Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 7
nnrasin i slovakiu Til íslands er í þessum mán- uði væntanleg sendinefnd frá tékkneska stúdentasamband- inu. Af því tilefni er hér rifj- aður upp harmleikur tékkn- esku þjóðarinnar frá 1968 og þeir atburðir sem voru undan- fari innrásar sovétmanna. Veturinn 1967—68 urðu um- skipti í forystusveit tékkneska kommúnistaflokksins, og fyrri hluta árs 1968 urðu umfangs- miklar þjóðfélagsbreytingar í landinu, en á þá þróun var bundinn skjótur endir með inn- rás sovétmanna 21. ágúst og aðgerðum þeirrar leppstjórnar sem komið var upp skömmu síðar. Tékkóslóvakía hafði þá sér- stöðu meðal austurblokkar- landa, að þar hafði borgara- legt lýðræði fest sig í sessi fyr- ir valdatöku sósíalista. Sovét- ríkin hurfu nokkurn veginn beint frá einveldi til „sósíal- isma", og gagnrýni borgara- legra „lýðræðisvina" gleymir því iðulega, að Rússar hafa aldrei þekkt lýðræði. Svipað er uppi á teningnum í þeim A- Evrópuríkjum, þar sem komm- únistar náðu völdum í skjóli rússa í stríðslok. Þau höfðu ýmist búið við hálfgert léns- veldi eða ömurlega skrípamynd af lýðræði eða jafnvel fasisma. 1 Tékkóslóvakíu var hins veg- ar rík lýðræðishefð, og jafn- framt var í landinu þróaður iðnaður og tiltöluleg velmeg- un, andstætt hinum frumstæðu A-Evrópuþjóðfélögum þess tíma. Stalínisminn, sem hafði orðið til við ákveðnar þjóðfé- lagsaðstæður og tilverknað á- kveðinna þjóðfélagsafla Sovét- ríkjanna, samsvaraði þjóðfé- lagsveruleika mjög illa í upp- hafi, þótt honum væri þröngv- að upp á landið. Það var því engin tilviljun, að austantjaldssósíalisminn lét fyrst undan í Tékkóslóvakíu. Strax um 1963 hófst í landinu alvarleg efnahagskreppa, og jafnframt var krafa mennta- manna um menningarfrelsi mun styrkari þar en í öðrum austantjaldsríkjum. Þetta olli stjórninni áföllum, og styrkti þann andstöðuarm í flokknum sem náði yfirtökunum veturinn 1967—68. Fyrri hluti ársins 1968 var ekki tímabil skipulegra að- gerða í nýmælisátt, heldur ein- kenndist sá tími af umræðum, þróun tékknesks sósíalisma var í deiglunni. Þó var almenn samstaða (nema hins íhalds- samari minnihluta) að auka tjáningarfrelsi manna og jafn- framt var það almennt viður- kennt, að í efnahagskerfinu yrði að viðurkenna tilvist auð- Umræða um námsmannahreyfingar Framhald af bls. 5. stöðu í framleiðsluferlinu. Sú stétt er jafnt sem áður lykillinn að sósíalískri byltingu og án henn- ar geta námsmannahreyfingar ekki skapað sósíalisma. Þetta get- ¦um við séð á því að verkfall 'SRólarriá'fiáa mundi ekki hafa stór- vægileg áhrif á gang þjóðfélagsins, en hins vegar mundi verkfall verkamanna hafa slík áhrif. Til þess að andkapítalískir námsmenn geti orðið verkalýðsstéttinni og þar með sjálfum sér að liði, þurfa þessir hópar að mætast á jafnrétt- isgrundvelli í pólitískri baráttu. Námsmenn eiga ekki að leika sig sem neina teoríukalla sem lítið varðar um dagleg vandamál verka- lýðsbaráttunnar, heldur á að vera til jafnréttisgrundvöllur allra þeirra sem fylkja sér undir merki komm- únismans, þar sem er kommún- ískur flokkur, framvörður verka- lýðsbyltingárinnar. Ávinningar á leið til þeirrar byltingar er aukn- ing sósíalískrar vitundar og upp- bygging þess kommúníska flokkks sem enn hefur ekki litið dagsins ljós á Islandi. Bcrglind: Viltu skilgreina hvað þú átt við þegar þú talar um verkamenn. Magnús: Verkamaður er sá sem vinnur að sköpun efnislegra verð- mæta, auðsins. Hann er gildis- skapandi, andstætt þeim sem hirða auðinn. Bcrglind: Hefur þeim ekki fækk- að og þarf ekki víðari skilgrein- ingu. Magnús: Það er alveg rétt, hreinum verkamönnum hefur fækkað, en hins vegar hefur launamönnum fjölgað, og það er oft mjög erfitt að draga skýrar línur á fnilli launanianria og verka- manna', og skilin á milli millistétt- ar og verkalýðsstéttar eru nokk- uð ógreinileg. Ólafur: Ég er í flestum meginat- riðum sammála Magnúsi. Hér á fyrri árum hugðu menn að stúd- entar gætu ekki aðeins komið byltingu af stað, heldur jafnvel framkvæmt hana til hlítar, en við höfum rekið okkur á það í t.d. Frakklandi ,að námsmenn eru eng- an veginn færir um að framkvæma byltingu. Hlutverk námsmanna og menntamanna, sem eru á annað borð á þeim brókunum að koma á sósíalisma, gæti verið að miðla af þekkingu sinni, ef hún er þá eitthvað meiri en þekking verka- mannanna. En byltingin getur þá fyrst orðið að veruleika, þegar verkamennirnir eru færir um að formúla sín markmið og um leið að framkvæma þau. Rauðsokkar Framhald af 2. síðu. að miklu leyti á hreyfanlegu vinnuafli, sem grípa má til eft- ir því hvort um er að ræða þenslu eða samdrátt í atvinnu- lííinu. Jhlaupavinnuaflið er fyrst og fremst konur, og kon- ur eru meginþorri hinna lægst launuðu hvar sem er í atvinnu- Iífinu. Þess vegna verður að heyja baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti með vopnum stéttar- baráttu." Stúdentafélagið Framhald af 1. síðu þorra stúdenta, eins og hann kom fram í kosninguim til Stúd- entaxáðs 10 dögum áður en „Stúdentafélagið" sendi frá sér dæmalausa yfidýsingu sína. Einnig hafa menn rennt hug- ann að þeim fjármunum sem fara um sjóði félagsins, en eng- in grein hefur verið gerð fyr- ir meðferð þeirra. Komst stjórn Srúdentaráðs að þeirri niðurstöðu að engin á- stæða væri til að láta ósvífni „Stúdentafélagsklíkunnar" við- gangast öllu lengur og hefur því ákveðið að yfirtaka starf- semi þessarar félagsnefnu og halda þá dansleiki sem hún var stofnuð til að gangast fyrir. Tel- ur stjórnin rétt að heiMarsamtök stúdenta sjái um . þetta dans- leikjahald og njóti því' jafnframit þeirra tekna sem slík starfsemi alla jafnan veitir. 88 valdsfyrirbæra, s. s. markaðs, og endurskipuleggja framleiðsl- una á grundvelli raunsærra mats á þróunarskeiði tékknesks þjóðfélags. Um annað var deilt, og hefur hinum andstæðu hópum verið þannig lýst að annars vegar væru „þeir, sem vildu „viðhalda sósíalisman- um" og áttu þar við núverandi efnahagsgrundvöll, en endur- bæta hann með nýtískulegri skipulagsaðferðum, svo og hefðbundnum lýðræðisformum, sem þeir töldu sumpart að ættu jafnvel við í öllum nú- tíma iðnaðarþjóðfélögum, sum- part áð gætu notið sín til f ulls einmitt í sósalísku þjóðfélagi. Hins vegar voru þeir, sem lögðu áherslu á, að sósíalism- inn sjálfur hefði hvergi nærri tæmt möguleika sína og verk- efnið væri frekar að þróa hann til fulls, samkvæmt klassískum marxískum hugmyndum, en að taka einstök atriði að láni úr annars konar þjóðfélagssam- hengi." (JPA, Réttur 1968, bls. 145.) Þannig voru bæði hægfara og róttækur armur í þeirri þjóðfélagshreyfingu, sem mót- aði sögu Tékkóslóvakíu fyrri hluta árs 1968. Hægfara arm- urinn gat jafnvel talist borg- aralegur, a. m. k. að einhverju leyti, enda réttlættu Sovétmenn afskipti sín með tilvísun til meintrar valdatöku slíkra afla. Hitt er jafn víst að Sovét- mönnum var ekki síður illa við róttækari arminn, sem m. a. samanstóð af menntamönn- um með skyldar hugmyndir og nýja vinstri hreyfingin í Vest- ur-Evrópu. Meðal annars fengu trotskíistísk sjónarmið að njóta sín í Tékkóslóvakíu árið 1968. En einna athyglisverðust er þó sú vakning sem varð meðal verkalýðsins, þegar líða tók á valdatíma Dubceks og félaga, en verkamenn skipuðu sér iðu- lega í raðir hinna róttækustu og gerðu kröfur um bein völd og ósvikinn sósíalisma. Þó svo að borgaraleg og hálfborgaraleg öfl hafi látið til sín.taka, er sú yfirlýsing rússa að þeir hafi verið að yfirbuga sUka aðila markkus áróður. Eftir því sem hreyfingin fékk víðtækari fjöldagrundvöll, gerðist hún róttækari, og full- yrða má, að hún hefði ekki staðar numið fyrr en hrint væri í framkvæmd þeim hug- myndum sem vinstri-gagnrýn- endur Sovétríkjanna gera sér um sósíalískt þjóðfélag. Óttinn við slíka atburði og afleiðing- ar þeirra fyrir Sovétríkin og tök þarlendra valdhafa á al- þýðu landsins var sá aflvaki sem knúði sovésku valdhafana til innrásarinnar. Innrásin var hnefahögg í andlit sósíalista um allan heim. I háþróuðu iðnaðarríki var sú hugsun orðin að efnislegu afli að framkvæmd sósíalisma byggðist ekki aðeins á þjóðnýt- ingu framileiðslufyrirtækjanna, heldur jafnframt á lýðræðis- legri stjórnun þeirra og al- mennu lýðræði og tjáninga- frelsi þjóðarinnar, og sósíalist- ar um allan heim fylgdust með framþróun þessarar tilraunar, sem hefði markað þáttaskil í þróun sósíalískrar hreyfingar a. m. k. í þróuðum iðnríkjum. ^M^.! rW^V" W*fL ^L *^fe,' Samúðarkvcðjur til þjóða Tékkóslóvakíu verða að mótast af þjóðahyggju sósíalismans. Allt annað er móðgun við fórnirn- ar, sem þær haía fært. Atburðirnir mörkuðu hins vegar önnur þáttaskil og öllu dapurlegri. Staðfesting fékkst á þeim ótta, að Sovétríkin myndu ekki þoía neina þá þróun sósíalisma á yfirráða- svæði sínu sem bryti í bága við fyrirmynd höfuðbólsins. Enn einu sinni höfðu Sovétmenn traðkað á vonum milljóna sós- íalista, enn einu sinni höfðu þeir lagt stimpil sósíalismans á ofbeldisaðgerðir sínar. Hið jákvæða við innrásina 1968 var það að nú gat engum lengur dulist að svik höfðu verið framkvæmd við sósíalismann í „fyrirheitna landinu". Æ, fleiri sósíalistar gerðu sér grein fyr- ir því hvílíkt tjón „móður'*- hlutverk Sovétríkjanna hafði valdið, og héðan í frá yrðu sósíalistar í Vestur-Evrópu að reiða sig á mátt sjálfra sín og alþýðu eigin landa. AUGLÝSINGASTJÓRA VANTAR AÐ STÚDENTABLAÐINU Laun 20% af auglýsingatekjum. Upplýsingar á skrifstofu Stúdentaráðs. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: HÁSKÓLA- FJÖLRITUN, Stúdentaheimilinu (uppí) Sími 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta. Opin mánudaga til föstudaga kl. 9-12,30 og 13-17 STUDENTABLAÐIÐ — 7

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.