Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Page 4

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Page 4
Ritstjóri Stúdentablaðsins ákvað að freista þess að fá fulltrúa frá samtökum námsmanna heima og erlcndis og frá pólitísku félögunum innan Háskólans til að ræða saman um hlutverk námsmannahreyfingar. Fór hann þess á Ieit að þessir aðilar skip- uðu einn mann hver til umræðnanna, en formaður Vöku fór þess á leit að fá að vera við annan mann, og var á það fallist. Síðar kom hliðstæð málalcitan frá stjórn Síne, sem einnig var fallist á. Hugsaði ritstjóri sér skipulag umræðnanna á þann veg, að fyrst skyldi rætt ,um hagsmunabaráttu, síðan um þjóðfélags- legt hlutverk og pólitísk afskipti námsmanna. Að öðru Icyti voru umræður að mestu stjórnlausar, en við úrvinnslu hcfur mikið verið fellt úr og öðru þjappað saman. Gcstur: Hvers vegna er til stofn- un eins og Stúdentaráð, Arnlín? Amlín: Stúdentaráð er ekki stofnun eins og t.d. skólafélög í menntaskólum og sum félög hér innan skóláns, sem sjá fyrst og fremst um samkomuhald. Starfsemi Stúdentaráðs ber svip af því að það er fullorðið fólk sem stendur að því, og ráðið er baráttutæki stúdenta fyrir bættum lífskjörum og meiri áhrifum á vinnuaðstöðu sína. Markús: Skólafélögin berjast vissulega fyrir svipuðum hlutum, og eru því ekki ósvipuð Stúdenta- ráði að því leyti. Gestur: Hvernig reynist Stúd- entaráð sem baráttutæki núna, Berglind? Berglind: Ég sé ekki að neinar róttækar breytingar hafi átt sér stað síðan þessi rikisstjórn tók við. Það er alltaf verið að berj- ást gegn því að hlutur námsmanna verði rýrður, með því að vera á varðbergi gagnvart stjórnvöldum. Við höfum ekki séð viðbrögð nýju stjórnarinnar, en síðastliðin þrjú ár höfum við haft stjórn sem nefur viljað kalla sig vinstri sinnaða. Þó hcfur ekki verið að heyra á stjórn Stúdentaráðs, að hún hafi verið ánægð með frammi- stöðu hennar. Úlafur: Það er nú ekki hægt að segja að við vitum ekki hver við- brögð nýju stjórnarinnar cru í lánamálunum. Við vitum að sam- kvæmt bréfi frá menntamálaráð- herra til Lánasjóðs virðist sem stjómin vilji taka til greina hækk- anir á lánum vegna gengis- og verðiagsbreytinga, en vafasamt er hvort hún vill taka kostnaðar- Arnlín: Það er ekki rétt sem Berglind sagði, að allar stéttir hafi verið hvattar til að sýna biðlund. Það sem verið er að gera er að færa fjármagn til atvinnurekcnda. Launþegar eiga hins vegar að sýna biðlund, og þeirra kjör á að skerða. Berglind: Ég held að það hljóti að vera sameiginlegir hagsmunir launþega og atvinnurekenda, að t.d. iðnaðurinn geti gengið. En nú erum við að mínu mati komin of langt inn á þjóðmálasviðið og ættum að breyta um umræðuefni. Gcstur: Vilja menn fallast á það að stúdentar eigi að sætta sig við kjararýmun núna? Ólafur: Nei, það gctum við ekki. Mér finnst kvcða við dálítið ein- kennilegan tón að heyra þetta nú frá Vöku. í fyrra var líka borið við efnahagsörðugleikum, og ég man ekki til þess að þá hafi heyrst frá Vöku að taka ætti tillit til þess, þótt stjórnvöld jörmuðu um tímabundna erfiðleika. Ég hygg að þessi tillitssemi sé meira af pólitískum rótum runnin en vegna þess að námsmenn séu færir um að taka á sig auknar byrðar eða láta rýra sín kjör. Markús: Fyrst málin eru farin að taka þessa stefnu, langar mig að koma því að, aö það er ekki frem- ur en venjulega gerður greinar- munur á því að fjármagn sé flutt til atvinnuveganna og til atvinnu- rekenda. Það er að vísu erfiðleik- um bundið að koma í veg fyrir það, ef fjármagn er flutt til at- vinnuVegarina, að ‘þáð hverfí' til einkaneyslu þar. Hitt ætti að vera öllum Ijóst að þegar atvinnuveg- irnir ganga illa, hvaða þjóðskipu- „Við eigum ekki að auka ágreininginn með svona tillöguílutn- ingi.“ Berglind. könnunina fyllilega til greina. Þetta þýðir í raun skref aftur á bak. „Að sýna biðlund um bætt lífskjör“ Berglind: Það hefur mikið verið rætt um þessa efnahagserfiðleika, sem eiga að vera tímabundnir, og allar stéttir eru hvattar til að sýna biðlund um bætt lífskjör. Mér finnst að við gætum rætt það hér, sem stúdentar, hvort okkur bcri ekki eins og öðrum að sætta okk- ur við a.m.k.. óbreyttan, ef ekki lakari hlut. Markús: Mér finnst cðlilegt að námsmenn taki á sig eðlilcgar byrðar miðað við aðra þjóðfélags- þegna. Þá verður að líta á það að námsmenn exu upp til hópa lágtekjumenn. Því ætti að líta á wídcur með nokkrum v<ávilja, en það veröur tæplcga sagt að við séum „breiðu bökin“. lag sem um cr að ræða, verður að létta byrðarnar á þeim. En ef áformuð er kjaraskerðing náms- manna, þá tel ég að taka verði full- komið tillit til lágtekjuaðstöðu stúdenta. Ef skerðing verður, þá verður hún að koma sem réttlátast niður miðað við það hvað menn geta tekið á sig. Ég tel ánægjulegt að slík réttlætissjónarmið hafa ver- ið látin ráða og að þcir hafa ver- ið látnir bera vandann sem auð- veldast eiga með það. Gestur: Það hefur verið stefna stúdentasamtakanna, að hið opin- bera ætti að siá til þess að öllum væri fjárhagslega klcift að stunda nám. Er ástæða til að falla frá þessari stefnu vegna efnahagsvið- burða í þjóðfélaginu? Sigurmar: Ef við viðurkennum, að við getum tekið á okkur lækk- un á námsaðstoð, erum við jafn- framt að segja okkur hafa nóg og jafnvel að við höfum of mikið. Því er það alls ekki rökrétt, ef við föllumst á kjararýrnun. Berglind: Hér hafa spunnist nokkrar umræður um það sem ég sló hér fram meira sem hugmynd en skoðun. Því vil ég benda á að rætt hefur vcrið um sem lausn á efnahagsvandanum að skera niður ríkisútgjöld. Menn hafa ekki orð- ið á eitt sáttir um það hvað bæri að skcra niður, og því hefur sú hugmynd komið fram að skera niður alla liði jafnt. í tengslum við þetta vildi ég ræða niðurskurð á námslánum. Gestur: En getum við rætt um námslánin sem hluta af ríkisút- gjöldum? Hljótum við ekki sem námsmenn að líta á lánin sem tæki til að tryggja jafnrétti til náms? Ef lánin eru ófullnægjandi, þá lítum við svo á að þar með skapist hinum efnameiri forrétt- indi til náms. Bcrglind: Þú talar um viðhorf okkar til námslánanna, en ég var Hliðstæður námsmanna- og verkaiýðsfélaga Sigurmar: Mér finnst allt of mikið bera á því hjá vinstri sinn- uðum stúdentum, að þeir leggi að jöfnu verkalýðsfélag og stúdenta- félag. En stúdentar cru margklof- inn hópur, meðan verkalýðsfélag er myndað af mönnum sem hafa algerlega sameiginlcgra hagsmuna að gæta, koma úr sömu þjóðfé- lagsstétt og mynda jafnvel eina þjóðfélagsstétt. En stúdentar eru börn ráðherra og börn sjómanna. Þeir koma frá gjörólíkum þjóð- félagshópum, hafa gjörólík við- horf og efnahag. Það er því ekki hægt að tala um að vcrkamenn og stúdentar geti sameinast í ákveðinni láglaunabar- áttu sem ein heild, heldur er það aðeins hluti stúdenta sem getur sameinast verkalýðshreyfingunni. 1 hinni pólitísku baráttu eru stúd- að orka á Dagsbrún. Markús: Þetta getur verið alveg rétt. En eins og Sigurmar kom inn á áðan, getur uppbygging og eðli hópanna verið gjörólík og haft áhrif á starfsemi þeirra. Ég held að stúdentafélög leyfi sér að fást við miklu fleiri verkefni en verka- lýðsfélög vegna þess m.a. að stúd- entar eru óbundnir af sxnum hag, þrátt fyrir allt. Tveir hópar stúdcnta Ólafur: Mér sýnist það kristallis- erast í þessum umræðum að hér eru tveir hópar. Annars vegar virðist þið tvö, Markús og Berg- lind, ekki gera ykkur grein fyrir því að til eru þeir hópar meðal stúdenta sem hafa þörf fyrir hags- munabaráttu í stíl við baráttu verkalýðsfélaganna. Hinir virðast gera sér grein fyrir því að ef hags- munabaráttan klikkaði, mundi það koma niður á þessum hópum sem kannski frekar að reyna að setja mig í spor þeirra sém fjalla um fjárlögin, og þar er náttúrlega gjörólík afstaða. Mér finnst það brenna við að stúdentar hugsi eingöngu um sig sem stúdenta. Hagsmunasamtök og hnefaréttur Magnús: Það verður að hafa í huga að við lifum í þjóðfélagi hnefaréttarins. Hagsmunasamtök geta ekki hugsað um velferð þess þjóðfélags sem er í andstöðu við þau. Né geta þau tekið tillit til vandkvæða atvinnurekenda, held- ur eiga þau að hugsa um að fá sem mest handa sínum meðlim- um. Bcrglind: Vilt þú meina að einn hópur geti tekið sig út úr þjóð- félaginu og dansað sóló án til- lits til annarra. Þú virðist meina að námsmenn, vcrkamenn og at- vinnurekendur eigi ekki að geta hist eða talað saman, því að hags- munir þeirra eru svo andstæðir. En ég skil ekki hvernig þjóðfélag á að geta starfað með þessu móti. Magnús: Hvaða hagsmuni álít- ur þú að verkamaðurinn og at- vinnurekandinn eígi sameigin- lega? Ég lít svo á að það sem verkamaðurinn tapar, græði at- vinnurekandinn. Berglind: Hvort sem þú ert at- vinnurekandinn í framkvæmda- stjórastól eða verkamaðurinn á lagernum, þá er það hagur þinn að þetta fyrirtæki gangi, því að eitt það sem þjóðfélagið óttast mest er atvinnuleysi. Markús: Telur þú, Magnús, að stéttaandstæður og óréltlæti þjóð- félagsins sé svo mikið, að það beri að rífa niður þjóðfélagið, jafnvel þótt það kosti tímabundn- ar fórnir, stórfellt atvinnuleysi og stórskertan hag, til þess að koma á framtíðarlandinu? Magnús: Þú talar um atvinnu- leysi. Ég veit ekki betur en að at- vinnuleysi hafi fylgt kapltalisman- um frá öndverðu. Hitt er rétt að bylting verður ekki gerð nema byltingarástand ríki, og það á- stand er ekki hér á landi. entar .Lvískiptir. Stúdentajáð væri allt öðru vísi ef Vaka hefði fengið tvö hundruð atkvæðum meira í síðustu kosningum. Bcrglind: Ég held að það hljóti að móta mjög viðhorf stúdenta að þcta er tímabundið ástand. Verka- maðurinn sem fer í sitt verka- lýðsfélag getur búist við að vera þar næstu fjörutíu árin, en stúd- entinn aðeins í þrjú til tíu ár. Markús: Það sem ég held að hafi mótað stúdenta í gagnum ald- irnar er það að þeir hafa verið gagnrýnið þjóðfélagsafl. Það hefur mótað stúdenta talsvert, að þeir eru ekki bundnir af ákveðnum hagsmunum, líf þeirra er ekki mótað, þeir hafa ekki skapað sér hreiður sem þeir eru fastir í, — burlséð frá því að þetta er tíma- bundið ástand. Mngnús: Þó að stúdentar komi og fari, þá geta samtök þeirra stað- ið og starfað að hagsmunamálum meðlima sinna. Þau geta starfað að dægurmálum á sama grundvelli og verkalýðsfélög. Markús: Það dettur ekki nokkr- um manni í hug að véfengja að öll samtök sem berjast fyrir ein- hverjum hagsmunum eða málefn- um eiga augljóst svipmót sameig- inlegt. Það er hins vegar ckki hægt að setja jafnaðarmerki á milli þeirra nema í einstaka tilvikum. Magnús: Það sem tengir verka- menn saman, t.d. í Dagsbrún, er viðleitni til að halda uppi lífskjör- um félaganna með því að selja vinnuafl sitt á sem hæstu verði, og á svipuðum grundvelli geta stúd- entar staðið, þ. e. haft einhverja sameiginlega hagsmuni, sem allir geta verið sammála um. Við grein- um á milli faglegrar og pólitískr- baráttu. Á faglcgum grundvelli gctum við myndað stúdcntasam- tök, sem efla hag stúdenta sem heildar. Á þeim grundvclli starf- ar t.d. Dagsbrún. Svo getum við haft pólitísk öfl fyrir utan þetta, sem reyna að orka á þessi sam- tök. Hér í skólanum höfum við Vöku og Verðandi, sem reyna að orka á heildarsamtök stúdenta, eins og pólitísku flokkarnir reyna hafa þörf fyrir fjárhágSstuðrrtng; Þið virðist leggja til að kjör náms- manna verði skert, og þá mundi það bitna á þessurn ákvoðna hóp námsmanna, sem þið tilheyrið ekki. Markús: Þetta virðist verd grundvallarmisskilningur hjá þér. Þú virðist hafa það mikla trú á auðvaldinu, að það haldi uppi á- kveðnum hóp meðal stúdenta. Arnlin: Það er fáránlegt að ræða það hvort stúdentar sætti sig við að kjör þeirra verði skert. Á með- an námslánin áamt tekjum nægja stúdentum ekki til að sjá fyrir „Það er líka pólitík að ræða ekki pólitík.“ ÓIi Karvcl. sér, getum við ckki sætt okkur við skerðingu. Markús: Ég vil endurtaka það, að ég tel að stúdentar eigi að vera í slíkum forgangshópi sem eigi að mæta áföllum síðast, þar sem gera má ráð fyrir að þar séu ekki fyrir hendi aðstæður til að mæta tekjurýrnun án þess að gjörbreyta sínum lífsvenjum. Ég 4 STÚDENTAiíLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.