Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 8
I 8 Um margrómað Islendinga Frelsi íslendinga hefur löngum verið viðbrugðið. Frá Noregi stefndu hingað skipum sínum frjálshuga víkingar, ólmír að losna undan ofríki og áþján Har- aldar lúfu. Hingaðkomnir mynduðu þeir með sér frjálst samfélag frjálsra manna, sem lengi hefur verið fyrirmynd allra frelsisunnandi þjóða. úr þeim jarðvegi spratt ein- stæð gullaldarmenning ís- lendinga, einn af hæstu tindum heimsmenningar- innar. Islensk frelsis- og menningarviðleitni er raunar með slíkum ólik- indum, að menn hafa ekki fundið henni neina skyn- samlega skýringu aðra en þá að hingað hafi flust sér- stakur þjóðflokkur, búinn öðrum þjóðareinkennum en venjulegt fólk. Forfeður vorir glötuðu frelsi sínu, og segja sumir það stafa af valdagræðgi einstaka úrkynjaðra höfö- ingja, aðrir að frelsið hafi verið orðið of mikið. Hátt á sjöundu öld bjó þjóðin við áþján norðmanna og dana, en þraukaði af al- kunnri seiglu, þar til nýir tímar og nýjar frelsishetj- ur endurheimtu vort forn- fræga frelsi. Á þessu ári minnumst við þess sem glatast hefur eða áunnist í ellefu aldir. Þá fögnum við því ekki hvað sist, að nú búum við bæði við þjóðfrelsi og ein- staklingsfrelsi, sem vart á sinn líka í veröld styjalda, hryðjuverka og kúgunar. I fámennu og strjálbýlu landi er svigrúm einstak- linganna til góðra verka næstum otakmarkað, og viðeigum því láni að fagna að í samfélagi þjóðanna eigum við slíka öndvegis nágranna og bandamenn, að þeir láta okkur njóta jafnréttis á við þúsundfalt stærri og voldugri þjóðir. frelsi Glansmynd Hér aö ofan er skráð ein hlið þeirrar glansmyndar sem is- lendingum er á tyllidögum gefin um sjálfa sig. A yfirborðinu gæti hún virst sára saklaus sjálfsmynd litillar þjóðar, sem gjarna vill vera stór, en þegar betur er að gáð, er hún hluti ákveðinnar hug- myndafræði og vopn ákveðinna þjóðfélagsafla. Einn þáttur glansmyndarinnar eins og flestra gerða veruleika- fölsunar, er misbeiting hugtaka i blekkingaskyni. Þannig er talað um „frelsi þjóðar” eins og átt sér við að sérhver einstaklingur af umræddri þjóð njóti þess frelsis jafnt. Staðreyndin er hins vegar sú, að það hefur litið gildi að tala um þjóðfrelsi, nema skýrt komi fram, hverjir eru handhafar þess, þjóðin öll eða fámennur hópur. Það skiptir t.d. þrælinn litlu hvort eigendur hans tilheyra sjálfstæðri eða undirokaðri þjóð. En hvað er þá frelsi? An þess að viö hættum okkur of langt út á vangaveltur um það hvort menn séu „fæddir til frelsis” eða allar athafnir þeirra lúti járnhörðum lögmálum liffræðilegra, sálfræði- legra, efnahagslegra eða félags- legra ferla, getum við slegið þvi föstu að spurningunni, hvað sé frelsi, megi breyta i „frelsi hvcrra — til hvers?” „ Fr jálsræðishetjurnar" og hinir Ef við litum nánar á „hið frjálsa sögualdarsamfélag”, hljótum við að spyrja, hverjir höfðu frelsi til að ráða gerðum sinum sjálfir. Þar koma tæpast aðrir til álita en sjálfstæðir bændur, sem áttu búin og réðu rekstri þeirra og höfðu akvörðunarrétt um sum sameiginleg málefni, s.s. fátækraframfærslu og smölun búfjár. En begar kemur að hinu nafn- fræga Alþingi, hinu árlega lands- móti þjóðarinnar allrar, blasir viö staðreynd, sem einhverra hluta vegna kemur sjaldan skýrt fram i sögubókum eða þjóð- hátiðarræðum landsfeðra. Þar réðu lögum og lofum örfáir tugir manna, goðarnir, sem áttu að- stöðu sina að þakka arfgengum auði og vegtyllum. Aðrir mættu til þings sem fylgisveinar goðanna, en réðu engu um mála- lyktir nema sem fulltrúar sinna goða. En hvert var þá frelsi annarra þjóðfélagsþegna en goða og bænda? Um 90 prósent þjóðarinn- ar var á þessum tima algerlega undirgefin ráðastéttum hennar. Til þess hóps teljast konur, vinnu- fólk og þrælar, sem nutu mjög svo takmarkaðs eða einskis sjálfs- ákvörðunarréttar. Þessi miklu meirihluti þjóðarinnar átti enga hlutdeild i frelsi Ingólfs Arnarsonar eða Gunnars á Hliðarenda. Getur svo hver og einn dæmt um það athæfi for- sætisráðherra islensku þjóðar- innar þegar hann i þjóðhátiðar- ræðu nefnir þá „frjálsræðis- hetjur” sem sátu á rétti meiri- hluta þjóðarinnar. Þessi skrumskæling á félags- legum veruleika fyrri tima skýr- ist e.t.v. að einhverju leyti, þegar við höfum i huga hvernig honum er lýst i þeim bókmenntaarfi sem við eigum frá þvi timabili þegar „frelsisöld” er að ljúka. Þetta mætti orða betur með að segjaskýringuna fólgna að hluta til fólgna i gagnrýnislausum skilningi okkar á þessum bókmenntum. Sjaldan er lögð áhersla á þá staðreynd aö gullaldarbókmennt- ir islendinga voru yfir- stéttarbókmenntir, færðar i letur af höfðingjum og fyrir höfðingja. Viöfangsefni þeirra var lika höfðingjar, lif þeirra og örlög. Misrétti þjóðfélagsins er litið augum yfirstéttarmannsins: þrælar eru yfirleitt heimskingjar eða illmenni, nema hvort tveggja sé: leiguliðar og smábændur eru oftast lltilsigldir bændadurgar: en sem æpandi mótsögn við lág- kúruna og meðalmennskuna birtast okkur goðumlikar hetjur, glæsimenni, vitringar og stór- brotnir persónuleikar, sem allir eru yfirstéttarmenn. A umliðnum öldum hafa Islendingar lifað sig inn i lifsþræði þeirra og harmað örlög þeirra, meðan það lengsta sem smámennina hafa komist er að vekja hlátur eða meðaumkun lesandans. Enn lesum við islendingasögur sem hetjusögur eða harmsögur mikilmenna. Enn forðumst við að lita gagnrýnum augum á þann fé- lagslega veruleika sem þar birtist okkur i gervi aðalpersóna og aukapersóna. — Þessi orð skyldi enginn skilja sem svo að okkur væri hollast að kasta fyrir róða aðdáun okkar á bókmennta- afrekum gullaldar. Nei, það er engin ástæða til að hætta að njóta harmrænna frásagna af lifshlaupi einstaklinga, en okkur væri hins vegar hollt að skyggnast jafn- framtörlitið inn i það „félagslega samhengi” sem sögurnar gerast og eru skrifaðar i. „En allir erum við þó frjálsir". Ekki er siður ástæða til að velta þvi fyrir sér, hvers vegna menn hafa veigrað sér viö að skoða blá- kaldan veruleika fyrri tima og þess bókmenntarfs sem þeir hafa eftirlátið okkur. Astæðan skyldi þó ekki vera m.a. sú, að þar með væri höggvið of nálægt einhvers konar blekkingum sem við lifum i um okkur sjálf? Þegar menn neita að koma auga á takmarkanir á frelsi for- feðra sinna, er varla undan þvi komist að setja það I samhengi við b'.indu manna á misskiptingu frelsis i þvi þjóðfélagi sem við lif- um i. Augljós mælikvarði i frelsi er aðstaða manna til aö njóta þeirra lifsgæða sem fyrirfinnast i þjóð- félaginu. Ef við höfum i huga þá staðreynd að hérlendis er meira en fimmfaldur launamismunur milli þeirra sem mest hafa og hinna sem minnst bera úr býtum, þurfum við ekki að fara i grafgöt- ur með það, að mjög er misskipt frelsi manna til að njóta þess sem einungis peningar fá keypt. Undanfarnar vikur hefur mjög verið rætt um aðstöðu manna til að njóta hámenningar, s.s. lista af öllu tagi. Þá hefur athygli manna m.a. beinst að þvi að stór hluti islendinga vinnur svo langan vinnudag, að raunhæft er að tala þar um þrælkun. Það er ósmekk- legur brandari að segja sjómanni sem er úti á sjó nokkurn veginn allan ársins hring að hann hafi sömu aðstöðu til að njóta lista og Reykjavikurbúinn sem vinnur 40- 50 tima vinnuviku. Varla er hægt að segja að þessir tveir menn hafi sama frelsi i þessu tilliti. Frelsi til að njóta efnislegra gæða og frelsi til að njóta lista, hvort tveggja er þetta skilyrt af vinnu manna og þeim tekjum og fristundum sem hún gefur. En hvert er þá frelsi manna i vinn- unni, þeim þætti i athöfnum sér- hvers manns, sem svo mjög skilyrðir aðra þætti? Sá maður sem á framleiðslutækin, er frjáls til að ráðstafa vinnuafli þeirra sem hjá honum starfa. Hann er jafnframt frjáls til að ráðstafa afurðum vinnu þeirra. En laun- þegarnir eru frjálsir að þvi einu að selja vinnuafl sitt þeim sem hæst býður. Utan vinnutimans leita laun- þegarnir þess frelsis sem þeir er neitað um innan hans. I velferðar- þjóðfélögum samtimans er helsta vettvang þeirrar frelsisleitar að finna I neyslunni. Launþeginn reynir að kaupa sér frelsi með alls kyns hlutum, og þá hluti fær hann auðvitað ekki annars staðar en hjá atvinnurekandanum, stéttarbróður þess sem sviptir launþegann frelsi sinu i vinnu- timanum. 1 fristundum sinum er launþeginn háður atvinnurek- andanum aiveg eins og i vinnu- timanum. „En þótt þú sért bundinn I efn- inu, getur þú leitað frelsis i andanum,” segja heimspeking- arnir. Og launþeginn leitar að frelsi sinu i andlegu fóðri — i bók- um, kvikmyndum og sjónvarpi. En hver gefur út bækur, hver framleiðir kvikmyndir og sjón- varpsefni? Til þess þarf fjár- magn, og fjármagnseigandinn er ■jafnframt atvinnurekandi. Þannig lokast hringurinn utan um launþegann sem leitar frelsis. Það frelsi er honum ávallt skammtað af þeirri stétt sem ræður rikjum i þjóðfélaginu, þeirri stétt sem á framleiðslutæk- in og grundvallar á þeirri eign sinni altæk þjóðfélagsleg völd og hugmyndalegt forræði. Og frelsisþyrsti launþeginn hættir að kljást við vindmyllur, heldur tekur hann umyrðalaust við þeim neysluvörum, efnislegum og and- legum, sem að honum eru réttar. Ein af þeim neysluvörum er þjóð- sagan um að allir séum við frjálsir. Sú þjóðsaga er alþjóðlegt fyrir- bæri, en hún er klædd I ýmsan búning eftir þjóölöndum. Hér er ein hennar sterkasta stoð, hvernig einstaklingsfrelsi er ruglað saman við þjóðfrelsi. Sú blekking veröur æ haldminni, eftir þvi sem handhafi þjóðfrels- inu i þvi skyni að sitja tryggilegar ein og sér að einstaklingsfrels- inu. A hinn bóginn á þjóðsagan um jöfnuðinn að telja okkur trú um jafnt frelsi allra. Sú staðreynd, aö sjómaðurinn getur með þrot- lausri vinnu byggt sér einbýlishús við hlið þess sem hirðir arðinn af vinnu annarra, er helsta sönnunargagn þessarar þjóðsögu. „Besta leiðin til að halda frelsi smáþjóðar er að fórna þvi,” sagði einn af spekingum Islenskrar borgarastéttar, og sama viskan virðisteiga að gilda um frelsi ein- staklingsins. Með þvi að gera sig að þræl vinnunnar og firra sig möguleikum á að njóta flestra þeirra gæða sem lifið býður upp á, þannig verður maður frjáls. Þvi er ekki að furða að æ fleiri eigi erfitt með að kyngja bitanum um frelsið. Og i stað þjóð- sögunnar um frelsið fer laun- þeginn að krefjast raunverulegs frelsis.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.