Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 10
10 i MUNIÐ | BARÁTTU- i SAMKOMUNA | í Háskólabíói kl. 2. á sunnudaginn I Flutt verður tveggja tima samfelld dagskrá i tali og tónum sem helguð er kjörorðinu: I ÍSLAND —PJÓÐSAGAN — VERULEIKINN. I Gestur samkomunnar er Þorsteinn skáld frá Hamri, sem flytur ávarp. I Allir velkomnir. I. des.-nefnd. Maður og umhverfi Framhald af bls. 2. tagi. bar vantar vinnu og fjár- magn til mótvægis við framkvæmdagleðina, til að draga hina hliðina fram i dagsljósið i tæka tið, koma á blað og kort um- hverfishagsmunum, sem virðast auðsæir eftir á, en þá að jafnaði um seinan. Við eigum þegar marga slika minnisvarða, sem m.a. er að finna i vanskipulögð- um handahófsplássum allt i kringum land, með arkitektúr, sem hvorki tekur mið af svip landslags sé islensku veðurfari, og gildir það einnig um byggingar til sveita. Skipulag má helst ekkert kosta og fólk velur sér hús eftir katalog frá Hús- næðismálastofnun rikisins eða Teiknistofu landbúnaðarins og telur sig jafnvel eiga margra kosta völ. Arkitektar landsins sækja menntun sina hingað og þangað til útlandsins og taka siðan til hver i sinu horni að teikna fyrir landslýð, hver eftir sinu nefi og veðurfræði Reykja- vikur þegar best lætur, en stund- um raunar með miðaf Kaliforniu. Atvinnufyrirtæki, eiga einnig sina sögu og minnisvarða, og þann sérstæðasta setti rikið sjálft niður á sinum vegum sem Kisilgúrverksmiðju i Mývatns- sveit og eftir á var rifist um auka- atriöi, veginn að óskapnaðinum. Eitt að verðmætasta, sem skapar okkur raunhæfa sérstöðu eru orkulindir Iandsins, vatnsafl og jaröhiti, sem vissulega eru all- verulegar að magni til miðað við ibúafjölda. Hagnýtjng þeirra og sá atvinnurekstur, sem reistur verður i landinu á grundvelli þeirra, er liklega afdrifarikasta mál þjóöarinnar nú og um langa franitið. Eins og stendur ráða þar ferðinni örfáir áhuga samir tæknimenn og stjórn- málamenn, sem á þá hlusta eða nenna að hugleiða þessi mál. Almenningur fær aðeins fréttir af slikum málum á skotspónum og i véfrettastil, og varast er að setja málin i það samhengi, sem þeim ber, milli orku og atvinnurekstrar, þ.e hvernig dæmið á að ganga upp að lokum. Efasemdir og gagnrýni á orkunýtingaráform er reynt að kæfa, með þvi aö etja saman þröngum hreppsjónarmiðum ein stakra landshluta, Norðlending um gegn Sunnlendingum, Þing- eyingum gegn Húnvetningum, Austfirðingum gegnöllum hinum. Þetta eru nýtiskulegar aðferðir til að deila og drottna, rugla al- menning i riminu, fela aðai- atriðin, verksmiðjuna, en eftir- láta mönnum að rifast um veginn. Og nú þegar það sýnir sig, að islenskir verkfræðingar eru ekki nógu mikilvirkir i rannsóknar- störfum sinum, og útlendinga er farið að lengja eftir að geta boðið i þessar ónotuðu auðlindir á norðurslóð, berast fregnir um það i blöðunum að vissulega geti þeir fengið aðstoð starfsbræðra sinna til að flýta fyrir, en málið en ennþá ófrágengið i valda- miðstöðvum og þvi „trúnaðar- mál” Umræða um orkulindir Islands og nýtingu þeirra um langa fram- tið, þarf að komast upp úr þessum farvegi, upplýsingar að verða al- menningseign, og öðrum en tæknimönnum að gefast kostur á að skoða málið á fræðilegum grundvelli. Allt þetta væri efni I aðra og lengri grein og hér verður þvi staöar numiö. Hjörleifur Guttormsson F ortíðarf ölsun Framhald af bls. 3. heröum hennar hvilir útlifuð snfkjustétt höfðingja. Hvað um bókmenntaarfinn?, spyr. liklega einhver. Er hann ekkj verk höfðingjanna? Eflaust hafa höfðingjar látið færa þessar sögur I letur. Landnáma er skrif- uð til að auglýsa hina nýriku, is- lensku höfðingjastétt erlendis. Og sögurnar sýna lif og siðfræði yfir- stéttar, (boðskap, sem er ekki alltaf par fagur). En þær eru fyrst og fremst tilorðnar af fólki og svita alþýðunnar. Það er alþýðan I landinu sem hefur fórnað mestu i hallærum og drepsóttum undanfarin ellefu hundruð ár. Henni eigum við að þakka tilveru okkar. Saga tslands er hennar saga fyrst og siðast. Þjóðareining hefur aldrei verið til i stéttskiptu þjóðfélagi, ekki fremur á Islandi en annars staða. Eining náðist aldrei i sjálfstæðis- málinu. Fjölnismenn Jón Sig- urðsson og fleiri róttækir baráttu- menn þurftu alla tið að kljást við afturhaldssama embættismenn og „betri” borgara, sem áttu allt sitt undir hinu danska valdi og voru danskari en nokkur dani. Borgarastéttin og erlent vald tslensk borgarastétt fékk „sjálfstæði” sitt svo til baráttu- laust og án nokkurra fórna. Hún á sér þvi enga sérstaka sögu né hefðir, hvað þá raunverulega þjóðerniskennd. Hún hefur alltaf verið háð erlendu valdi. Þegar danska valdinu sleppti 1918, tóku við ensk áhrif, sem héldust allt til seinni heimsstyrjaldarinnar, að hún kastaði sér i fang amerfska dollaravaldsins. Islenska borg- arastéttin hefur aldrei trúað þvi, aö hún gæti staðið undir sér sjálf, hún hefur ævinlega verið reiðubú- in að selja sig. Þegar englendingar hernema landið 1940, hafði rikt hér kreppa allt frá 1930. En hernám breta og siðar bandarikjamanna verður til að leysa vandamál islenska hag- kerfisins, sem voru vaxin þvi yfir höfuð. En þrátt fyrir striðsgróð- ann, gat það ekki staðið á eigin fótum að styrjöldinni lokinni. Arið 1951 var komið stórfellt at- vinnuleysi og samdráttur i flest- um eða öllum atvinnugreinum. Efnahagsástandið olli að sjálf- sögðu hörðum pólitiskum átök- um, og róttækni jókst mjög innan verkalýðshreyfingarinnar. Reynslunni rikari frá kreppunni óttuðust borgaraleg öfl vaxandi Jafnrétti kynjanna Framhald af 5. siðu. sem sterkur og áhrifamikill hóp- ur. Stór hópur kvenna virðist sætta sig við rikjandi ástand, en það bendir einmitt til þess, að þær geri sér alls ekki grein fyrir þvi, að þær eru beittar misrétti. Ný- stofnað jafnlaunaráð á að verða þeim vopn I baráttunni fyrir jöfn- um rétti til allrar vinnu og jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf meðan takmarkið um jöfn laun handa öllum er svo fjarlægt. Það er ekki nóg, að konurnar komi út af heimilunum til vinnu, þær þurfa að koma innan um ann- að fólk, venja sig á aö rökræða og nema. Þær þurfa að viðurkenna þá stétt sem þær eru i, en ekki gripa til ráða millistéttarkvenn- anna, sem gefa sér starfsheitiö „frú”, þýði starfsheiti þeirra á vinnumarkaðnum, að þær lækki I stétt miðað við að teljast til stétt- ar eiginm annsins. Stéttarleg niðurlæging er þeim þyrnir i aug- um. Meðan konur hafa enn stóran þátt uppeldismálanna i sinum höndum, ættu þær að beita áhrif- um sínum til breyttra viðhorfa ú barnauppeldi, konur i kennara- stétt ættu að beita sér fyrir, að mismunun kynjanna sé t.d. út- rýmt I skólabókunum. Að lokum þetta: Aöalatriöiö er i rauninni ekki hvaða kyni maöur tilheyrir, heldur hvaða stétt, frelsun kvenna er nátengd frelsun verkaiýðsins undan oki þeirra, sem arðræna hann. Konur ná jafnrétti, verði stéttlaust þjóðfé- lag einhvern tima að veruleika. fylgi sósialiskrar hreyfingar. En atvipnuleysið var ekki leyst með þvi aö fullnýta þau atvinnutæki, sem fyrir voru i landinu. Þess i stað var enn hert á kaldastriðs- áróörinum til að búa i haginn fyrir komu og dvöl bandariska hersins. Herinn var þannig tæki til aö ieysa bæði efnahagsieg og pólitisk vandamál, sem islensk valdastétt réði ekki við. Baksviö þjóðhátiðarhalda 1 upphafi þjóðhátiðarárs, var við lýði hægfara vinstri stjórn, sem hafði gefið fyrirheit um brottför bandarikjahers af land- inu. Margt benti þó til þess að stjórnin væri tilbúin að svikja þetta loforð. 1 forystu stjórnar- flokkanna voru menn, sem frá upphafi voru staðráðnir i að það yrði aldrei efnt. Lagður var sam- komulagsgrundvöllur fyrir bandarikjamenn, sem i raun og veru hafði ekki neina verulega breytingu i för með sér. En menn þurfa ekki lengur að hugsa þá hugsun til enda, hvernig samn- ingar vinstri stjórnarinnar við bandarlkjamenn endanlegir hefðu orðið. Þvi að hinir eiginlegu valdhafar, braskaralýðurinn i Sjálfstæðisflokknum, hættu ekki á neitt og ákváðu að koma stjórn- inni frá með öllum tiltækum ráð- um. Galdrameistarar Morgun- blaðsins mögnuðu öflugri for- heimskunarseið en nokkru sinni fyrr, og atvinnurekendur juku á verðbólguna eins og þeir gátu. Tugþúsundir islendinga voru glaptir til að rita nöfn sin undir á- skorun um ævarandi hernám Is- lands. 1 ljós kom að bandariski herinn er i hugum mikils hluta þjóðarinnar orðinn órofa hluti is- lensks samfélags. Að endingu voru leiguliðarnir Hannibal og Björn látnir fórna sjálfum sér til að koma stjórninni frá. 1 kosningunum uppskar Sjálfstæðisflokkurinn hræðslu- áróðurinn og vann sinn stærsta sigur. Afturhaldsstjórn settist að völdum, stjórn sem undirritaði hernámssamning við bandaríkja- menn, sem gekk enn lengra i að festa herinn i sessi en sá er bandarikjamenn sjálfir buðu fyrir ári. Stjórn sem hefur hafið stórfelldar árásir á kjör launa- fólks. Stjórn, sem skipar sér á bekk með lepprikjum Bandarikj- anna á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Þessi stjórnmálaátök eru af sama toga spunnin og atburðir þeir sem leiddu til sigurs „lýð- ræöisins” i Chile fyrir rúmu ári. Síðasti atburðurinn á þessu ári, sem ber „reisn” islenskrar borg- arastéttar gott vitni er undir- skriftasöfnun „frjálsrar menn- ingar”. Þar er þess vinsamlega farið á leit við islensk stjórnvöld, að þau brjóti islensk lög til að fá bandarisk stjórnvöld til að brjóta bandarisk lög, svo að islendingar megi áfram njóta ávaxtanna af starfi sálfræðinga bandarikja- hers i dagskrá dátasjónvarpsins. Ritstjórn Morgunblaðsins virðist næstum nóg boðið! Hvar er þjóðar- stoltið? Það er i ljósi þessara stað- reynda, sem hverjum hugsandi manni hlaut að verða bumbult af að hlusta á þjóðhátiðarrollur hvapfeitra góðborgara siðastliðið sumar. Meðan til er I landinu landráða- lýöur sem skriður hundflatur fyrir amerisku dollaravaldi, er allt tal um þjóðareiningu út I hött. Að heyra islending, hjartveikan af ofáti úttala sig um að Island sé á mörkum hins byggilega heims, hlýtur að leiða hugann að þvi að viöa um heim berjast fátækar þjóöir við hungur og skort á sama tima og Islendingar, ein tekju- hæsta þjóð veraldar, snikir blygð- unarlaust fé úr eins mörgum þró- unarsjóðum og mögulegt, er, á sama tima og islensk borgara- stétt telur sér hag i þvi að vera samábyrg kúgurum og fjölda- morðingjum þessara fátæku þjóða. Hvar er hið margrómaða islenska þjóðarstolt? Islenskur verkalýður verður að losa sig við þennan afætu- og braskaralýð, borgarastéttina. Liður i þvi er baráttan gegn Nato og hersetu Bandarikjanna hér á landi. Hún er þáttur i þeirri bar áttu sem öreigar allra landa heyja gegn kúgurum sinum. LJÚSMYNDA Fullkomin m _ __ Ifósmyndaþiónusta ÞJONUSTAN K nwjio um tilboo. MATSWIBELUNDJ n Lágmúla 5, Sími: 85811. BÓKIN auglýsir Kaupum og seljum lesnar bækur og tímarit. Eigum öðru hvoru heil sett tímarita. Viljum vekja athygli á að til er fjöldi titla af ólesnum bókum Bókin hf. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10680 6/ simi ■; SAMVINMUBANKINN AKRANESI GRUNDARFIRÐI KRÓKSFJARÐARNESI PATREKSFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI HÚSAVÍK KÓPASKERI VOPNAFIRÐI STÖÐVARFIRÐI VÍK í MÝRDAL KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI REYKJAVÍK SAMVINNUBANKINN BANKASRTÆTI 7 REYKJAVIK, SlMI: 20700 ÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.