Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 9
9 RlS ÞÚ ÍSLANDS STÓRISTERKI Hin framsækna þjóðfrelsisbar- átta islendinga á siðustu öld sner- ist er á leiö æ meira upp i þjóðern- isrómantik og þjóðarrembing. Brydda fór á þvi hvimleiða fyrir- bæri sem nefnt er kynþátta- hyggja, þ e. þeirri skoðun að is- lendingar séu göfugri en aðrir þjóðflokkar jarðarinnar og beri af sökum liffræðilega arfgengra yfirburða. 1 islenskri kynþáttahyggju má greina tvo meginstrauma, sem þó renna nokkuð saman. Fyrst er að nefna þá séris- lensku stefnu, sem sanna vill yfir- burði islendinga gagnvart öllum öðrum þjóðum, ekki sist dönum. Þessu fylgja vangaveltur um hvi- likt úrval úr stórmennum Noregs hafi flúið til Islands. Kynblöndun við ljóðelska irska þræla (sem vel að merkja voru flestir af ættum irskra jarla og konunga!) á svo að hafa gert islendinga sérlega vel fallna til bókmenntaiðju og fræðadútls. Eínhvern veginn er það samt þannig, að islendingar rekja sjaldan ættir sinar til ira, og hefur þó islendinga sist af öllu skort leikni i ættfræði og ættrakn- ingum. Loks á ýmislegt harðrétti, svo sem svarti dauði, einokun dana, stórabóla, og móðuharðindi að hafa gert þá sem eftir lifðu ó- hemju harðfenga og lifsbaráttu- glaða. Hinn meginþáttur islenskrar kynþáttahyggju stendur á miklu breiðari grunni, er er einskonar endurómun af þeirri menningar- og félagslegu öfugþróun er há- marki náði i 3ja riki þýskra nasista, gyðingamorðum og kyn- bótum á fólki. Kynþáttahyggjan reis hæst i heimsvaldarikjum Evrópu og er ekkert annað en hugmyndaleg endurspeglun af heimsvaldastefnu þessara rikja á lokastigi þjóðfélagsþróunar auð- valdsins. Þýskum, frönskum og enskum heimsvaldasinnum var nauðsynlegt að réttlæta yfirráð sin og kúgun á „frumstæðum” þjóðum Afriku og Asiu með þvi að hviti kynstofninn byggi frá nátt- úrunnar hendi yfir meiri hreysti, gáfum og öðru þvi sem til mann- legra kosta er talið. Það er undarleg þversögn, að islendingar, fyrrverandi hjálend- ingar dana, skuli i jafn rikum mæli og dæmin sanna finna til samhygðar og jafnvel sverjast i fóstbræðralag við örgustu ný- lendukúgara og kynþáttafasista sögunnar, valdastéttirnar i evrópskum og norðvestur- heimskum auðvaldsrikjum. Is- lenskum atgervismönnum af úr- valskyni þeirra norrænu vikinga er gjarnan hentu börn „óæðri” kynþátta á spjótsoddum, rennur kapp i kinn er þeir minnast af- reka breta á Indlandi og i Afriku, frakka i Alsir og Indókina, banda- rikjamanna á Filipseyjum, þjóð- verja i Austur- og Suðvestur-Af- riku, og nú nýverið dáða portú- gala I Mósambik og Angóla og hetjuskapar Calleys majórs i My Lai. Hætt er við að mörgum is- lenskum aðdáanda „vestrænnar siðmenningar” hafi sviðið hið af- brigðilega fámenni islenska af- burðakynsins, sem ásamt tregðu almúgans til herhlaups og viga- ferla hefur komið I veg fyrir að is- lendingar gætu axlað sinn hluta af „byrði hvita mannsins”. Bót er þó i máli að njóta nærveru hraustrar varðsveitar alame- riskra drengja suður á Miðnes- heiði. Það er nokkuð athyglisvert og jafnvel spaugilegt að einmitt i sambandi við þessa verndar- englasveit kana á tslandi hefur opinberast svo ekki verður um villst islensk kynþáttastefna. Þegar ameriskur her kom hing- að fyrst árið 1941 voru i samningi þeim sem gerður var við banda- risku stjórnina ákvæði um að hingað skyldi aðeins senda „úr- valslið”. Hermann Jónasson, þá forsætisráðherra, útskýrði þetta orðafar þannig á Alþingi, að átt væri við að hingað yrðu ekki sendar „litaðar hersveitir”. 1 orðsendingu bandariska sendi- herrans til rikisstjórnar sinnar, 23. júnl 1941, stendur einnig þessi stutta og laggóða setning: „The Prime Minister requests that no negroes be included in the unit as- signed here” (forsætisráðherr- ann æskir þess, að engir negrar verði i hersveit þeirri er hingað á að senda). Bandarikjastjórn mun hafa farið að þessum „óskum islend- inga”, einnig 1951 er herinn sæll- ar minningar kom aftur, og ætið siðan, að mestu leyti. A seinni árum hefur þó hin nýja mann- réttindalöggjöf i Bandarikjunum gert bandarískum ráöamönnum erfitt um vik að uppfylla „kröfur islendinga” út i æsar, en með þeirri lagni og lipurð sem könum er svo eiginleg i slikum málum, hefur þeim tekist að fara i kring- um þessi formlegu lagaákvæði og halda tölu svartra hermanna I lágmarki. Islensk kynþáttastefna hefur i framkvæmd ekki einungis beinst að blökkumönnum. Rétt fyrir sið ustu heimsstyrjöld, þegar gyð- ingar flýðu i stórhópum undan þýskum nasistaofsóknum, reynd- ist islenska rikistjórnin vera „principielt” mótfallin þvi að þýskir gyðingar fengju landvist á islandi. Einnig hefur það orð far- ið af islenska útlendingaeftirlit- inu að það væri vandfýsið á það hverjir fengju hér landvistar- leyfi, og hleypti ekki hvaða „araba” sem væri inn i landið. Þess munu vart nokkur dæmi að blökkufólk hafi fengið hér at- vinnuleyfi nema ef vera skyldu nokkrir negrasöngvarar og söng- konur um stuttan tima i senn. Loks má minna á að núverandi rikisstjórn Islands hefur i verki sýnt hug sinn til þess rikis sem i dag heldur merki Hitlers og Göbbels hátt á lofti, með þvi að leggjast gegn öllum tilraunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að losa samtökin við návist full- trúa suðurafrisku apartheid-fas- istanna. Nýlega var lögfest á Alþingi þessi lagaklausa: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinber- lega á hóp manna vegna þjóð- ernisþeirra, litarháttar, kynþátt- ar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt aö 2 árum”. Hvenær má vænta þess að rit- stjóri Mánudagsblaðsins og hans likar verði látnir sæta ábyrgð fyrir endurtekin brot á þessum lögum? Eða prestar og aðrir kristsinnar fyrir að litilsviröa ját- endur annarra trúarbragða en kreddu Lúthers? Eða getur það verið að lögin séu aðeins einn skrautstafurinn enn i þjóðsagnabók islensku borgara- stéttarinnar, bara stofupunt sem enginn tekur hið minnsta mark á, eins og svo mörg lög I „réttarrik- inu” Islandi? Hvað segir fólk um Sunnudagsblað Þjóðviljans? DJOÐVIUINN Þj óðf élagsskilvindan „Einhver ægilegasta hættan, sem yfir mannkyninu vofir, er sú, aö kynstofninn spillist. Tala fæddra og dáinna er mismunandi i ýmsum stéttum manna og þar meö það, hve mikið mönnum fjölgar hlutfallslega í hverri stétt. Með frumstæðum þjóðum er nálega engin stéttaskipting, svo allir standa þar likt að vigi. Hjá þjóðum á nokkru hærra stigi auka höfðingjarnir mest kyn sitt, en hjá menningarþjóðunum er þetta orðið á hinn veginn. Rannsóknir sýna, að mannfjölgunin verður þvi meiri sem neðar dregur í þjóðfélagsstig- ann, svo að æðri stéttirnar haldast ekki við nema með því að fá stöðugt liðsauka frá lægri stéttunum. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar. Á engu riður þjóðfélaginu meira en því að finna hæfustu mennina, setja þá i æðstu stöðurnar og láta þá starfa þar til gagns fyrir mannkynið. En þar sem þeir, er komast í æðstu stéttirnar, auka kyn sitt ekki nægilega mikið, verður afleiðingin sú, að afburðamönnum fækkar. Kynstofninn spillist. Þjóðfélagið er orðið einskonar skilvinda, er skilur rjómann úr mjólkinni og fleygir honum burt!" Guðmundur Finnbogason í „Visindin og framtíð mannkynsins" i timaritinu Vöku 1929. MÁL OG MENNING HEIMSKRINGLA Nýjar bækur 1973-1974 .l(Mi Guðnason: Skúli Thoroddsen, slðara bimli Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru Með viðaukum Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn Sófókles: Antígóna i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Meö inngangi eftir Friðrik Þórðarson. Kinar ól. Sveinsson: Fagrar heyrði ég raddirnar Björn Th. Björnsson: Aldateikn Þorleifur Einarsson: Gosið á Heimaey (Islensk, norsk, þýsk og ensk útgáfa) Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn, III. til VI. bindi llelgi Hálfdánarson: Kínversk ljóð frá liðnum öldum Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd Erich Fromin: Listin að elska MÁL OG MENNING Laugavegi 18 .

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.