Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 1
STUDENTA 10. TBL. 22. NÓVEMBER 1974 50. ÁRG. EFNI BLAÐSINS: í minningu meistara Þórbergs, bls. 2. Ávarp Arnlínar Óladóttur á Háskólahátíð 1974 er á blaðsíðu 3. Vísindin í þágu al- þýðu, bls. 3. Stúdentafélagið, blaðsíðu 4. Að skilja pólitík frá hagsmunum, bls. 5. Sendimaður SHÍ í Gólanhæðum, baksíða. HVAÐ GERIST í LÁNAMÁLUNUM? Á þcssu hausti hcfur svo vcrið aö skiija á ráöamönnum að þcir hygðust skerða náms- lán verulega. Vegna þeirrar yf- irvofandi hættu stofnuöu fimm námsmannasamtök sameigin- Icga baráttuncfnd, sem hafa skyldi forgöngu um að túlka málstaö námsmanna. HAUSTLÁN Eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar var að knýja á stjórnvöld að veita sem hag- stæðust haustlán, enda er reynslan sú að þegar kemur að aðalúthlutun lána, hafa yf- irleitt fengist litlar umbætur frá því sem gilti um haustlánin. Fyrstu tíðindin voru uggvekj- andi, en menntamálaráðuneyt- ið fyrirskipaði Lánasjóði að taka ekkert tillit til verðhækk- ana síðastliðins árs við haust- úthlutun. Þessu mótmælti kjarabaráttunefndin og pantaði viðtal hjá ráðherra til að ítreka mótmæli sín. Þegar þangað var komið sögðust ráðherrar hins vegar hafa taiast við kvöldið áður og orðið ásáttir unr að tillit skyldi tekið til verðhækk- ana. Var síðan gefin út til- kynning, þar sem ráðuneytið lýsti því yfir að haustlán yrðu vcitt á sama grundvelli og árið áður, að viðbættum verðlags- hækkunum, en ákvörðun urn nýjar úthlutunarreglur og hækkun hlutfalls af umfram- fjárþörf skyldu bíða seinni tíma. Ekki var ótvírætt af þessu orðalagi hægt að skilja hvort ráðuneytið myndi fallast á nýtt kostnaðarmat Lánasjóðsins. Af því er það síöast að frétta, að það liggur nú hjá einhverri ráðuneytisdeild og allar horfur eru á því að einhver bið verði á þeirri meltingu. Því lauk haustlánaglímu á þann veg, að versta gerræðinu var afstýrt, en ekki hafa ráða- menn enn gefið fyrirheit um óbreytt raungildi námslána, hvað þá að þau verði fullnægj- andi. — Hér er skylt að geta þess að sá dráttur sem orðið hefur á úthlutun haustlána mun fyrst og fremst stafa af því hversu treglega gekk að fá staðfest- Stórsigur Veriandi / l des. kosningum Kosningar gerast stöðugt umfangsmeira fyrirtæki irtnan Háskólans. Tvisvar á ári ræsa bæði hægri og vinstri menn kosningavélar sínar og reyna aö höföa til kjósenda með kosningablöðum, drcifibréfum, símhringingum og öðrum á- róöri. Síðan lýstur fylkingum saman, annaö hvort á heils dags kjörfundi eða á styttri framboðs- og kosningafundi og menn naga neglur og spá í úr- slitin, þar til úrslit eru kunn- gjörö. Framboðsfrestur til 1 des. kosninga rann út 17. október síðastliðinn. Þann 12. október „þjófstörtuðu“ Vökumenn meó því að Morgunblaðið birti til- kynningu um l'ramboð þeirra. Verðandi ákvað framboð sitt hins vegar á félagsfundi 16. október, og síðan geysaði orra- hríðin næstu 6 daga. Síðastliðin 3—4 ár hafa vinstri menn unnið aJlar al- mennar kosningar innan Há- skólans. Fyrst eftir að Vöku- menn misstu þá meirihlutaað- stöðu sem þeir höföu lengi not- ið, virtist sem allur slagkraftur væri frá þeim horfinn. Vorið 1973 varð breyting þar á. Nýir menn tóku við forystu Vöku, og virtust hafa fullan hug á að vinna á nýjan leik forystuna í félagslífi og hagsmunabaráttu stúdenta. Skal þar fyrst frægan telja Kjartan Gunnarsson, sem gerðist þá um sumarið „odd- viti“ Vökumanna í Stúdenta- ráði. Um haustið buðu Vöku- menn fram til 1. desember, og var Markús Möller einn fram- bjóðenda. Vinstri menn voru vanir auðunnum sigrum og lögðu lítið á sig í kosningabar- áttunni, enda fengu þeir þann skell, að örfáum atkvæðum EIMREIÐARSLYS VÖKUÍHALDSINS munaði tid að Vaka ynni sigur. Var nú sem vinstri menn vöknuðu upp við vondan draum. Um vorið var breytt kosningafyrirkomulagi til Stúd- entaráðs og tekið upp listakjör sem staðfesting á þvi ástandi, að stúdentar skipta sér í and- stæðar fylkingar. Þessi breyt- ing var gerð skömmu fyrir kosningar, og á þeim tveim vikum sem þá voru til stefnu komu vinstri menn sér upp kosningavél í fyrsta sinn og unnu markvisst að áróðri. Vökumcnn hafa lengi haft hliðstætt kosningakerfi, og var nú harðar barist en nokkru sinni um langt árabil. Svo virð- ist sem Vökumenn iiafi ekki áttað sig á bættri skipulagn- ingu vinstri manna, því að þeir gerðu sér lengi vonir um sigur, en hlutu þó 180 atkvæðum minna en vinstri menn. Kosn- ingaþátttaka varð 70%, og er það sennilcga nálægt því að vera mögulegt hámark. Vökumenn gáfust ekki upp við þessi úrslit. Forystusveit þeirra höfðu bæst nýir starfs- kraftar, og fjórstirnið Kjartan, Markús, Berglind og Hannes Gissurarson hélt í allt sumar uppi óvægnum árásum á vinstri menn í Háskólanum, sumpart í Stúdentablaðinu, sumpart í Mogga og Vísi. í 1. des. kosn- ingunum átti síðan að upp- skera eftir þá sáningu. En uppskeran brást. Hat- ranimur áróður Vökumanna í Morgunblaðinu virðist hafa haft þau áhrif helst að þjappa vinstri mönnum betur saman. Áróðri Vökumanna um „tak- mörkun á kosningarétti stúd- enta“ svöruðu stúdentar eftir- minnilega með því að mæta mun fleiri en t. d. í kosningun um í fyrra, sem þó áttu að vera fyrirmynd lýðræðislegs kosningafyrirkomulags, — og vinstri menn unnu einn sinn stærsta sigur; fengu 57% at- kvæða. Sennilega var það kjörsókn- in sem kom mönnum mest á óvart. Tæpur helmingur allra innritaðra stúdenta lagði það á sig að sitja í einn til tvo tíma undir orðaskiptum hinna Framhakhá"<bls.7 ingu ráðuneytis á ráðningu nýs framkvæmdastjóra. ALMENNUR STÚDENTAFUNDUR Á meðan horfur varðandi haustúthlutun voru hvað í- skyggilegastar, ákvað stjórn Stúdentaráðs að boða til al- meims stúdentafundar. Áður en af fundinum varð, hafði hins vegar verið leyst úr þvi máli sem mesta reiði hafði vakið, þ. e. a. s. því frum- hlaupi að taka ekki tillit til verðhækkana, Þó var miikill hugur í stúdentum sem fjöl- menntu á fundinn. Þar flutti Atli Árnason, fulitrúi SHÍ í stjórn LlN, yfirlit um stöðuna í lánamálum, og síðan var samþykkt ályktun, þar sem lögð var áhersla á kröfuna um fulinægjandi námsaðstoð og fulltrúum Stúdentaráðs í kjara- baráttunefnd gefið umboð til að efna til aðgeröa, ef stjórn- völd þverskölluðust við kröf- um námsmanna. FJÁRLÖG 1 byrjun nóvember var fjár- lagafrumvarpið lagt fram á Al- þingi. Svo fór að sú tala sem Stúdentablaðið hafði nefnt, 606 milJjónir, reyndist vera tala fjárlaganna. Er hún alger- lega úr lausu lofti gripin, og fer m. a. s. fjarri að hún nægi til að standa við þær skuld- bindingar sem stjórnin hefur þegar tekið á sig varðandi haustúthlutun. Til þess að full- nægt verði kröfunni um 100% námsaðstoð þarf Lánasjóður um 1200 milljónir, en til þess að halda raungildi þarf hann um 800 milljónir. Því hefur kjarabaráttunefndin að undan- förnu lagt áherslu á að fræða þingmenn um lánamálin og þörf námsmanna. Þar hefur hins vegar komið fram að þingmenn vilja helst ræða þessi mál á e. k. debet—kredit piani, og hugsa þeir nú mjög um endurgreiðslukerfi lánanna.; ENDUR- GREIÐSLUKERFIÐ Þingmenn láta nú margir sem þeim sé umhugað að fá sem mest af námslánunum aft- ur, helst í jafngiildum krónum. Fjármálaráðherra vill helst leysa þessi tvö mál, lánin og endurgreiðslukerfið, samhliða, en hætt cr við að þingið verði ekki jafn skjótt í svifum og ráðherra vill, en frumvarp til nýrra laga um námslán og námsstyrki strandaði einmitt á þingi í fyrra. Eitt helsta hugðarefni sumra þingmanna er að verðtryggja námslánin. Stúdentaráð lagði á sínum tíma fram tiJlögur, þar sem gert var ráð fyrir verð- tryggingu, þó með því skilyrði Framhald á bls. 7.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.