Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 5
5 Jafnrétti kynjanna Þegar rætt er um jafnrétti i is- lensku þjóðfélagi verður tæpast komist hjá þvi að geta að nokkru þess máls, sem þrátt fyrir heitar umræður i heila öld virðist litið hafa þokast áleiðis, en það er jafnrétti kynjanna. Grundvallar- forsenda þess að raunverulegt jafnrétti allra þegna þjóðfélags- ins komist á hlýtur að vera það, að allir menn hafi sömu aðstöðu, sömu réttindi og sama frelsi til allra hluta — og konur eru menn. 1 okkar kapitalska þjóðfélagi er einstaklingunum mismunað á margan hátt, og á þetta jafnt við um bæði kynin. Ef þú ert rikur eða af rikum kominn áttu hægara með framhaldsnám, þú þarft ekki að puða 50—60 tima i fiski eða á- lika óskemmtilegheitum og þú getur svikið undan skatti. Sértu bæði rikur og þar aö auki karl- maður áttu enn hægara um vik með þetta allt saman. Sértu hins vegar fátækur og þar að auki kvenmaður, er langliklegast að þú lendir I fiski eða ræstingum, nema auðvitað að þér takist að húkka álitlegan gullfisk. Nú er mjög mikið rætt um frelsi og þó einkum og sérilagi „ein- staklingsfrelsi”. Menn standa bláir og bólgnir á götuhornum og láta hátt yfir skerðingu á einstak- lingsfrelsinu.' En mönnum yfir- sést æði oft kjarni málsins — hvað er þetta einstaklingsfrelsi? í okk- ar þjóðfélagi er þetta frelsi laga- lega útskýrt sem frelsi einstak- lingsins til að einangra sig frá öðrum, þ.e.a.s. hann er verndað- ur fyrir öðru fólki á margvislegan hátt. En um leið og „frelsi” eins manns er skýrgreint og afmark- að, er um leið búið að skýrgreina og afmarka „frelsi” allra hinna. „Jafnrétti” i hinu kapitaliska þjóðfélagi er þannig I raun ein- göngu jafn réttur til þess „frels- is” sem einangrar hann frá öðr- um. Til þess að raunverulegt jafn- rétti náistþarf þvi að breyta þessu einstaklingsfrelsi á þá lund að menn hafi i raun sömu aðstöðu og sama frelsi til allra hluta. Þessu takmarki verður tæpast náð I borgaraþjóðfélagi nútimans þar sem það grundvallast á þessu margumtalaða einstaklingsfrelsi. Allt tal um að hægt sé að ná fram jafnrétti kynjanna innan rikjandi skipulags er þvi út i hött. Barátt- an fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti allra þegna eru aðeins tvær hliðar á sama málinu. Konur og karlar eru oft talin lagalega séð sitja að öllu leyti viö sama borð úti á vinnumarkaðn- um. A þetta er oft bent I umræð- um um jafnrétti kynjanna, og þetta jafnvel talið merki þess að frekari úrbóta sé ekki þörf. Það er þvi fróðlegt aö athuga nánar hinar lagalegu og félagslegu hlið- ar málsins. 1 frumvarpinu að lögum um launajöfnuð frá 1961 stendur: „A árunum 1962—1967 skulu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf i eftirfar- andi starfsgreinum: almennri verkakvennavinnu, verksmiðju- vinnu og verslunar- og skrifstofu- vinnu”. 1 þessu frumvarpi stendur ekki að greiða skuli sömu laun fyrir jafnverömæt störf. At- vinnurekendum var veittur viss aðlögunartimi, og notuðu þeir hann til þess að festa og auka þá kyngreiningu starfa sem þegar var orðin. Eins og eflaust flestir þekkja eru konum ætluð viss störf og körlum önnur, og kvennastörf- in lenda i lægstu launaflokkunum. Þannig birtist jafnréttið I reynd. Konur verða að knýja á verka- ... 1 Það liggur I augum uppi, aö hin mikla vinnuþrælkun, sem verkalýðurinn býr við gerir það ókleift fyrir flesta að stunda menningarlif af nokkru tagi.. Menningarlifið verður forrétt- indi yfirstéttarinnar á sama tima og vinnutimi verkamanns- ins lengist. Þar kemur að verkamaðurinn fer að trúa þvi að „menningin” sé ekkert sem honum komi við.. Menningin slitnar úr tengsl- um við fólkið og verður forrétt- indi þeirra sem betur eru settir.. Það þykir nóg að fleygja i al- þýðuna léttvægum försum og sykursætum eldsrómönum svo ekki sé minnst á hið óstjórnlega magn ómerkilegra kvikmynda, flestra af engilsaxneskum upp- runa sem tröllríða kvikmynda- húsum og sjónvarpi. Listamenn flestir (róttækir ekki undan- skildir) virðast vera hræddir viö að stiga niður úr filabeinsturnum sinum og al- þýðan er farin að trúa þvi að lifið sé fiskur eða þá stein- steypa. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi, að minnast á hina „róttæku” menntamenn sem forðast eins og heitan eldinn að taka þátt I baráttunni, heldur láta sér nægja að veifa frösunum i kringum sig, milli þess að þeir neyta menningar- innar með slíku ofurkappi að sumum hættir við uppsölum eða niðurgangi. Sé reynt að ýta við mönnum i þessu efni upphefjast óðara reiðiþrungin org um að verið sé að ráöastá „undirstöðuatvinnu- greinar þjóðfélagsins” og það fólk sem við þær vinni. 1 þessu sambandi má benda á upplost það, sem varð vegna sjónvarps- myndarinnar „Fiskur undir steini”. Hér hafa verið tilfærðir nokkrir punktar um menningar- misréttið sem verkalýðurinn býr við. Menn skyldu þó ekki gera sér neinar gillivonir um aö þessi vandkvæði verði leyst inn- an ramma ríkjandi þjóðfélags- gerðar. Vandamáliö verður ekki leyst fyrr en verkalýðurinn ris upp og varpar kúgurum sinum á sorphaug veraldarsögunnar. lýðsforystuna um að taka þau mál alvarlegum tökum. Af ein- hverjum ástæðum hefur hún ekki lagt sig fram um að fá þessu breytt, en hún er eini aðilinn, sem á þvi hefur tök. Vert er að geta þess, að kauptrygging, sem nú er I kröfum ASl, mun einkum koma konum til góða. í fiskiönaöinum mun kauptrygging, að likindum leiða til þess að betra skipulag verður ða veiðum og dreifingu fiskins. Atvinnurekendur munu sjá sér hag i að hafa vinnuna sem jafnasta. Konur á hinum ýmsu vinnu- stöðum þurfa að binda endi á samtakaleysi sitt. Þær þurfa að beita sér fyrir þvi að uppfræða hver aðra og karlmennina um stöðu konunnar. Þær þurfa að kynna sér launasamninga og all- ar hiiðar kjarabaráttunnar og koma siðan út i launabaráttuna Framhald á bls. 10. t frystihúsunum eru konur meðhöndlaðar sem annars flokks vinnukraftur, þött ekkisé hægt að reka þau án kvenfólksins. 3$»Arið 1927 voru verkamenn og iönaðarmenn 68,5% skatt- greiðenda, tekjur þeirra voru 26,8% heildaratvinnutekna. A sama tima voru hátekjumenn 8,2% skattgreiöenda, en fengu samt 38,0% heildaratvinnu- tekna. Skyidi ástandið hafa batnað? Sfr Arið 1928 bjuggu 43,3% Ibúa Reykjavikur I ieiguibúðum, sem voru 2 herbergi eða minni, samtals 24,1% af öllu húsnæði i bænum. Hvernig skyldu hiutföliin vera i dag milli þcirra nýriku á Arnar- nesinu og i Laugarásnum ann- arsvegar og hinsvegar fjöl- býlishúsahverfa vinnulýðs- ins? „Jafnrétti er hiö versta tiskuorð og notað i áróðurs- skyni —jafnréttiskjaftæði” ... „Sú upplausn sem rikir I þjóð- félaginu er að nokkru leyti dagheimilunum að kenna” ... „Kröfur um dagheimili eru litillækkun á starfi konunnar á heimilinu. Ég er á móti þessu tali um jafnrétti”. Frjálshyggjumenn i bæjar- stjórn Hafnarfjaröar árið 1974 (ekki 18741). «V,,Við þurfum að vinna tiu eftirvinnutima á viku og alla laugardaga helst lika, ef mað- ur á að ná endum saman” ... „þegar búið er að taka af okk- ur öll gjöld, þá fá sumir okkar tóm launaumsiög viku eftir viku. Einn okkar fékk um dag- inn niu krónur eftir vikuna”... Verkamenn við höfnina og hjá borginni I blaðaviðtali 22. nóv. á þjóðhátiðarárinu mikla 1974. 5fr,,Af konum sem unnu I bönkum árið 1970 voru nær 3/4 af konum I fjórða launaflokki eða neðar. A sama tima voru um 2/3 karla I bönkum I sjö- unda launaflokki eða ofar. Þó höföu konurnar nær undan- tekningarlaust hærri starfs- aldur. Hjá opinberu fyrirtæki kom i ljós viö athugun, að kon- ur tóku mest laun eftir 5—14 launaflokki, en kariar aöal- lega eftir 12—27 fiokki. Jafnvel þar sem menntun var sam- bærileg voru karlar yfirleitt 4—5 launaflokkum ofar. Sími: 15640

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.