Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 6
Veröandiþáttur Ábyrgðarmaður: Eíríkur Brynjólf sson Fundaáætlun Verðandi, sem sagt var frá í síðasta blaði, er enn ekki fuUfrágengin, en verð- ur auglýst um leið og svo verð- ur. AÐ FALSA SÖGUNA Hann var með eindæmum sá skortur á ímyndunarafli sem kom fram í þjóðhátíðarhöldum sumarsins. Umgjörð hátíðar- haldanna, sem Matthías og Indriði höfðu haft 6 ár til að smíða, var ófrumleg eftiriíking fyrri þjóðhátíða, en synd væri að segja að þær hátíðir hafi einkennst af frjórri hugsun. Sá boðskapur sem landsfeður fluttu lýðnum var ekki annað en upptugga á þeirri lyga-Is- landssögu, sem Jón Aðils og Jónas frá Hriflu suðu á sínum tíma upp úr draumsýnum róm- antískra skálda. Það var engu líkara en að landsfeðurnir væru steinblindir á það endurmat á arfleifð íslendinga, sem þó hefur farið fram að hluta til. Ólafur Jóhannesson hafði ekki annað að færa þjóð sinni en endurtekningu á gömlum frös- um um „frjálsræðishetjur" þær sem Island numu. Það þarf annað tveggja, vænan skammt af mamnfyririitaingu eða ríf- lega vanþekkingu, til að halda því fram að eitthvert sérstakt frjálsræði hafi ríkt í þjóðfélagi þar sem yfirgnæfandi meiri- hiuti var annað hvort réttinda- lausir þrælar. eða undirgefin vinnuhjú. Nema Glafur og aðr- ir fortíðargyliendur telji frjáls- ræðið fólgið í valdi höfðingja og stórbænda til að ráðskast með hag undirseta sinna að eigin geðþótta. Svona mætti lengi telja. Sú fortíð sem kynnt er fyrir okkur á hátíðlegum stundum er full falsana og goðsagna, sem hafa ekki það hlutverk að upplýsa menn um það sem liðið er, heldur að vera hluti af hug- myndafræði samtímans, þáttur í pólitískri baráttu. Okkur hefði staðið nær á þjóðhátíðar- ári að rannsaka goðsagnirnar um sögu lands og þjóðar og hlutverk þeirra í samtímanum en að flytja þær enn einu sinni sem sannindi. Á þjóðhátíð vilja menn gjarna tilheyra einhuga þjóð. Einingarvaðallinn, sem svo mikið bar á í ræðu og riti á þjóðhátíðarsumrinu, hlýtur að vekja menn til umhugsunar, sé hann borinn saman við veru- leikann. Meðan stór hluti þjóð- arinnar lítur á það sem mál málanna að þurrka smánar- blett erlendrar hersetu af is- lenskri grund, líta aðrir á „tengslin við vestrænar lýð- ræðis- og vinaþjóðir" sem slíka höfuðnauðsyn, að þeir æsa tO múgsefjunar til að biðja um áframhaldandi hersetu. Undir- skriftasöfnun Varins lands er óhrekjanlegt dæmi þess hvílík fjarstæða er að tala um ein- ingu þjóðarinnar árið 1974. I efnahags- og stjórnmálalífinu gerast Hka atburðir sem sýna fram á hversu sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar eru. Eftir einstakt góðæri og upp- grip í öflun lífskjara, fara at- vinnurekendur að kveina um, í nafni atvinnuveganna að vanda, að þeir hafi ekki feng- ið nóg, fyrirtæki þeirra séu á heljarþröm. Ríkisstjórn borg- aranna og fjölmiðlar hennar sjá enga ástæðu til að véfengja þær upplýsingar sem atvinnu- rekendur gefa um eigin hag, og með stjórnaraðgerðum er höggvið skarð í lífsviðurværi launþega og flutt til atvinnu- rekendanna, sem geta skammt- að sjálfum sér laun og telja sér og öðrum jafnframt trú um að þeir eigi fyrirtækin. Það er hverjum sjáandí manni ljóst, að í hvert sinn sem talið er að byggja þurfi upp atvinnuvegina eða bjarga þeim úr ógöngum er með stjómaraðgerðum annað hvort lagt fram fé úr ríkiskassanum eða tekið beint frá launþegum landsins og það fært atvinnu- rekendum. Þó er „eignarréttur" þeirra friðhelgastur allra hluta í þjóðfélaginu og í hugmynda- fræði stærsta stjórnmálaflokks- ins jafngildir hann „mann- gildi". Hvað sem á bjátar, þurfa atvinnurekendur ekki að kvíða því að kreppt verði að þeirra hag. Þeir halda nefnilega um líf- æð þjóðarinnar, og meðan svo er, munu þeir fljóta ofan á hvað sem aðrir verða að þola. Við slíkar aðstæður er fárán- legt að tala um einingu. Það gera ekki aðrir en þeir sem vilja þetta ástand eilíft og reyna því að fela mótsagnir þess. Séð í ljósi stéttaand- stæðna þjóðfélagsins var þjóð- hátíðin á Þingvöllum hátíð borgaranna, þar sem þeir léku á strengi þjóðerniskenndar til að sannfæra alþýðu manna um að samhljómur ríkti í því sam- fékgi þar sem þeir hafa tögl og hagldir. HERSETAN FEST I SESSI Einar Ágústsson munaði ekki um að taka heljarstökk í herstöðvamálinu. Sammngs- drög fyrri stjórnar sýndu þó viðleitni í þá átt að losna við hersetudrauginn, en megininn- tak nýja samningsins virðist vera að tengja heriiðið traust- ari böndum þjóðlífi íslendinga, Þannig er f arið inn á þá braut að íslendingar taki við störfum í sjálfu hernaðarapparatinu. Hingað til höfum við verið ó- virkur aðili að hernaðartæki Bandaríkjanna, en nú geta unnendur vestræns lýðræðis haldið höfðinu hátt, þar sem við erum orðnir virkir aðilar að því hernaðarkerfi, sem hef- ur tekið að sér að kenna íbú- um Víetnam og öðrum fávís- um að meta kosti frjálsrar samkeppni. FRJÁLS MENNING Sú andlega reisn sem birtist í bænaávarpi Varins lands hef- ur nú tekið á sig mynd, sem enn betur hæfir innihaldinu. Nú á að biðja um að gefa bandaríska hernum einokun á erlendum sjónvarpsrekstri í landinu, og það er náttúrlega kallað frelsi í stíl við skilning Alberts Guðmundssonar á því hugtaki. En menn virðast oft leggja furðulegan skilning í það orð, eins og sést á því að menn skulu ráðast gegn frelsi Banda- ríkjastjórnar til að kollvarpa lýðræðislega kjörnum stjórn- um, í Dóminíkanska lýðveld- inu, Chiie og víðac.: Vökuþáttur Ábyrgðacmadur: Kjartan Gunnarssan MTTUR 'GÉSTS JR.ITSTJÓRA Þess ber að geta, sem vel er gért. Þess' végha' er sérsrök' 'á- stæða að fagrta þeim sinjnaskipt- um ritstjórans, er hann tók aft- lir að birta efni frá, hverjum sem er. Má vera, að hononn hafi skilist, að það er í hæsta máta vafasamt fyrir rkstjóra í hans sporum að ætla sér að hafa gæðaeftirlit með málflutningi andstæðinga sinna. Hlutleysi er nú einu sinni ekki til og jafn- vel kynni að Iæðast að mönnum sá grunur að annarlegt sjónar- mið ráði, þegar allt efni er tal- ið mikilvægara á síðum Stúd- entablaðsins en skoðanir Vöku- manna. Líklega hefur Gestur fallið sem snöggvast fyrir einni áleitnustu freistingu sem mið- stjórnarskipulag býður upp á, nefnilega að bæla niður gagn- rýni ef hægt er að fjarstýra sannleikanum eftir megni. Von- andi tekst Gesti betur að vara sig eftir byltinguna, þegar hann þarf að skipuleggja mennta- kerfið og úthluta mönnum plássi í ríkisdagblöðunum. Sem sagt: Batnandi manni er best að lifa. TVÖ ÞÚSUND FYLKINGARMENN Eins og kunnugt er, eru svip- aðir hausar oft á tíðum á Fylk- ingunni og Verðandi, þótt frést hafi að KSML a,b,c, eða d hafi þar einnig áhrif af og til. Hins vegar er það til marks um hlut- föllin innan Verðandi, að Stúd- entaráð lýsti yfir stuðningi við Rauða Verkalýðseiningu í verka- lýðsbaráttunni 1. maí, sem þá var orðin svo flókin, að enginn vissi lengur hvort barist var fyr- k verkalýðinn eða um verka- lýðinn. Svo brá við á Stúd- entaráðsfuodi, að fram kom til- laga frá Sveini Haukssyni þar sem lagt var til að Stúdentaráð fordæmdi ofsóknir lögreglunnar gegn Fyíkingarmönnum, sem frægastir urðu í sumar og borða- lögðu Almnanagjárveggi á þjóð- hátíð. Aðspurður kvað Sveinn þessa tillögu hljóta að skoðast sem stuðninigsyfirlýsing við að- gerðir Fylkingarinnar. Upphóf- ust síðan rökræður sem helst virtust snúast um hverjum bæri heiðurinn af afrekinu .Þess skal þó getið að umræðurnar voru illskiljanlegar þeim sem ekki hafa sérþekkingu á pólitískri landafrasði vinstra megiin við hægri arm Alþýðubandalagsins. Þegar svo kom að atkvæða- greiðslu, gerðust svo undur og stórmerki. Ekki voru nema þrettán hendur á lofti með til- lögunni og jafnmargar á móti. Einn laganemi af meirihlutanum greiddi atkvæði á móti, vara- maður úr -sömu deild sat hjá. Einn kom ekki fram, Missti þar Fylkingin naumlega af öflugum stuðningi, þar sem við borð lá, að heildarsamtök stúdenta gengju til liðs við hana í einu lagi. Ekki hefði veitt af fylginu í þingkosningunum mánuði áð- ur . AF ÞJÓÐARBÓKHLÖDU Á þessum sama fundi frekar en þeim næsta, bar einn af Vökumönnum fram tillögu um að Stúdentaráð reyndi að reka á eftir byggingu Þjóðarbókhlöð- unnar, sem þjóðin virðist hafa hætt við að gefa sjálfri sér í af- mælisgjöf og á að hýsa átta hundruð Iesborð. Undirtektir 'vöru almennt góðar uns einn stuðnmgsmaður mekithlutans stóð upp og sagðist ekki geta sætt sig við lokaorð tillögunnar. Þar sagði þá eitthvað í þeim dúr, að með byggingu hlöðunn- ar yrði 1100 ára afmælisins best minnst. Stuðningsmaðurinn lýsti sig eindregið fylgjandi tiilög- imni með þeirri breytingu þó, að „best" yrði breytt í „vel". „Best" væri nefnilega frátekið fytir brottflutning hersins. Bar hann fram breytingartillögu þess efnis. Hún var síðan samþykkt með atkvæðum mekihlutans gegn atkvæðum minniihliutans. Síðan féllust allk viðstaddk á, að 1100 ára afmælis búsetu í landinu væri „vel" minnst með því að þjóðin gæfi sjálfri sér bókhlöðu. i IUSIUSIUS Menn eru nú farnk að gera að því skóna, að Stúdentaráðs- mekihlutinn muni leggja á hill- una áform sín um aðild að IUS. Þek eru einir eftk af þeim, sem IUS gerði tilraun tii að fá inn í samtökin fyrk 11. þingið. Ástralskir stúdentar gerðust þá aukaaðilar, en aðrir hætru við. Ef af aðild yrði, væru íslending- ar og Finnar einu Norðurlanda- þjóðirnar í IUS. Vestur-Þjóð- verjar munu einnig standa ut- an við, þvert ofan í það sem vænst var. Aukin tengsl Verð- andi við knwerska alþýðu kynnu líka að hafa aflað henni fregna sem styðja fullyrðingar Vökuþátta um beina þjónkun IUS við Kreml. KÁLFURINN Ritstjóri Stúdentablaðsins taldi sig vafalaust fara klóklega að, ." þegar hann gaf greinargerð Vöku um Stúdentablaðið ásamt svörum sínum út sem sórstakan kálf með Srúdentablaðiniu. Lík- lega hefur hann ætlað að telja fram sérstaklega kostnað vegna kálfsins og sýna enn pg sanna, að skrif Yökumanna eru þungur baggi á fjárhag blaðsins. Rit- stjórinn hefur lengi reynt að leiða það til mótsagnar, að Vökumenn skuli skrifa í blað hans en hafi samt ekki viljað styðja fjármálaáærlun hans fyr- k það. Honum til uppfræðingar er þess getið, að þótt Vöku- menn hafi ekki viljað fallajst á fjárhagsáædun blaðsins upp á tvær milljónk, er ekki þar með sagt, að þek getí faliist á, að þau fjórtán hundirrað þúsund, sem samþykkt voru, eigi að verða sórstakur styrkur til Gests Guð- mundssonar og Verðaindi tii að halda úti • einkaniálgagnL 'Það voru sælutímar, þegar Srúdenca- blaðið gat verið opið biað í friði og ekki reyndu aðrk að skrifa í það en menn með. já- kvæðar skoðank. "-¦.**¦«¦¦¦..«...-«"..¦...«"¦-.-¦..¦¦«.¦¦¦¦«¦.¦¦¦¦¦¦¦¦«...«»...«. IHIHHIHllll A DOFINNI: MANN- VlSINDA- DEILD Á döfinni er að stofna sér- staka mannvísindadeild við Há- skólann. Myndi hún saman- standa af Námsbraut í almenn- um þjóðfélagsfræuðm og nokkrum hluta Heimspeki- deildiar, þ.e. sálarfræði, heim- speki og jafnvel sagnfræði. Meðal haskólayf irvalda og kennara í þessum greinum virðist ríkja samstaða um nauðsyn þessarar skipidags- breytingar, en þó er-miáKð^enn.-- á frumstigi. Tvöfalt haigræði væri að> þessari breytíngu, Annars veg ar myndi hún mkinka miög; stjórinsýsluvanda Háskólans. Heknspekideiid í núveraindi mynd er sMkt ferlíki og sam- sett af svo mörgum ólíikum greinum, að tíl vandræða lief- ur lengi horft. Námsbraut í þjóðfálagsfræðum er nokkurs konar botnlangi á skipulagi Háskólans, — sjálfstæð náms- braut utan alira deilda og án aðildar að Háskólaráði. Jafnframt væri hinum ýmsu námsgreinum mannvísinda ó- tvírætt bót að því að tengj- ast betur. Þessar greinar eru allar innbyrðis tengdar og nemendur óska þess oft að velja þær saman í náimi sínu. Þegar um jafn sjáffsagt mál er að ræða og þetta, er ósk- andi að það taki ekki margra mánaða umþóttun í hinum ýmsu ráðum, nefndum og stjórnum, áður en mannvís- indadeild lírur dagsins ljós. ¦ 6 — STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.