Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 3
Krafa um félagslegt réttlætí (Leiðari túlkar stefnu stjórnar SHÍ) Nú eru lánamál í deiglunni, og verið gefur að stúd- vni.tr þurfi að heyja harða baráttu fyrir því að lán þeirra hrökkvi fyrir einföldustu lífsnauðsynjum. Þá varðar miklu að Ijóst sé, hvort stúdcntar eiga að heyja baráttu sína sem hreina eiginhagsmunabar- áttu eða út frá því þjóðfélagslega rétrlætismáli sem námslán óneitanlega eru. Til skamms tíma var langskólanám forréttindi hinna betur efnuðu, og aðeins örfáir harðduglegir lágstéttarmenn megnuðu að brjótast í gegnum þann múr, sem aðskildi þorra fólks frá „æðri" menntun. Þær breytingar sem þar hafa orðið á, eru ekki að- eins tákn um vaxandi möguleika alþýðunnar, held- ur ríður baggamuninn sú stóraukna þörf, sem nú er fyrir menntamenn. f framleiðsluferlinu koma menntamenn stöðugt meir við sögu: framfarir eru háðar vísindalegum rannsóknum, tæknimenntaða menn þarf í sífellt flóknari framleiðslubákni, sál- fræðingar og félagsfræðingar eru fengnir til að mæta þeim félagslegu vandamálum sem „framfarirnar" hafa skapað; jafnframt hefur skapast stöðugt vax- andi þörf fyrir menningarneyslu, en sú þörf er grundvöllur þess að efnisleg framleiðsla sé á jafn háu stigi og nú er. Það er því ekki af jafnréttishug- sjón einni saman að forréttindastéttir hafa opnað lágstéttarunglingum aðgang að framhaldsmenntun, jafn ör fjölgun menntamanna og orðið hefur, hefði ekki fengist á annan hátt. Hins vegar hefur jafn- réttissjónarmiðið verið krafa lágstéttanna, — börn þeirra skyldu hafa sömu möguleika og börn forrétt- indahópa. Nú er það svo að fjárhagslegur stuðningur við námsmenn jafngOdir engan veginn jafnrétti til náms, heldur getur hann aðeins útrýmt efnalegri mismunun, en aldrei þeirri félagslegu mismunun, sem hið mismunandi andrúmsloft og siðvenjur, sem börnin alast upp við, valda. Athuganir hafa sýnt fram á að Iágstéttarbörn búa við miklu minni hvata lil menntunarsóknar en hástéttarbörn, og algert jafnrétti til náms er því f jarstæða í stéttaþjóðfélagi. Hins vegar hefur það verið lágmarkskrafa jafnrétt- issinna að ólíkur efnahagslegur bakgrunnur valdi ekki mismunun í námsaðstöðu. Þetta sjónarmið hef- ur verið viðurkennt í flestum svonefndum velferðar- rkjum, og m. a. hafa allir íslenskir stjórnmálaflokk- ar lýst stuðningi sínum við þessa stefnu. En eitt er orð, annað framkvæmd. Hérlendis var almenn, opinber námsaðstoð til skamms tíma hé- gómi einn. Efnalitlir stúdentar urðu að reiða sig á þá möguleika sem íslenskt þjóðfélag veitir til mik- illr tekjuöflunar í leyfum og sem Háskóli fslands hefur veitt tU vinnu meðfram námi. Nú hafa þess- ir möguleikar rýrnað allmjög. Tímatakmarkanir i námi verða sífellt strangari, og erfiðara að komast í uppgripavinnu á sumrin. Hins vegar hefur opin- ber námsaðstoð aukist jafnt og þétt síðustu árin, og stjórnvöld gáfu fyrir nokkrum árum fyrirheit um fullnægjandi námsaðstoð í náinni framtíð. Af hálfu ríkisvaldsins er ekki aðeins um að ræða mismikinn vilja til að fullnægja þörfum náms- manna, heldur er framlag til námslána einn liður í fjárlögum ríkisins. Því er það framlag háð ýmsum sjónarmiðum f járveitingavaldsins, sem hugsar lána- mál út frá hugtökum eins og fjárþörf Lánasjóðs og f járveitingargetu ríkissjóðs. Að þessu sinni er hækk- un á fjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna meiri en undanfarin ár. Veldur þar annars vegar hin öra verðbólguþróun síðastliðins árs og nýleg gengisfelling, en hins vegar hefur komið í Ijós að um gífurlegC vanmat á framfærslukostnaði náms- manna hefur verið að ræða, eins og hver sá hefur sannreynt sem reynt hefur að framfleyta sér á námslánum. Jafnframt vill lánasjóður leiðrétta þá mismunun sem fjölskyldufólk í hópi lánþega hefur verið beitt. Þessir hækkunarliðir eru allir sjálfsagðir og eðlilegir, og jafnframt leggur Lánasjóður til að haldið verði áfram þeirri stefnu að hækka hlutfall lána af fjárþörf þannig að það nemi nú loks 100%. STUDENTABLAÐIÐ 9. tbl. 1974 Otgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands Ritstjóri: Gestur Guðmundsson (ábm.) Otgáfustjórn: Stjórn S.H.I. Verð í lausasölu: 50 kr. Áskriftargjald er kr. 400 á ári. Auglýsingasimi: 15959. Prentsmiðja Þjóðviljans. Ríkisvaldið getur ekki annað en fallist á sann- girni þessarar kröfugerðar. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin boðað sparnað vegna meintra efnahagsörð- ugleika, og má af þeim sökum búast við að f jár- veitingavaldið verði ófúst til að fallast á jafn mikla hlutfallslega hækkun til lánamála og aukin f járþörf Lánasjóðs krefst. Þær röksemdir eru bornar fram, að aðsteðjandi cfnahagsörðugleikar knýji menn til að stilla kröfum sinum í hóf. Stúdentar vita hins vegar að í íslensku þjóðfélagi hefur margfaldri þeirri upphæð sem námsmenn þurfa til framfæris verið varið til að byggja risastórar kauphallir bílainnflytjenda. Náms- menn eiga að sætta sig við kjaraskerðingu segja þeir scm hafa margfalt meira ráðstöfunarfé sjálfir. Slík- ur málflutningur ber vott um meiri háttar hræsni, og stúdentar vísa honum á bug. Efnahagsörðugleik- ar á borð við þá sem nú er við að erja ógilda eng- an veginn þær röksemdir sem námsmenn hafa sett fram fyrir fullnægjandi námsaðstoð. Þjóðfélagið hefur ótvíræða þörf fyrir mikinn fjölda menntaðra manna, og jafnframt hlýtur hvert samfélag að kappkosta að sjá þegnum sínum fyrir mestri og bestri menntun. Það er og ein helsta skrautfjöður þess svonefnda velferðarþjóðfélags sem við búum við, að þar ríki jafnrétti til náms. Þegar stúdentar bera fram kröfu um lífvænleg námslán eru þeir annars vegar að berjast fyrir hagsmunum sínum en jafnframt berum við fram kröfu um þjóð- félagslegt réttlæti. Sú réttlætiskrafa veitir okkur heimild til að hvika hvergi í baráttu okkar og !áta ekki. barlóm um skakkaföll efnahagslífsins villa okkur sýn. :•:•$•:•:•:?:•:«::•:•'.•: %¥??§•:•:•: >v«.>:.:.nnx.:.:.:.:...:v:.......-.-..'....-v.-.'.v ¦-:"•¦"¦•':'. :::.:.;; SSS&SÍSÍíí Læknadeiidarafturhaldio | Háskólatónkikar fær mótbyr Aftarhaldið í læknadeild situr nú meðsárt ennið, þar sem því mirtókst að gera óskadaum sinn, ómengaðan Numerus Clausus að veruleika. í fyrra voru fyrsta árs menn innritaðk með þeim fyrirvara, að næsta ár yrði fjöldatakmörkunum beitt við innritun á anmað ár, nema úr- bætur fengijust í aðstöðumálum deildarinnat. í haust hugsuðu kennarar læknadeildar sér til hreyfings og hugðust beita þess- um takmörkunum. Læknanem- um bárust fréttir af þessum fyrkætlunum og bjuggust þegar ar til andsvara. Hvort sem það hefur verið af ótta við aðgerðk stúdenta eða vegna eigin sein- lætis við framkvæmd, glutraðist málið niður, og annars árs nem- ar stunda nú nóm sitt óáreittk. Hins veigar virtist sem lækna- deildarafturhaldinu myndi tak- ast að koma á Numerus Clausus í nokkuð breyttri mynd, þar sem eru janúarpróf 1. árs, sem ekki er heimilt að endurtaka fyrr en ao ári liðnu og virka því sem inntökupróf. Þessi reglugerðar- breyting var staðfest í Háskóla- ráði og var síðan send til menntamálaráðuneytisins. Vil- hjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, var hins vegat ekki á þeim buxunum að leggja blessun sína yfir þetta tiltæki, heldur endursendi hann reglu- gerðarbreytinguna til rektors, með þeim athugasemdum að af- staða stúdenta hefði enn ekki verið gerð sér kunn. Vkðist sem Villi hyggist taka eitthvert mark á stúdenaim, og er fuil ástæða /. des. kosningar 22. okt. Auglýst hefur'verið að kjör til 1. des. nefndar fari fram 22. okt. næstkomandi, en fram- boðsfrestur renni út 17. okt. Kjörstjórn hefur ekkert fram- boð borist og engin slík til- kynning hefur verið birt innan Háskólans eða send Stúdenta- blaðinu. Hins vegar birtist í Morgunblaðinu 12. okt. frétt um að Vaka byði fram undir kjörorðinu „Tjáningarfrelsi og skoðanamyndun", — en ræðumannaefnin séu þeir Markús Möller, form. Vöku, og hinn bráðskemmtilcgi Hrafn Gunnlaugsson. Verðandi mun hins vegar taka ákvörðun um framboð sitt í kvöld, 14. okt., á almennum félagsfundi. til að óska honum til hamingju með þessa röggsamlegu embætt- isfærslu. Þessir atburðir eru ekki þeir einu sem á daga læknadeildar hafa drifið að undanförnu, þar sem þeir viðburðir hafa gerst \farðandi ráðningu kennslukrafta, sem leitt hafa til þess að fjórða árs nemar hafa nú farið í verk- fall. Hingað til hefur gilt sú regla um ráðningar kennara að lækna- deild, að þek sem stöðunum gegndu væru jafnframt starfandi á Landspítala. Landakotsspítali og Borgarspítali hafa hins veg- ar gert kröfu um að einokun Landspítala verði aflétt, en í því sambandi er rétt að geta þess að verklegu námi læJcnanema hefur verið dreift á þessi þrjú sjúkra- hús. Til að knýja á kröfu sína um að aflétta einokun Land- spítala á kennarastöðum við læknadeild ákvað Borgarspítali að veita ekki læknanemum við- töku á þessu hausti. Landspítali bauðst til að veita þeim lækna- nemum viðtöku sem Borgar- spítali neitaði að taka við, en læknanemar viidu leggja áherslu á framtíðarlausn þessara mála, þannig að Jæknadeild fengi sem besta aðstöðu. Því ákváðu þeir að knýja á þá iausn að Borrgar- spítali taki á ný við nemum. Töldu þeir áhrifaríkustu leiðina að neita að mæta á spítalana, og var því lýst yfir aimennu verkfalli læknanema á spítukrm. Veturinn 1974—1975 verður efnt til þeirrar nýbreytni í félagslífi Háskólans að halda reglulega tónleika innán skólans; Verða tón- leikarnir haldnir síðdegis á laugardögum í Félagsstofnun stúd- enta, ellefu sinnum á vetrinum.- Aðgangseyrir að hverjum tón- leikum verður að líkindum 200 krónur, en einnig gefst stúdent- um og starfsmönnum Háskóláns kostur á að kaupa áskriftar- skírteini að öllum tónleikunum fyrir 1000 krónur. 2. nóvember 1974 16. nóvember 1974 7. desember 1974 12. janúar 1975 1. febrúar 1975 22. febrúar 1975 15. mars 1975 5. apríl 1975 26. apríl 1975 17. mai 1975 íslensk þjóðlög Elísabet Erlingsdóttir syngur við undirleik Kristins Gestssonar Debussy, Ravel, Herbert Ágústsson Kammersveit Reykjavíkur leikur Jólatónleikar Háskólakórsins Blandaði Háskólakórinn syngur undir stjórn Ruth Magnússon Mozart, Spohr, Shubert, Messiaen Dóra Reyndal syngur við undirleik Einars Jóhannessonár og Sigríðar Sveinsdóttur Bizet, Debussy, Lutoslawskí Halldór Haraldsson og Rögnvaldur Sigur- jónsson leika á tvö píanó Frescobaldi, Couperin, Scarlatti Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal Brahms, Mussorgsky, Mahler Halldór Vilhelmsson og Ruth Magnússon syngja við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar Bach, Liszt, Hallgrímur Helgason Jónas Ingimundarson leikur á píanó Vortónleikar Háskólakórsins Blandaði Háskólakórrnn syngur undir stjórn Ruth Ma^nússon íslensk stofutónlist 1945—1974 Tónleikarnir eru haldnir í samráði við Tónskáldafélag Islánds Áskriftarskírteini að tónleikunum lasi í Bóksölu stúdenta. STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.