Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 8
I GOLANHÆÐUM I kirkjugarðinum í AI-Quaneitra. Opin kista fyrir utan grafhvelf- ing. Sökum tæknilegra galla eyðilögðust aðrar myndir frá AI- Quaneitra. (Ljósm. E. Br.) Forsaga: í sumar barst Stúd- entaráði boð frá sýrlensku stúdentasamtökunum U.N.E.S. (N.U.S.S.) um að senda full- trúa til Sýrlands til að kynna scr viðhorf sýrlendinga til á- takanna milli ísraels og araba, og sérstaklega að skoða borg- ina AI-Quaneitra í Gólanhæð- um. Buðust sýrlendingar til að greiða ferðir og uppihald í Sýr- landi. Valdist undirritaður til þcssarar farar og dvaldist í Sýrlandi dagana 24.—28. októ- ber. VTÐRÆÐUR VIÐ U.N.E.S. Meðan á Sýrlandsdvölinni stóð átti ég viðræður við Zaid El-Assaf varaforseta U.N.E.S. fyrir erlend samskipti, en hann var einn meðlima arabísku sendinefndarinnar er kom hing- að á vegum I.U.S. í fyrra. Skiptumst við á upplýsingum um U.N.E.S. og S.H.I. Kom þar fram að í Sýrlandi eru um 80.000 stúdentar, þar af um 30.000 í háskólanum í Dam- askus. Er U.N.E.S. heildarsam- tök þeirra. U.N.E.S. styður dyggilega sýrlensku stjórnina undir forystu El-Assads for- seta. Mátti víða sjá myndir af honum í byggingum stúdenta- samtakanna. Rakti El-Assaf stuttlega þróun mála í Palest- ínu allt frá fjórða áratugnum. Er sú saga svo kunn að vart þarf frá henni að segja. Að- spurður um markmið sýrlend- inga í baráttunni við ísraels- menn kvað El-Assaf sýrlensku stjórnina setja tvö skilyrði fyrir friði í Miðausturlöndum; í fyrsta lagi að ísraelsmenn skil- uðu aftur herteknu svæðunum frá 1967 og að réttindi Palest- ínuaraba til sjálfsákvörðunar verði virt. Litu sýrlendingar á Frelsissamtök Palestínu (P.L.- O.) sem hinn eina lögmæta fulltrúa Palestínuaraba og mundu styðja hverja þá lausn á vandamálum Palestínuaraba er P.L.O. sætti sig við. AL-QUANEITRA Borgin Al-Quaneitra var fyr- ir sex daga stríðið stærsta borg Gólanhæða, með um 50.000 íbúa, mjög falJeg borg eftir myndum að dæma. íbúarnir voru bæði kristnir (griskir rétt- Irúnaðarmenn) og múhameðs- trúar. I sex daga stríðinu 1967 náðu ísraelsmenn borginni á sitt vald. Allir íbúarnir að und- anskildum fimm fjölskyldum flýðu eða voru hraktir á brott. í byrjun októberstríðsins 1973 náðu sýrlendingar borginni á sitt vald, en þegar vopnahlé var samið var hún aftur undir hernámi ísraelsmanna. Þegar samið var um aðskilnað herja í Golanhæðum komst Al-Qu- aneitra aftur undir stjórn sýr- lendinga og er nú á afvopnun- arbeltinu, en er svo tiil um- kringd af yfirráðasvæði ísraels- manna. Undirritaður skoðaði borg- ina sunnudaginn 27. október sl. Til þess að komast tii hennar þurfti að fara í gegnum fjór- ar varðstöðvar; tvær sýrlenskar og tvær frá Sameinuðu þjóðun- um. Þegar við nálguðumst borgina voru merki stríðsins augljós. Víða mátti líta eyði- lagða filutningabíla, skriðdreka og önnur hernaðartæki, sum frá sex daga stríðinu, önnur frá október stríðinu. Al-Quaneitra sjálf er í al- gjörri rúst. Gæti ég trúað, að samtals séu miUi tíu og tuttugu hús uppistandandi. Sögðu sýr- lendingar ísraelsmenn hafa sprengt borgina upp dagien áð- ur en þeir yfirgáfu hana. Var og bersýnilegt, að mörg hús- anna höfðu ekki eyðilagst í bardögum, því þök þeirra lágu svo til óbrotin á jörðinni, eins og jregar hús eru sprengd inn- an frá. Er og ótrúlegt að borg- in hefði gjöreyðst svo í bar- dögum. Meðal ]>cirra húsa er uppi stóðu var spítalinn, er hafði legurými fyrir 600 sjúkl- inga, svo og gríska rétttrúnað- arkirkjan. Hins vegar hafði öllu steini léttara verið rænt úr báðum þessum byggingum, jafnvel þeim marmara sem heill hafði verið í sjúkrahús- inu. Mátti í kirkjunni sjá sund- urskornar rafmagnssnúrurnar, sem legið höfðu í Ijósakrónur kirkjunnar. Auk þess hafði sjúkrahúsið bersýnilega verið notað til æfinga í götubardög- um; allir veggir voru þaktir förum eftir vélbyssukúlur og sprengjubrot. Þó að viðurstyggð eyðilegg- ingar hefði mikil áhrif á mig, verður þó að játa, að kirkju- garður kristinna var hvað ó- hugnanlegastur. í þcim kirkju- garði, er bersýnilega var fyrir auðugri hluta kristinna, voru grafhvelfingar en ekki grafir. Höfðu allar grafhvelfingarnar verið opnaðar, sumar augsýni- lega með skothríð, og skartgrip um rænt af líkunum. I sumum hlutum kirkjugarðsins höfðu kistur verið dregnar úr graf- hvelfingunum og lágu þær eins og hráviði á jörðinni. Er erfitt að ímynda sér þá forheröingu hjartans sem slikt athæfi gefiur til kynna, STYÐJUM PALESTÍNUARABA! í aldarfjórðnng hafa ísraels- menn undirokað palestínUar- aba, sem búa við kröpp kjör eða eru landfilótta. Þeir eru annars flokks jxjgnar í for.num heimkynnum sínum, búa við takmörkuð borgararéttindi og slæma aðstöðu til menntunar, en eru arðrændir af síonískum heimsvaldasinnum. Þótt j>j óðfrel s i ssa m tök pal- estínuaraba hafi á hendi for- ystu í frelsisbaráttunni, væri árangur þeirrar baráttu næsta lítill, ef ekki kæmi til stuðning- ur arabaríkjanna. Lengst af töldust egyptar höfuðstoð palt, estínuaraba, en á síðustu árum hafa jicir snúist æ meir á sveif með bandaríkjamönnnm,' -og því hefur fylgt vaxandi linka og undansláttur í málefnum pailestínuaraba. Hins vegar Framhald á bls. 2. Vegna plássleysis verður grein um herferð gegn dönskum rót- tæklingum í kennarastöðum að bíða næsta blaðs. Að þessu sinni verðum við að láta okkur nægja skopmynd Deleurans af þeirri sefasýki sem herferðinni er ætlað að vekja. Tugir laganema sviptir atkvæðarétti Eins og stúdenta rekur minni til, urðu miklar umræður fyrir nokkrum vikum um fyrirkomu- lag á kosningiu til hátíðarnefnd- ar 1. desember. í Morgunblað- inu birtust með skömmu milli- bili viðtöl við ýmsa af forustu- mönnum Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, um álit þeirra á kosningatiliöguninni. Þá birt- ist og grein í Vísi eftir oddvita Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta,. Fyrirsagnir greinar- innar og viðtalanna eru lýsandi um afstöðu forsprakka Vöku til kosninigafyrirkomulagsins, sem var, samkv. reglugerð, fundar- kosning. Fyrirsagnirnar voru svohljóðandi; „Þetta eru ólýð- ræðisleg vinnubrögð" (þ.e. að kjósa á fundi. Morgunblaðið 20. október). „Lýðræði hinna fáu" (Morgunblaðið, 23. október) og „Hundruð stúdenta sviptir at- kvæðisrétti" (Vísir, 22. október). Síðast liðinn fimmtudag, 7. nóvember var haldinn aðalfund- ur í félagi laganema, Orator. En því félagi hefur Vökuifhaldið stjórnað svo lengi sem elstu menn muna. Fyrir þesstun fundi lágu breytimgartrllögur við lög Orators. Breytingamar gengu út á það að kosmimg stjórnar Ora- tors færu fram á kjörfundi, sem stæði í einn dag í stað þess að kosning færi fram á aðalfundi eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Rök flutningsmannanna voru flest hin sömu og fulltrú- ar Vöku héldu fram áður, þ.e. að með óbreyttu fyrirkomolagi væri kosningaréttur laganema þrengdur á ósvífinn hátt o.s.frv. Töluverðar umræður urðu um tillöguna. M.a. tóku til máls nokkrir gamalkunnir forystu- menn Vöku. Þeirra málflutning- ur fél'l í faðma að þvií leyti, að þeir voru undantekningarlaust mótfallnir breytingunum. Helstu röksemdik Jseirra voru að aðal- fundir Orators væru svo skemmtilegir. Aðal skemmtun- ina töldu þeir felast í kosningu stjórnar! Fljótlega eftir að um- ræður hófust komu fram' rökstudd dagskrártillaga, um að gengið yrði þegar til atkvæða um tillög- una, og tillaga um frávísun. Dagskrártillagan var felld, en frávísimartillagan samþykkt með 37 atkvæðum gegn 30 atkvæð- um (í lagadeild eru um 230 stúdentar). Skemmtilegheitin skyldu blífa en lýðrœðið ekki. Með sömu röksemdarfærslu og Vökumenn beittu fyrir nokkrum vikum um 1. des. kosningarnar er auðfengin sú niðurstaða, að tugir laganema hafa framvegis verið sviptir at- | Hvað varð af kynningarfunduaum? í kosningastefnuskrá vinstri manna við Stúdentaráðskosn- ingarnar síðastliðið vor var m. a. lögð á það áhersla að tryggja yrði góð tengsl við stúdenta almennt. Eitt af þeim atriðum, sem nefnd voru, i því sam- bandi, var sú nýbreytni að halda kynningarfundi með ný- stúdentum. Var jætta verkefni að sjálfsögðu falið fundanefnd, í september barst Stúdenta- ráði bróf frá Verðandi, þar sem mælst var til að efnt yrði til funda, þar sem kenmsLumál og félagslíf Háskólans væru kynnt nýstúdentum. Stjórn ráðsins fagpaði vitaskuld Jxss- um áhuga Verðandimanna, og fól fundanefnd og formanni hennar, Sigurði Tómassyni varaformanni Stúdentaráðs, að sjá um framkvæmdir. Frá fundanefnd hefur hins vegar það eitt heyrst, að hún hefur haft með sér einrn fund, þar sem rætt var um styrkveit- ingar úr sjóðum þeirn sem nefndin neður yfir. Ekki hefur bólað á kynningarfundum fyr- ir nýstúdenta, og hlýtur það að teljast full seint í rassinn gripið að lialda þá fundi úr þessu. Sigurður Tómasson sagði í blaðaviðtali eftir stúidentaráðs- kosniingarnar síðastliðið vor, að eitt höfuðverkefnið væri að láta hægri menn starfa. Sjálf- ur hefur hann kjörið tækifæri til j>ess, þar sem hann hefur tvo Vökupilta sér til liðsinn- is. Hitt er þó ölíu alvarlegra, að Siigurður hefur hér brugðist þeirri skyldu að efna kosninga- loforð. Má í því sambandi benda á að í hagsmunamálum hafa vinstri menn í Stúdenta- ráði unnið að öllu því sem lofáð var í kosningastefnu- skránni. Getur það varla talist til of mikils ætlast, að formað- ur fundanefndar stæði við það kvæðisrétti í kosningum stjórn- ar Orators, með samþykkt frá- vísunartillögunnar. Flutnings- maður hennar var Ólafur Thor- oddsen, fyrrv. ritstjóri Vöku, blaðs lýðrœðissmnaðra stúdenta. Á aðalfundinum voru eftir- taldir laganemar kosnir með þessu fyrirkomulagi, þ.e. funda- kosningu, í stjóm Orators; Kjart- an Gunnarsson, form., Steinunn M. Lárusdót'tir, varaform. og rit- stjóri Úífljóts, Berglind Ásgeirs- dóttir, meðstj., Gunnar Guð- mundsson, meðstj., og Ragnhild- ur Hjaltadóttir, meðstjórnandL Lfoið lagðist fyrir kappawn Sigmð. eina kosningaloforð, sem téngt er þeirri nefnd og enn hef-ur reynt á.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.