega ópólitískt mál og eiginhagsmunir komi þar hvergi nærri. Ólyginn sagðl mér en berið mig samt ekki fyrir því, að rektor hafi haldið veislu eina veglega í tilefni mannaskipta í Háskólaráði og boðið fráfarandi og viðtakandi ráðs- mönnum. Tveir menn munu þó hafa farið varhluta af veisluglaumnum, þar sem þeir sátu allt kvöldið afsíðis í innilegum vinarhótum. Það voru þeir Baldur Kristjánsson fulltrúi stúdenta, og Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Var auðséð á öllu að þeim var skilnaðurinn erfiður, og heyrðust þeir báðir fullvissa hinn um að þetta hefði verið „ógleymanlegt og skemmtilegt ár“. Ólyginn sagði mér, en berið mig helst ekki fyrir því, að stjórn Síne hafi neytt allra bragða á nýliðnu sumri til að reisa við bágborinn fjárhag sambandsins. Þó þótti stúd- entum keyra um þverbak, þegar Sigurmar Albertsson, í stjórn Síne, sást selja túristum, sem dvöldu á Garði, mat- armiða á 80% nafnvirðis, en miðana keypti Sigurmar eins og hver annar stúdent á 60% nafnvirðis í Bóksölunni. Harmar Gróa að geta ekki birt mynd af Simma við þessa iðju sína. Hanncs H. Gissurarson ið á bókasafnið sem heista og þarfasta þjón menntagyðjunnar, en hér er hann vanhaldinn og pasturslítill. Háskólabókasafnið fullnægir alls ekki þeim kröf- um, sem gerðar verða til slíks bóksaafns, bæði vegna ónógra fjárveitinga til bókakaupa og húsnæðiseklu. Vegna þess bar ég fram tillögu á stúdentaráðsfundi 31. júlí sl., sem er á þessa leið: Stúdentaráð skorar á stjórn- völd að hefja þegar á þessa ári að reisa Þjóðarbókhlöðu. Þannig verður 1100 ára afmœlis ís- landsbyggðar best minnst. Þessu fylgdi eftirfarandi greinargerð: „í þingsályktunar- tillögu 5. maí 1957 markaði Al- þingi þá stefnu að sameina Landsbókasafn og Háskólabóka- safn í Þjóðarbókhlöðu. I henni er hásikólanemum ædað lestrar- rými fyrir 500 menn hið minnsta. Vísindalegt fullkomið bókasafn er og forsenda rann- sókna og fræða. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á þessu ári, og á byggingunni að vera lokið eftir 5 ár. FuII ástæða er til þess að fylgja þó þessu máii eftir á vettvangi Stúdentaráðs, þar sem ætla má, að reynt verði vegna efnahagsástandsins að skera svo niður útgjöld sem auð- ið er, og þjóðarbókhlaða þá einn skotspónninn". Við þetta má bæta, að stúdentar þurfa að kanna, hvort í þjóðarbókhlöð- unni á eingöngu að vera bóka- safn, en skemmtilegt væri að fá þar aðstöðu til plötusafns og út- Iáns og listsýninga. — Þessi til- laga mín um þjóðarbókhlöðu var samþykkt með smávægilegum breytingum. Víða erlendis gefa háskólar sjálfir út vísindarit og kennslu- bækur sínar, og slík fyrirtæki á þeirra vegum eru oft hin öflug- ustu. Hór er að vísu til vísir að því, en lítill. Hér verður að gera á • bragarbót. Markviss og sam- hæfð útgáfa jafnt ódýrra, við- hafnarlausra kennslubóka sem og vísindarita kennara er nauð- syn, hvernig sem henni yrði háttað. Hér rekur hið opinbera til dæmis Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Ríkisútgáfu náms- bóka. Má hugsa sér samvinou við þessa aðila og jafnvel við einkafyrirtæki. Sá stakkur, sem háskóla er sniðinn, er ein helsta ákvörðun- arbreyta í vexti hans og við- gangi. Skipulagsleysi háskóla- húsa okkar ríður hins vegar ekki við einteyming. Framtíðarskipu- lag er allc óljóst. Sífellt er ver- ið að þrengja að lóð Háskólans, sem enginn veit reyndar hver er, — t.d. með lagningu hrað- brautar í Suðurgötu og fyrirhug- ’ aðri "" stækkuti" í' Bændáhállarinn- ar. Nú þegar verður að hefjast handa um að skilgreina frarn- tíðarramma Háskólasvæðisins, en slíkt hlýtur að haldast í hendur við þær hugmyndir, sem ráða- menn gera sér um verksvið og viðfangsefni Háskólans í fram- tíðinni. Þá hefur einu atriði ekki ver- ið nægur gaumur gefinn, að mínu mati. Þorsteinn Gylfason lektor hefur bent á og gagnrýnt, hversu virðist hafa dregið úr rit- störfum og útgáfustarfi kennara og prófessora við Háskólann. Að vísu gefa þessir þættir ófull- komna mynd af starfi þeirra. En þeir eru þó vísbending. Og það er alvarlegt mál, ef ein- hverjir þeir kennarar og rann- sóknarmenn, sem laun sín þiggja hjá Háskólanum, skila lidu sem engu starfi. En stúd- entar verða þó að gæta þess í gagnrýni sinni, að ætíð sé fyrst spurt, hvað við getum lagt sjálf- ir af mörkum, áður en menn vandlætast og gera kröfur. Ýmislegt fleira mætti tína til, sem málsvarar stúdenta, félaga- samtök þeirra og foringjar, ættu að helga tíma sinn í auknum mæli. En hér er þó rétt að geta eins að lokum. Forsenda þess, að stúdentar geti hér eitthvað að gert, er, að þeim sé fenginn sanngjarn íhlutunarréttur. Vaka, félag Iýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sett markið við þriðjungs- aðild að stjórnun í byrjun, hver svo sem langtímamarkmið verða. — En stúdentar verða að gera sér grein fyrir, að réttindum fylgja skyldur, valdi ábyrgð. Ef haldið er af festu og hófsemi á málurn, er miklu líklegra, að orðið sé við sanngijörnum ósk- tun. En áherslu verður að leggja á, að eining náist um slík mál, að sameinast sé um sameiginleg hagsmunamál stúdenta, ’ áð sam- vinna sé þar á milli kennara og nemenda, bróðurhugur á meðal hinna ýmsu fylkinga og pólit- ískra hópa á meðal nemenda. Einungis á þann veg verða fé- lagasamtök stúdenta það afl, sem nær einhverju fram, hrindir ein- hverju í framkvæmd. RAUDSOKKAR OPHA STASfSMIBSTÖO Sá gagnmerki félagsskapur Rauðsokkar er í fullu fjöri. Því til staðfestingar boðaði hann til blaðamannafundar þann 1. október og kynnti starfsemi sína og stefnu. Rauðsokkar hafa nú í fyrsta sinn eignast veigamikinn sama- stað, sem er að Skólavörðu- stíg 12. Þar verður framvegis opið á hverjum virkum degi miili kl. 5 og 7. Ætlunin er að halda þar uppi ráðleggingar- starfi og hafa jafnframt félags- aðstöðu með blöðum, bókum og veitingum. Rauðsokkahreyfingin er byggð þannig upp, að ákveðin samtengjandi miðstöð starfar. Þá eru fastir starfshópar: Hús- hópur, sem sér um rekstur hús- næðis, leiðbcincndahópur, sem aðstoðar nýliða, og fjöhniðla- hópur, sem annast útgáfustarf- semi. Rauðsokkar gefa út blaðið Forvitin rauð, og í hús- næði hreyfingarinnar er einnig hægt að kíkja í erlend blöð af svipuðu tagi. Þá eru myndaðir starfshópar vegna tímabund- inna verkefna, og leggja rauð- sokkar mikla áherslu á þenn- an þátt starfseminnar . Þegar rauðsokkar voru spurðir um fjölda meðlima gáfu þeir það svar að 200 hefðu skráð sig í hópa frá upphafi hreyfingarinnar og væru konur þar í meirihluta. Nokkrar umræður spunnust um það, hvers vegna náms- menn hefðu lítinn þátt tekið í störfum hreyfingarinnar, og kom þar fram það álit margra rauðsokka, að meðal t. d. stúd- enta ríkti miklu meira jafn- rétti kynja en meðal annarra þjóðfélagshópa. Því fyndu kon- ur í námi ekki til eins brenn- andi þarfar að berjast fyrir af- námi kynferðislegs misréttis. Mörgum sem utan rauð- sokkahreyfingarinnar standa hefur fundist sem þar hafi ver- ið nokkur mótsögn þeirra sem hafa viljað gefa baráttunni meðvitað pólitískt markmið og hinna sem hafa haldið fram „ópólitískri“ hagsmunabar- áttu. Sjálfir telja þeir aðeins um að ræða misdjúpan skiln- ing á því hversu langt þurfi að ganga til að ná jafnmti. Ann- ars ætti stefnuyfirlýsing hreyf- ingarinnar frá ráðstefnu henn- ar í sumar að taka af öll tví- mæli um stefnulegan grund- völl hreyfingarinnar: „Barátta kvcnna fyrir jafn- rétti kynjanna verður ekki slit- in úr tengslum við baráttu undirokaðra stétta fyrir þjóð- félagslegum jöfnuði, né heldur verður sigur unninn í verka- lýðsbaráttunni án virkrar þátt- töku kvenna. 1 aðaldráttum er baráttan tvíþætt; annars vegar fyrir breyttu þjóðfélagi gegn kúgun- ar- og afturhaldsöflum, sam- fara tímabundnum umbótum í þjóðfélaginu, og hins vegar sú uppbygging, sem snýr að kon- um sjálfum, vitundarvakning, andspyrna gegn bælandi upp- eldis- og umhverfisáhrifum og aldagömlum fordómum og hcföum. Undirokun kvenna er efna- hagslegs og kynferðislegs eðlis. Langvarandi bæling kvenna hcfur fyrr og nú verið fram- kvæmd vitandi vits í þeim til- gangi að hagnast á vinnuafli þeirra innan hcimilanna og á vinnumarkaðinum og að við- halda kynferðislcgri kúgun. Ríkjandi efnahagskcrfi byggist Framhald á bls. 7. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.